Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnisráð telur Flugstöó Leifs Eiríkssonar hafa brotið lög með því að neita Vallarvinum ehf. um aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu Flugstöðin hefur mis- notað einokunaraðstöðu Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að neita Vallarvinum ehf. um aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu í Flugstöðinni. SAMKEPPNISRÁÐ hefur úr- skurðað að með því að hafna ósk Vallarvina ehf. um aðstöðu til inn- ritunar og farþegaþjónustu í Flug- stöðinni hafi Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hf. brotið gegn 17. gr. samkeppnislaga. Beinir samkeppn- isráð þeim fyrirmælum til Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. að semja við Vallarvini ehf. um nauð- synlega aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu í Flugstöðinni svo að fyrirtækið geti innt þá þjónustu af hendi sem það hefur starfsleyfi til, eigi síðar en 15. janúar árið 2001. Vallarvinir ehf. er flugafgreiðslu- fyrirtæki sem hefur frá árinu 1997 haft leyfi til að afgreiða fragtflug- vélar. Fyrirtækið sendi kvörtun til samkeppnisyfirvalda 15. júní síðast- liðinn vegna hindrana sem starf- semi fyrirtækisins hafi mætt á Keflavíkurflugvelli. í kvörtuninni kemur fram að fyrirtækið hafi allt frá byrjun átt á brattan að sækja og hafi það komið fram í samskiptum við aðila sem hafi haft stjórn á ýms- um þáttum í rekstri flugvallarins, en að áliti Vallarvina hefur öll starf- semi á flugvellinum um árabil snúist um rekstur Flugleiða hf. og forvera þess fyrirtækis. Bent er á að hindranir af hálfu opinberra að- ila skaði samkeppnisstöðu Vallar- vina og séu farnar að valda fyrir- tækinu umtalsverðu og hugsanlega fjárhagslegu tjóni. I erindi Vallar- vina til samkeppnisyfirvalda er það meginkrafa fyrirtækisins að Flug- stöðinni verði gert skylt að veita því nauðsynlega aðstöðu til innritunar og þjónustu við farþega með sömu kjörum og skilmálum og keppinaut- ur kvartanda, Flugleiðir, njóti í dag. Umsókn hafnað með vísan til plássleysis í Flugstöðinni I erindinu segir, að 14. apríl 1999 hafi fyrirtækið sótt um leyfi til að afgreiða farþegaflugvélar á Kefla- víkurflugvelli. Umsóknin hafi af hálfu Vallarvina verið grundvölluð á samningi milli utanríkisráðu- neytisins, Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Flugleiða, frá 9. janúar 1998, þar sem mótuð hafi verið stefna um að aflétta einokun á afgreiðslu flugvéla á Keflavfkurflug- velli í áföngum. Hafi Vallarvinir óskað eftir að starfsleyfi til þeirra tæki gildi eigi síðar en 1. maí 1999. Fram kemur að ekki hafi verið orðið við ósk fyrirtækisins um starfsleyfi frá umræddum tíma. Eftir bréfaskriftir og fundahöld með Flugmálastjóm á Keflavíkur- flugvelli og utanríkisráðuneytinu hafi fyrirtækinu verið send bréfleg tilkynning um veitingu starfsleyfis til að afgreiða loftför með hámarks- flugtaksþunga allt að 90 tonnum frá 18. janúar 2000. Leyfi þetta hafi hins vegar verið bundið því skilyrði, að leyfishafi skyldi semja sérstak- lega við forráðamenn Flugstöðvar- innar um aðstöðu í flugstöðinni sjálfri til innritunar og þjónustu við farþega. Skriflegu