Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 55
KIRKJUSTARF
Morgunblaðið/Ómar
Bænhúsið á Núpsstað.
Safnaðarstarf
Kyrrðarstundir
í Hallgríms-
kirkju
á aðventu
KYRRÐARSTUNDIR í hádegi á
fimmtudögum hafa nú verið fastur
liður í safnaðarstarfi Hallgríms-
kirkju í mörg ár. Nú á aðventunni
mun sr. Jón Bjarman vera gestur
okkar og flytja hugvekjur í þrem-
ur kyrrðarstundum í röð, 7., 14. og
21. desember.
Sr. Jón Bjarman var um árabil
fangelsisprestur og síðar sjúkra-
húsprestur þjóðkirkjunnar auk
þess að vera rithöfundur og skáld.
Það verður áhugavert að heyra
hugvekjur sr. Jóns, en hann hefur
sérstakt lag á að „íhuga“ með
fólki. Hann býr yfir mikilli þekk-
ingu og fjölbreyttri reynslu sem
m.a. gerir það að verkum að hann
hefur mikið að gefa.
Á kyrrðarstundum í Hallgríms-
kirkju er einnig flutt orgeltónlist.
Hörður Áskelsson leikur á orgel
kirkjunnar á öllum kyrrðarstund-
um aðventunnar.
BRIDS
SVIAR era meðal sterkustu
bridsþjóða heims, en um þessar
mundii' virðist sem íslensku lands-
liðsspilarai-nir Þröstur Ingimarsson
og Magnús Eiður Magnússon
myndi besta parið í Svíþjóð. Um síð-
ustu helgi unnu þeir aðra lotu af
þremur í landsliðsdeild Svía, en
urðu í þriðja sæti í þeirri íyrstu sem
fram fór í október. Svíar starfa allan
ársins hring að landsliðsmálum sin-
um og halda svonefnd „observat-
ion“-mót, þar sem bestu pörum
landsins er boðin þátttaka, auk
gestapara frá öðrum þjóðum. Þessi
„skoðunarmót" eru haldin í tvenn-
um tilgangi; annars vegar til að auð-
velda landsliðseinvaldinum að velja
sterkasta liðið á hverjum tíma, og
hins vegar eru mótin hugsuð sem
æfing fyrir komandi átök á aðþjóða-
vettvangi.
Magnús og Þröstur eru báðir
búsettir í Stokkhólmi. Magnús er
þar í sambúð með sænsku landsliðs-
konunni Catarinu Midskog og starf-
ar með henni að ýmsum bridsmál-
um, en Þröstur vinnur hjá OZ.COM
sem forritari. Þeir voru í liði ís-
lands, sem endaði í 5.-8. sæti á ól-
ympíumótinu í Maastricht í Holl-
andi í haust og munu spila íyrir
íslands hönd á næsta Evrópumóti
sem fram fer í Tenerife í júní næst-
komandi.
Skoðunarmót Svía eru þrjú: í
fyrsta mótinu voru 30 pör og end-
uðu Magnús og Þröstur þar í þrjðja
sæti með 0.73 IMPa í plús að meðal-
tali úr spili. Pörin um síðustu helgi
voru 22 og var sigur Magnúsar og
Þrastar mjög afgerandi, en þeir
hlutu +1.32 IMPa úr spili að meðal-
tali. í öðru sæti voru PG Eliasson og
Svante Ryman (+0.88), en þriðju
urðu Bjöm Fallenius og Magnus
Lindkvist (+0.60). Þriðja mótið fer
svo fram í febrúar.
Magnús sagðist vera dálítið hissa
á þessari velgengni þeirra félaga.
„Vömin okkar er beinlínis furðuleg
og stundum skildi ég bara ekkert í
því sem var að gerast við borðið, en
allt heppnaðist. Og fram til þessa
hefur slemmutæknin ekki verið
okkar sterkasta hlið, en núna voram
við oftar en ekki á réttu róli í
slemmunum." Magnúsi þótti þetta
Að lokinni kyrrðarstund er boð-
ið upp á léttar veitingar í safnað-
arsal kirkjunnar á vægu verði.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á eftir.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12. Allar mæður velkomnar
með lítil börn sín. Samverustund
eldri borgara kl. 14. Biblíulestur,
bænastund, kaffiveitingar og sam-
ræður. Munið jólasamverana nk.
miðvikudag 13. des. kl. 12.10.
Helgistund og jólamatur. Skráning
í kirkjunni í síðasta lagi mánud.
11. des. TTT-starf (10-12 ára) kl.
16.30.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir
foreldra ungra barna kl. 10-12.
