Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Skotfélag1
Reykjavíkur á
nýrri öld
SKOTFÉLAG
Reykjavíkur var stofn-
að árið 1867 af helstu
mektarmönnum
Reykjavíkur á þeim
tíma. Komu menn
saman til skotfimi við
Tjörnina og heitir þar
Skothúsvegur. Félagið
lognaðist útaf uppúr
aldamótunum en menn
komu þó eitthvað sam-
an til skotæfinga þó
óreglubundið væri.
Það var síðan árið
1950 sem félagið var
endurreist undir
stjórn Lárusar Sal-
ómonssonar og fékk
úthlutað landsvæði í Leirdal. Hafa
skotæfingar staðið þar linnulaust
síðan. Yfir vetrarmánuðina var síð-
an æfð riffil- og skammbyssuskot-
fimi í íþróttahúsinu að Hálogalandi,
en seinna meir var aðstaðan flutt í
kjallara stúku Laugardalsvallar
sem nefnist Baldurshagi. Ennfrem-
ur hafði félagið fengið aðstöðu í
Laugardalshöll árið 1994 undir loft-
byssugreinar.
íþróttir
Skotíþróttastarf í
höfuðborginni, segir
Guðmundur Kr.
Gíslason, liggur
algjörlega niðri.
I Leirdal hafði verið byggð upp
afar góð aðstaða fyrir starfsemi fé-
lagsins. Þrír „skeet“-haglabyssu-
vellir voru þar komnir í gang með
fimm húsum undir kastvélar og leir-
dúfur, einn almennur haglabyssu-
völlur, stórt yfirbyggt riffil- og
skammbyssuhús, lítið hús fyrir end-
urhleðslu, stórt 100 fermetra félags-
heimili, annað 50 fermetra hús til-
búið til almennrar notkunar.
Árið 1995 fór síðan að halla und-
an fæti hjá félaginu. Það ár missti
félagið aðstöðuna í Laugardalshöll
sem hugsuð var til uppbyggingar
loftbyssugreina hjá félaginu. Arið
1996 missir félagið einnig aðstöðuna
í Baldurshaga. Nú í ár var félagið
síðan að missa aðstöðuna í Leirdal.
Þar standa nú yfir byggingafram-
kvæmdir og var svæðinu endanlega
lokað hinn 1. október sl. Tekjutap
félagsins er þegar orðið tilfinnan-
legt og hlýtur Reykjavíkurborg að
bæta félagsmönnum það tjón sem
fyrirsjáanlegt er. Flytja þarf allan
húsakost þess af svæðinu og reikna
félagsmenn með því að borgin sjái
um það og komi eignum þeirra fyrir
á varanlegum framtíðarstað.
Staðan í dag er því orðin þannig
að félagið getur ekki haldið úti nein-
um skotæfingum hverju nafni sem
þær nefnast. Félagið er aðili að
Iþróttabandalagi Reykjavíkur og að
íþrótta- og Ólympíusambandi Is-
lands í gegnum Skotíþróttasam-
band íslands. íþróttamenn innan
skothreyfingarinnar eru um 1.400
talsins og þar af eru félagsmenn
Skotfélags Reykjavíkur um 760
þegar þetta er skrifað. Ljóst má því
vera í þessu sambandi að skothreyf-
ingin í landinu stendur nú frammi
fyrir því að stærsta félagið innan
hreyfingarinnar eru algjörlega að-
stöðulaust.
Það hefur nú verið ljóst síðan
1995 hvert stefndi og hefur stjóm
Skotfélags Reykjavíkur eytt mikl-
um tíma í að reyna að leita lausna á
þessu með stöðugum viðræðum og
bréfaskriftum við borgaryfirvöld án
þess að nokkur lausn fyndist.
Einnig er áætlað að verðmæti að-
stöðu félagsins í Leirdal á núvirði
sé um 60-70 milljónir
og mér þykir með ólík-
indum ef yfirvöld ætla
að eyðileggja þá fjár-
festingu sjálfboðaliða
félagsins á einu bretti.
Orð eru til einskis ef
aðgerðir fylgja ekki í
kjölfarið.
Ýmsir aðilar hafa
nýtt sér aðstöðu okkar
og má þar nefna
Skotvopnanámskeið
Lögreglunnar, Lög-
regluskóla ríkisins,
Sérsveit Ríkislög-
reglustjóra, Landhelg-
isgæsluna, NATO og
svo hin ýmsu starfs-
mannafélög sem notið hafa leið-
sagnar á svæðum okkar. Allir þessir
aðilar standa nú uppi aðstöðulausir
í Reykjavík. Þau skotsvæði sem til
eru í nágrenni Reykjavíkur geta
engan veginn sinnt þessu hlutverki
vegna smæðar, enda hljóta skot-
íþróttamenn Reykjavíkur að ætlast
til þess að Reykjavíkurborg leysi
þessi mál án tafar.
