Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Kauphallirnar í Stokkhólmi
qo' Kaupmannahöfn
Þörf á aukinni sam-
Taka Airbus fram yfír Boeing
Framtíð A3XX-
þotunnar tryggð
London. Morgunblaðið.
ASTRALSKA flugfélagið Qantas,
sem í 41 ár hefur eingöngu notað
Boeing-vélar, hefur lagt inn pöntun
hjá Airbus um tólf A3XX-þotur fyr-
irtækisins sem ekki er enn hafin
framleiðsla á. Samkvæmt fréttum
breskra fjölmiðla þykir nú ljóst að
með pöntuninni verði örugglega úr
framleiðslu A3XX sem hingað til hef-
ur verið óvíst og það verður að öllum
líkindum tilkynnt í vikunni. Fram-
leiðsla A3XX er viðamesta flugþró-
unar- og framleiðsluáætlun í Evrópu
og felur í sér fjárfestingar upp á 7,5
milljarða breskra punda.
Pöntunin frá Qantas var viðbótin,
sem nú mun gera Airbus kleift að
hefja síðasta áfanga framleiðsluáætl-
unar fyrir A3XX, en Airbus hafði
miðað við að geta lagt í framleiðslu
þegar 40-50 pantanir lægju fyrir.
Air France og Singapore Airlines
hafa meðal annars hvort um sig þeg-
ar pantað tíu A3XX auk annarra
smærri pantana sem borist hafa.
Þar með hefur Airbus gert sölu-
samning fyrir A3XX við flugfélög frá
þremur stærstu samstarfshópum
flugfélaga í heimi, Star, Oneworld og
SkyTeam. Það verður Singapore
Airlines sem fær fvrstu vélarnar
2006.
Fragtvélar þessarar tegundar
verða teknar í gagnið 2008. Nýja þot-
an mun verða tveggja hæða og inn-
réttuð fyrir allt að 555 farþega. Pönt-
un Qantas markar ekki aðeins
tímamót fyrir Airbus heldur ekki síð-
ur fyrir Boeing. Boeing má nú horfa
upp á að Airbus hefur náð umtals-
verðum söluáfanga fyrir A3XX með-
an Boeing hefur ekki tekist að
tryggja framleiðslu á risaþotu sinni,
747X, sem er stækkuð útgáfa 747.
Með framleiðslu A3XX verður því
bundinn endir á einveldi Boeing í
framleiðslu risaþota í þau þrjátíu ár
sem eru liðin frá því Boeing kom
fyrst fram með risaþotur sínar.
Þar sem BA á fjórðung í Qantas
hefur það félag einnig komið að pönt-
uninni sem er upp á 3 milljarða
punda. BA hyggst ekki verða í hópi
þeirra flugfélaga, sem fyrst eru til að
leggja inn pantanir, en er eitt þeirra
tuttugu flugfélaga, þar á meðal Virg-
in Atlantic, Lufthansa og bandarísk
fragtflugfélög, sem hefur átt í samn-
ingaviðræðum við Airbus um kaup á
nýju þotunni.
Það er einnig áfall fyrir Boeing að
með í pöntun Qantas fylgja kaup á
þrettán Airbus 330 til nota á styttri
flugleiðum. Qantas hefur þó ekki al-
veg yfirgefið Boeing því með í þess-
um stóra endumýjunarpakka félags-
ins upp á 4,6 milljarða punda fyrir 31
vél eru kaup á sex Boeing 747-400.
Ekkert annað flugfélag flýgur eins
margar langar flugleiðir og Qantas.
Islandsbanki-FBA
orðinn þingaðili
ÍSLANDSBANKI-FBA hefur fyrst
íslenskra fjármálafyrirtækja fengið
þingaðild að sænsku og dönsku kaup-
höllunum. Frá 1. desember síðastliðn-
um hefur bankinn átt milliliðalaus
viðskipti á þessum mörkuðum. I til-
kynningu frá bankanum segir að með
þessu auki bankinn þjónustu sína við
íslenska fjárfesta en það sé í sam-
Fjárfestar
borga UMTS
Ósló. Morgunblaðið.
NEYTENDUR þurfa ekki að búast
við mjög hækkuðu verði á farsíma-
þjónustu þegar UMTS-kerfið verður
komið í gagnið þrátt fyrir að mjög
dýrt sé að koma því á fót, að sögn
Jan Petter Sæther, yfirmanns hjá
Póst- og fjarskiptastofnun í Noregi.
