Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. desember
y<M-2000
ísland stóð fyrir í Gimli þetta ár
eins og heimsóknir forseta og for-
sætisráðherra eigi eftir að hafa já-
kvæð áhrif á samskipti Islands og
Manitoba í náinni framtíð.
„Við þurfum að finna leið til þess
að auka viðskiptatengsl okkar á
milli og það hefur meðal annars
verið rætt um að halda einhvers
konar kaupstefnu hér til þess að
finna viðskiptamöguleika." Guðrún
telur að viðskiptasamstarf í náinni
framtíð liggi einna helst í ferða-
mennsku og segir Glen Murray,
borgarstjóri Winnipeg-borgar, hafi
einnig lýst yfir miklum áhuga á
auknum samskiptum við ísland.
Eitt af verkum Guðmundar á
sýningunni.
Stuttsýning
Guðmundar
Bj örgvinssonar
SÝNING á nýjum akrílmálverkum
eftir Guðmund Björgvinsson verður
opnuð í Galleríi Reykjavík, Skóla-
vörðustíg 16, á morgun, fimmtudag,
kl. 17.
Guðmundur hefur haldið yfir 30
einkasýningar heima og erlendis,
þar af þrjár stórar sýningar á Kjar-
valsstöðum og tvær í Norræna hús-
inu.
Inntak verka Guðmundar er
mannlífið.
Sýningin er opin virka daga kl 12-
18, laugardaga kl. 11-18 og sunnu-
daga kl. 14-17. Sýningin stendur til
15. desember.
Í PORTI HAFNARHÚSS KL. 17
Öskurkórinn
Tónleikar hins magnaða finnska ösk-
urkórs: Huutajat, sem sungið hefur
víða um heim og nýtur mikillar hylli.
Aöeins þessir einu tónleikar. Ókeypis
inn. Liöur í Stjörnuhátíö menningar-
borgarinnar.
IÐNÓ KL. 20.30
Óvæntir bólfélagar - lokaviðburður
Ferfætta borgin: sprellópera eftir Guó-
berg Bergsson og Dr. Gunna. Leik-
stjóri: Rúnar Guöbrandsson. Flytjend-
ur: Harpa Arnardóttir, Árni Pétur
Guöjónsson, Dr. Gunni, Þórunn Guö-
mundsdóttir, Þorvaldur H. Gröndal.
Einnig: TALsímgjörningurinn Telefón-
ían, skífusteikingar Röggu Gísla og
upplestur Benedikts Erlingssonar.
Liöur í Stjömuhátíö.
HÓTEL SAGA KL. 8
íslensk menning - samkeppnistæki
atvinnulífsins?
Morgunverðarfundur Reykjavíkur
Menningarborgar og Verzlunarráðs
íslands.
Frummælendur
Reykjavík - menningarborg 2000 -
Reynsla og lærdómur:
Ástþór Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri hjá Auglýsingastofunni Góöu
fólki McCann Ericson.
Hlutverk fyrirtækja í menningarlífinu:
Friörik Sophusson, forstjóri Lands-
virkjunar.
Fjárfestingartækifæri og menningar-
lífið: Ásgeir Bolli Kristinsson fram-
kvæmdastjóri.
Liöur í Stjörnuhátíö menningarborg-
arinnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Eyvindur og Halla
Fjalla Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar - í nýrri gerð Jóns Viðars Jóns-
sonar, var leikiesinn í Listaklúbbi Leikhúskjallarins á mánudagskvöld-
ið. Þau Sigurður Skúlason (Kári) og Guðrún S. Gísladóttir (Halla) leik-
lásu kafla úr verkinu.
Ótvíræð innlifun
TONLIST
Fríkirkjan
KAMMERTÓNLEIKAR
Ravel: Sónata fyrir fiðlu og selló.
Beethoven: Píanótríó nr. 6, Op.
70,2. Laufey Sigurðardóttir, fiðla;
Richard Talkowsky, selló;
Krystyna Cortes, píanó. Laugar-
daginn 2. desember kl. 20.
ÞAÐ var fámennt en góðmennt á
fremur stuttum kammertónleikum
ofangreindra hljómlistarmanna í
Fríkirkjunni á laugardagskvöldið
var; að vísu á því kvöldi vikunnar
sem óvænlegast þykir tii sígilds tón-
leikahalds. Verkin á dagskrá voru
varla heldur meðal vinsælustu eftir-
læta hlustenda. Sem segir þó ekki
alla sögu um inntak og gæði.
