Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 31
tíh'Mk<} jói
ornunum
Lull
BÆKUR
Barna- «g
unglingabók
ENGLAR HÉR OG ÞAR
ENGLARALLSSTAÐAR
Höfundur: Bob Hartman. Þýðandi:
Sr. Hreinn S. Hákonarson. Umbrot:
Skerpla ehf. Prentun:
Gutenberg ehf. Útgefandi;
Skálholtsútgáfan 2000
FAGNANDI settist eg niður með
bókina, hugðist eiga góða stund, því
frábær myndskreyting forsíðu vakti
forvitni mína. Ekki dró það úr eftir-
væntingu minni að lesa, aftan á kápu,
skráð rauðu letri, að bókin hafði verið
valin bezta barnabók á Bretlandi
1994.
Þetta eru tíu englasögur, og höf-
undur leitar frásögnum sínum for-
skriftar í rit Bibliunnar. I lok hverrar
sögu bendir hann á, hvar kveikjunnar
er að leita. Það er snjallt. Vel er líka
að verld staðið, bæði hjá höfundi og
þýðanda, í köflunum: Nóttin sem
stjömurnar dönsuðu af gleði og Eng-
ill lífs og dauða. I íyrri frásögninni er
sviðið Betlehemsvellir, þeirri síðari
páskaundrið. Báðar þessar útlegging-
ar eru góðar. í öðrum köflum bókar
slettist höfundur áfram á slíku lulli, að
eg marg minnti mig á orðin: „... besta
barnabók á Bretlandi árið 1994“, til
þess að slá á undrun mína. Sá endur-
tekni lestur vakti mér hins vegar að-
eins spumina: Hvaða vinahópur höf-
undar kvað upp slíkan dóm? Mátti eg
þó vita, að slíkir gæðastimplar em lít-
ils virði, það hefir íslenzkum útgáfu-
íyrirtækjum tekizt að kenna mér, nú
einnig hálærðum „spekingum“ á ný-
liðnum degi kenndum við íslenzka
tungu.
En snúum aftur að bókinni. Þegar í
formála hnýtur lesandi um villu og í
fyrsta skýringarkafla (bls.14), takast
á orðin ISAMEL og ÍSMAEL sem
nöfn á manni. (Seinni stafsetningin er
rétt.) Þegar hér er komið, læddist að
mér, að bókin væri aðeins óslípað
uppkast. Þar á eg ekki við efnistök að-
eins, heldur þýðingu líka. Bæði höf-
undur og þýðandi sýna mér, í köflun-
um sem eg gat um hér ofar, að þeir
geta betur, ef þeir taka á. Eg neita að
trúa, að leikni þýðanda sé ekki meiri
en þessi bók reynir að telja mér trú
um. Slíkum dómi þurfa að fylgja rök:
... sandurinn fer hrjúfum höndum
... (26); ... bræði rís upp ... (32); ...
tunga þess rann um varir og hljóp yfir
ílugbeittar vígtennur. (41); ... augu
hennar dnikku í sig hvert orð ... (47),
... nam staðar í hendingskasti... (66);
Föt hans voru holdvot... (74).
Skilur þú nú, lesandi minn, hví eg
álít, að texti bókar hefði þurft frekari
slípunarvið?
Myndskreyting kápu frábær og
myndir þær sem sögunum fylgja eni
snjallar.
Prentverk vel unnið.
Sig.Haukur
Einstaklingsafrek
BÆKUR
Ferðasaga
EINN Á ÍSNUM
Gangan á norðurpólinn eftir Har-
ald Orn Ólafsson. 175 bls. Mál og
menning. Prentun: Prentsmiðjan
Gutenberg hf. Reykjavík, 2000.
PÓLGANGA er engin skemmti-
ferð, ekki einu sinni ferðalag, heldur
leiðangur. En til að leggja upp í slíkan
leiðangur þarf allt í senn, líkamlegt
úthald og þá ekki síður andlegt, þjálf-
un, útbúnað og fjármagn. Höfundur
segir frá ferðum Cooks og Pearys
sem töldu sig hafa komist á norður-
pólinn um aldamótin 1900. Það hefur
verið dregið í efa. Ekkert verður þó
sannað um það til né frá. Nú á dögum
er auðvelt að færa sönnur á að maður
hafi stigið þar fæti. Afrek Haraldar
Amar er stórmikið en samt ekki alveg
sambærilegt við göngu Cooks og
Pearys. Þeir voru landkönnuðir og
lögðu út í óvissuna. Nú hafa allar leið-
ir verið kannaðar, leiðangursmaður
veit hvar hann er staddur hverju
sinni. Hann getur ennfremur hætt við
ferðina og látið sækja sig hvar og hve-
nær sem er. Það þýðir þó ekki að
pólganga sé auðveld né hættulaus.