Háteigskirkja. Opið hús kl. 10-16 í
Setrinu, neðri hæð safnaðarheimil-
isins fyrir eldri borgara. Bæna-
stund. Súpa og brauð í hádegi fyr-
ir 200 kr. Upplestur, föndur o.fl.
Nánari upplýsingar gefur Þórdís
Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi
Háteigssafnaðar, í síma 551-2407.
Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl.
18.
Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12-12.30. Org-
elleikur og sálmasöngur. Fyrir-
bænaefnum má koma til
sóknarprests og djákna. Eftir
kyrrðarstundina er létt máltíð í
eitt af skemmtilegri spilum mótsins:
Austur gefur; allir á hættu.
Norður
*AD92
V A65
♦ KG964
Vestilr Austur
* KG1073 * 854
V K1042 v G93
♦ Á102 ♦ D53
+ G + D1094
Suður
♦ 6
♦ D87
♦ 87
+ ÁK87652
Andstæðingar Magnúsar og
Þrastar vora P-0 Sunderlin og
Johan Sylvan:
Vestur Norður Austur Suður
Sunderlin Þröstur Sylvan Magnús
- - Pass 31auf
Dobl Redobl Pass Pass
Pass
„Þetta var einfalt spil hjá okkur,“
sagði Magnús, „eftir redobl Þrastar
áttu AV enga undankomuleið. Ég
fékk út spaða, svínaði drottning-
unni, tók spaðaás og henti hjarta.
Trompaði svo spaða, spilaði tígli á
kóng og trompaði annan spaða. Nú
er spilið 100% hvernig sem trompið
liggur. Við fengum að sjálfsögðu
mikið fyrir spilið, en ég var hrifnari
af gangi mála á öðra borði. Þar var
Peter Fredin með mín spil í suður
boði í safnaðarheimili kirkjunnar.
Opið hús fyrir eldri borgara kl.
11-16. Kaffisopi, spjall, heilsu-
pistill, létt hreyfing, slökun og
kristin íhugun. Við göngum til
bænagjörðar í kirkjunni kl. 12. Að
henni lokinni er sameinast yfir
kærleiksmáltíð (kr. 500). Síðan er
spilað, hlustað á upplestur eða
málað á dúka og keramik. Eldri
borguram sem komast ekki að öðr-
um kosti til kirkjunnar er boðið
upp á akstur að heiman og heim
þeim að kostnaðarlausu. Hafið
samband við Svölu Sigríði Thom-
sen djákna í síma 520-1314.
Laugarneskirkja. Kirkjuprakkar-
ar (6-9 ára) kl. 14.30. Jólafundur.
Neskirkja. Orgelandtakt kl. 12.
Reynir Jónasson organisti leikur.
Ritningarorð og bæn. Starf fyrir 7
ára börn kl. 14-15. Opið hús kl. 16.
Kaffiveitingar. Bænamessa k. 18.
Sr. Halldór Reynisson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur máls-
verður á eftir í safnaðarheimilinu.
Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl. 13-16.
Farið verður í Bláa lónið í dag.
Lagt af stað frá kirkjunni.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu eftir stundina.
og passaði í upphafi. Vestur opnaði
þá á einum spaða (11-15 HP), sem
vora passaðir til Fredins í suður.
Hvað myndir þú segja?
Fredin stökk í þrjú grönd!! Mér
þykir það stórkostleg sögn, því það
er vitað að makker á góðan spaða og
töluvert af punktum. En spilið var
rétt að byija. í vöminni voru sveit-
arfélagar Fredins, þeir Göran Gerl-
ing og Tommy Bergdahl. Ut kom
spaðatía og Fredin svínaði drottn-
ingunni. Spilaði svo litlum tígli úr
borði á áttuna og tíu vesturs. Gerl-
ing spilaði spaðakóng, sem Fredin
dúkkaði. Þá skipti Gerling yfir í
blankan laufgosa. Fredin tók á ás-
inn og gat nú unnið samninginn með
því að spila tígli á kóng. Það skiptir
ekki máli hvort vestur tekur sfrax
með ás og spilar sér út á tígli, eða
dúkkar; á endanum neyðist hann til
að henda einum spaða og einu
hjarta (hann verður að halda í KlOx
í hjarta) og þá er einfalt að spila
honum inn á spaða og neyða hann til
að spila frá hjartakóng og taka svo
níunda slaginn á laufkóng.
En Fredin ákvað að taka fyrst á
laufkónginn áður en hann spilaði
tígli. Og því mætti Gerling með því
að kasta tígulásinum!! Frábært, því
nú var tryggt að austur kæmist inn
á tígul og gæti spilað hjarta í gegn.
Spilið fór því niður.“
Guðmundur Páll Arnarson
Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9
ára börn kl. 16. TTT starf fyrir
10-12 ára kl. 17.15.
