Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jóhann J. Ólafsson, formaður Betri byggðar, vill víðari umræðu um Reykjavíkurflugvöll
Garðabær og
Bessastaða-
hreppur sam-
einist borginni
Forráðamenn Betri byggðar hafa verið að
fleygja því hvort ekki sé rétt að sameina
innanlands- og millilandaflug á nýjum flug-
velli sem byggður yrði í áföngum. Jóhannes
Tómasson ræddi við formann samtakanna
um ýmsar hugmyndir varðandi skipulag á
höfuðborgarsvæðinu.
Þessa hugmynd setti Örn Sigurðsson arkitekt fram sem dæmi um nýtingu Vatnsmýrarinnar fyrir byggð í stað
flugvallar. Á myndina hafa einnig verið færðar hugsanlegar brúartengingar við Kópavog og Álftanes.
FYRST þarf að skipuleggja
borg, síðan ákveða hvar
flugvöllur á að vera,“ segir
Jóhann J. Ólafsson, for-
maður samtakanna Betri byggð, í
samtali við Morgunblaðið. Hann telur
að horfa verði á skipulagsmál höfuð-
borgarsvæðisins sem eina heild og að
ekki megi einskorða umræðuna við
framtíð Reykjavíkurflugvállar og
slíta úr samhengi.
Samtökin vilja með öðrum orðum
fá umræðu um flugvöllinn í mun víð-
tækara samhengi en verið hefur og að
horft sé til lengri tíma en gildistími
aðalskipulags Reykjavíkur er, þar
sem gert er ráð fyrir að flugvöllurinn
standi óbreyttur. Þá vilja þau einnig
fá fram umræðu um hvað komið gæti
í stað flugvallar í Vatnsmýri.
Ný þróun byggðar
á höfuðborgarsvæðinu
Jóhann varpar því einnig fram
hvort ekki væri réttast að Bessa-
staðahreppur og Garðabær samein-
uðust Reykjavík. Landrými til bygg-
inga sé á þrotum í höfuðborginni og
yrði þessi sameining eitt skref í þá átt
að líta á höfuðborgarsvæðið sem eina
heild í þessu samhengi. Þannig muni
meiri möguleikar gefast í allri þróun.
Hann bendir einnig á að með brúar-
tengingunum milli Reykjavíkur og
Kópavogs og Álftaness, svo og milli
Álftaness og Kópavogs, verði umferð-
in mun greiðari milli þessara svæða
og það myndi eiga sinn átt í betri þró-
un miðborgarkjamans. „Sjóleiðin"
milli Reykjavíkur og Álftaness væri
með öðrum orðum mun styttri en
landleiðin.
Samtökin Betri byggð
settu fram hugmyndir á
liðnum vetri um þróun
byggðar á höfuðborgar-
svæðinu. Svo rifjuð séu
upp meginatriði hennai'í
stuttu máli eru þau með-
al annars að miðborg
Reykjavíkur verði áfram
kjarni sem mótvægi við
þróun byggðar höfuð-
borgarsvæðisins í norður
og suður, rétt eins og
skipulagsyfirvöld hafa
lýst yfír. Hugmyndin er
að byggð verði þétt, m.a.
með því að breyta flug-
vallarsvæðinu í Vatns-
mýrinni í miðborgar-
kjama, íbúða- og atvinnuhverfi, að
byggt verði á landfyllingum og til að
greiða fyrir umferð verði Kópavogur
og Álftanes tengd miðborginni með
brúm.
Varðandi flugvöllinn telur Jóhann
að stefna eigi að því að flytja milli-
landaflugið á sama flugvöll og innan-
landsflug og þá á nýjum stað. Margir
staðir komi til greina fyrir nýjan flug-
völl, valið sé hreint skipulagsverkefni.
Hafa þeir bent á Skerjafjörð, Engey
og AMirey, segja veðurfar á þessum
stöðum sambærilegt og í Vatnsmýri
og algengt sé að flugvellir séu lagðir á
uppfyllingar.
Þetta telja forráðamenn samtak-
anna Betri byggð unnt að gera í
áfóngum. Fyrst verði byggður æf-
ingavöllurinn sem þegar hefur verið
ákveðið en hann gæti kostað um 500
milljónir króna. Næsti áfangi verði
stækkun hans í innanlandsflugvöll
sem kæmist í gagnið
árið 2010 og kosta
myndi 10 milljarða
króna. Þriðji áfanginn
yrði millilandaflugvöll-
ur árið 2020 og er
áætlaður kostnaður 15
milljarðar. Samtals
yrði kostnaður um 25,5
milljarðar króna. Bent
er á að meðal stórra
kosta við að sameina
millilanda- og innan-
landsflug á nýjum veUi
nær höfuðborgar-
svæðinu en Keflavík sé
miUjarða króna spam-
aður í ferðakostnaði,
ekM síst þegar þess sé
gætt að von sé miMllar fjölgunar far-
þega í mUlilandaflugi.