Svo verður aldrei. En boðorð pólfar-
ans er þetta: »Það þýðir lítið að berj-
ast á móti náttúrunni, maður verður
að sættast við hana; virða hana og
vinna með henni.« I fjörutíu gráðu
frosti og næðingi er erfiðast að verj-
ast kalinu. En það hijáði Ingvar,
ferðafélaga Haraldar Arnar, og leiddi
að lokum til þess að hann varð frá að
hverfa í miðjum khðum. Þá stóð
Haraldur Öm frammi fyrir tveim af-
arkostum: Að hætta þar með við
gönguna eða þreyta hana einn síns
liðs það sem eftir var. Þar sem hann
taldi þetta mundu verða fyrsta og síð-
asta tækifæri sitt til að komast á norð-
urpólinn valdi hann seinni kostinn.
Landkönnun á norðurslóðum vakti
almennan áhuga á fyrri hluta aldar-
innar. Vilhjálmur Stefánsson ávann
sér frægð með ferðum sínum og rit-
um. Kennari undirritaðs benti eitt
sinn á - og taldi það enga tilviljun - að
saman virtist fara ástríða til land-
könnunar og hin ágætasta frásagnar-
gáfa. En faðir Haraldar Arnar, Olafur
Öm, hefur ferðast og skrifað um ferð-
ir sínar, og afi hans, Haraldur
Matthíasson, ferðaðist vítt og breitt
um hálendi Islands og var höfundur
afar vandaðra bóka um landlýsingu
ogferðalög.
Pólfarar á norðursióð verða að
minnast þess við fótmál hvert að þeir
em á ferð um hafis sem er á hreyfingu
yfir hyldjúpu reginhafi. Haraldur Öm
nefnir »ísskjálfta«. En ísskjálftann
kveður hann vera sama eðlis og jarð-
skjálfta nema hvað hinn fyrrtaldi or-
sakast af ísskriði en hinn síðar taldi af
sambærilegri hreyfingu jarðskorpunn-
ar. Hin sífehda hreyfing
íssins veldui' og því að vak-
ir em einatt að myndast.
Þær ohu póharanum
ómældum áhyggjum og
erfiðleikum. FéUi Harald-
ur Óm í vök eftir að hann
var orðinn aleinn á ferð
yrði um líf og dauða að
tefla. »Ég hugsaði til þess
með hryllingi,« segir hann,
»að þurfa að komast hjálp-
arlaust upp úr vök með
skíði á fótum, stafi í hönd-
um og bundinn við sleða.«
Þá var hættan að verða á
vegi hvítabjamar stöðugt
yfirvofandi. Haraldur Öm
varð því að ganga vopnað-
ur. Það tafði einnig fyrir að víða þurfti
að klöngrast yfir hryggi sem gátu ver-
ið bæði örðugir yfirferðar og stundum
hættulegir vegna hruns.
Haraldur Órn lýsir klæðnaði sínum
sem miðaði fyrst og íremst til þess að
veija hann fyrir kulda. »Að sumu
leyti minnti þetta lífemi á dýr merk-
urinnar,« segir hann. »Tilveran sner-
ist aðeins um frumþarfimar, að fá
mat, skjól fyrir veðri og vindi og að
lifa af ... Ég hafði ekki komist í bað í
rúmar þijár vikur og ekki svo mikið
sem þvegið mér um hendumar.«
Þegar hann var loks að nálgast
lokatakmarkið urðu enn vakir á vegi
hans. Um stund vissi hann ekki nema
einhver þeirra lægi nákvæmlega yfir
pólinn! Það var síðasta áhyggjuefnið.
Sem betur fór reyndist svo ekki vera.
Haraldi Erni auðnaðist að standa á
sjálfum norðurpólnum, hálfu þriðja
ári síðar en hann hafði staðið andfætis
- á suðurpólnum. Að vera loks stadd-
ur á þessum fyrirheitna stað, einn í
auðninni! »Fyrsta tii-
finningin var ein-
semd,« segir hann.
»Ég hafði alltaf séð
mig í anda fagna
þessum áfanga með
öðmm, en nú var ég
aleinn. Ég hafði líka
alltaf séð fyrir mér
sléttan ís sem glitraði
í vorsólinni. Nú var
ég umkringdur svört-
um vökum og brotn-
um ís í hryssingslegu
veðri ... svo kviknaði
ljós, tilfinningarnar
lifnuðu og ég brosti
þreytulega, breiðu og
stoltu brosi, loksins
fann ég gleðina hríslast um mig. Ég
sá fyrir mér jarðkúluna og sjálfan mig
á toppnum. Já, nú var ég á toppi til-
verunnar!«
Það er sterk ástríða sem knýr
mann til að leggja upp í leiðangur sem
þennan. Haraldur Öm lýsir með
prýði hvemig sú ástríða mætir við-
námi sínu í glímunni við náttúruöflin.