erindi Vallarvina til Flugstöðvarinnar, dags. 27. mars 2000, um aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu í flugstöðinni hafi síðan verið hafnað með bréfi, dags. 7. apríl 2000, meðal annars með vís- an til plássleysis í flugstöðvarbygg- ingunni. Staðið í vegi fyrir því að virk samkeppni myndaðist í úrskurði samkeppnisráðs segir að í máli Flugstöðvarinnar hafi komið fram að Vallarvinum hafi verið gert það ljóst að krefðust þarfir fyrirtækisins aðstöðu til inn- ritunar f tengslum við verkefni á þess vegum yrði hún látin í té. Kröfu Vallarvina um úthlutun þriggja afgreiðsluborða, sem yrðu framleigð Flugleiðum eða öðrum þegar Vallarvinir þyrftu ekki á þeim að halda, hafi hins vegar verið hafnað. Að öðru leyti sé vísað til þess að allt of fá innritunarborð séu í brottfararsal Flugstöðvarinnar til að sinna umsvifum þar á álagstím- um. Það standi hins vegar til bóta með fjölgun afgreiðsluborða á næst- unni. I úrskurðinum kemur m.a. fram að það skilyrði Flugstöðvarinnar að fyrirfram yrði sýnt fram á „þörf' fyrir aðstöðuna áður en reksturinn var kominn á laggirnar væri óeðli- legt og til þess fallið að leggja stein í götu frjálsrar samkeppni um flugafgreiðsluþjónustu á vellinum. Leyfisveitandi, Flugmálastjóm á Keflavíkurflugvelli, og Flugstöðin hafi engar aðrar ráðstafanir gert til að leysa þörf Vallarvina íyrir nauð- synlega starfsaðstöðu, hvorki á meðan fyrirtækið beið þess að því yrði veitt starfsleyfi né á þeim rúmu 10 mánuðum sem liðnir eru frá því að starfsleyfi var veitt. „Sú háttsemi Flugstöðvarinnar að synja Vallarvinum um nauðsyn- lega starfsaðstöðu í Flugstöðinni fer gegn markmiði og ákvæði 17. gr. samkeppnislaga. Með synjuninni hefur Flugstöðin misnotað einokun- arstöðu sína og þannig staðið í vegi fyrir því að virk samkeppni mynd- aðist á markaði fyrir flugvélaaf- greiðslu og innritun farþega á Keflavíkurflugvelli. Er hér um að ræða markað sem Flugleiðir hafa haft einkaleyfi til að sinna en stjómvöld ákveðið að fella undir virka samkeppni. Er það ámælis- vert að opinber stofnun, Flugstöðin, skuli hafa hindrað innkomu nýs keppinautar á flugafgreiðslumark- aðinn. Þá vekur það nokkra undrun samkeppnisráðs að utanríkisráðu- neytið skuli ekkert hafa aðhafst til að búa svo um hnúta, að þeim sam- keppnisrekstri, sem það hafði sjálft lýst yfir að ætti að vera til staðar, væri búin fullnægjandi aðstaða," segir í úrskurðinum. Dagsektum beitt verði ekki samið um starfsaðstöðu fyrir veittan frest Þá segir að samkeppnisráð muni beina þeim fyrirmælum til Flug- stöðvarinnar að ganga nú þegar til samninga við Vallarvini um þá starfsaðstöðu sem fyrirtækinu sé nauðsynleg. Ráðið sé þeirrar skoð- unar að kröfur félagsins um aðstöðu til afgreiðslu í Flugstöðinni, sem fé- lagið hafi borið formlega fram við forráðamenn hennar, séu eðlilegar og málefnalegar eins og félagið hafi útfært þær. Ef nauðsynleg aðstaða fyrir Vallarvini leiði til þess að skerða þurfi afgreiðsluaðstöðu keppinautar Vallarvina verði ekki séð að ómöguleiki standi því í vegi. „Með hliðsjón af því að verulegur dráttur er nú þegar orðinn á því, að Vallarvinir hafi fengið afgreitt og getað nýtt sér