Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Mieskuoro Huutajat eða Öskurkarlarnir á tónleikum.
Fágaður
frumkraftur
Finnski kórinn Öskur-
karlarnir kemur fram
á tónleikum í porti
Listasafns Reykjavík-
ur í Hafnarhúsinu í dag
kl. 17. Orri Páll
Ormarsson kynnti
sér sögu karlanna
og rifjar upp fyrstu
kynni sín af kórnum.
! ÞAÐ ER hátíð í Helsinki. Stórdag-
ur. Verið að vígja nýja samtíma-
listasafnið, Kiasma. Glæsilega
byggingu. Fín frú er á stjákli í
miðju mannhafínu með hanastélið
á lofti. Heilsar hinum og þessum,
brosandi, kát. Andvaralaus um það
sem er í aðsigi fyrir aftan hana.
Búið er að bera stóra palla í hús og
spariklæddir menn, á að giska
þrjátíu talsins, eru að koma sér
fyrir. Þeir eru einbeittir, allt að því
grimmilegir á svip. Einn er í for-
grunni. Hann sveiflar skyndilega
hendi - öskrið ríður af. Aumingja
fína frúin, sem átti sér einskis ills
von, hrekkur við, skelfíngu lostin.
Hanastélið hendist í gólfið. Glasið
brotnar í þúsund mola. Úr andlits-
dráttum hennar má lesa að voveif-
leg tíðindi hafa orðið, jarðskjálfti,
styrjöld, heimsendir.
Líkast til mun ég um allan aldur
tengja þessa upplifun finnska
kómum Mieskuoro Huutajat, Ösk-
urkörlunum. Þetta voru fyrstu
kynni min af þeim félögum. Senni-
lega gegnir sama máli um frúna
fínu. Það sem kom í kjölfarið var
ekki allt jafn byljandi en óhætt er
að fullyrða að Öskurkarlarnir bindi
ekki bagga sína sömu hnútum og
aðrir kórar.
Höfðu ekkert
betra að gera
Kórinn var stofnaður árið 1987 í
Oulu í Finnlandi af mönnum sem
„bersýnilega höfðu ekkert betra að
gera“, eins og segir í söguágripi á
heimasíðu hópsins á Netinu. Hug-
myndin var að kiæða tvo tugi karla
í svört jakkaföt, hvítar skyrtur og
lakkrísbindi og þjálfa þá til að
öskra helstu perlur finnskra söng-
bókmennta.
p
. • m § k Í/n 4 Éi.
Kórinn syngur oft utandyra. Kannski eins gott þegar stjórnandinn á
það til að svífa í lausu lofti.
Á þjóðhátíðardegi
Finna sama ár, 6. des-
ember, hlaut kórinn
eldskírn sína. Öskraði
fáein þjóðlög, þar á
meðal þjóðsönginn
sjálfan. Lýðurinn var
sem þrumu lostinn
þegar karlamir
strunsuðu af sviði eft-
ir stuttan en seið-
magnaðan flutning.
Blöðin bratust þó
fljótt til meðvitundar.
„Öskurkarlarnir hafa
stigið fyrsta skrefið í
átt að stórbrotnum
listrænum afrekum,"
sagði þar.
Viðtökurnar hvöttu karlana til
dáða, tíu öskrurum var bætt í hóp-
inn og starfinu fram haldið. Ári síð-
ar komst kórinn ofarlega á
finnska vinsældalistann með
fyrstu plötu sinni. Þær eru
orðnar fjórar.
Kórinn hefur vakið at-
hygli víða um lönd fyrir
frumleika og dirfsku í túlk-
un. Þegar á fjörar hans rekur
lag sem hentar skapgerð karl-
anna og kynlegri kímnigáfu byij-
ar stjórnandinn að búta það niður.