Ennfremur má nefna sem dæmi
að landslið íslands í haglabyssu
(skeet) er að mestu skipað félags-
mönnum okkar og eru þessir menn
að eyða uppundir einni milljón
króna á hverju ári til iðkunar á
íþróttagrein sinni.
Við höfum reynt að leita liðsinnis
íþróttabandalags Reykjavíkur án
nokkurs árangurs, enda ráða þar
ríkjum stóru hverfafélögin og snýst
starf þess að mestu um þau. Gott
dæmi um það er að á síðasta árs-
þingi ÍBR voru samþykktar nýjar
úthlutunarreglur Lottó-tekna sem
lúta að því að hverfafélögin taka til
sín stærstan hluta tekna sjóðsins og
höfum við fengið staðfest að miðað
við úthlutun á síðasta ári þar sem
Skotfélagið fékk um 400 þús. kr.
hefði það fengið 75 þús. kr. sam-
kvæmt nýju reglunum.
Skotfimi hefur alltaf átt undir
högg að sækja vegna aldurstak-
markana hins opinbera á skot-
vopnaleyfum. Þó náðist nokkur ár-
angur við síðustu breytingu á
Vopnalögunum þar sem aldur iðk-
enda í nokkrum greinum var lækk-
aður í 16 ár. Þar er um að ræða
haglabyssu, loftskammbyssu og
loftriffil. Það er allt gott og blessað,
en betur má ef duga skal og þyrfti
aldur að lækka í a.m.k 12 ár ef við
ættum að standa jafnfætist öllum
öðrum löndum. Þess ber að geta í
þessu sambandi að við erum ekki að
tala um að börn og unglingar eign-
ist skotvopn heldur eingöngu að
þeir megi koma á æfingar og njóta
leiðsagnar kennara og þjálfara með
réttindi. Öryggismálum er fylgt af-
ar strangt eftir hér sem annars
staðar og eru þvi slys á skotæfing-
um afar fátíð.
Skotveiðimenn hafa mikið nýtt
sér aðstöðu félagsins en þeir standa
nú einnig uppi án aðstöðu. Veiði-
menn sækja mikið veiðar erlendis
og hafa þeir æft sig með rifflum sín-
um í Leirdal. Þeir hafa nú enga að-
stöðu til þess að stilla inn riffla sína
og verða að fara út í náttúruna til
þess.
Samkvæmt fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar er ekki gert ráð
fyrir neinu framlagi til fram-
kvæmda við skotvelli eða skothús,
frekar en endranær. Við höfum á
tilfinningunni að það sé stefnt
markvisst að því að leggja niður
skotfimi í Reykjavík.
Ég leyfi mér að vona að yfirvöld
fari nú að láta verkin tala því staðan
er orðin afleit og skotíþróttastarf í
höfuðborginni liggur algjörlega
niðri þessa dagana.
Höfundur er félagsmaður í
Skotfélagi Reykjavíkur.
Guðmundur Kr.
Gíslason
Ósannindavaðall
FASTIR dálkahöf-
undar eiga ekki alltaf
sjö dagana sæla að
finna upp á einhveiju
sem vekur athygli.
Reynir þá á frumleika
en jafnframt að falla
ekki í gryfju ósanninda
eða leggja út af eigin
hugarburði. Það síðar-
talda henti Karl Th.
Birgisson, pistlahöfund
í Spegli Rfldsútvarps-
ins, þessar vikumar,
nánar tiltekið í þætti
sem hann flutti mið-
vikudaginn 29. nóvem-
ber síðastliðinn. Þar
fjallaði hann um ráð-
gerðar álverksmiðjui- og taldi
verksmiðjuhugmynd á Reyðarfirði
hafa fengið allt aðrar og óblíðari við-
tökur umhverfisvemdarfólks en fyr-
irhuguð stækkun verksmiðju Norður-
áls í Hvalfirði. Nefndi hann ítrekað
þijá einstaklinga til sögunnar og sak-
aði þá um Ulskinnung, þar á meðal
undirritaðan. í leiðinni gerði hann
þeim tugþúsundum,, sem fyrir ári
kröfðust þess með undirskrift sinni að
Fljótsdalsvirkjun færi í lögformlegt
mat, upp skoðanir með óvenju ósvífn-
um dylgjum. Þar sem hér var um
grófa árás að ræða sem sett var fram í
skjóli Rflrisútvarpsins vil ég benda á
nokkur atriði úr þessum ósanninda-
vaðli pistlahöfundarins.
