Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 49. ........... r Síðasta aldarfjórðunginn var Ósk- ar áhugasamur kylíingur og sótti stundum golfmót út um lönd. Var það honum kærkomin hressing utan dyra frá stöðunni við rakarastólinn. Áður hafði hann raunar sýnt fræknleik sem billjarðspilari og bridsmaður. Hæfni hans var því ótvíræð í meðförum fleiri tækja heldur en hárklippunnar og rakhnífsins. Ég flyt bömum Óskars heitins og systkinum innilegar samúðarkveðjur svo og aldraðri móður hans, Kristjönu Jósefsdóttur, ennfremur sambýlis- konu hans. Söknuður þeirra er sár, og með þeim sakna ótalmargir aðrir hins ljúfa manns. Baldur Pálmason. Elsku Óskar vinur minn. Mig lang- ar til að minnast þín með nokkrum fá- tæklegum orðum. Þegar ég kynntist þér á Ægi- síðunni fyrir um fímm árum fann ég strax hversu góð manneskja þú varst. í hvert skipti sem þú komst inn í til- veru okkar mömmu var eins og sólin skini bara á okkur þijú og ég er viss um að það sama gerðist hvar sem þú varst. Allt var einhvem veginn betra og skemmtilegra þegar þú áttir í hlut. Núna þegar þú ert farinn kemur oft upp í huga minn síðasta stundin sem við tveir áttum saman einir. Það var þegar við vorum úti á Nesvelli og þú varst að kenna mér að slá og ekki amalegur kennari því ekki var að sök- um að spyrja, hver einasti bolti sveif og þú sagðir að ég væri örugglega meðfæddur golfleikari, en veistu, ég held ekki, ég held að það hafi bara verið kennslan. Svona var um allt sem þú komst nálægt, það varð einhvem- veginn betra og skemmtilegra. Elsku Óskar, ég mun ætíð muna eftir þér og reyna að lifa sem best ég get til að þú getir alltaf verið stoltur af mér og ég mun hugsa vel um mömmu. Þú kenndir mér svo margt fleira held- ur en bara golf, þú kenndir mér að líða vel og láta öðmm h'ða vel og í því varstu snillingur. Elsku Óskar, mér þótti ólýsanlega vænt um þig þótt einhvem veginn ég kæmist aldrei til að segja það þá er ég viss um að þú vissir það. Mig langar til að tileinka þér Ijóð sem ég fann og fannst passa vel við þig. í dimmum skugga af löngu liðnum vetri, mitt jóð til þín var árum saman grafið svo ungur varstu er hvarfstu út á hafið hugþúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og þvívarð allt svo hþöttvið Helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt þjarta harmi lostið sem hugsar til þín aila daga sína. En meðan árin þreyta þjörtu hinna sem horfðu efdr þér í sárum trega þá blómgast enn blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Takk fyrir að hafa breytt lífi mínu. Þinn vinur, Einar Björgvin. Alltaf er erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Hann Óskar eða Skari eins og við kölluðum hann var einstakur maður, svo hlýr, Ijúfur og góður. Og það er ótrúlegt að hann skuh vera farinn, maður á besta aldri. Það var alveg sama hvað leið langur tími frá því maður sá hann síðast, allt- af var hann svo hress og innilegur. Foreldrar mínir kynntust honum og Bryndísi á Kanaríeyjum árið 1975 og þar bundust sterk og mikil vináttu- bönd. Bemskuminningar hrannast upp í huga mér, gamlárskvöldin, úti- legumar og allar þær frábæru sam- verustundir sem við fjölskyldurnar áttum em ógleymanlegar. Það kemur sjaldan fyrir að maður fletti fjöl- skyldualbúmi án þess að sjá Skara, Biddu, Maríu eða Hauk, allir hlæj- andi og alltaf svo gaman. Megi minn- ingin um yndislegan mann, pabba og afa styrkja ykkur í sorginni. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Bidda, María og Haukur, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mín- ar innilegustu samúðarkveðjur sem og öðmm aðstandendum og vinum. Esther Þorsteinsdóttir. Ahtaf er erfitt að kveðja einstakl- inga sem tekist hefur að móta líf manns á einhvem hátt. Vissulega hafði mótun Óskars á sjálfum mér fyrir löngu lokið og innst inni var mót- unin þessi dæmigerða aðdáunarmót- un sem við svo oft verðum fyrir á lífs- leiðinni. Þessi aðdáun varð fyrst og fremst til vegna þess að Óskar var í tugi ára giftur systur minni, Biyndísi, og eins og gengur og gerist tók maður sér eldri og reyndari menn í nálægð sinni sér til fyrirmyndar. _ Aðdáunin átti líka rétt á sér, því Óskar var einn af þessu mönnum sem höfðu sterkan karakter, yfirburða sjarma og hæfileika á ýmsum sviðum. Það var líka svo gaman að skoða alla bílana hans, því að á árunum 1965- 1980 fannst mér hann alltaf vera að skipta um bfl. Hann var flottur þessi sem kom í hátíðarborðanum með slaufuna í Sigluvoginn, já, það gleym- ist ekki. Óskar hafi svona ákveðinn eiginleika í þessum bílasölumálum og ég held að hann hafi haft gaman að þessu. Þegar ég var kominn með bfl- próf var auðvitað snarast með Óskari á bflasölur út um bæinn m.a. til frænda hans í Skeifunni og skoðað. Ég fékk mér tyggjó til þess að vera eins og hann, svo var áfram skoðað. Ég settur upp í bfl, jú mér lýst ágæt- lega á þennan. Nú já, ég skil, þetta er sem sagt glatað. Óskar valdi betur en ég pg þá fór hann að semja. Ég orðinn þreyttur, búinn að henda tyggjóinu, en Óskar í essinu sínu og pældi í öllu að mér fannst. Já þetta var reynsla, sem aldrei gleym- ist. Rakarinn Óskar var líka alltaf til staðar. í stólnum þurfti enginn að ef- ast um hæfileika hans, snilli og natni. Það var gaman að láta hann klippa sig, um svo margt að spjalla. Stund- um um fótbolta, stundum um rekstur- inn, um bfla og oftast um golfið. Hann ráðlagði mér að fara ekki í golfið fyrr en konan mín vildi fara með mér og við það hef ég staðið. Það eru margir búnir að biðja mig um að byija, boðn- ir og búnir til að leiðbeina, en ég hef staðið við þessa ráðleggingu hans og ætla mér að gera það. Hann sagði það að þrátt fyrir allar ánægjustundirnar með félögunum á Nesinu, þá skipti það einnig miklu máli að öll fjölskyld- an tæki þátt. Já, maður hefði nú ekki ætlað honum Óskari að hugsa þannig, en ef maður rifjar upp þann tíma þeg- ar Haukur sonur hans var á fullu með honum að spila og keppa, þá var sífellt talað um árangur Hauks þegar mað- ur sat í stólnum, það var honum mik- ils virði. Það voru sífellt gleðistundir hjá honum í golfinu og golfklúbburinn á Nesinu á örugglega eftir að sakna hans sárt, enda maðurinn orðinn fast- ur hluti að heildarmynd klúbbsins. Hann var líka þekktur fyrir að ým- islegt sem hann tók sér fyrir hendur fangaði hug hans allan, eins og gjamt er um keppnismenn. Ég man eftir honum með kjuðann, spilaði sig til meistara í snooker. Þá ætlaði ég að fara æfa á billanum eins og Óskar, en tókst aldrei að byija enda var ég ekki nema fimm ára. Síðan var það bridge- inn, spilað fram á nótt, sagnir út og suður. Alltaf gaman, allt að vinna. Þá ætl- aði ég að fara að spila eins og Óskar, en þótti leiðinlegt, hætti um leið og ég byijaði. Svo fór ég með honum á gamla Framvöllinn við Tónabíó, ég sjö ára, rakarar að spila á móti pípur- um. Við komum of seint, leikurinn byijaður, hann byijaði út af. Vonlaust fannst honum, en mér leið vel að hafa hann