Fyrst fýkur laglínan, síðan er text-
inn rifinn í tætlur. Á granni leif-
anna rís nýtt form; flókin hrynj-
andin dregur fram kjarna málsins
og leysir úr læðingi margbreyti-
leika mannsraddarinnar. Kórinn
er svo knúin áfram af tungumálinu,
tónlistinni, hljóðunum í umhverf-
inu eða bara blóðrás-
inni.
Mótsagnakennt
eðli
Stjómandi kórs-
ins, tónskáldið Petri
Sirviö, segir hann
mótsagnakenndan í
eðli sínu. Agi og fág-
un togist á við fram-
kraftinn, flugmælska
við gól og gaman við
alvöra. Fyrir vikið
hefur reynst óger-
legt að draga Öskur-
karlana í dilk. Þeir
koma því jöfnum
höndum fram á rokkbúllum, djass-
klúbbum, jámbrautarstöðvum, í
virðulegum kammermúsíksölum,
listasöfnum, stórmörkuðum og
nýbyggingum.
Efnisskrá kórsins er fjöl-
breytt. Þar er að finna
barnagælur, þjóðlög, verka-
lýðssöngva, tilvitnan-
ir í finnska lagabálka
eða alþjóðlegar sam-
þykktir. Hvað mesta athygli hefur
þó vakið túlkun hans á þjóðsöngv-
um ýmissa landa.
Búast má við að Öskurkarlarnir
taki finnska þjóðsönginn í porti
Hafnarhússins í eftirmiðdaginn.
Þjóðhátíðardagur Finna er í dag.
En skyldu þeir renna í Ó, Guð vors
lands?
Tónleikarnir era á dagskrá
Reykjavíkur - menningarborgar
Evrópu árið 2000.
Petri Sirviö
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Landabruggsamstæða Ásmundar Ásmundssonar.
Fullveldið í
fjórtánda veldi
MYNDLIST
Listasafn
Kópavogs
BLÖNDUÐ TÆKNI
14 ÍSLENSKIR
LISTAMENN
Til 30. desember. Opið þriðjudaga
til sunnudaga frá kl. 11-17.
ÞRIÐJA sýningin sem Búnaðar-
bankinn styrkir á sjötugsafmæli
sínu - Fullveldi, í Gerðarsafni - er
ef til vill sú mest spennandi af því
hún er óræðust, yngst og eftirvænt-
ingarfyllst. Með þessari sýningu
sannar Guðbjörg Kristjánsdóttir
enn eina ferðina að hún er alvarlega
með á nótunum sem safnstjóri og
reiðubúin að ganga langt til að veita
samtímalist brautargengi. Skemmst
er að minnast skiptisýninganna sem
Guðbjörg skipulagði í Gerðarsafni
ásamt Noélle Tissier, forstjóra
CRAC - Samtímalistamiðstöðvar-
innar fyrir Languedoc-Roussillon-
héraðið - í Séte, í Suður-Frakklandi,
og eftirminnilegrar yfirlitssýningar
á einkasafni Rögnu Róbertsdóttur
og Péturs Arasonar.
Það er nefnilega alltof sjaldan
sem við fáum tækifæri til að sjá
unga samtímalist í salarkynnum
listasafna, nema ef vera skyldi Ný-
listasafnsins, en það dugar engan
veginn. Þótt ýmsar tilraunir ungra
listamanna til að finna sér vettvang
utan listasafnanna séu góðra gjalda
verðar er fráleitt að slíkir sýningar-
staðir komi í staðinn fyrir söfnin.
Það er heldur ekkert eðlilegt að
tregða ráði almennt afstöðu safn-
stjóra gagnvart samtímahræringum
í myndlist, ekki frekar en að eðlilegt
geti talist að ráðsettari listamenn
auðsýni nýrri Iist óvild. Sú tíska sem
eitt sinn ríkti í listheiminum og gekk
út á það að treysta kynslóðabilið og
breikka gjána milli ungra lista-
manna og eldri er hvarvetna liðin
undir lok úti í hinum stóra heimi.