Hann þreytir göngu sína, einn með
hugsunum sínum, og stendur þannig í
spomm frummannsins í árdaga. Leið-
angur hans vakti verðskuldaða at-
hygli. Þessi bók hans er hin vegleg-
asta eins og vera ber. Hún er í stóm
broti og prýðilega myndskreytt.
Myndefnið er að sönnu fábreytt. Haf-
ísbreiður norðurheimskautsins bjóða
hvorki upp á litadýrð né fjölbreytni í
formi. Það er auðnin og víðáttan sem
auganu mætir. Leggi maður ekki
sjálfur upp í slíka för er að minnsta
kosti hægt að fylgja höfundinum eftir
-íhuganum!
Erlendur Jónsson
Haraldur Örn
Ólafsson
@111111
KSM 90
KÍtchenAid KSM 90 Ultra Power hrærivél (hvít), hakkavél
og smákökumót á hreint frábæru tilboðsverði.
9 litir fáanlegir
Léttu þér baksturinn
og sparaðu kr. 5.190,-
35.365,-
stgr.
KÍtchenAÍd - Kóróna eldhússins!
• 60 blaðsíðna leiðbeininga- og uppskriftabók á íslensku fylgir.
• Fjöldi aukahluta fáanlegir, svo sem: Pastagerðar-
tæki, grænmetiskvarnir, hveitibrautir, dósaopnarar, kornmyllur,
ávaxtapressur og fi.
• Aðrar gerðir KitchenAid kosta frá kr. 30.875,-stgr.
5 REYKJAVlK 0G nAGRENNI: Rafvórur, Arniúla 5. Bræðumtr Ormsson, Lágmúla 5. Hemibttki, Sætúni. Hagkaup Kfínglunní. Skerfunm og Smáranum.Pfaft Grensásveg 13. Húsasmiðian, Reykjavik.
I Rafbúðm, Alfaskeiði 31, Hafnarfrðt VESTURIAND: Rafþjónusta Sigtrdórs, Akranesi. Skagawt, Akranesi Kí Borgfrðmga, Borgamesi. Glrtrur, Borgamesi. BkSmsturvefe Hefesandi. Versl. Hamat,
| Grundarfirði Vtrsl. SkipaA, Stykkrshólmi. Versl I. Stefánssonat, Búðardal. VESTRRWR: cí Kióksfjaröar, Króksforðarrói. Skandi hl Táknafrði Pckiwruð, Táknafrði Versl Gumars Sgjrðssora,
S Þmgeya Laifí, Bolungan*. Húsgagnaloftið, ísafirði. Soaurtu hl tsafirði Kí Stengrrnsfjarðat, Hókna*. N0R0URIAND: Kl Hanfrðnga, Borðeyá Kt V-Hiiwttvnga, Hvammstanga. Kí Hinvettmga,
9 Biönduósi. Skagfrðngabúð, Sauðárkróki. Húsasmiðjan, lónsbakka, Akureyri og útfaj Husavft. Ljásgyaflnn, Akueyn. AUSTURLAND: Kf Vopnfrðnga, Ifcpnaftði. Kí Héraðsbúa, Seyðtshrði. Kl Héraðsbúa,
Egdsstóðum. RafakJa, Neskaupstað Kt Héraðsbúa. Reyðarfrði. Kt Fáskrúðsfjarðat Kt A-SkaftfeNmga, Djupavogt Kl A-Skaftfeinga, Hófn. SUÐURiAND: kA verslanr m aBt Suðurland.Versl. Mosfek.
^Hefti. Brimne^ Vestmamæyjum. Hirsasmið|an. Selfossi. Arwkinn, SetfossL SUÐURPSS: Raftnrg.Gnndavk. Húsasmið|ar\ KeflavÍLSamkaun Keflaviu StapafHL Keflav*. Friúfnin. Kefiavfartugveflt
KitchenAid einkaumboð á íslandi Eínar Farestveit &Co.hf.
/:/■'
Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is
•m
HEIMSMYNDIR
AGFA
Heimsmyndir Lækjargotu, 5691550 • Heimsmyndir Miódd, 5691570
ÞRÁÐLAUS SÍMI
MEÐ NÚMERABIRTI
• 12 númerí minni
• Hringt beint
úr númerabirtingaminni
• Hægt að tengja við símkerfi
Frí heímsendingl
Doro
Walk & Talk 1255
ir
9