Burðarásinn í málflutningi Karls
var sá að lítil viðbrögð hefðu orðið þá
auglýst hafi verið á dögunum eftir at-
hugasemdum við matsáætlun vegna
stækkunar hjá Norðuráli. „Það var
ekki lyrr en skipulagstjóri hafði fram-
lengt sérstaklega frestinn til að gera
athugasemdir að nokkrir aðilar rönk-
uðu við sér ...“ Þetta er alrangt og
greinilega sett fram í trausti þess að
hlustendur hafi ekki kynnt sér leik-
reglumar samkvæmt gildandi lögum.
Skipulagsstjóri hafði
ekki auglýst neina
matsáætlun vegna
Norðuráls þegar Karl
flutti pistil sinn né leitað
athugasemda frá al-
menningi, hvað þá
framlengt einhvem
frest. Hins vegai’ er
slíkrar auglýsingar að
vænta þá þetta er skrif-
að í desemberbyijun og
geta menn þá gert at-
hugasemdir við áætlun-
ina. Helsta tækifæri al-
mennings til athuga-
semda er síðan þegar
matsskýrsla fram-
kvæmdaaðila liggur
fyrir, í þessu tilfelli líklega á næsta
ári. Það sem Karl virðist ekki átta sig
á er að verkfræðistofan Hönnun hf.
hefur lyiir hönd framkvæmdaaðila á
Umhverfi
Megínstefíð var, segir
Hjörleifur Guttorms-
son, að draga upp mynd
af fírringu og óvild
íbúa höfuðborgar-
svæðisins í garð lands-
byggðarinnar.
síðustu vikum verið að vinna að drög-
um að matsáætlun og kynnt þau á
heimasíðu sinni.
„Hvemig má það vera að allt fari á
annan endann í Reykjavík út af álveri
í Reyðarfirði en svo þurfi að fram-
lengja sérstaklega frest til þess að
einhver geri athugasemdir við ennþá
stæira álver í Hvalfirðinum“ var
Hjörleifur
Guttormsson
Er öllum sama?
Guðrún Rútsdóttir Ólöf Kristjánsdóttir
ER ÞAÐ ekki þjóð-
inni í hag að nemendur
landsins hljóti sem
besta menntun? Nem-
endur ættu að geta
hlotið menntun á við
það sem tíðkast erlend-
is. Þessum markmiðum
er ekki hægt að ná ef
samningamál kennara
komast ekki úr þeim
vítahring sem þau hafa
verið í síðastliðna ára-
tugi. Endurtekin verk-
föll sem hafa skflað
mismiklum árangri
koma helst niður á
nemendum, ekki síst
útskriftarnemum. Okkur þykir at-
hyglisvert hversu lítið miðar í samn-
ingaviðræðum þó komið sé fram á
fjórðu viku verkfallsins. Enn athygl-
isverðara er afskiptaleysi almenn-
ings. Svo virðist sem almenningur
geri sér ekki grein fyrir alvöru máls-
ins. Kannski vegna þess að þau finna
ekki fyrir jafnmiklum breytingum
eins og t.d. þegar grunnskólakenn-
arar fara í verkfall. Þá vantar for-
eldrana pössun fyrir yngstu bömin
og þrýstingur myndast frá foreldr-
unum að rflrið leysi verkfallið. Stuðn-
ingur frá almenningi, til dæmis for-
eldrum framhaldsskólanema og að
sjálfsögðu þeim sjálfum, er gífurlega
mikilvægur kennurum til að knýja
fram réttláta samninga í samræmi
við aðra háskólamenntaða rflris-
starfsmenn.
Hefði íikið getað komið í veg fyrir
verkfallið? Ljóst var löngu fyrir
verkfall að í óefni stefndi. Laun
kennara eru langt undir launum ann-
arra sambærilegra stétta og því
nokkuð augljóst að kröfur kennara
myndu verða um umtalsverða hækk-
un á launum. Af hverju var ekki
byrjað fyrr á samningaviðræðum
þar sem vitað var að þær yrðu langar
og erfiðar? Hægt er að bera saman
þessar samningaviðræður og heima-
lærdóm framhaldsskólanema, ekki
var byrjað á verkefninu fyrr en á síð-
ustu stundu.
Mikil óvissa rflrir meðal fram-
haldsskólanema um hvað taki við eft-
ir að verkfalli lýkur. Orðrómur hefur
komið upp um að þessi haustönn sé
ónýt. Enginn fótur er fyrir þessum
orðrómi og er ekki hvetjandi fyrir
framhaldsskólanemendur. Margir
hafa nú þegar gefist upp, sagt skilið
við skólann, leitað út á vinnumarkað-
inn og óvíst hvort þeir snúi aftur.
Taka verður tillit til þess að ekki er
eins komið fyrir skólum með bekkja-
kerfi og þeim sem hafa áfangakerfi.
Afangakerfisskólar verða að ljúka
við námsefni þessarar annar og
halda próf til að geta hafið þá næstu.