Digraneskirkja. Æskulýðsstarf
KFUM&K og Digraneskirkju kl.
20.
Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu eftfr
stundina. Opið hús fyrir fullorðna
til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum
má koma til Lilju djákna í síma
557-3280. Látið einnig vita í sama
síma ef óskað er eftir keyrslu til
og frá kirkju. Starf fyrir 9-10 ára
stúlkur kl. 15-16. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr-
irbænir. Boðið er upp á léttan há-
degisverð á vægu verði að lokinni
stundinni. Allir velkomnir. KFUM
fyrir drengi 9-12 ára í dag kl.
16.30-17.30. Kirkjukrakkar í
Engjaskóla kl. 18-19.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl.
17.
Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára
barna í dag kl. 16.45-17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. TTT sam-
vera 10-12 ára barna í dag kl.
17.45-18.45 í safnaðarheimilinu
Borgum.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk-
um, allir velkomnir. Tekið á móti
fyrirbænaefnum í kirkjunni og í
síma 567-0110.
Vidalínskirkja. Foreldramorgnar,
starf fyrir foreldra ungra barna kl.
10-12 í safnaðarheimilinu.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og kaffi.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Hugleiðing, altaris-
ganga, fyrirbænir, léttur máls-
verður á eftir í Ljósbroti,
Strandbergi kl.13.
Lágafellskirkja. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 18. Bænarefnum má
koma til sóknarprests, djákna og
starfsmanna kirkjunnar í síma'
566-7113 og 566-8028.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð
kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund
í kirkjunni kl. 12.10. Samveru-
stund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa,
salat og brauð á vægu verði. Allir
aldurshópar. Umsjón Ásta Sigurð-
ardóttir. Alfanámskeið í Kirkju-
lundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni
um kl. 22.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf
fyrir 6-9 ára í dag kl. 16.30 í um-
sjá Vilborgar Jónsdóttur.
Fíladelfía. Fjölskyldusamvera kl.
18 sem hefst með léttri máltíð
gegn vægu verði. Kennsla kl. 19,
krakkaklúbbur, unglingafræðsla,
grunnfræðsla, kennsla fyrir ensku-
mælandi og biblíulestur. Allir vel-
komnir.
Boðunarkirkjan. í kvöld kl. 20
heldur áfram námskeið þar sem
dr. Steinþór Þórðarson kennir
þátttakendum að merkja Biblíuna
en eftir slíkt námskeið verður
Biblían aðgengilegri og auðveldara
að fletta upp í henni. Allir vel-
komnir og aðgangur kostar ekk-
ert.
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MORKINNI6 - SlMI 568-2533
Myndasýning f F.í.-salnum
miðvikud. 6. des. kl. 20.30.
Valgarður Egilsson sýnir
myndir úr Héðinsfirði og ná-
lægum eyðibyggðum og
einnig úr eyðibyggðum aust-
an mynnis Eyjafjarðar. Allir
velkomnir, aðgangseyrir kr. 500.
Gönguferðir alla sunnudaga
til jóla. Fylgist með auglýsing-
um.
Áramótaferð í Þórsmörk
31. des.—2. jan. Fögnum nýju
ári í faðmi jökla og fjalla.
Gönguferðir, leikir, varðeldur og
flugeldar. Allir velkomnir.
Bókið tímanlega.
www.fi.is. textavarp RUV bls. 619.
Sími á skrifstofu 568 2533.
Hörgshlfð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
I.O.O.F. 9 = 1811267V2 ssSk.
I.O.O.F. 7 = 18112681/2 =
I.O.O.F. 18 = 1801268 =
Skyggnilýsingafundur
verður haldinn á vegum Sálar-
rannsóknarfélagsins í Hafnarfirði
fimmtud. 7. desember í Góð-
templarahúsinu við Strandgötu.
Þórhallur Guðmundsson annast
skyggnilýsinguna og hefst fund-
urinn kl. 20.30.
Aðgöngumiðar verða seldir á
sama stað í dag, miðvikudaginn
6. desember kl. 17.00—19.00 og
við innganginn á fimmtudag frá
kl. 19.30—20.30 meðan húsrúm
leyfir.
Stjórnin.
_ SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58.
Samkoma í Kristniboðssalnum í
kvöld ki. 20.30.
Friðrik Hilmarsson segir fréttir af
kristnum mönnum í Kína. Jónas
Þórisson flytur hugleiðingu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Netfang http://sik.is .
Islenskt par á
toppnum í Svíþjóð
Þröstur og Magnús fylgjast með í sýningarsalnum á ÓL í Maastricht
í haust, en standandi að baki Magnúsar er kona hans, Catarina Mid-
skog, eða Kat, eins og hún er jafnan nefnd.