Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 ^
félagi í Soroptimistaklúbbi Reykja-
víkur haustið 1959 sem var fyrsti
klúbburinn á íslandi. Hún var
áhugasöm og starfsglöð klúbbsystir
og sótti fyrir hönd íslenskra Soropt-
imista sendifulltrúaþing Evópusam-
bands- og Alheimssambands Soropt-
imista. Halldóra var kosin annar
varaforseti Evrópusambands Sor-
optimista 1977-1979 íyrst íslenskra
systra.
Á árinu 1970 var hún kosin í út-
breiðslu- og laganefnd í sínum klúbbi
með það að markmiði að stofna fleiri
klúbba. Útbreiðsla Soroptimista-
hreyfingarinnar var henni hjartans
mál og lagði hún á sig mikla vinnu við
að þýða alþjóðalög og reglur samtak-
anna.
Nýr klúbbur var stofnaður í Hafn-
arfirði og Garðabæ vorið 1973 og þá
þegar hófst hún handa við að stofna
Soroptimistasamband íslands sem
var samþykkt af Evrópusambandi
Soroptimista 1974. Halldóra var
stofnforseti þess og gegndi síðar fjöl-
mörgum embættum innan lands-
sambandsins og var ávallt reiðubúin
til þess að taka að sér ný störf á veg-
um þess.
Soroptimistaklúbbum fjölgaði það
ört hér á landi á næstu árum að at-
hygli vakti út fyrir landsteinana.
Halldóra átti stærstan hlut í stofnun
flestra þeirra. Hún var guðmóðir tólf
klúbba og fylgdi þeim eftir af áhuga
og var ötul við að dreifa til þeirra
upplýsingum frá alþjóðasamtökun-
um um hvernig haga skyldi störfum.
Hún var hvatamaður að stofnun
Systrasjóðs sem er styrktar- og líkn-
arsjóður innan íslensku samtakanna.
Fyrir allt þetta var hún kosin heið-
ursfélagi Soroptimistasambands Is-
lands.
Orðið soroptimisti þýðir bjartsýn-
issystir og meðal mikilvægustu
markmiða hreyfingarinnar er að láta
gott af sér leiða. Þetta brýndi hún
fyiir systrum og lagði áherslu á að
við gæfum okkur tíma á hverjum
fundi til að minna okkur á þessi
markmið. Verkefni Soroptimista
hafa verið margvísleg, bæði utan-
lands sem innan, og hefur víða mun-
að um frumkvæði þeirra og störf
ásamt fjárframlögum.
Styrkur Soroptimsta felst ekki
hvað síst í því að þar starfa saman og
tengjast vináttuböndum konur af
ólíkum uppruna með mismunandi
menntun og reynslu. Dugnaður og
áhugi Halldóru vakti oft aðdáun, hún
var Soroptimsti af lífi og sál og var
ótrúlega dugleg að sækja fundi, jafn-
vel sárþjáð eins og hún var því miður
oft hin síðustu ár.
Soroptimistasystur á íslandi
þakka Halldóru að leiðarlokum fyrir
hennar óeigingjarna brautryðjenda-
starf og þá gæfu sem hún veitti okk-
ur þegar hún gaf okkur kost á að
ganga til liðs við þessi mannbætandi
samtök.
Aðstandendum hennar sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Soroptimistasamband
Islands.
Fyrsta helgin í aðventu hefur hér
á heimilinu verið tími gleði og
ánægju þegar allir tiltækir
fjölskyldumeðlimir hafa safnast
saman til laufabrauðsgerðar undir
styrkri stjórn Halldóru frænku. En
þetta árið verður aðventan með öðr-
um blæ, nú kveðjum við Halldóru
hinsta sinni. Það er mikill sjónar-
sviptir að þessari stórbrotnu, góðu
konu.
Halldóra vai- elsta dóttir hjónanna
Eggerts Sölvasonar og Jóninnu
Jónsdóttur, en Jóninna var systir
Þóru, móður Álfþórs. Það var á þeim
erfiða tíma hjá fjölskyldu okkar þeg-
ar Þóra og Jóhann, foreldrar
Álfþórs, létust árið 1966 að kynni
okkar af Halldóru hófust fyrir al-
vöra. Hún varð tíður gestur á heimil-
inu og gaf sig mjög að börnunum
sem nú áttu enga ömmu.
