Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 72
FJÖLDI TILKYNNINGA UM ÞJÓFNAÐ Á GSM SÍMUM TIL LÖGREGLU í REYKJAVÍK 1.362 916 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUSNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ&MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 VERÐI LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. 1997 1998 1999 2000* *Það sem af er árinu Lokun Alands felld úr gildi ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi breytingu á deiliskipulagi í Fossvogi sem fól í sér lokun Alands fyrir gegn- umakstri. Vegna óska íbúa við Áland og Akraland ákvað meirihluti skipulags- og umferðamefndar Reykjavíkur í janúar síðastliðnum, gegn viija minni- hluta sjálfstæðismanna, að breyta deiliskipulagi í Fossvogi til þess að takmarka umferð um Áland sem ligg- ur að sjúkrahúsi Landspítala - há- skólasjúkrahúss þar, þó þannig að umferð sjúkrabíla væri áfram heimil. Endurskoða átti fyrirkomulagið að ári. Ákvörðunin var staðfest í borgar- ráði og síðar í borgarstjóm Reykja- víkur. Landspítali - háskólasjúkrahús kærði breytinguna meðal annars vegna aðkomu starfsmanna, sjúki- inga og gesta að sjúkrahúsinu, einnig kærðu tólf íbúar og eigendur fast- eigna við Búland, Brúnaland, Braut- arland og Bjarmaland og fulltrúi íbúa við Markarveg, Kjarrveg og Klifveg. Lögreglustjóri hafi frekar átt að takmarka umferð Úrskurðamefndin telur að ekki hafi verið efni til að breyta deiliskipu- lagi svæðisins vegna breytingar á umferð. Með hliðsjón af meðalhófs- reglu stjómsýslulaga hafi borgaryfir- völdum fremur borið að óska eftir því að lögreglustjóri takmarkaði umferð- ina og heimilaði uppsetningu viðeig- andi umferðarmannvirkja. Telur nefndin einnig orka tvímælis að binda ákvarðanir um stjómun umferðar í skipulag og að skipulags- og umferð- amefnd hafi brostið vald til þess að taka hina umdeildu ákvörðun um lok- un Álands með þeim hætti sem gert var. Kemst nefndin að þeirri niður- , stöðu að ákvörðunin hafi ekki verið reist á réttum lagagrundvelli og að ekki hafi verið gætt réttrar aðferðar við meðferð málsins. Beri því að fella hana úr gildi. IMEI-númerinu nýtist hann hins vegar engum eftir það. Omar bendir á að þegar lög- reglan fær upplýsingar um notanda stolins síma er síminn tekinn af honum. Oftar en ekki er hann þó annar en þjófurinn, jafnvel einhver sem keypt hefur si'mann í góðri trú. Sá verði þá bæði af þeim fjármun- um, sem hann hafði Iagt fram, svo og símanum. Að auki fái hann hugs- anlega refsingu. Ekki „gleyma að ' gefamér í skóinn Ntí STYTTIST í að jólasveinarnir komi til byggða og eru bömin ef- laust farin að hlakka til að fá smágjafir frá þeim bræðrum í skóna si'na. Sem fyrr fá aðeins þægu börnin gjafir í skóinn. Hér gægist Þóra María, þriggja ára, inn um glugga á litlu jóla- húsi í Blómavali, brosir breitt að fallegri jólasveinaskreytingu og hlakkar líklega til að fá alvöru -J^'dasveina í heimsókn. Morgunblaðið/Ásdís Endurskoðuð þjóðhagsáætlun fyrir árið 2001 Verðbólga og við- skiptahalli aukast ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir því í endurskoðaðri þjóðhags- spá að verðlag hækki um 5,8% milli áranna 2000 og 2001 en í þjóðhagsáætlun sem lögð var fram í október var gert ráð fyrir 4% hækkun á milli ára. Er þessi