Pjárhagslega hagkvæmt
að þétta byggð
Rökin fyrir því að þétta byggðina
eru m.a. fjárhagsleg. Benda forráða-
menn Betri byggðar á að allt frá
stríðslokum hafi borgin þanist út og
ekM séu nein merki þess í sMpulags-
áætlunum sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu að hverfa eigi frá þeirri
stefnu. Afleiðingin sé vítahringur
einkabílanotkunar íbúa, meh-a land
þurfi undir gatnakerfi, meiri tími fari
í ferðir og meiri tími fari í að vinna
fyrir rekstrarkostnaði bílsins. Fjár-
munum sé með öðrum orðum sóað í
óarðbærar ferðir og flutninga en ekM
varið tU raunverulegra lífsgæða.
Fjárfestingar í hvers kyns lagnakerf-
um hljóti líka að vera umtalsvert
lægri í þéttri byggð en dreifðri.
Þá hafa talsmenn BB bent á að ár-
legur heildarkostnaður af rekstri
einkabUa á höfuðborgarsvæðinu sé
um 100 mUljar'ðar króna og að áriega
þurfi að fjárfesta fyrir tvo til þrjá
milljarða tU ái’sins 2020. Þeir stað-
hæfa einnig að taMst að þétta byggð-
ina um 30%, þannig að 22 íbúar búi á
hverjum hektara en ekki 17 eins og er
í dag að meðaltali, megi lækka rekstr-
arkostnað bUaílotans í 54 milijarða
króna. Til samanburðar er nefnt að
þéttleiki borga í Evrópu sé yfirleitt
fimm sinnum meiri.
Hætt við að miðborgin
verði eyja
Jóhann J. Ólafsson telur að ekM
megi bíða lengur með að taka ákvörð-
un um framtíð miðborgar Reykjavík-
ur. Annars sé hætta á því að hún verði
eins konar eyja á höfuðborgarsvæð-
inu þar sem þungamiðjan hafi öll
færst austur fyrir Elliðaár. Hann seg-
ir vegtengingu miðborgar við Kópa-
vog og Álftanes miMlvæga og að
Vatnsmýrin verði byggingarland.
Þannig sé unnt að draga úr umferðar-
þunga í austurhluta borgarinnar, sem
nú sé vandamál, og greiða samgöngur
mUli mið- og vesturhluta borgarinnar
og sveitarfélaganna í suðri. „Miðborg
Reykjavíkur stenst ekM til frambúð-
ar ef Vatnsmýrin og fleiri stór þétt-
byggð svæði bætast ekM við hana.
Meginkjami þarf að vera umlukinn
öflugri byggð og miðborgin er í dag of
lítil til að þróast ein og sér. Hnignun
miðborgarinnar undanfarin ár sýnir
það glöggt," segir Jóhann og bætir
við að þess vegna verði menn að horfa
á flugvöll í samhengi við heildarþróun
á höfuðborgarsvæðinu.
Forráðamenn Betri byggðar segja
hugmynd sína um byggð í Vatnsmýri
aðeins reiknilíkan. Eftir sé að útfæra
sMpulag hennar en samtöMn telja
unnt að koma þar fyrir miðborgar-
starfsemi og íbúðabyggð og störfum
fyrir 41 tU 66 þúsund manns.
En Vatnsmýrin er ekM eina bygg-
ingarlandið sem Jóhann sér fyrir sér
á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur
sum óbyggð svæði borgarinnar vera
of stór, reisa megi til dæmis einbýlis-
húsahverfi í neðri hluta Öskjuhlíðar,
sjálfsagt sé að fylla upp svæðið norð-
ur frá höfninni og í átt að Akurey og
Engey, ekM síst ef flugvöllur yrði
settur niður á Engey, og að leyfa eigi
byggð í Viðey. Einnig hljóti byggð að
þéttast verulega á Álftanesi.
Fjármagn vantar
í skipulagsvinnu
„KannsM hefur höfuðborgarsvæð-
ið þróast eins og raun ber vitni vegna
þess að fjármagn og mannafla hefur
vantað tU að sinna sMpulagsvinnu af
meiri alvöru og þrótti hjá þessum
sveitarfélögum en það stendur
kannsM til bóta. Þessa hluti þarf að
vinna lengra fram í tímann en verið
hefur, nokkra áratugi. SMpulags-
sérfræðingar eiga að stjóma þessari
vinnu og leggja fram sjálfstæðar og
faglegar tillögur en stjórnmálamenn
og almenningur síðan að fylgjast með
og velja og hafna. Það væri lýðræði."
Þess má að lokum geta að samtöMn
Betri byggð efna kl. 17.15 í dag til
fundar í stofu 101 í Odda, byggingu
félagsvísindadeildar Háskólans, um
sMpulagsmál i Reykjavík.
Jóhann J.
Ólafsson
V
Hollvinir Reykjavíkurflugvallar sjá annmarka á flutningi innanlandsflugs
Ferðatíminn lengist
um 35 til 48 mínútur
VERÐI Reykjavíkurflugvöllur lagð-
ur niður og innanlandsflug fært til
Keflavíkurflugvallar myndi ferða-
tími vegna sjúkraflugs lengjast um
35 til 48 mínútur. Þetta kom fram í
máli Stefáns Þórarinssonar, læknis
hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands,
á fundi hjá samtökunum Hollvinir
Reykjavíkurflugvallar er hann viðr-
aði skoðanir heilbrigðisþjónustunn-
ar á þeirri hugmynd að flytja innan-
landsflug til Keflavíkur.