Sæther segir á fréttavefnum Digi-
todayað fjárfestarnir muni hins veg-
ar borga brúsann.
GPRS-farsímakerfið verður held-
ur ekki dýrt fyrir neytendur, að mati
Sæther, en á næstu mánuðum hefur
slíkt kerfi göngu sína á Norðurlönd-
unum. Hann telur að viðskiptavinir
norsku símaþjónustufyrirtækjanna
sleppi því fremur að nýta sér þjón-
ustuna en að greiða fyrir hana of hátt
verð, þrátt fyrir að t.d. UMTS-far-
símakerfið verði mun hraðvirkara en
það sem þekkist í dag.
ræmi við markmið um aukið vægi við-
skipta á erlendum mörkuðum.
I tilkynningu dönsku kauphallar-
innar segir varaforseti hennar, Claus
Thorball, að Íslandsbanki-FBA sé
fyrsta íslenska fjáiTnálafyrirtækið
sem gerist þingaðili að kauphöllinni
og það hafi jafnframt vakið athygli
manna hversu fljótur bankinn hafi
verið að koma öllu í lag hjá sér; aðeins
tæplega tveir mánuðir hafi liðið frá
því bankinn lagði inn umsókn þangað
til hann var orðinn þingaðili. Sem
dæmi megi nefna að á þessu ári hafi
um tíu fjármálafyrirtæki gerst þing-
aðilar að kauphöllinni í Kaupmanna-
höfn en ferlið frá umsókn til upphafs
viðsldpta hafi tekið langstystan tíma
hjá Islandsbanka-FBA
Finnur Reyr Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta Is-
landsbanka-FBA, segir að til þessa
hafi bankinn eins og aðrir hér á landi
þurft að fara í gegnum þingaðila á
þessum mörkuðum með eigin við-
skipti eða fyrir hönd viðskiptavina.
Nú stundi bankinn sem þingaðili að
þessum kauphöllum milliliðalaus við-
skipti, leggi fram tilboð og tald tilboð-
um annarra rétt eins og á VÞÍ. Að-
spurður segir Finnur Reyr að veruleg
vinna nokkurra starfsmanna liggi að
baki þingaðildinni og ganga hafi þurft
frá mörgum samningum vegna þessa
við báðar kauphallimar og fleiri er-
lenda aðila. Samkvæmt settu marki
hafi verkið hins vegar gengið mjög
hratt og vel fyrir sig.
COMPACl
Compaq EN bordvél
keppni í Danmörku
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DANIR verða að taka sig á í reglu-
gerðarumbótum og auka samkeppni
á ýmsum sviðum, t.d. í samgöngum
og orkusölu ef þeir eiga að vera sam-
keppnishæfir við önnur lönd, segir í
umfangsmikilli skýrslu Efnahags- og
þróunarstofnunar Evrópu, OECD,
um Danmörku sem kynnt hefur verið
í Kaupmannahöfn. Skýrslan var unn-
in að beiðni danskra stjómvalda en á
meðal þeirra landa sem óskað hafa
eftir svipaðri úttekt era Noregur og
Finnland.
Staða Danmerkur er sögð sérstök
innan OECD vegna öflugs velferðar-
kerfis og ánægju almennings með
opinbera þjónustu, en yfir 60% era
sátt við hana. Engu að síður verði
Danir að taka sig á og bæta lög og
reglugerðir í ljósi framtíðarinnar og
þeirra breytinga sem hafi orðið og
muni verða. Meðalaldur hækki stöð-
ugt, upplýsingaþjóðfélagið hafi hafið
innreið sína, samkeppni innan- og ut-
anlands aukist og kalli á aukna fram-
leiðslugetu, nýjungar og sveigjan-
leika til að takast á við hraðar
breytingar, kröfur neytenda um
meira úrval og lægra verð aukist, svo
og kröfur um hert eftirlit í umhverf-
ismálum. Skýrsluhöfundar forgangs-
raða ekki hvar mestra umbóta sé
þörf en nefna sem dæmi samgöngur
og orkusölu, svo og opinbera þjón-
ustú. Bent er á að í uppsiglingu séu
gríðarlegar breytingar í orkusölu í
Evrópu og að Danmörk sé á mörkum
tveggja verðsvæða; Þýskalands þar
sem orkuverð sé hátt, og Norður-
taeknival.is
800Mhz Intel PIII örgjörvi
128 Mb vinnsluminni
48X geisladrif & hljóðkort
10 Gb Ultra ATA harðir diskur
Netkort 10/100
Windows 98 stýrikerfi
17“ Compaq S-710 skjár
3 ára ábyrgö
Aukahlutir
Stækkun úr 17“ í 19“ skjá
Epson Laser EPL 5700
Ath: Aukabúnaöir á mynd er TFT flatskjár
Vinnustödvar
179,900.-
verd m.vsk
Kr. 15.000.-m.vsk
Kr.44.900.-m.vsk
Tæknival
Reykjavík • Slmi 550 4000 | Akureyri • Sími 461 5000 | Keflavik • Sími 421 4044
landa, þar sem það sé lægra. Danir
verði að bregðast við þeim breyting-
um sem verði og auka samkeppni,
t.d. með útboðum. Þá sé verðlag hátt
á mörgum sviðum, sem sé til marks
um of litla samkeppni.