Ekkert var henni óviðkomandi
sem snerti velferð barnanna. Hún
fór ófáar ferðirnar með krakkana um
landið þvert og endilangt þeim til
mikillar ánægju. Hún tók því ljúf-
mannlega að gæta bús og barna ef á
þurfti að halda og stjórnaði af mikilli
röggsemi.
Aldrei var neitt svo um að vera í
fjölskyldunni að Halldóra frænka
væri ekki með í ráðum, svo vægt sé
til orða tekið. Þessi fyrrum skóla-
stjóri húsmæðraskóla tók að sér all-
ar stærri veislur í fjölskyldunni með
ánægju og ósérhlífni.
Það duldist engum þegar Halldóra
var í heimsókn því hún hafði sterka
nærveru. Henni lá hátt rómur og
hún sagði sína meiningu á mönnum
og málefnum umbúðalaust. Halldóra
gat virkað hrjúf en þeir sem þekktu
hana vissu vel hve raungóð og
hjartahlý manneskja hún var.
Við söknum Halldóru og þökkum
fyrir samfylgdina með henni. Systk-
inum hennar og fjölskyldu vottum
við samúð.
Björg, Álfþór og börn.
Sumarið 1945 kenndi Halldóra
Eggertsdóttir í Húsmæðrakennara-
skóla Islands á Laugarvatni, í sum-
arleyfum fastakennara. Það féll í
hennar hlut að sýna okkur að kveikja
upp í kolaeldavél. Hún gerði það
mjög virðulega, var í hvítum kjól
með mjallahvíta, stífaða svuntu og
hvorki var blettur né hrukka á bún-
ingnum þegar skíðlogaði í eldavél-
inni. Öll störf virtust auðveld í hönd-
um hennar.
Halldóra var forstöðukona og
kennari í húsmæðraskóla. Að feng-
inni þeirri reynslu taldi hún til bóta
að allir verknámskennarar hús-
mæðraskólanna væru í sama félagi,
bæði handavinnu- og vefnaðarkenn-
arar og þeir sem kenndu matreiðslu,
þvott og ræstingu. Hún stofnaði því
árið 1947 Húsmæðrakennarafélag
íslands sem oftast var kallað félagið
hennar Halldóru. Fyrir var Kenn-
arafélagið Hússtjórn, í því voru ekki
handavinnu- og vefnaðarkennarar.
Félögin voru sameinuð 1953 og frá
þeim tíma tók Halldóra þátt í nor-
rænni samstarfsnefnd um hússtjórn-
arfræðslu NSH.
Vísir að þessum félagsskap varð
til 1909 og efldist eftir heimsstyrj-
öldina 1939-1945. Um miðja öldina
voi-u haldin námskeið fyrir hús-
stjórnarkennara annað hvert sumar
til skiptis á Norðurlöndunum.
Fyrsta NSH-námskeiðið hér á
landi var haldið árið 1965 fyrir at-
beina Halldóru. Það sóttu 135 manns
þar af 91 frá hinum Norðurlöndun-
um (Frétt í Alþýðublaðinu 6. júlí
1965). Mótið hófst sunnudaginn 4.
júlí kl. 2 með ræðu Ingólfs Jónssonar
landbúnaðarráðherra og um morg-
uninn hlýddu þátttakendur á messu í
Dómkirkjunni. í tilefni námskeiðsins
voru settar upp tvær sýningar.
Nefndist önnur „Búrið í gamla daga“
og var þar kynntur matur sem neytt
var daglega og á hátíðum áður fyrr
og verkun hans, nú kallaður þorra-
matur. Á hinni sýningunni var
handavinna nemenda handavinnu-
kennaradeildar Kennaraskólans og
verk eftii’ nemendur úr vefnaðar-
deild Myndlistar- og handíðaskól-
ans. Síðan hafa NSH fundir og nám-
skeið verið hér reglulega á vegum
Hússtjórnarkennarafélags Islands.
Veturinn 1971-72 var ég við nám í
Danmarks Lærerhöjskole og notaði
tækifærið til að sækja fundi og nám-
skeið hússtjórnarkennara í Kaup-
mannahöfn og nágrenni. Um leið og
félagarnir heyrðu að ég væri frá ís-
landi spurðu þeir: Hvað er að frétta
af Halldóru? Þær þekktu allar Hall-
dóru Eggertsdóttur og langaði að
vita hver væru helstu áhugamál
hennar um þessar mundir.
