Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ Dýraglens Grettir Ljóska /SOME SUR6E0NS 5AY THAT^ THEV'RE UJORKING HARPEK ^NOLl, BUT MAKING MUCH LE55 MONEY.. Sumir skurðlæknar segjast vinna meira núna, en bera minna úr býtum.. Já, í síðustu viku varð ég að spila allar átján holumar með æfingabolta! * BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Leiðinda kennaraverkföll! Frá Guðríði Ringsted: HVAÐ ER með þessa kennara og ríkisstjórnina. Þetta verkfall er að leggja líf margra nemenda í rúst og þar með talið mitt. Eg er 22 ára einstæð móðir. Ég er búin að vera í skóla síðan ég man eft- ir mér. Ég hef semsagt átt mjög langa, erfiða og leiðinlega skóla- göngu. En auðvitað voru góðar stundir þarna inn á milli, því neita ég ekki. En málið er að ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri árið ’94-’95, hress og kát og tilbúin að tak- ast á við þetta. Árið 1995 skall verk- fall á hjá framhaldsskólakennurum og það stóð í sex vikur. Það dró mig alveg niður og gerði mér lífið leitt. Allur kraftur var runninn af mér og lærdómsgleðin horfin. Þetta leiddi til þess að þegar skólinn loksins byrjaði aftur fékk ég, ásamt mörgum öðrum nemendum, fljótt mikinn skólaleiða. Það vita nú flest allir hvað það hættu margir í skólanum út af því verkfalli og fóru bara að vinna. Ég semsagt hélt áfram, en ég fór að skrópa mikið og nennti aldrei að læra heima. Mér fannst bara leiðinlegt að standa í þessu „skólarugli“. Allt endaði þetta með því að eftir þrjú erfið ár í MA ákvað ég að hætta í skólanum. Það var þá út af skóialeiða og einnig persónulegum ástæðum. Þar má nefna að ég lenti í rútuslysi með Norðurleið í Hrútafirði þar sem tveir farþegar létust. Þetta hafði auðvitað mikil áhrif á mína litlu sál. En ég á góða foreldra sem hafa hvað eftir annað hvatt mig til þess að halda áfram í skóla, klára allavega stúdent- inn. Ég var blönk, fátækur námsmað- ur og var búin að leigja dýrt á Akur- eyri. Ég ákvað því að vera hjá mömmu og pabba og stunda nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Það byrjaði allt mjög vel. Fersk ný byrjun, nýr skóli, nýir kunningjar. Én alltaf var skólaleið- inn viðloðandi. Það leiddi til þess að ég skrópaði stundum og ég lærði lítið heima. En alltaf hékk ég áfram í skólanum. Þó svo að ég hafi verið með slæma mætingu og nokkur föll. Ég ætla að klára stúdentinn! Síðan kom náttúran í leikinn. Ég varð ófrísk á miðri önn. En ég lét það ekki stoppa mig og ég hélt áfram, enda átti ég líka svo rosalega lítið eftir af náminu, það bara hreinlega tók því ekki að hætta. Núna, þegar barnið er orðið eins árs og ég er á minni lokaönn og ætlaði að útskrifast um jóhn og verðlauna mig glæsilega með því að fara í útskriftarferð, þá skellur á verkfall! Ég á aðeins 17 ein- ingar eftir af 140. Ég er í sex fögum og það þýðir að ég hef ekki tíma til að vinna, bara einbeita mér að náminu fyrst og fremst. Mamma og pabbi veita mér frítt húsnæði og mat, þannig að ég ætti að geta hfað þessa önn af. En nei, þá kemur það versta sem gat komið fyrir. Þetta er annað kennaraverkfallið sem ég lendi í. Ég sem er búin að mæta súpervel í vetur og læra eins og brjálæðingur heima. Hvað á ég að gera? Ég þarf að borga dagmömmunni, en ég get ekki alltaf treyst á foreldra mína og 13.000 króna meðlag á mánuði. Ekki get ég hætt með strákinn hjá dagmömmu, því þá missi ég eftirsótt pláss. Ef ég fer að leita mér að vinnu, hvað á ég þá að sækja um í langan tíma, ég þarf nefnilega að finna vinnu eftir út- skriftina líka og hvenær verður hún? Og þessi útskriftarferð sem ég ætla að fara í til Mexíkó. Við erum búin að vinna hart í því að safna fyrir þessari ferð, búin að borga staðfestingar- gjaldið, búin að fá okkur Atlas-kort, búin að fara í sprautu ... og fyrir utan það að við erum búin að hlakka rosa- lega til að fara í þessa ferð! En núna er verið að hvetja okkur til þess að hætta við þessa ferð því að allt í einu gæti verið samið í verkfailinu, en ekki vitað hvenær! Ég get bara sagt eitt. Lífi mínu hefur verið hrært saman í hrærigraut og ég veit hvorki upp né niður. Persónulega finnst mér að kennarar eigi að vera vel launaðir. Þá myndu þeir hafa meiri áhuga á starfinu, kenna miklu betur og við næðum betri árangri. Svo vaknið til lífsins (stjómendur) og hjálpið okkur nemendum. Takk fyrir að lesa. GUÐRÍÐUR RINGSTED Hamravík 12, Borgarnesi. Tvöföldun Reykj anesbrautar Frá LútherS. Kristjánssyni: ÉG GET ekki orða bundist. Það var viðtal við Ama Johnsen í fréttunum á Stöð 2, að kvöldi 1. des- ember sl., varðandi tvöföldun á Reykjanesbraut. Þar sagði hann eitthvað á þá leið, að það væri verið að vinna að þessu máli, en það þyrfti að vanda hönnun- ina og niðurstaðan á hans tali var sú, að þessu verki yrði ekki endanlega lokið fyrr en árið 2005. Þessi vega- lengd er innan við 50 kíiómetrar. Á að taka næstum hálfan áratug að leggja hana? Bandaríkjamenn lögðu veg frá Kalifomíu til Alaska á 6 mán- uðum, það var árið 1942. Við eigum frábæra verktaka hér innanlands sem valda þessu verkefni (hönnuninni líka) en spurningin er um fjármagn. Er ekki mögulegt að taka erlent lán í þessa framkvæmd? Það hlýtur að vera hægt að borga það niður í svipuðu hlutfalli og fyrir- hugað er að leggja í brautina til 2005. Það er orðið algjört neyðarástand í umferðarmálum í og kringum Stór- Reykjavíkursvæðið svo ekki verður lengur við unað. Þeir sem stjórna þessum málum af hálfu þess opin- bera hafa lagt áherslu á fram- kvæmdir á öðrum svæðum landsins. Verði ekki breyting á þessari for- gangsröðun er það næsta víst, að í næstu kostningum munu þeir fá skýr skilaboð um það hvar meginþorri at- kvæða í landinu er búsettur. LÚTHER S. KRISTJÁNSSON Jöldugróf 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.