inni í bflnum með mér. Svo fór hann inn á, langbestur að mér fannst, búningamir miklu flottari en hjá píp- urunum, svo átti hann takkaskó. Þeir töpuðu, mér leið vel, kók og nammi eftir leikinn. Svo beið ég eftir næsta leik á móti múrurum, ég mátti koma með. Það var gaman að fá að vera með, aldrei gleymist þetta. Einu sinni þótti mér þó ekkert gaman að láta Óskar klippa mig, þá var ég smápjakkur. Hann var alltaf að segja mér að sitja kyrr. Ég hljóp bara út og fór hálfklipptur í skólann. Óskar minnti mig oft á þessa hálf- klippingu, um leið og hann sagði: „Þú ert bara að verði ansi grár, taka meira að aftan?“ Svo plataði hann mig til að vera tilraunardýr, við mættir út í bæ að kveldi, setti í mig permanent og hárlit undir leiðsögn, ég með lit og permanent í menntó, voða flottur, Óskar ánægður, búin að læra þetta, takk fyrir. Mér var það auðvitað mikils virði að allan tímann sem ég var í námi var ég, þessi mágur hans sem var alltaf að grána, klipptur frítt. Enda sagði hann: „Þú lofar bara að koma eftir að þú ert búinn með skól- ann og borgar þá helmingi meira.“ Þannig gekk það, reglulega tók maður sig upp frá Hafnarfirði til að fara í klippingu út á Seltjamames, enda ágætt að hitta Óskar reglulega til að vita hvort einhver Tigerinn hefði verið að vinna. Já, það var gam- an að láta Óskar klippa sig, í Efsta- sundinu eða á Austurströndinni og ég held áfram að grána. Þá kom að því að hann hætti að reykja, líklegast ein 10 ár síðan. Ég miklu feitari en hann, hann alveg ör- ugglega að hætta enda sagði hann að hann yrði bara að fara að hætta, starf- ið var í húfi. Ég fór að hlaupa, hann fór að borða og skella í sig nikótín- tyggjó. Ég grenntist, hann fitnaði. Þá kom að því að ég fékk buxur og jakka- fötin hans. Ég voða flottur í Háskól- anum í fötunum hans, hann orðinn feitur, ég orðinn grannur. Þá hætti ég að hlaupa, hann byijaði aftur að reykja. Hann grenntist, ég fitnaði. Hann orðinn sami granni sjarmörinn, ég alltof feitur. Fötin hanga inni í skáp. Ég á eftir að sakna rakarans míns, ég á eftir að sakna mágs míns. Samúðarkveðjur sendum við, Hrönn, Tinna, Ásgeir og Ólöf Rún, frændsystkinum mínum, þeim Maríu Björk og Hauki, bömum þeirra og fjölskyldum. Þau hafa misst góðan föður, afa og vin, sorg þeirra er mikil. Við sendum einnig Bryndísi systur, Kristjönu og Jörundi, Maríu tengda- móður Óskars, systldnum hans og öðrum ættingjum og vinum samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja alla þá sem syrgja þennan góða og fallega dreng. Með Óskari er genginn einn sá vandaðasti og eftir- minnilegasti maður sem ég hefi kynnst. Megi Guð vera með honum. Gunnar Svavarsson. Kveðja frá Nesklúbbnum í dagkveðjum við félagar úr Nes- klúbbnum góðan félaga og vin. Óskar Friðþjófsson er genginn langt um aldur fram. Fregnin um andlát hans kom okkur á óvart en minnti okkur jafnframt á það hve tilveran er óút- reiknanleg. Óskar var ákaflega traustur félagi og bar mikla umhyggju fyrir golf- klúbbnum sínum. Hann var alltaf boðinn og búinn að taka að sér verk- efni ef vera mætti að það yrði klúbbn- um til framdráttar. Hann lagði líka sitt af mörkum til að skapa það góða andrúmsloft í okkar golfklúbbi, sem við erum svo stolt af. Óskar var einn af okkar lágfor- gjafarkylfingum en einnig var hann mjög fær bæði í bridge og snóker. Hans verður tæplega minnst nema tæpt sé á fasi hans og framgöngu en mér er til efs að ég hafi nokkurn tímann hitt mann sem var eins kurteis