,jlukin samkeppni mun vissulega
hafa það í för með sér að fjöldi fólks
missir vinnuna en í mörgum atvinnu-
gi'einum vinnst það upp aftur þar
sem framleiðni eykst, sú er reynslan
í öðram löndum, t.d. hvað varðar
samgöngur. Ef verð lækkar, ferðast
fólk meira, og störfum fjölgar að
nýju. Sú hefur þó hins vegar ekki
orðið raunin í orkugeiranum," segir
Scott Jacobs, yfirmaður reglugerð-
ardeildar OECD. Jacobs segir stofn-
unina ekki hafa borið Danmörku
saman við önnur Norðurlönd og því
viti hann ekki hvort hægt sé að líkja
löndunum saman, t.d. hvað varði
smæð markaðarins og skort á sam-
keppni. Ýmislegt bendi til þess að
talsverður munur sé á Norðurlönd-
unum t.d. varðandi orkumál. í
skýrslunni er lof borið á þær umbæt-
ur sem orðið hafi á þeim tíma sem
skýrslan var unnin, t.d. á sviði fjar-
sldpta. Dönsk stjórnvöld fagna að
sama skapi skýrslunni, sem er í heild
jákvæð. Þó segir Mogens Lykketoft
fjármálaráðherra að í einstökum til-
vikum byggi skýrsluhöfundar á eng-
ilsaxneskri reglugerðarhugsun, sem
sé gjörólík því sem gerist á Norður-
löndum og eigi ekki við. Þessu vísar
Jacobs aðspm'ður á bug, ekki sé
hægt að halda því fram að sjónarmið
eins lands ráði þar sem fulltrúar allra
30 aðildarlanda OECD hafi farið yfir
skýrsluna.
Samræmd skattheimta innan ESB
Breytir engu
fyrir íslenska banka
í Lúxemborg
MAGNÚS Guðmundsson, banka-
stjóri Kaupthing Bank hf. í Lúxem-
borg, segir að samþykkt efnahags- og
fjármálaráðhen’a Evrópusambands-
ins (ESB) um samræmingu á reglum
um greiðslu skatts af fjármagnstekj-
um hafi engin áhrif á bankastarfsemi
Kaupþings í Lúxemborg. Hann segir
að samþykktin sé gerð með þeim fyr-
irvara að lönd á borð við Sviss,
Liechtenstein og Mónakó, sem standi
utan ESB, samþykki að fara sömu
leið. Afar ólíklegt sé að það gangi eft-
ir.
Snýst aðeins um skatt
á vaxtatekjur
En jafnvel þó að samningurinn yrði
að veraleika segir Magnús að það
myndi sáralítil áhrif hafa á banka-
starfsemi Kaupþings í Lúxemborg.
Samkomulagið snúist aðeins um
skatt á vaxtatekjur en banki Kaup-
þings fáist aðallega við tekjur af
eignahlutum og hlutabréfum. Þetta
gæti hins vegar, að sögn Magnúsar,
haft meiri áhrif á bankastarfsemi í
London því hún sé miðstöð skulda-
bréfaviðskipta.
Yngvi Örn Kristinsson, bankastjóri
Búnaðarbankans í Lúxemborg, seg-
ist ekki telja ástæðu til að hafa
áhyggjur af þessari samþykkt ráð-
herra ESB og vísar í því sambandi
meðal annars til þess að Sviss og fleiri
ríki þurfi að samþykkja sömu reglur
til að þetta verði að veraleika. Yngvi
Öm segist ekki álíta að samþykktin
muni breyta neinu fyrir starfsemi
Búnaðarbankans í Lúxemborg.