Segja má að Listasafn Kópavogs
hafi að undanförnu lagt sitt af mörk-
um til að jarða þennan yndislausa
ágreining sem enn hamlar fram-
gangi íslenskrar myndlistar, hér
heima sem á erlendum vettvangi.
Ekkert er eins hvimleitt og skipting
listarinnar í viðvarandi kynslóðabil
þar sem ungum listamönnum er
haldið utandyra þar til þeir era
orðnir miðaldra og gott betur. Hve
oft hefur maður ekki horft upp á ís-
lenska listamenn, vel fullorðna og
vana hlutverki utangarðsmannsins,
rekast á erlenda kollega sína og
samherja löngu komna í prófessors-
stöður eða gott betur. Það er rauna-
legt að horfa upp á slíka misskipt-
ingu. Það dugar skammt einni þjóð
að fóstra fjölda frambærilegra lista-
manna ef listunnendur halda þeim
ljóta vana að mæta þeim með fýlu
og forpokun.
Raunar þarf töluvert húmorleysi
til að horfa framhjá ágæti slíkra
verka sem nú prýða Listasafn Kópa-
vogs. Braggsamstæða Ásmundar
Ásmundssonar er vissulega hæðnis-
leg en hún er jafnframt listileg um
leið og hún vekur okkur til umhugs-
unar um hve áfengi - eða öllu heldur
óvenjuásækin tilhugsun okkar um
það - er ríkur þáttur í íslenskri
menningu, umræðu og sálarlífi.
Segja má að fyllirí eða ímyndunar-
fyllirí sé í einni eða annarri mynd
óaðskiljanlegur hluti af andlegri til-
vera okkar og sköpunarþrá.
En reyndar fjallar Braggsam-
stæðan einnig um yl líkt og hin skip-
an Ásmundar - Sumar er tími, vetur
er rými - sem hann sýndi í Hús-
tökuhúsinu gula á Jónsmessu í sum-
ar. Þar skiptast á snjór í sjónvarpi
og eldtungur, hrímuð element úr
kæliskáp, hrosshúð á gólfi og mál-
verk af Krumma eftir Eggert heit-
inn Guðmundsson í panelþiljuðum
klefa.
Á ganginum, eða í anddyrinu and-
spænis austursal Gerðarsafns hafa
stöllurnar fjórar í Gjörningaklúbbn-
um - Eirún Sigurðardóttir, Dóra ís-
leifsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Sig-
rún Hrólfsdóttir - komið fyrir fimm
stjörnu gæludýrahóteli með öllum
tilheyrandi þægindum sem þær
kalla Hvítt, svart, grátt.
Hótelið lofar skepnunum tveim
máltíðum á dag og nægu úrvali af
leiktækjum, væntanlega til að halda
þeim í þjálfun í lúxusbúrinu.
Sýningargestir geta falast eftir
leiktækjunum og hótelbúum meðan
á sýningunni stendur.
Það hefur alltaf verið ákveðinn
broddur í ástarjátningum Gjörn-
ingaklúbbsins sem kemur heim og
saman við loforðagjálfur auglýsinga-
iðnaðarins. Efndirnar jafnast aldrei
fyllilega á við tilboðin enda væri þá
lítið svigrúm til nauðsynlegrar
Bókmenntavaka í Eyjum
BÓKMENNTAVAKA Bókasafns
Vestmannaeyja og Bókabúðarinnar
verður haldin í AKÓGES annað
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30.
Eftirtaldir höfundar lesa úr verk-
um sínum: Auður Jónsdóttir les úr
bók sinni „Annað líf‘, Björn Th.
Björnsson les úr bók sinni „Bylt-
ingarbörn" og Þórunn Valdimars-
dóttir og Sigrún Jónsdóttir lesa úr
bókinni „Engin venjuleg kona: lit-
ríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkju-
slistakonu". Einnig verður upplest-
ur á ljóðum á vegum Leikfélags
Vestmannaeyja.
Michelle Gaskell og Védís Guð-
mundsdóttir sjá um tónlistarflutn-
ing.
Léttar veitingar standa gestum
til boða.