Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Matvælafyrirtæki óttast að fuglar kunni að bera út salmonellu Urgangur úr skolphreinsi- stöð urðaður í Alfsnesi ÚRGANGUR úr holræsum Reykja- víkur, sem sigtaður er frá skolpinu í hreinsistöðinni í Ánanaustum, er fluttur vikulega til urðunar upp í Alfsnes. Úrgangurinn er bakteríu- mengaður og er reynt að urða hann strax með öðru sorpi svo að fuglar og rottur komist ekki í hann. Mat- vælaframleiðandi á Kjalarnesi hefur áhyggjur af því að bakteríur berist með fuglum um stórt svæði. Hreinsistöð hefur verið rekin í Ananaustum í tæp þrjú ár og á fyrri hluta árs 2002 er fyrirhugað að taka aðra í notkun við Klettagarða. í hreinsistöðinni fer skolpið í gegn um síur og sest fastaefnið þar til auk þeirra hluta sem íbúamir henda í holræsin. Einnig sest þar til sand- ur af götum borgarinnar, malbiks- leifar og fíta. Þessum efnum, sem kallaður er ristarúrgangur, er safn- að í gám um það bil vikulega og þar Innkalla geislavirk armbandsúr GEISLAVARNIR ríkisins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem vakin er athygli á því að geislavirk armbandsúr hafi verið seld í Frakklandi. Ef ein- hver er með úr af umræddri tegund er hann beðinn um að hafa samband við Geislavamir. Fundist hefur geislavirkt efni í armbandsúrum af teg- undinni Trophy með raðnúmeri T65007.3 sem seld vom í stór- mörkuðum Carrefour-sam- steypunnar í Frakklandi dag- ana 26. október til 9. nóvember síðastliðinn. Alls voru seld um 4500 úr og í ljós hefur komið að festingar á armböndum um það bil helmings úranna eru meng- aðar af efninu kóbalt - 60 sem meðal annars er notað við geislalækningar. í tilkynningu Geislavama kemur fram að ekki stafar bráð hætta af úrunum en franskir neytendur hafa þó verið beðnir um að skila þeim.Ekki er vitað til þess að armbandsúr af þess- ari tegund séu seld hér á landi en Geislavamir biðja þá sem kunna að hafa þau undir hönd- um að hafa saniband. Upplýs- ingar er að fínna á heimasíðu Geislavama, www.gr.is. sem hann er hvergi nýtanlegur er hann fluttur upp á Alfsnes til urðun- ar. Skolpinu sjálfu er dælt fjóra kílómetra út á sjó. Sigurður Skarphéðinsson, gatna- málastjóri í Reykjavík, segir vitað að úrgangurinn sem kemur úr hreinsistöðinni sé bakteríumengað- ur og því sé reynt að hylja hann strax svo að fuglar og rottur komist ekki í hann. Telur hann að yfirleitt sé úrgangurinn urðaður eins og skot og það taki þá ekki meira en klukkutíma. Hins vegar komi það fyrir að ekki séu vélar tiltækar á staðnum þegar komið sé með gám- inn á urðunarstað og þá geti urðun- in tekið eitthvað lengri tíma. Vegna fyrirspurnar blaðsins um þetta mál ákvað gatnamálastjóri að breyta framkvæmdinni þannig að starfs- mönnum Sorpu í Álfsnesi yrði til- kynnt um komu gámsins með ákveðnum fyrirvara svo þeir gætu alltaf haft til vélar og urðað úrgang- inn strax. Hætta á sóttkveikju Ýmis fyrirtæki í matvælafram- leiðslu eru á Kjalarnesi og í Mos- fellsbæ, meðal annars sláturhús, ali- fuglabú og svínabú. Geir Gunnar Geirsson á Vallá, sem rekur mat- vælavinnslufyrirtæki á þessu sviði á Kjalarnesi og viðar, hefur áhyggjur af því að sóttkveikjuhætta stafi af urðun úrgangsins. Hann segir að mikið af fugli sé við urðunarstaðinn, meðal annars mávar og svartþrest- ir, og telur erfitt að koma í veg fyrir að hann komist ekki í úrganginn á meðan verið er að koma honum fyr- ir. „Þetta er eins og sóttkveiýu- sprenging út um allt. Fuglarnir hafa ekki eins mikinn aðgang að opnum ruslahaugum og áður og leita því víðar eftir æti, meðal ann- ars víða um höfuðborgarsvæðið. Hættan er því enn meiri en áður,“ segir Geir Gunnar. Nýlega varð vart við salmonellu í svínabúi sem Geir Gunnar rekur í Melasveit en kjöt frá búinu hefur ekki mengast. Þá hefur ekki fundist salmonella á Vallá þar sem rekið er stórt eggjabú. Geir Gunnar segir að þessi fyrirtæki eigi í vök að verjast að þessu leyti. Nauðsynlegt sé að koma algerlega í veg fyrir að fugl komist í úrganginn í Álfsnesi, ann- ars væri verið að bjóða hættunni heim. Sigurður Skarphéðinsson segir að einkum séu vandamál með máva í Álfsnesi, sérstaklega í ágúst og september, og þá sé reynt að fækka þeim. Hann telur ekki að starrinn, sem mikið er um á þessum slóðum, sæki í úrganginn. Pharmaco Skráðu