Á fundinum voru flutt nokkur
ávörp um þýðingu Reykjavíkurflug-
vallar og Friðrik Pálsson, formaður
samtakanna, dró fram nokkur sjón-
armið varðandi öryggis- og heil-
brigðismál og sagði völlinn gegna
mikilvægu hlutverM fyrir heilbrigð-
isþjónustu landsmanna, sjúkraflug
og almannavarnir. Hann sagði
stjórn samtakanna hafa skrifað
landlækni, forstjóra Landspítala -
háskólasjúkrahúss, formanni Al-
mannavama og þremur forráða-
mönnum stærstu heilbrigðisstofna-
nanna utan Reykjavíkur og óskað
eftir viðhorfum þeirra til þeirrar
hugmyndar að flytja flug frá
Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur-
flugvallar.
I svari Sigurðar Guðmundssonar
landlæknis, sem byggt er á áliti
Sjúkraflutningaráðs, segir m.a.
„Það er álit Sjúkraflutningaráðs, að
Reykjavíkurflugvöllur gegni ein-
stöku og afar mikilvægu hlutverM í
sjúkraflutningum frá landsbyggð-
inni til Reykjavíkur og að ekki sé
unnt að sjá fyrir sér aðra og jafn-
góða lausn í þessu efni.
Sjúkraflug til og frá Reykjavík er
mjög þýðingarmikill þáttur í með-
ferð sjúkra og slasaðra. Sjúkraflug-
vélar og björgunarþyrlur þurfa sér-
stakan búnað og með þessum
flutningstækjum verður að fara sér-
þjálfað starfslið, þ.e. læknar, hjúkr-
unarfræðingar og sjúkraflutninga-
menn. Nálægð þessa starfsliðs við
flugvöllinn er augljóslega geysilega
mikilvæg. Annað útslitaatriði er
flutningstími sjúklinga, en ljóst er
að hann myndi lengjast verulega, ef
flugvöllur yrði aflagður í Reykjavík,
ef til vill um allt að Mukkustund."
Hafsteinn Hafsteinsson, formað-
ur Almannavama ríkisins, bendir í
bréfi sínu á að í Reykjavík séu öfl-
ugustu sjúkrastofnanir landsins.
„Þurfi að flytja slasað fólk utan af
landi vegna stórslysa, sem afleiðing
af náttúrahamföram eða annarri vá,
þá era flutningar í lofti fljótvirkasta
og oft öraggasta leiðin. Það yrði
veralegt óhagræði af því að flytja
innanlandsflugið til Keflavíkur."
Yfír 9 þúsund farþegar á viku
Leifur Magnússon dró fram ýms-
ar staðreyndir um flugvöllinn og
sagði að á síðasta ári hefðu 9.140
farþegar farið vikulega um völlinn,
36 tonn af frakt og pósti, 5 sjúkra-
flug annað en með þyrlu og þá
sjúklinga sem færa með áætlunar-
flugi, alls væru 1.450 hreyfingar,
þ.e. flugtök og lendingar, í hverri
viku og væra um 46% vegna áætl-
unar- og leiguflugs. Leifur benti
einnig á þýðingu vallarins sem vara-
flugvallar fyrir flugið í Keflavík og
taldi óraunhæft að kjósa um nema
tvo kosti yrði efnt til atkvæða-
greiðslu, þ.e. að völlurinn yrði áfram
í Vatnsmýri eða flugið flutt til
Keflavíkur.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
ræddi um skipulagsvinnu við flug-
völlinn og kynnti drög að landnýt-
ingu. Hann sagði að tryggja yrði
starfsemi flugvallarins athafnarými
og sMlgreina hvaða land gæti farið
undir aðra starfsemi. Hann sagði
hugmyndir uppi um að flugstarf-
semin yrði sem mest á austurhluta
svæðisins og að einkaflugið myndi
smám saman færast á nýjan völl. Þá
væri gert ráð fyrir að aðstaða Land-
helgisgæslunnar á flugvellinum yrði
óbreytt.
Miðborgin glatar
hlutverki sínu
í umræðum í lok fundar benti
Steinunn Jóhannesdóttir, stjórnar-
maður í samtökunum Betri byggð, á
aðmiðborg Reykjavíkur mundi glata
hlutverki sínu sem miðborg ef flug-
völlur yrði áfram í Vatnsmýri. Hún
sagði hafa verið framinn umhverfis-
glæp með því að umhverfisáhrif
framkvæmda við nýjan Reykjavík-
urflugvöll hefðu ekki verið metin
eins og lög gerðu ráð fyrir. Þá sagði
hún ferðatímann vegna sjúkraflugs
ekki úrslitaatriði, m.a. vegna þess
að Vífilsstaðir gætu orðið framtíðar-
aðsetur heilbrigðisþjónustunnar
sem lægi þá ekki vel við akstri frá
Reykjavíkurflugvelli.