Hið lítt þekkta dúó Maurice Rav-
els fyrir fiðlu og víólu (1922) var ár-
angur tveggja ára vinnu. Það mun án
efa teljast eitt hvassasta og tækni-
lega mest krefjandi kammerverk
hins annars svo Ijóðræna impressj-
ónista, síamskattavinar og fremsta
tónskálds 3. lýðveldisins eftir lát
Debussys, sem hafði afþakkað fálka-
orðu þeirra frönsku, Légion d’Honn-
eur, tveim árum áður, ugglaust af
skiljanlegri gremju yfir að hljóta
aldrei Rómarverðlaunin eftirsóttu
fyrir tónsmíðar. Kraumar sú tilfinn-
ing undir niðri í þessu hvassa meist-
araverki, sem heyrist allt of sjaldan
vegna áhafnar sinnar - strengjadúó
eru einfaldlega ekki á hverju strái.
Dúóið er fjórþætt. Útþættir þess
virtust nokkuð mótaðir af blakkri
tónlist Bandaríkjamanna, líkt og t.d.
blúsþátturinn í fiðlusónötu Ravels,
enda bárust frumgerðir djassins til
Parísar 1917 með liði Pershings, þar
sem andrúm var galopið fyrir hvers
konar
exótisma og primitívisma. Mátti
m.a.s. heyra sargandi „blágresis“-
fiðlur hér og þar í tápmikla Fínaln-
um (Vif, avec entrain), og var engu
líkara en að Ravel hefði staldrað við
meðal hillbillýa í afdölum Appal-
achíufjalla.
Það var töluvert fjör yfir meðferð
Laufeyjar Sigurðardóttur og
Richards Talkowsky. Hinn vélrænt
þrákelknislegi og oft plokkaði II.
þáttur skilaði sér í vel samtaka tví-
leik, og sálmkenndur III. þátturinn
(Lent) leið svífandi áfram í góðu
jafnvægi milli sellós og fiðlu. Miðað
við safaríkt selló Talkowskys hefði
maður kannski kunnað betur við að-
eins holdmeiri fiðluhljóm, en ekki
verður á allt kosið, og hrynrænt séð
var alltjent töluvert flug
yfir túlkuninni.
Sjötta Píanótríó Beethovens í Es-
dúr, Op. 70 nr. 2, hefur alltaf staðið í
skugga ópussystur sinnar, hins mun
þekktara „Anda“-tríós (Geister) í D-
dúr, Op. 70 nr. 1. Það verður líka að
segjast, að þetta sjaldflutta verk frá
1808 - líkt og. nr. 1 tileinkað Marie
Erdödy greifynju (fyrrum meðal
kandídata að hinni dulúðugu „feme
Geliebte“) - rís varla til hálfs á við
innblásin stef og útfærslu Andatríós-
ins, og ber í þeim samanburði ákveð-
inn keim af uppfyllingarskyldu verk-
taka. Á hinn bóginn gæfi ekki fulla
og sanngjarna mynd af sköpunar-
verki Beethovens að reifa eingöngu
fimmstjörnuverkin, og ber að þakka
fyrir hveija viðleitni til að fylla í
þekkingareyður áheyrenda, þó ekki
væri nema til að meta hátindana bet-
ur að verðleikum.
Prímadonnan í píanótríóum Beet-
hovens er vitaskuld slagharpan,
hljóðfæri tónskáldsins sjálfs, og var
margt fallega leikið af Krystynu
Cortes, sem nýtti sér fram í fingur-
góma tærleika Petrof-flygilsins, er
hljómaði á kyrrlátum stöðum líkt og
væri nýstrengdur. Tríóið dvelur í
heild meir á íhugulum nótum en nr.
1, enda engir mjög hraðir þættir.
Tempóval flytjenda var víðast hvar
sannfærandi, nema kannski helzt í
III. þætti sem að vitund undirritaðs
jaðraði við að verða silalegur. Raun-
ar er góð spurning hvort „ma non
troppo“-viðskeytið aftan við Allegr-
etto beri að túlka sem aðeins hægar
eða aðeins hraðar en Allegretto -
sem aftur merkir „hægari útgáfa af
Allegro"; eða m.ö.o. nærri því álíka
tvírætt og ef stæði „moderato non
troppo“, sem mætti útleggja sem
„meðalhratt en ekki um of‘.
