Morgunblaðið - 06.12.2000, Side 43

Morgunblaðið - 06.12.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 43 UMRÆÐAN Þorskur og álver Á DÖGUNUM áskotnaðist mér hefti með vísindagreinum sem Endre Aas við háskólann í Bergen skrifaði á árunum 1998-2000. Greinarnar fjölluðu um áhrif ál- vera á sjávardýr og greindu frá aðferðum sem nota má til um- hverfisvöktunar, þ.e. aðferðum til þess að fylgjast með áhrifum mengunar á lífríkið. Greinarnar voru m.a. byggðar á tilraunum sem gerðar voru í námunda við 200.000 tonna álver á vesturstönd Noregs (Karmöy). Umrætt álver er í eigu Norsk Hydro og losar árlega um 16 tonn af lífrænu kolefni (total organic carbon, TOC) og um 450 kg af tjöruefnum (poly aromatic hydrocarbon, PAH) í fjörðinn. Full ástæða er til þess að hafa áhyggj- ur af PAH efnunum þar sem þau hafa neikvæð áhrif á lífríki sjávar. Aðferðafræðin sem kynnt var í greinum Endres vakti athygli mína ekki síst í ljósi þess að m.a. var notast við rannsóknir á sjávar- gulli okkar, þorskinum. I þessari grein ætla ég að fjalla um helstu áhrif PAH á fisk og gera grein fyrir þeirri umhverfis- vöktun sem kynnt var í greinum Endres. Álframleiðslan í álframleiðslu er áloxíð raf- greint. I rafgreiningunni eru notuð kolaskaut sem brenna og mynda C02. Við bruna kolaskautanna myndast einnig áður umrædd PAH-efni. PAH-efnin eru talin krabbameinsvaldandi og óæskilegt að losa þau í andrúmsloftið. Til þess að fyrirbyggja losun PAH- efna út í andrúmsloftið er útblást- ur álvera hreinsaður, t.d. með vatni. Hreinsivatninu er veitt til sjávar eftir að PAH-efnin hafa að hluta til verið fjarlægð úr því. Rétt er að taka fram að annarrci tækni er beitt við hreinsun útblásturs í nýjum álverum, þ.m.t. álverinu á Grundartanga. Ný tækni í áliðnað- inum hefur leitt til minnkunar á losun PAH-efna. Sam- kvæmt Naes, K o.fl. 1995 (Science of the total environment, Vol. 163, 93-106) los- aði hvert álver í Nor- egi árlega um 1-10 tonn af PAH í firði Noregs á árum áður. Naes o.fl. töldu að ný tækni hefði leitt til þess að heildarlosun álvera í Noregi sé yfir 10 tonn PAH á ári. PAH í lífríkinu PAH-efnin komast í fisk ýmist með fæðu úr setlögum sjávar eða um tálknin. Margt bendir til þess að leiðin um tálknin sé mikilvæg- ari. PAH er vatnsfælið og safnast fyrir í lifrinni þar sem ensím brjóta það niður. PAH-niðurbrots- efnin eru vatnssækin og skolast út með þvagi. Vatnssæknu PAH-nið- urbrotsefnin eru virk og geta skemmt erfðaefni (DNA) fisksins. Skemmt DNA er lykillinn að myndun krabbameins. Þegar fiskur sem veiddur var í nágrenni við álverið var borinn saman við fisk sem veiddur var fjær kom eftirfarandi í ljós: • Skaddað DNA var til staðar í fiski sem veiddur var í námunda við álverið en ekki í hinum. • Fiskur sem veiddur var í námunda við álverið var horaðri en fiskur sem veiddur var fjær. • Fiskur sem veiddur var í námunda við álverið hafði sár á skinni og slit á uggum. U mhverfisvöktun í umhverfisvöktun er notast við ýmsar aðferðir, t.d. er fylgst með mengun í setlögum og/eða í lífrík- inu, s.s. í kræklingi. Rekstur álvers er háður starf- sleyfi sem gefið er út af Hollustu- vernd ríkisins. Starfsleyfi kveður á um losunarmörk og ákveður þynn- ingarsvæði. Þynningarsvæði er skilgreint þannig: „sá hluti viðtaka Umhverfi Mikilvægt er, segír Bergur Sigurðsson, að stöðug umhverfísvöktun fari fram í námunda við stóriðjur. þar sem þynning mengunar á sér stað og ákvæði starfsleyfis kveða á um að mengun megi vera yfir um- hverfismörkum eða gæðamarkmið- um“. M.