starfsleyfi sitt, og þar sem líkur hafa verið leiddar að því að sú töf hafi nú þegar valdið fyrirtækinu fjárhagstjóni, tekur samkeppnisráð fram, að það muni beita dagsektaúrræðum 58. gr. samkeppnislaga gagnvart Flugstöð- inni, ef ekki hefur verið samið um nauðsynlega starfsaðstöðu til handa Vallarvinum fyrir þann frest, sem greindur er í ákvörðunarorði," segir í úrskurði samkeppnisráðs. Nýr íslenskur húðáburður úr þorskensímum kominn á markað hérlendis Samstarf er hafíð við al- þjóðlegt risafyrirtæki RANNSÓKNIR á virkni þorskens- íma, sem dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði, hefur stýrt síðustu áratugi hafa nú skilað þeim árangii að settur hefur verið á mark- að hérlendis íslenskur húðáburður, Penzim-áburðurinn, sem talinn er reynast vel við margskonar húðkvilL um, liðabólgu og sveppasýkingum. I fréttatilkynningu kemur fram að góðar líkur séu taldar á því að hægt sé að selja áburðinn víða um heim og eru viðræður þegar hafnar við nokk- ur stórfyrirtæki á snyrtivörumark- aði. Rannsóknirnar á ensímum úr þorski, eðli þeirra og eiginleikum, hófust á Raunvísindastofnun Há- skólans árið 1978 og áður í Banda- ríkjunum frá árinu 1973. Verkefnin hafa verið styrkt af National Inst- itute of Health í Bandaríkjunum, Tæknisjóði Rannsóknarráðs ríkisins og Nordisk Industrifond. Þá voru einstaka þættir rannsóknanna styrktir af Vísindasjóði íslands, Rannsóknasjóði Háskóla Islands, Rannsóknasjóði NATO og Humbolt Stiftung. Skrifaður hefur verið fjöldi vísindagreina í tímarit um rannsókn- ina og um hana fjallað á ráðstefnum og niðurstöðumar vakið athygli. Árið 1999 var fyrirtækið Ensím- tækni ehf. stofnað um notkun ensíma til lyfjagerðar og í snyrtivörur. Ens- ímtækni hefur nú hafið framleiðslu á Penzim-áburðinum, sem hefur reynst vel við ýmsum kvillum, svo sem psoriasis, exemum, brunasár- um, bólgum, liðaverkjum af völdum gigtsjúkdóma, sveppasýkingum og unglingabólum. í tilkynningunni kemur fram að hann hafi komið vel út í forathugunum sérfræðinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og niðurstöðumar þyki gefa tilefni til formlegra klínískra rannsókna, hugsanlega með þróun lyfjaforms áburðarins að markmiði í framtíð- inni. Leyfi til klínískra rannsókna hefur þegar verið veitt og rannsókn- ir við bandarískan háskóla em að hefjast um þessar mundir. Þá era viðræður við ítalskt lyfjafyrirtæki að hefjast um sölu á áburðinum á Ítalíu og samstarf um frekari rannsóknir og þróun. Samstarf við alþjóðlegt risafyrirtæki á snyrtivörumarkaði er einnig hafið um notkun pensím ensímanna í snyrtivörar. Enn eitt netfyrirtækið I vandræðum London. Morgunblaðið. • FRAMTÍÐIN gæti veriö tryggö, en fjórðungur starfsmanna missir vinn- una. Þetta er staöreyndin, sem blasir viö hjá breska netfyrirtækinu QXL.com, sem eruppboösfyrirtæki. í Bretlandi hefurfyrirtækið orðiö nokk- urs konartáknmynd nýja hagkerfis- ins og netfýrirtækjanna og veriö mjög undir smásjá breskra fjölmiöla. Þaö var á sínum tíma stofnað af breska blaðamanninum Tim Jackson, sem varframkvæmdastjóri þess í byrjun, en starfar nú ekki lengur við dagleg- an reksturþess. Frá því aö vera metið á 2,5 millj- aröa