Einna bezt sat II. þáttur, þar sem
dýnamík sellistans virtist mest ráða
ferðinni. En þrátt fyrir fremur
mjóan og stundum sáran tón fiðlunn-
ar, kannski mest áberandi í hægt líð-
andi III. þættinum, var margt vel og
samtaka leikið í yfirleitt góðu
styrkjafnvægi, og innlifun þeirra
þremenninga í Allegro-lokaþættin-
um var bæði sönn og ótvíræð.
Ríkarður O. Pálsson
Ljósmynd/Jón Einarsson Gústafsson
Minjasafnið segir sögu fslensku innflytjendanna.
Vestur-íslendingar við opnun sýningarinnar í Gimli.
Bill Barlow, bæjarstjóri í Gimli, og Guðrún Ágústs-
dóttir við opnun ljósmyndasýningarinnar í íslenska
Minjasafninu í Gimli.
David Gislason bóndi og Svavar Gestsson aðal-
ræðismaður við opnun ljósmyndasýningarinnar í
Gimli í síðustu viku.
Farandlj ósmy nda
sýning í Gimli
Gimli. Morgunblaðið.
FARANDLJÓSMYNDASÝNING
Reykjavíkur - menningarborgar
var opnuð í nýja íslenska minja-
safninu í Gimli í Kanada síðastlið-
inn föstudag.
Sýningin sem inniheldur ljós-
myndir frá Reykjavíkurhöfn í byrj-
un tuttugustu aldarinnar kom frá
Santiago de Compostela á Spáni.
„Það var ákveðið í stjórn menn-
ingarborgarinnar að senda sýning-
una í þetta nýja safn í Gimli vegna
þess að á gamla íslandi er stærsta
höfnin Reykjavíkurhöfn og á Nýja-
íslandi er stærsta höfnin í Gimli,“
sagði Guðrún Ágústsdóttir við opn-
un sýningarinnar, en hún situr í
stjórn menningarborgarinnar.
Meðal gesta við opnun sýningar-
innar var Bill Barlow, bæjarstjóri
Gimli. Hann sagði að höfnin í Gimli
væri miðpunktur og rót samfélags-
ins þar og það er því viðeigandi að
þetta sé fyrsti sýningarstaðurinn í
Kanada.
Það má segja að sjýningarstaður-
inn í nýju húsnæði Islenska minja-
safnsins sé mjög viðeigandi því þeg-
ar íslendingar ákváðu að stofna
Eimskipafélag Islands á sínum
tíma tóku Vestur-íslendingar sig til
og söfnuðu fjármunum til að kaupa
hlutabréf í félaginu. Það framlag
skipti verulegu máli þegar Eim-
skipafélagið varð til. Núna, áttatíu
og fimm árum seinna, hefur Eim-
skipafélagið endurgoldið þennan
greiða með því að styrkja þessa
byggingu og þetta safn með hundr-
að þúsund kanadískum dollurum.
Sýningin er lokapunktur alda-
mótahátíðarhalda íslands í Kanada.
Fjölmargir menningaratburðir
hafa farið fram vítt og breitt um
Kanada undir stjórn Svavars Gests-
sonar aðalræðismanns.
„Við erum líka að kveðja marga
góða vini með því að bjóða þeim
hingað, fólk frá Arborg, Riverton
og Gimli. Mér heyrist á fólki að það
vilji viðhalda þessum tengslum og
halda áfram því starfi sem hér hef-
ur farið af stað,“ sagði Guðrún
Ágústsdóttir.
Barlow bæjarstjóri sagði að allar
þær uppákomur og viðburðir sem
Mynd
mánað-
arins
MYND mánaðarins í Kjama,
Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ,
er eftir Sigríði Rósinkarsdótt-
ur.
Sigríður er fædd 14. nóvem-
ber 1937 á Snæfjöllum við ísa-
fjarðardjúp en hefur búið á
Suðumesjum síðustu 40 árin.
Hún sótti námskeið Baðstof-
unnar í mörg ár og aðalkenn-
ari hennar var Eiríkur Smith.
Hún er meðlimur í Norræna
vatnslitafélaginu og Félagi
myndlistarmanna í Reykjanes-
bæ.
Sigríður hefur haldið ellefu
einkasýningar og tekið þátt í
mörgum samsýningum á ís-
landi, Danmörku og í Svíþjóð.
Verk hennar er að finna víða,
innan bæjar sem utan, m.a. á
Listasafni Reykjanesbæjar,
Hitaveitu Suðurnesja, Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja,
Samtökum iðnaðarins og hjá
Sandgerðisbæ.