Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 27
Ávextir Söru Björnsdóttur; erfðabreyttir tómatar og myndband með
maur í hveitihálendi.
Stökkbreytt Michelin-skrímsli Gabríelu Friðriksdóttur, eða Operazione
romantica, eins og neyslupúkinn heitir réttu nafni.
gróðamyndunar, eða öllu heldur má
ekki svala löngunum viðskiptavinar-
ins svo rækilega að hann þurfi ekki
á frekari viðskiptum að halda. Þann-
ig fylgir list Gjörningaklúbbsins
svipuðum lögmálum og ástin og lífið.
Það er ávallt einhver óuppfyllt ósk
eftir sem steytir á skeri raunveru-
leikans. Hversu fallegt og stórt sem
það kann að vera er fimmstjömu
dýrahótelið ekki annað en fangelsi.
Úlfur Grpnvold hefur ekki látið
mikið fyrir sér fara frá því hann
slapp af skólabekk. Framlag hans
kemur því skemmtilega á óvart og
undirstrikar sjóræningjaeðli hins
frakka og freka ævintýramanns sem
lætur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna. Vandinn er sá að þessi deyj-
andi manntegund á sér ekki aðra
undankomuleið en táknrænan heim
listarinnar þar sem allt er mögulegt
á plani sem tekur mið af raunveru-
leikanum án þess að vera annað en
spegilmynd af honum.
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir er
annað dæmi um listamann sem
hendir gaman að rómantíkinni og
sýnir með nöturlegu háði hve
ómögulegt það er að bregða upp
gagnvart umheiminum hefðbund-
inni mynd af landi og þjóð. Það jaðr-
ar við pínlega afskræmingu að sjá
listakonuna storma um glerbygg-
ingahverfi Docklands í Lundúnum á
bláum skautbúningi eins og fjallkon-
una út úr hól.
Og samt er þessi neyðarlega
tímaskekkja sú mynd af þjóðrækni
sem íslendingabyggðir um allan
heim varðveita hvað best.
Lady og Leggir, framlag Hrafn-
hildar Amardóttur, fjallar einnig
um ímynd og þann hola hljóm sem
birtist í hégómagirninni, einhverri
lífseigustu dauðasynd okkar sjálfs-
uppteknu tíma. Hin narkissíska
ímynd sem Hrafnhildur fjölfaldar er
blendin því trú samtíðinni gengst
hún við glæpnum. Það er hrífandi
sönn mynd sem hún birtir af sjálfri
sér sem holdgervingi sjálfhverfrar
firringar.
Slíka allegoríska sjálfsmynd er
einnig að finna í verki Söru Björns-
dóttur, en sprottna af allt öðrum
áherslum. Sara sýnir sig tómatijóða
í kinnum skoða tvo erfðabreytta
tómata sem hún heldur á í lófanum.
A meðan klífur maur - á sjónvarps-
skjá skammt frá ljósmyndinni -
himinháa hveititinda eins og fótfrár
fjallgöngumaður.
Fígúrur Gabríelu Friðriksdóttur
líkjast einmitt fómarlömbum erfða-
fræðilegra mistaka. Aðalpersónan í
skipan hennar í kjallara Gerðar-
safns er einna líkust Michelin-karl-
inum eftii' að hann hefur farið í
megrun, eða bráðnað svolítið. Við
hlið þessa stökkbreytta dekkja-
riddara er innkaupakarfa í stíl;
stökkbreytt í rauðu og hvítu. Ef eitt-
hvað er skjaldarmerki okkar, neysl-
ufikla nútímans, er það innkaupa-
karfa stórmarkaðarins. Það er því
spurn hvort þetta stórfurðulega
tónlistarskrímsli Gabríelu - því frá
kvikindinu líður músakskotin tón-
list, ef til vill til að fá okkur til að
kaupa meira - sé ekki Olafur heitinn
Liljurós endurborinn sem hring-
myndaður Kringlukastari. Særún
Stefánsdóttir, Egill Sæbjörnsson,
Hekla Dögg Jónsdóttir og Stephan
Stephensen draga öll athygli okkar
frá hinu gagnrýna háði til nánustu
tilveru, tilfinninga, ástar og
bernsku. Umhverfið, augnablikið,
ævintýrið og dulúð hversdagsleik-
ans eru viðfangsefni þeirra þótt úr-
vinnslan sé afar ólík. Öll krefjast
þau þó einbeitni áhorfandans og
reyna reyndar að fá hann til við-
bragða. Gagnvirkt ferðalag Egils
um slóðir bernskunnar kallast á við
Einkaveröld Særúnar á meðan
Hekla Dögg mætir Stephan með því
að undirstrika ómetanleik óska-
stundarinnar þar sem þau og við
verðum fyrir upplifun og uppljómun
tilverunnar, hamingjuhögginu sem
aðeins varir örskotsstund. Þau
Hekla Dögg og Stephan eru þó inn-
byrðis jafnólík í nálgun sinni og Eg-
ill og Særún.
Vonandi verður þetta ekki eina
ungdómssýningin í Gerðarsafni, til
þess er hún alltof lofandi og upp-
lýsandi fyrir líf okkar og listrænar
pælingar á líðandi stund.
Halldór Björn Runólfsson
iðnbúð 1,210 Garðabæ
sfmi 565 8060
sía
Collection
Framtíðin hefst
TOSHIBA
heimabíó
/jasta og fullkomnasta
skni á einstöku verði!
Super-5 Digital Blackline myndlampi
180-300W magnari ________
• 3 Scarttengi að aftan
• 2 RCA Super VHS/DVD-
tengi að aftan
Super VHS, myndavéla- og
heyrnartækjatengi að framan
• Barnalæsing á stöðvar.
• Glæsilegur skápur m/glerhurð
og 3 hillum
• 6 framhátalarar
• 2 bassahátalarar
• 2 x 2 bakhátalarar'
verð m/öllu þessu
frá aðeins
134900,-..
Önnur TOSHIBA tæki fást í
stærðunum frá 14"-61"
\
TOSHIBA DVD • SD 100
er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri
myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða!
TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd-
bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. *staögreiSsiuafsiáttur er 5%
///'
Einar Farestveit &Cahf.
Borgartúni 28 • S: 562 2901 8t 562 2900 • www.ef.is