punda, þegar best gekk, erfyrir- tækiö nú metið á 75 milljónir punda eöa um 95 prósent af því sem var er hæst stóö. Fyrirtækið er meö vef- slóö, þar sem fólk getur boðið í alit milli himins og jarðar og það er meö útibú í tólf Evrópulöndum. í síðustu viku tókstfyrirtækinu aö safna 30 milljónum punda í reiöufé meöal fjárfesta, Credit Suisse og Erst Boston Equities. Þar meö hefur fyrirtækið eitthvað í handraöanum, þar sem það mun að öllum líkindum tapa á næsta ári þeim 45 milljónum, sem fyrirtækið hefur nú á kistubotn- inum. Núergert ráö fyriraö fyrirtæk- ið hafi nægilegt rekstrarfétil aö kom- ast klakklaust f gegnum næstu tvö árin oggeti þá skilaö hagnaði 2003 eins og gert hafi verið ráð fýrir. Tap QXL á þriðja ársfjóröungi þessa árs var 66,3 milljónir punda, en var 11,7 milljónir á öörum ársfjórðungi. Fyrir- tækiö stefnir nú aö því aö taka upp náið samstarf viö eitthvert annað fýr- irtæki, til aö dreifa áhættunni. En gömul brögö eru einniggild í nýja hagkerfinu, svo búist ervið aö fækkaö veröi í starfsliði fyrirtækisins um allt aö fjórðung. Nú starfa 400 manns hjá fyrirtækinu, en búist er viö aö þeim fækki um 50-100 manns á næsta hálfa árinu. Samdrátturog uppsagnirí netfyrirtækjum undan- fariö hafa leitt til þess aö fýrirbæri eins og verkalýösfélög, sem í nýja hagkerfinu virtust heyra sögunni til, hafa nú skotiö upp kollinum. Þannig funduöu starfsmenn netbóksölunnar Amazon nýlega og ræddu hugsan- lega stofnun verkalýösfélags, enda hefur þaö fýrirtæki ekki fariö varhluta af samdrætti ogvandræöum. ------------------- Hægir á vexti auglýsinga • FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ Zenith Media hefur sent frá sér spá um þró- un útgjaldatil auglýsingamálafyrir næstu ár. Samkvæmtfréttatilkynn- ingu frá Zenith munu útgjöld vegna auglýsinga í Bandaríkjunum í febrúar á næsta ári hafa vaxið í tíu ár sam- fleytt. Útgjöld til þessa málaflokks á heimsvísu hefur að sögn Zenith vax- iö hraðaren landsframleiösla. Þóttvöxturhaldi áfram spáirZen- ith Media því að úr honum dragi. Hann var í fýrra 8,9% í Banda- ríkjunum en í ár er gert ráö fyrir 8,1% vexti. Auglýsingar netfýrirtækja eru stór hluti þessa vaxtar og gert er ráö fýrir aö samdráttur hjá þeim muni draga úr auglýsingavexti og hann veröi 4,6% á næsta ári. Fyrirtækið talar um að líklega veröi „mjúk lend- ing“ í auglýsingageiranum eftir mik- inn vöxt síðustu ára. Mikill vöxtur auglýsinga á Netinu Vöxtur auglýsinga í hefðbundnum miölum í heiminum öllum óx um 6,1% að raunviröi ári 1999 ogZenith telur að hann muni vaxa minna á þessu ári eöa um 5%. Áætlaö er að auglýsingar í heiminum kosti saman- lagt 332 milljarða Bandaríkjadala, eöa sem svarar til tæplega 29.000 milljörðum íslenskra króna. Mest af auglýsingum á Netinu er í Bandaríkjunum og er því spáö aö árið 2003 verði auglýsingar á Netinu orðnar 7% allra auglýsinga þar í landi og aö Bandaríkin veröi meö % allra auglýsinga á Netinu í heiminum. Nú eru um 5% allra auglýsinga í Banda- ríkjunum á Netinu, en í Evrópu er sambærilegt hlutfall áætlaö rúmlega eitt prósent en veröur samkvæmt spánni orðiö um 2% á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.