breyting rakin til gengisbreytinga á undanförnum vikum og mánuð- um. Þjóðhagsstofnun hefur einnig endurskoðað áætlanir um kaup- mátt ráðstöfunartekna vegna spár um aukna verðbólgu og reiknar nú með að kaupmáttur aukist um 'Æ% á næsta ári samanborið við VÆ% í þjóðhagsáætlun. Stofnunin reiknar nú með að á yfirstandandi ári hækki verðlag um 5,2% frá árinu 1999, sem er hækkun um 0,2 prósentustig frá fyrri spá. Þá er gert ráð fyrir að hagvöxtur nemi 4% á þessu ári, sem er heldur meira en gert var ráð fyrir í fyrri spá. Talið er að töluvert muni draga úr hagvexti á árinu 2001 og hann nemi 1,6%, sem er óbreytt spá frá þjóðhags- áætlun. Einnig eru horfur á að við- skiptahalli nemi 68 milljörðum króna á árinu 2001, sem samsvarar 9,3% af landsframleiðslu, saman- borið við áætlanir um 6IV2 millj- arða viðskiptahalla á árinu 2000. Þjóðhagsstofnun bendir á að 5,8% verðlagsspá fyrir næsta ár sé óvissu háð. Ef gengi krónunnar veikist frekar megi gera ráð fyrir að áhrifa þess gæti í hærra verð- lagi. Forsendur um launahækkanir spárinnar taka mið af þeim samn- ingum sem gerðir hafa verið á al- mennum markaði að viðbættu nokkru launaskriði. Bent er á í endurskoðaðri þjóðhagsspá að hækki laun umfram þessar for- sendur megi gera ráð fyrir að verðlagsspáin sé of lág. ■ Útlit fyrir/11 Þjófnuðum á farsímum hefur fjölgað stórlega KÆRUMÁLUM vegna þjófnaðar á farsímum hefur fjölgað mikið á síðustu árum þjá lögreglunni í Reykjavík. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn telur þetta vera hluta skýringarinnar á fjölgun þjófnaða í Reykjavík en þeim fjölgaði um rúmlega fjórðung á milli áranna 1998 og 1999. í ár hefur 1362 farsi'mum verið stolið en 68 símum allt árið 1997. lonus fynr korthafa Hú getur þú greftt með EUROCARD og MasterCard greiðslukortum I Bónus! ■ * Ómar segir sfmunum ýmist stolið í innbrotum, á veitingastöðum, í skólum eða annars staðar þar sem hætta er á að fólk leggi sfmana fr á sér um stund. Einnig sé ljóst að 1' mörgum tilvikum hefur fólk hrein- lega tapað sfmum sfnum en tilkynn- ir þá samt sem áður stolna í von um að hafa megi upp á þeim. Ómar Smári bendir á að þjófnað- ur á GSM-símum sé hrein viðbót við önnur afbrot. Hin mikla fjölgun sem orðið hefur á tilkynningum vegna þjófnaðar á GSM-símum endur- spegli fyrst og fremst mikla fjölgun og almenna notkun tækjanna. Þegar tilkynnt er um stolinn far- síma til lögregiu er farið fram á það við viðkomandi farsímafyrirtæki að það loki fyrir símkortið, svo og IMEI-númer sfmans. Með því er slökkt á tækinu og það verður þá með öllu ónothæft. Þeim farsfmum, sem skilað er eða haft er upp á, er komið aftur til eigendanna að sögn Ómars. Hann segir lögregluna að öllu jöfnu ekki hafa afskipti af sfm- um sem eigandinn hefur glatað með öðrum hætti. í slfkum tilvikum geti fólk snúið sér beint til viðkomandi símafyrirtækis. Ekki sé þó alltaf beðið um að slökkt verði á IMEI-númerinu. Það fari eftir eðli mála hverju sinni hvort sfmkortinu eða IMEI-númeri er lokað. í sumum tilvikum geti ver- ið ástæða tii að halda möguleikan- um á notkun sfmans svo hægt verði t.d. að rekja hann til notandans. Það sé hægt þótt skipt verði um sfmkort f honum. Sé sfminn gerður ónothæfur með því að slökkva á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.