I bekkjakerfisskólum er hægt að
fresta yfirferð efnis fram yfir áramót
og sleppa jólaprófum. Ef þessi önn
telst ónýt þarf að kenna upp sama
efni aftur í áfangakerfisskólunum
sem þýðir að stúdentsefni þessarar
annar geta ekki útskrifast fyrr en í
vor. Þar af leiðandi geta stúdentsefni
vorannar ekki útskrifast fyrr en
næstu jól og þannig koll af kolli. Við
þetta minnkar plássið í framhalds-
skólum landsins sem þýðir að þeir
geta ekki tekið við nýjum nemendur
úr grunnskólunum. Er það ekki
skylda ríkisins að sjá öllum sem eru
að ljúka grunnskóla fyrir framhalds-
næsta staðhæfing sem byggja átti
undir ímyndina höfuðborgarbúar
gegn Austfirðingum. Fyiir ári voru
engin ákvæði um matsáætlanir í lög-
um og því engu saman að jafna, fyrir
utan ranga og margendurtekna stað-
hæfingu Karls um „ennþá stærra ál-
ver í Hvalfirðinum“.
Og enn kvað pistlahöfundurinn:
„Nú dugar ekld að segja að lætin í
fyrra hafi verið út af virkjunum en
ekki álveri því að baráttan gegn
Fljótsdalsvirkjun var í langflestum
tilvikum mjög gegnsætt fíkjublað til
að skýla nekt þeirra sem vildu ekkert
álver og vflja ekki enn sama hvað það
kostar." Hér er Karl Th. áfram á hál-
um ís og hygg ég að flestir lesi öðru
vísi í þau átök sem urðu í fyrravetur
og lyktaði með kúvendingu stjóm-
valda.
Eftir rangar staðhæfingar, eina af
annarri, var síðan meginstefið hjá
Karli að draga upp mynd af ftrringu
og óvild íbúa höfiiðborgarsvæðisins í
garð landsbyggðarinnar. Þar er hann
á báti með talsmönnum samtakanna
Afl fyrir Austurland sem setja sig í
gervi píslarvotta og láta eins og Aust-
firðingar vilji upp til hópa risaálver á
Reyðarftrði. Sannleikurinn er sá að
skiptar skoðanir em meðal Austfirð-
inga sem og annarra landsmanna um
stóriðjustefnu stjórnvalda, óháð því
hvar ráðgert er að hola niður verk-
smiðjum.
Karli Th. Birgissyni er auðvitað
velkomið að reyna að gera þann sem
hér heldur á penna tortryggilegan í
hverri grein. Én þegar álverkmiðja í
Hvalfirði er tilefni heflaspuna hans
sakaði ekki að hann kynnti sér mála-
vexti ögn betur, meðal annars mála-
fylgju mína á Alþingi 1996-1998 þegar
stjómvöld vom að koma fótum undir
álverksmiðju þar með lögleysu og yf-
h-gangi.
Höfundur er fv. þingmaður.
Kennarar
Ef heldur fram sem
horfír mun nemendum í
framhaldsskólum
landsins fækka, segja
Guðrún Rútsddttir og
Ólöf Kristjánsdóttir,
og gildi stúdentsprófs-
ins minnka.
skólaplássi? Ef þeir þurfa að bíða
fram yfir áramót getur verið að þeir
leiti út á vinnumai-kaðinn á meðan og
sjái ekki ástæðu til að leita inn í
framhaldsskólana.
Ef áfram heldur sem horfir mun
nemendum í framhaldsskólum
landsins fækka og gildi stúdents-
prófsins minnka og þá sérstaklega í
erlendum háskólum. Af þessu leiðir
að metnaðargjarnir nemendur
uppskera ekki ávöxt erfiðisins og
þeir sem ekki hafa jafnbrennandi
áhuga á námi hætta í skóla eða byrja
aldrei. í framtíðinni verður þá meiri-
hluti þjóðarinnar lítið eða illa
menntaður. Helstu framámenn þjóð-
arinnar, arftakar Björns Bjama-
sonar menntamálaráðherra og Geirs
H. Haarde fjármálaráðherra, gætu
þá verið án nægilegrar menntunar
sem þarf til að stjóma þessu landi,
svo það megi dafna og þroskast og
komast fremst á meðal þjóða heims.
Við krefjumst, sem framhaldsskól-
anemar á íslandi, að við megum
hyóta allra bestu menntun sem völ
er á og að hún standist samanburð
við menntun annarra þjóða. Til að
svo megi verða þarfnast mennta-
kerfið úrvals góðra kennara. Þessir
kennarar fást ekki nema kjörin séu
saœkeppnishæf við aðrar starfs-
stéttir.
Höfundar eru stúdentsefni i
Menntaskólanum við Hamrahlíð.