Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Matvælafyrirtæki óttast að fuglar kunni að bera út salmonellu
Urgangur úr skolphreinsi-
stöð urðaður í Alfsnesi
ÚRGANGUR úr holræsum Reykja-
víkur, sem sigtaður er frá skolpinu í
hreinsistöðinni í Ánanaustum, er
fluttur vikulega til urðunar upp í
Alfsnes. Úrgangurinn er bakteríu-
mengaður og er reynt að urða hann
strax með öðru sorpi svo að fuglar
og rottur komist ekki í hann. Mat-
vælaframleiðandi á Kjalarnesi hefur
áhyggjur af því að bakteríur berist
með fuglum um stórt svæði.
Hreinsistöð hefur verið rekin í
Ananaustum í tæp þrjú ár og á fyrri
hluta árs 2002 er fyrirhugað að taka
aðra í notkun við Klettagarða. í
hreinsistöðinni fer skolpið í gegn
um síur og sest fastaefnið þar til
auk þeirra hluta sem íbúamir henda
í holræsin. Einnig sest þar til sand-
ur af götum borgarinnar, malbiks-
leifar og fíta. Þessum efnum, sem
kallaður er ristarúrgangur, er safn-
að í gám um það bil vikulega og þar
Innkalla
geislavirk
armbandsúr
GEISLAVARNIR ríkisins
hafa sent frá sér tilkynningu
þar sem vakin er athygli á því
að geislavirk armbandsúr hafi
verið seld í Frakklandi. Ef ein-
hver er með úr af umræddri
tegund er hann beðinn um að
hafa samband við Geislavamir.
Fundist hefur geislavirkt
efni í armbandsúrum af teg-
undinni Trophy með raðnúmeri
T65007.3 sem seld vom í stór-
mörkuðum Carrefour-sam-
steypunnar í Frakklandi dag-
ana 26. október til 9. nóvember
síðastliðinn. Alls voru seld um
4500 úr og í ljós hefur komið að
festingar á armböndum um það
bil helmings úranna eru meng-
aðar af efninu kóbalt - 60 sem
meðal annars er notað við
geislalækningar.
í tilkynningu Geislavama
kemur fram að ekki stafar bráð
hætta af úrunum en franskir
neytendur hafa þó verið beðnir
um að skila þeim.Ekki er vitað
til þess að armbandsúr af þess-
ari tegund séu seld hér á landi
en Geislavamir biðja þá sem
kunna að hafa þau undir hönd-
um að hafa saniband. Upplýs-
ingar er að fínna á heimasíðu
Geislavama, www.gr.is.
sem hann er hvergi nýtanlegur er
hann fluttur upp á Alfsnes til urðun-
ar. Skolpinu sjálfu er dælt fjóra
kílómetra út á sjó.
Sigurður Skarphéðinsson, gatna-
málastjóri í Reykjavík, segir vitað
að úrgangurinn sem kemur úr
hreinsistöðinni sé bakteríumengað-
ur og því sé reynt að hylja hann
strax svo að fuglar og rottur komist
ekki í hann. Telur hann að yfirleitt
sé úrgangurinn urðaður eins og
skot og það taki þá ekki meira en
klukkutíma. Hins vegar komi það
fyrir að ekki séu vélar tiltækar á
staðnum þegar komið sé með gám-
inn á urðunarstað og þá geti urðun-
in tekið eitthvað lengri tíma. Vegna
fyrirspurnar blaðsins um þetta mál
ákvað gatnamálastjóri að breyta
framkvæmdinni þannig að starfs-
mönnum Sorpu í Álfsnesi yrði til-
kynnt um komu gámsins með
ákveðnum fyrirvara svo þeir gætu
alltaf haft til vélar og urðað úrgang-
inn strax.
Hætta á sóttkveikju
Ýmis fyrirtæki í matvælafram-
leiðslu eru á Kjalarnesi og í Mos-
fellsbæ, meðal annars sláturhús, ali-
fuglabú og svínabú. Geir Gunnar
Geirsson á Vallá, sem rekur mat-
vælavinnslufyrirtæki á þessu sviði á
Kjalarnesi og viðar, hefur áhyggjur
af því að sóttkveikjuhætta stafi af
urðun úrgangsins. Hann segir að
mikið af fugli sé við urðunarstaðinn,
meðal annars mávar og svartþrest-
ir, og telur erfitt að koma í veg fyrir
að hann komist ekki í úrganginn á
meðan verið er að koma honum fyr-
ir. „Þetta er eins og sóttkveiýu-
sprenging út um allt. Fuglarnir
hafa ekki eins mikinn aðgang að
opnum ruslahaugum og áður og
leita því víðar eftir æti, meðal ann-
ars víða um höfuðborgarsvæðið.
Hættan er því enn meiri en áður,“
segir Geir Gunnar.
Nýlega varð vart við salmonellu í
svínabúi sem Geir Gunnar rekur í
Melasveit en kjöt frá búinu hefur
ekki mengast. Þá hefur ekki fundist
salmonella á Vallá þar sem rekið er
stórt eggjabú. Geir Gunnar segir að
þessi fyrirtæki eigi í vök að verjast
að þessu leyti. Nauðsynlegt sé að
koma algerlega í veg fyrir að fugl
komist í úrganginn í Álfsnesi, ann-
ars væri verið að bjóða hættunni
heim.
Sigurður Skarphéðinsson segir
að einkum séu vandamál með máva
í Álfsnesi, sérstaklega í ágúst og
september, og þá sé reynt að fækka
þeim. Hann telur ekki að starrinn,
sem mikið er um á þessum slóðum,
sæki í úrganginn.