og jákvæður og hann var. Áhugi hans á golfi og öllu sem því við- vék var ótakmarkaður og var hann sér mjög meðvitandi um golfreglur og yfirleitt allt sem snerti golfíþróttina. Hann tók mikið þátt í mótum, enda mikill keppnismaður og keppti oft í sveitarkeppnum undir merkjum Nesklúbbsins. Þá ferðaðist hann mik- ið bæði innanlands og utan til golfiðk- ana. Óskars verður sárt saknað af okkur félögunum og víst er að klúbburinn okkar verður ekki samur og áður. Ég vil fyrir hönd Nesklúbbsins og félaga hans senda öllum aðstandend- um hans innilegustu samúðarkveðjur. Ég óska þeim styrks og friðar í sorg- inni. Jón Ásgeir Eyjólfsson, formaður Nesklúbbsins. Núieggégaugunaftur, Ó, Guð, þiiui náðarkraftur mínverivömínótt Ævirztmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. Sveinbjöm Egilsson.) Það var sár endir, á annars mjög góðri ferð til Costa Rica, sem við sexmennimamir fórum í. Erfitt var að fara heim og skflja Kollu eftir og vita lítið sem ekki neitt um líðan þína. En þetta er víst gangur lífsins og eng- inn veit hver er næstur. Náin kynni okkar vom ekki löng, þó vissum við hver Skari Friðþjófs var frá táningsaldri. Þú varst góður drengur og hvers manns hugljúfi. Það verður tómlegt á hominu, þar sem stórt skarð hefur verið hoggið. Þetta er engin lofræða, við höfum þetta bara fyrir okkur, en við vfljum bara þakka þér íyrir góð kynni og stundir, sem við áttum saman. Far þú í friði, kæri vinur, og megi góður guð styrkja Kollu, móður þína, böm og fjölskyldu í þessari miklu sorg. Guð geymi þig. Katla, Ásgeir og fjölskylda. Ég kynntist Óskari Friðþjófssyni fyrst íyrir u.þ.b. fjómm árum. Vin- átta okkar efldist til muna sl. sumar þegar ég tók upp aðaláhugamál Ósk- ars, golfið. Á þessum tíma fannst mér ég eignast náinn vin og varð ég felmtri sleginn þegar fréttist af veik- indum Óskars í útlöndum og andláti hans í framhaldi af því. Óskar var einn af þessum mönnum sem manni líkaði vel við án alls fyrir- vara. Óskar var alltaf eins þegar ég hitti hann; skemmtilegur, hress og gefandi. Manni leið þar af leiðandi vel í návist hans. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hann hallmæla nokkmm manni, þvert á móti vora í hans aug- um allir yndislegir, eins og hann sagði svo oft. Óskar var ekki með neitt hálfkák þegar kom að áhugamálum sínum. Hann stundaði þau af sflkum áhuga að ekki dugði neitt minna en að kom- ast í fremstu röð í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þetta átti við í snók- er, brids og að sjálfsögðu golfinu. Sögur heyrði ég af Oskari þegar hann var að bæta sér upp stutt tímabil í golfinu á íslandi. Þá var stutta spilið æft í stofunni heima yfir vetrartí- mann og skflst mér að eitt sinn hafi ákafinn verið svo mikill að hann tók „torfu“ úr golfteppinu. Það var sérstaklega gaman að spila golf með Óskari þennan alltof stutta tíma sem mér öðlaðist sú ánægja, því að það var aldrei nein lognmolla í kringum hans spilamennsku. Hann hrósaði mönnum ef þeir gerðu vel en gerði að sama skapi góðlátlegt grín að mönnum ef þeir spiluðu illa. Það var alltaf „game“ hjá Óskari. Fyrir hring í golfi var skipt í tvö lið og keppt til sig- urs. Það var einn góðviðrisdag í nó- vember sem ég spilaði slíkan hring í liði með Óskari. Mig óraði ekki að sá hringur yrði í síðasta skipti sem Ósk- ar spflaði golf á Nesinu. Óskar var alltaf boðinn og búinn til að veita nýg- ræðingum eins og mér leiðsögn og bý ég vonandi að því. Ég var mikið farinn að hlakka til næsta vors og þess að geta spilað með Óskari, en af því verð- ur ekld. Tilvfljun réði því að ég var að fara til Orlando daginn eftir andlát Óskars og er ég þakklátur fyrir að hafa feng- ið að taka þar þátt í lítilli minningar- athöfn, sem sr. Pálmi Matthíasson leiddi. Það var mér mikils virði að geta kvatt góðan vin. Guð blessi minningu Óskars og veiti Kolbrúnu og ættingjum hans styrk. Skúli Gunnar Sigfússon. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég fékk þær fréttir að Óskar lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi úti í Orlando og væri vart hugað líf. Mikið getur flfið stundum verið ósanngjamt. Maður á besta aldri er tekinn frá íjölskyldu og vinum. Fyrsta minningin um Óskar er þegar ég lítil stelpa fékk að fara með pabba mínum í klippingu, leiðin lá á rakarastofuna tfl Óskars í Efstasund- inu. Mér er mjög minnisstætt hvað mér fannst hann grannur, myndar- legur og unglegur. Eg gat setið þarna grafkyrr og dáðst að honum munda skærin og ekki má gleyma tyggjóinu. Stundum fékk ég að setjast í stólinn, þá setti hann þjöl yfir armana og lét mig sitja á henni, mér leið eins og prinsessu. Nokkmm ámm seinna urðum við María, dóttir hans, bestu vinkonur, ég var mfldð á heimifl þeirra í Efsta- sundinu. Óskar var oft ekki viðlátinn, hans aðaláhugamál var golf og þá> íþrótt stundaði hann stíft. Hann vann til margra verðlauna í golfinu og ég man hvað mér þótti verðlauna- gripimir hans flottir, við María gát- um stúderað þá tímunum saman. Núna er Óskar kominn í annan heim, ég er sannfærð um að lítil hönd hafi tekið á móti honum og leiði hann um allt. Þessi fltla hönd er fegin að sjá afa sinn og hann mun passa hann og kenna honum allt um þennan nýja heim. Elsku María, Haukur, Bryndís, amma Kristjana, aðrir ættingjar og vinir, ykkar missir er mikill, megr minningin um Óskar styrkja ykkur í sorginni. Svava Björg. Það vom sorgartíðindi sem bámst okkur frá Orlando 26. nóvember að góður vinur okkar og golffélagi Óskar Friðþjófsson hefði látist á heimleið úr vetrarfríi frá Costa Rica. Óskar var einstakt prúðmenni, félagslyndur og með framkomu sinni varð honum vel tfl vina. Hann hafði ríka réttlætis- kennd og vfldi öllum vel. Óskar var mikill keppnismaður sem flkaði ekki vel að tapa sem sýnir okkur að hann náði langt í þeim greinum sem hann lagði íyrir sig, bflliard, brids og golfi. - Það var alltaf gaman að fá að spila með honum í holli hvort sem maður var með honum eða á móti. Alltaf var hægt að leita tfl Óskars ef upp komu vandamál varðandi golfreglur sem hann hafði á hreinu. Þó kom fyrir að hann hafði á röngu að standa en þá svaraði hann iðulega: „Já, eins og ég sagði.“ Skæri fóm vel í hendi rakar- ans enda vom allir nesmenn vel klipptir og til fyrirmyndar hvað það snerti. Það var gott að eiga Óskar að vini og við emm þakklátir fyrir þær góðu skemmtilegu minningar sem tengjast honum. Með söknuði kveðjum við félaga okkar og vin og vottum hans nánustu öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans okkar dýpstu samúð. Þorbergur, Bjöm, Gunnlaugur, Ámi, Einar, Haraldur, Amgrímur, Sævar og Jóhann. Minningarkort ^Minningaröldur Sjómannadagsins" fást á Hrafnistuheimilunum Sími: 585 9500/585 3000 ig jjj |M|Vt« . 1 n cb Guðmundur Jónsson U F. 14.11.1807 D. 21.3.1865 * l 1 SÍMi HEU Ibl Qraníí | HELLUHRAUN14 220 HAFNARFIÖRÐUR : 565 2707 FAX: 565 2629 víASÍÐA: www.granit.is«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.