sig fyrir 5,5 millj- örðum NIÐURSTAÐA hlutafjárút- boðs Pharmaco hf., sem stóð frá mánudeginum 4. desember til þriðjudagsins 5. desember, er sú að fjárfestar skráðu sig fyrir samtals 5.492 milljónum króna að söluvirði. í boði voru 87 milljónir króna að nafnvirði á genginu 34, eða samtals 2.958 milljónir króna að söluvirði. Hlutafé selt í útboðinu var annarsvegar nýútgefið hlutafé, 37 milljónir króna að nafnvirði, og hins vegar 50 milljónir króna að nafnvirði, sem voru í eigu Morgan Grenfell, dóttur- félags Deutsche Bank. Umsjón með útboðinu var í höndum Kaupþings hf. Hlutaíjármarkaður ekki eins veikur og af er látið Heildai-fjárstreymi til Pharmaco hf. vegna sölu þeirra 37 milljóna króna að nafnvirði, sem félagið seldi í útboðinu, var um 1.218 milljón- ir króna. Helgi Bergs hjá Kaupþingi segir ánægjulegt hve undir- tektir við útboðinu voru góðar. Þær sýni að hlutabréfamark- aðurinn hér á landi sé ekki eins veikur og af hafi verið látið. Nægt rými sé fyrir spennandi fyrirtæki á markaðnum. Fjarvinnslan Suðureyri ehf. stofnuð Stefnt að sex störfum í fjarvinnslu FJARVINNSLAN Suðureyri ehf. hefur keypt starfsstöð þrotabús ís- lenskrar miðlunar á Suðureyri og hófu tveir starfsmenn þar störf í gær við símsvörun. Að sögn Valgerðar Kristjánsdótt- ur, forsvarsmanns Fjarvinnslunnar Suðureyrar, er stefnt að því að stöð- ugildi geti orðið sex í framtíðinni. Auk símsvörunar ætlar fyrirtækið, sem er í eigu nokkurra einstaklinga á staðnum, meðal annars að bjóða upp á skráningarþjónustu. Valgerð- ur sagði við Morgunblaðið, að til að byrja með væri símsvörunin fyrir tvö fiskvinnslufyrirtæki á Suðureyri; ís- landssögu og Klofning. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mikil sala í jólastjörnum Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. JÓLASTJÖRNUR sem prýða heimili og vinnustaði eru víða ómissandi þáttur í jólahaldinu. Að sögn Magnúsar Ágústssonar, garðyrkjuráðu- nautar hjá Bændasamtökunum, eru seldar um 60 þúsund jólastjörnur fyrir hver jól. Þær eru nú ein- göngu ræktaðar í Ámesþingi, um helmingurinn í Hveragerði og hinn helmingurinn í uppsveitunum. Á myndinni er Guðmundur Magnús Emilsson í garðyrkjustöðinni á Laugarlandi á Flúðum að hagræða jólastjörnum, en það er ein af þeim garðyrlqustöðvum þar sem þessi vinsæla jólajurt er ræktuð. yffsgleði- _ SÍKA I!IK(.lk /LBJÖKN'íSaN ' ' IÓN GUÐMUNDSSON MARGRÍJ THORODpSEN g RAGNiIEIDUR l'ÖRÐARDÓF iik PÁLL GÍSLASON Á.r/'frömín ból< lyrir nlla sem ininn uodarn í minningal'ókum HÖkl'nÚTGÁFAN LÉf 300 Akrones • Sírui: 4.J I 2860 • wv/ //horpuuícjafan is .^ÉHHHhÉIHHiHkyÉafet HHHht&.Hi Yfírdýralæknir og ráðuneyti funda um kjötmjölsbannið Y el fylgst með þró- un mála hjá ESB FUNDUR var haldinn í landbúnað- arráðuneytinu í gær með talsmönn- um ráðuneytisins, embættis yfir- dýralæknis og fyrirtækisins Kjötmjöls hf. vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna reglugerðar Evrópusambandsins, ESB, um bann við innflutningi á kjöt- og beinamjöli í skepnufóður, að undanskildu svína- og hænsnafóðri. Kjötmjöl hf. er eina fyrirtækið hér á landi sem framleiðir og flytur út kjöt- og beinamjöl og gæti bann ESB haft töluverð áhrif á rekstur þess. Sigurður Öm Hansson, aðstoðar- yfirdýralæknir, sagði við Morgun- blaðið að boðað hefði verið til fundar- ins í ljósi umræðunnar í Evrópu um kjötmjöl. Farið hefði verið yfir stöðu mála. Hann sagði ákvörðun ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort ís- lensk stjórnvöld þyrftu að breyta sínum reglum um framleiðslu og notkun á kjötmjöli. „Staðan er sú að hér á landi hefur verið bannað að nota kjötmjöl í jórt- urdýrafóður. Aldrei hefur verið grunur um kúariðu í nautgripum hér á landi en síðastliðin þrjátíu ár hefur verið bann við innflutningi kjötmjöls í fóður til búfjár. Margt af því sem Evrópusambandið hefur verið að gera í þessum efnum á allra síðustu árum hefur verið lengi í gildi hér á landi. Ljóst er þó að við þurfum að fylgjast rækilega með þróuninni hjá Evrópusambandinu til að átta okkur á því hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar reglum. Þessi fundur var liður í því að við viljum vera vak- andi og tryggja að þessi mál séu í lagi hjá okkur,“ sagði Sigurður Örn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.