Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmenn fögnuðu niðurstöðunni í fískimjölsmálinu í umræðum utan dagskrár Blikur eru á lofti vegna díoxínmagns í sjávarfangi í UMRÆÐUM utan dagskrár á Al- þingi í gær um stöðuna á fískimjöls- mörkuðum í Evrópu þökkuðu þing- menn starfsmönnum íslensku utanríkisþjónustunnar fyrir þann ár- angur sem náðst hefði í fískimjöls- málinu í Brussel í fyrradag. Þar ákváðu landbúnaðarráðherrar Evr- ópusambandsins að heimila áfram notkun fiskimjöls í fóður fyrir svín, alifugla og fiska. Áfram verður hins vegar bannað að nota allt dýramjöl í fóður nautgripa, kinda og geita. Sögðu þingmennimir ljóst að bann við notkun fiskimjöls í fóður fyrir svín, alifugla og fiska hefði haft gríð- arlega slæmar afleiðingar fyrir fiski- mjölsframleiðsluna hér á landi. í máli margra þingmanna komu þó fram áhyggjur vegna væntanlegra umræðna innan Evrópusambandsins um bann við notkun fiskimjöls vegna of hás díoxínmagns í sjávarfangi. Bentu þingmennimir á að íslending- ar þyrftu að bregðast við með því að koma því á framfæri að díoxíninni- hald í íslensku sjávarfangi væri mun minna en í sjávarfangi frá öðmm svæðum, til dæmis Norðursjó. Hjálmar Amason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að um alvarlegt mál væri að ræða sem kynni jafnvel að leggja efnahag ís- lendinga í rúst. „Ef ekki verður heimilt að nýta fiskimjöl úr íslensku sjávarfangi vegna díoxíns þá hljóta menn að spyrja um næsta skref,“ sagði hann og bætti við að afleiðingar slíks banns þýddu hmn efnahagslífs íslendinga. Ami Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar og komu m.a. fram í máli hans þakkir til íslensku utanrík- isþjónustunnar fyrir að hafa náð „áfangasigri", eins og hann orðaði það, í fiskimjölsmálinu í fyrradag. Hann velti því einnig upp hvort ekki væri ástæða til þess að íslensk stjómvöld tækju sér tak varðandi rannsóknir og sýnatöku á díoxíni. Taldi hann að slíkar rannsóknir gætu í framtíðinni orðið forsenda markað- ssetningar fiskimjöls og lýsis frá Is- landi. í máli Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra kom m.a. fram að innan utanríkisþjónustunnar væri þegar unnið að næstu skrefum varð- andi díoxín-umræðuna innan Evrópusambandsins (ESB). Um nið- urstöðuna í Brussel í fyrradag benti hann þó á að Islendingar hefðu ekki sama aðgang að framvindu mála inn- ALÞINGI an ESB og aðildarríki ESB. „Það liggur alveg Ijóst fyi-ir að við höfum ákveðin áhrif upp að ákveðnu stigi. En þegar málin ero komin inn í ráð- herraráðið þá eigum við ekki aðgang að því borði. Það liggur alveg ljóst fyi-ir og hefur alltaf legið Ijóst fyrir að það eina sem við getum gert er að tala við aðildarþjóðirnar. Það er það sem við höfum gert í þessu máli og sem betur fer tókst það bærilega í þetta skipti. En svona mál geta að sjálfsögðu komið upp aftur og þess vegna þurfum við að halda vöku okk- ar,“ sagði utanríkisráðherra. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, fór einnig inn á þetta efni í ræðu sinni. „Þetta mál og sú mikla barátta sem þurfti til að vekja athygli á okkar málstað og hagsmunum vekur auðvitað upp hugsanir um það hve veik staða það er að þurfa að eftirláta öðrom að taka ákvarðanir um okkar hagsmuna- mál.“ Sagðist hún ennfremur velta því fyrir sér hvort staða Islendinga hefði verið önnur hefðu þeir sjálfir setið við það borð þar sem ákvarðan- ir voru teknar. Fleiri blikur á lofti Ámi M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði eins og aðrir í umræð- unni að niðurstaða fiskimjölsmálsins væri léttir. „Það er hins vegar rétt að það ero fleiri blikur á lofti,“ sagði hann og vísaði til díoxín-umræðunn- ar innan ESB. Hann benti þó á að ís- lendingar væro tilbúnir með áætlanir um frekari sýnatöku á díoxínmagni í íslensku sjávarfangi og ennfremur að eldri sýnatökur bentu til þess að ís- lenskt sjávarfang stæði þar betur að vígi en sjávarfang annars staðar að. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, lagði áherslu á að íslendingar yrðu á eng- an hátt tengdir við ólöglegt athæfi varðandi blöndun á fiskimjöli og öðro dýi-amjöli og Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, sagði að þótt ís- lendingar hefðu unnið þessa baráttu, þ.e. baráttuna í Brossel í fyrradag, yrðu þeir að auka eftirlit og rann- sóknir og uppfylla ýtrostu kröfur um hreina framleiðslu. Þá kom m.a. fram í máli þeirra Jó- hanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, Einars K. Guð- finnssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks og Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs að mikilvægt væri að vanda til framleiðsluferlis íslensks hráefnis. Að lokum má geta þess að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók einnig til máls í umræðunni og fagn- aði þeim árangri sem náðst hefði. „Ég vil líka vekja athygli á því að nú er Evrópusambandið að sigla í kjöl- far þess sem gert var á íslandi fyiir 22 árum þegar Islendingar tóku þá ákvörðun að banna notkun beina- mjöls í fóður jórturdýra." Síðasta umræða um Qárlög f lok vikunnar Allar tillög- ur meiri- hlutans samþykktar ALLAR breytingatillögur meiri- hluta fjárlaganefndar Alþingis á fj árlagafromvarpi fyrir árið 2001 voru samþykktar í atkvæðagreiðslu á Alþingi á mánudag í lok annarrar umræðu um frumvarpið. Nema breytingatillögurnar samtals tæp- um 3,8 milljörðum króna til hækk- unar á fjárlagafromvarpinu sem lagt var fram í haust. Tillögur minnihluta fjárlaganefndar voro á hinn bóginn felldar í atkvæða- greiðslunni sem og tillögur ein- stakra þingmanna stjórnarandstöð- unnar. Þriðja og síðasta umræða um fromvarpið fer fram á föstudag. Þá má búast við fleiri tillögum frá meirihluta fjárlaganefndar sem verða til hækkunar á fromvarpinu og tillögum meirihlutans um auknar tekjur. Stjórnarandstæðingar gerðu grein fyrir atkvæðum sínum um breytingartillögurnar á Alþingi í gær og kváðust greiða atkvæði með einstaka tillögum stjórnarliða en sitja hjá eða greiða atkvæði gegn öðrum tillögum. Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að í breytingartillögum meirihlutans mætti finna ýmsar já- kvæðar tillögur sem þingmenn Samfylkingarinnar myndu styðja. „Við teljum hins vegar að ekki sé nægilega þung áhersla lögð á mikil- væga málaflokka, eins og til dæmis menntamál og kjör aldraðra," sagði hann og benti á að Samfylkingin hefði jafnframt viljað meira fjár- magn til barnafólks og byggðamála. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði við atkvæðagreiðsl- una að þingmenn síns flokks myndu greiða atkvæði með þeim tillögum meirihlutans sem væru til þess fallnar að styrkja þau málefni sem samræmdust stefnu Vinstrihreyf- ingarinnar-græns framboðs, en sitja hjá eða greiða atkvæði gegn öðrum tillögum. Annir í þinginu SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson, hefur lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um hafnaáætlun á áronum 2001-2004. Kemur fram í henni að áætlað sé að kostnaður við ríkisstyrkta hafnar- gerð nemi samtals um 6,6 millj- örðum króna á áronum 2001 til 2004. Hlutur sveitarfélaga í þessum framkvæmdum er um 2,7 milljarðar króna en hlutur rikissjóðs um 4,5 milljarðar króna. Á næsta ári er áætlað að framkvæma verk sam- kvæmt þessari tillögu fyrir um 2,1 milljarð króna. Hluti þeirra ero verk sem átti að framkvæma á þessu ári en var frestað um eitt ár vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar til að draga úr þenslu. Samkvæmt tillögunni er áætlað að unnin verði verk fyrir um 1,4 milljarða króna árið 2002, fyrir um 1,6 milljarða króna árið 2003 og fyrir um 1,5 milljarða króna árið 2004. Sem dæmi um verkefni sem áætlað er að framkvæma á tímabil- inu frá 2001 til 2004 má nefna um- fangsmiklar dýpkunarframkvæmdir við Raufarhöfn og Þorlákshöfn. Þá má nefna dýpkunarframkvæmdir rið Óskarsbryggju á Siglufirði og byggingu brimvarnargarðs við Húsavík sem og skjólgarðs norðan hafnar við Neskaupstað, svo fá dæmi séu nefnd. MIKIÐ er að gera í Alþingi og enn meiri annir fram undan eins og venjulega á þessum árstíma. í gær var verið að ræða tekjustofna sveitarfélaga og var búist við að fundur stæði fram á kvöld. Hafnaáætlun 2001-2004 lögð fram Kostnaður við hafnar- gerð um 6,6 milljarðar Alþingi Oagskrá ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag með atkvæðagreiðslu en sfð- an verða teknar fyrir fyrir- spurnir til ráðherra: 1. Til utanríkisráðherra. Laus- ráðnir starfsmenn varnarliðs- ins. 2. Til umhverfisráðherra. Kísil- gúrvinnsla úr Mývatni. Og varúðarregla, 15-regla Ríó- yfírlýsingarinnar. 3. Til heilbrigðisráðherra. Manneldis- og neyslustefna. Og bygging heilsugæslustöðv- ar í Voga- og Heimahverfí. 4. Til sjávarútvegsráðherra. Ábrif hrefnustofnsins á við- gang þorskstofnsins. 5. Til fjármálaráðherra. Hppgjör vegna innlausnar íbúða í félagslega íbúðakerf- inu. Og skattlagning fríðinda. 6. Til iðnaðarráðherra. Meistararéttindi byggingariðnaðarmanna, 7. Til iandbúnaðarráðherra. Útflutningsskylda sauðfjár- afíirða. Og nýting slátur- úrgangs í dýrafóður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.