ö.o. starfsleyfishafa er veitt heimild til þess að menga þynningarsvæðið. En hvernig á að fylgjast með því hvort mengun nái út fyrir þynningarsvæðið? Svarið er, með vöktun lífríkis. Hér að neðan mun ég gera grein fyrir þremur efnafræðilegum að- ferðum sem nota má til vöktunar lífríkis. Aðferðirnar eru; mæling á auknum styrk ensíma, mæling á PAH-niðurbrotsefnum í þvagi og mæling á skemmdu DNA. Ensím í lifrinni sjá um að brjóta PAH niður í vatnssækin PAH-nið- urbrotsefni. Fiskur bregst við PAH-mengun með því að auka framleiðslu á ensímum til þess að lifrin anni niðurbrotsþörfinni. Hár styrkur ensíma gefur til kynna að fiskurinn hafi orðið fyrir PAH- mengun. Ensímamæling ein og sér er ekki fullnægjandi til umhverfis- vöktunar því ýmsir aðrir þættir í umhverfinu geta haft áhrif á styrk þeirra. PAH-niðurbrotsefni era vatns- sækin og skolast út með þvagi. Mæling á PAH-niðurbrotsefnum í þvagi gefur góða hugmynd um hvort fiskurinn hafi nýlega komist í snertingu við PAH. PAH-niðurbrotsefni í þvagi eru mæld með flúrljómunarmælingum. Kosturinn við þá mælingu er að hún er einföld, fljótleg og ódýr. Eins og áður hefur komið fram era PAH-niðurbrotsefni virk og geta skemmt DNA. Skemmdir á DNA er dæmi um neikvæð áhrif á lífríkið. Þetta gerir mælingar á Bergur Sigurðsson skemmdu DNA viðeigandi og áhugaverðar í umhverfisvöktun. Skemmt DNA safnast fyrir í fisk- inum og gefur styrkur þess hug- mynd um uppsafnaða upptöku PÁH efna á löngum tíma. Til þess að hafa betri stjórn á rannsókn sinni komu Endre og fé- lagar þorski fyrir í kvíum, í nám- unda við álverið og utan þynning- arsvæðis (sjá mynd). Að mánuði liðnum var þorskinum slátrað og hann rannsakaður. Niðurstöðumar staðfestu það sem tilraunir á villt- um fiski höfðu gefið til kynna. Endre og félagar komust að þeirri niðurstöðu að einfaldar efnagrein- ingar á þorski úr kvíum henti vel sem hluti af umhverfisvöktun. Umhverfismat Norðuráls Stækkun álvers í Hvalfirði úr 90.000 tonnum í 300.000 tonn er matsskyld framkvæmd. Ástand líf- ríkis í Hvalfirði var rannsakað áð- ur en rekstur stóriðju þar hófst. Samskonar rannsókn núna hefði leitt í ljós hvort stóriðjan hafi nú þegar haft áhrif á lífríki fjarðarin^, Slíka rannsókn er ekki að finna í drögum að matsáætlun. Gert ráð fyrir PAH-mælingum á kræklingi sem var í búrum á áhrifasvæði ál- versins sumarið 2000. Álver án mengunar er ekki til og verður líklega aldrei til þó að mikl- ar framfari hafi átt sér stað. Mikil- vægt er að stöðug umhverfisvökt- un fari fram í námunda við stóriðjur til þess að tímanlega megi grípa til viðeigandi aðgerða ef útlit er fyrir meiri mengun en ætlað var í umhverfismati. í upphafi skal endinn skoða. Höfundur er umhverfisefnafræðing- ur og starfar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðumesja. Þín frístund - okkar fag VINTERSPORT Bíldshöfða • 110 Reykjavík • síml 510 8020 • www.intersport.is Súrefnisvörur BARMAFATNAÐUR Karin Herzog í úrvali, skoðaðu verðið. Vita-A-Kombi Þumalína, s. 551 2136. Mat á þekkingarverðmætum Grunnur að þekkingarstjórnun Rannsóknarráð íslands, PricewaterhouseCoopers, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Verslunarráð íslands boða til ráðstefnu um mat á þekkingarverðmætum. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel fimmtudaginn 7. desember kl. 13:00 til 17:00. Þekking á æ stærri þátt í verðmætasköpun fyrirtækja og vexti hagkerfa og mikilvægt að fyrirtæki nái tökum á að meta þessi verðmæti og stjóma þeim. DAGSKRÁ Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri RANNÍS 13:00 Skráning og afhending gagna. 13:30 Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 13:40 NORDIKA samnorrænt verkefni um mat á þekkingarverðmætum, Henrik Jenssen, verkefnisstjóri frá Norræna iðnaðarsjóðnum. 14:10 Measuring Intellectual Capital, dr. Niels Jorgen Aagaard, Chief Knowledge Officer COWI Consuiting Engineers and Planners AS. 15:00 Kaffihlé. 15:20 Reynsla íslenskra fyrirtækja af mati á þekkingarverðmætum Sjóvá Almennar, Íslandsbanki-FBA, Miðheimar og EJS. 16:50 Samantekt, Reynir Kristinsson, forstjóri PricewatherhouseCoopers. 17:00 Ráðstefnuslit. Kostnaður við ráðstefhu kr. 6.000 Vinsamlega tilkynnið þátttöku til RANNÍS í síma 515 5800 eða með tölvupósti rannis@rannis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.