Pharmaco
Skráðu
sig fyrir
5,5 millj-
örðum
NIÐURSTAÐA hlutafjárút-
boðs Pharmaco hf., sem stóð
frá mánudeginum 4. desember
til þriðjudagsins 5. desember,
er sú að fjárfestar skráðu sig
fyrir samtals 5.492 milljónum
króna að söluvirði. í boði voru
87 milljónir króna að nafnvirði
á genginu 34, eða samtals 2.958
milljónir króna að söluvirði.
Hlutafé selt í útboðinu var
annarsvegar nýútgefið hlutafé,
37 milljónir króna að nafnvirði,
og hins vegar 50 milljónir
króna að nafnvirði, sem voru í
eigu Morgan Grenfell, dóttur-
félags Deutsche Bank. Umsjón
með útboðinu var í höndum
Kaupþings hf.
Hlutaíjármarkaður ekki
eins veikur og af er látið
Heildai-fjárstreymi til
Pharmaco hf. vegna sölu
þeirra 37 milljóna króna að
nafnvirði, sem félagið seldi í
útboðinu, var um 1.218 milljón-
ir króna.
Helgi Bergs hjá Kaupþingi
segir ánægjulegt hve undir-
tektir við útboðinu voru góðar.
Þær sýni að hlutabréfamark-
aðurinn hér á landi sé ekki eins
veikur og af hafi verið látið.
Nægt rými sé fyrir spennandi
fyrirtæki á markaðnum.
Fjarvinnslan Suðureyri
ehf. stofnuð
Stefnt að sex
störfum í
fjarvinnslu
FJARVINNSLAN Suðureyri ehf.
hefur keypt starfsstöð þrotabús ís-
lenskrar miðlunar á Suðureyri og
hófu tveir starfsmenn þar störf í gær
við símsvörun.
Að sögn Valgerðar Kristjánsdótt-
ur, forsvarsmanns Fjarvinnslunnar
Suðureyrar, er stefnt að því að stöð-
ugildi geti orðið sex í framtíðinni.
Auk símsvörunar ætlar fyrirtækið,
sem er í eigu nokkurra einstaklinga
á staðnum, meðal annars að bjóða
upp á skráningarþjónustu. Valgerð-
ur sagði við Morgunblaðið, að til að
byrja með væri símsvörunin fyrir tvö
fiskvinnslufyrirtæki á Suðureyri; ís-
landssögu og Klofning.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Mikil sala í jólastjörnum
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
JÓLASTJÖRNUR sem prýða heimili og vinnustaði
eru víða ómissandi þáttur í jólahaldinu.
Að sögn Magnúsar Ágústssonar, garðyrkjuráðu-
nautar hjá Bændasamtökunum, eru seldar um 60
þúsund jólastjörnur fyrir hver jól. Þær eru nú ein-
göngu ræktaðar í Ámesþingi, um helmingurinn í
Hveragerði og hinn helmingurinn í uppsveitunum.
Á myndinni er Guðmundur Magnús Emilsson
í garðyrkjustöðinni á Laugarlandi á Flúðum að
hagræða jólastjörnum, en það er ein af þeim
garðyrlqustöðvum þar sem þessi vinsæla jólajurt
er ræktuð.
yffsgleði- _
SÍKA I!IK(.lk /LBJÖKN'íSaN
' ' IÓN GUÐMUNDSSON
MARGRÍJ THORODpSEN g
RAGNiIEIDUR l'ÖRÐARDÓF iik
PÁLL GÍSLASON
Á.r/'frömín ból< lyrir nlla
sem ininn uodarn
í
minningal'ókum
HÖkl'nÚTGÁFAN
LÉf
300 Akrones • Sírui: 4.J I 2860 • wv/ //horpuuícjafan is
.^ÉHHHhÉIHHiHkyÉafet HHHht&.Hi
Yfírdýralæknir og ráðuneyti funda um kjötmjölsbannið
Y el fylgst með þró-
un mála hjá ESB
FUNDUR var haldinn í landbúnað-
arráðuneytinu í gær með talsmönn-
um ráðuneytisins, embættis yfir-
dýralæknis og fyrirtækisins
Kjötmjöls hf. vegna þeirrar stöðu
sem upp er komin vegna reglugerðar
Evrópusambandsins, ESB, um bann
við innflutningi á kjöt- og beinamjöli
í skepnufóður, að undanskildu svína-
og hænsnafóðri. Kjötmjöl hf. er eina
fyrirtækið hér á landi sem framleiðir
og flytur út kjöt- og beinamjöl og
gæti bann ESB haft töluverð áhrif á
rekstur þess.
Sigurður Öm Hansson, aðstoðar-
yfirdýralæknir, sagði við Morgun-
blaðið að boðað hefði verið til fundar-
ins í ljósi umræðunnar í Evrópu um
kjötmjöl. Farið hefði verið yfir stöðu
mála. Hann sagði ákvörðun ekki
liggja fyrir á þessari stundu hvort ís-
lensk stjórnvöld þyrftu að breyta
sínum reglum um framleiðslu og
notkun á kjötmjöli.
„Staðan er sú að hér á landi hefur
verið bannað að nota kjötmjöl í jórt-
urdýrafóður. Aldrei hefur verið
grunur um kúariðu í nautgripum hér
á landi en síðastliðin þrjátíu ár hefur
verið bann við innflutningi kjötmjöls
í fóður til búfjár. Margt af því sem
Evrópusambandið hefur verið að
gera í þessum efnum á allra síðustu
árum hefur verið lengi í gildi hér á
landi. Ljóst er þó að við þurfum að
fylgjast rækilega með þróuninni hjá
Evrópusambandinu til að átta okkur
á því hvort við þurfum eitthvað að
breyta okkar reglum. Þessi fundur
var liður í því að við viljum vera vak-
andi og tryggja að þessi mál séu í
lagi hjá okkur,“ sagði Sigurður Örn.