Halldóra var góður bílstjóri og
ólöt að bjóða samverkamönnum far.
Síðustu árin átti hún erfitt með gang
en þegar hún var sest undir stýri
voru henni allir vegir færir. Hún var
á margan hátt dæmigerður 20. aldar
Islendingur. Hún fæddist á af-
skekktum sveitabæ norður í landi og
kunni að elda og baka við hlóðir sem í
örbylgjuofni. Að ævilokum hafði hún
ferðast um hálfan hnöttinn í tengsl-
um við félagsstörf fyrir hússtjómar-
kennara og önnur félagasamtök.
Ég þakka Halldóm Eggertsdótt-
ur vináttu og dygga forystu við að
efla heimilisfræði og framgang hús-
stjórnarkennara. Aðstandendum
votta ég samúð.
Anna Gísladöttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LAUFEY AÐALHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR
(LULLA),
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis á Vífilsgötu 18,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Hringbraut sunnu-
daginn 3. desember síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðný Kristín Garðarsdóttir, Konstantín Hauksson,
Rafn Benediktsson, Hulda Hjaltadóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
VALGERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR,
Ljósheimum 4,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
4. desember.
Indriði Indriðason,
Guðrún Indriðadóttir, Jón Ágúst Sigurjónsson,
Sólveig Indriðadóttir, Stefán K. Guðnason
og barnabörn.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
KRISTÍN SOFFIA JÓNSDÓTTIR
frá Gilsfjarðarbrekku,
Vesturbergi 138,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 3. desember.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og systkini.
t
Konan mín, móðir okkar og amma,
KATRÍN BJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR,
Túngötu 57,
Eyrarbakka,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn
24. nóvember.
Jarðað var í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigurður Andersen,
Óðinn K. Andersen,
Sveinn S. Andersen
og barnabörn
t
Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og mágur,
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON,
Grænatúni 18,
Kópavogi,
fyrrv. bóndi á Víðivöllum,
sem lést fimmtudaginn 30. nóvember, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
8. desember kl. 13.30.
Gísli Sigurðsson,
Kristján Sigurðsson,
Lilja Sigurðardóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Áslaug Kristjánsdóttir,
Bjarni Kristjánsson,
Karl M. Kristjánsson,
Halldór Kristjánsson,
Kristrún Kristjánsdóttir,
Valdimar Kristjánsson,
Jai Ramdin.
Unnur Jónsdóttir,
Helga Einarsdóttir,
Guðrún Kristinsdóttir,
Axel Snorrason,
Brenda Kristjánsson,
Guðmundur Kristjánsson, Jónína B. Olsen.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fóstur-
móðir, systir, amma og langamma,
ELÍN MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR
húsfreyja
í Laxárdal, Þistilfirði,
verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju laugar-
daginn 9. desember kl. 14.00
Petra Sigríður Sverresen, Einar Friðbjörnsson,
Ólafur Eggertsson, Anna Antoníusdóttir,
Stefán Eggertsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir,
Marinó Pétur Eggertsson, Ósk Ásgeirsdóttir,
Guðrún Guðmunda Eggertsdóttir,
Þórarinn Eggertsson, Særún Haukdal Jónsdóttir,
Garðar Eggertsson, Iðunn Antonsdóttir,
Bragi Eggertsson, Helga Jóhannsdóttir,
Oddgeir Friðrik Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir,
mágur, barnabarn og frændi
BENEDIKT ODDSSON,
flugvirki,
Greniteig 36,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtu-
daginn 7. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, láti SÁÁ
njóta þess.
Sesselja Erna Benediktsdóttir,
Oddur Gunnarsson, Erna Bergmann,
Gunnar Oddsson, Kristín Bauer,
Hulda Agnarsdóttir,
Oddur og Eva Sif Gunnarsbörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG ÓLAFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Hokinsdal í Arnarfirði,
til heimilis í Háagerði 43,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 7. desember kl. 13.30.
Guðríður Kristinsdóttir,
Kristinn Kristinsson, Elínborg Kristjánsdóttir,
Lilja Kristinsdóttir
og barnabörn.