Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Yfiid nósj ad gera. Ég skal sko kæra þig, þú ert alltaf að blaðra frá. Segja for- sendur samninga brostnar STJÓRN Verkalýðsfélags Akraness ályktaði á fundi á fimmtudag að segja beri upp þegar í febrúar launa- Iið kjarasamninga þeirra sem undir- ritaðir voru sl. vor: „Stjómin telur að forsendur þær sem voru grandvöllur samningsins, þ.e. minnkandi verðbólga, séu brostnar og að þeim sökum hafí fyr- irheit um aukinn kaupmátt ekki gengið eftir. I ljósi þessarar þróunar leggur stjórnin til að þegar í stað verði haf- inn undirbúningur að kröfugerð vegna endumýjunar launaliðar samninganna." -----<>-*-*-- Viðurkenna fjögur innbrot TVEIR menn, sem lögreglan í Reykjavík handtók sl. miðvikudag, hafa viðurkennt að hafa brotist tvisv- ar sinnum inn á tveimur stöðum og gert tilraun til innbrots á þeim þriðja. Um var að ræða skyndabita- staði á Seltjamamesi og í austur- borginni. Mennimir stálu óvemleg- um fjárapphæðum, sem þeir notuðu til kaupa á fíkniefnum. Bætur vegna framgöngu fasteignasala HÆSTIRÉTTUR hefur í tveimur málum dæmt fasteignasala til að greiða íbúðarkaupendum bætur fyrir að hafa vanvirt skyldur sínar samkvæmt ákvæðum laga um fast- eignasölu. I öðra málinu krafði maður fast- eignasala um skaðabætur fyrir tjón, sem hann varð fyrir með því að geta ekki fengið þinglýsta eign- arheimild fyrir fasteign, þótt hann hafi staðið skil á kaupverði hennar til seljanda. Hann sagði að vegna starfshátta fasteignasalans hafi hann ekki vitað annað við gerð kaupsamnings en að seljandinn hefði fullkomna eignarheimild að fasteigninni og gæti afsalað henni. Síðar hafi annað komið í ljós. Full ástæða til aðvörunar Hæstiréttur sagði að ráða mætti af framburði fasteignasalans að honum hafi verið kunnugt um að seljandinn hefði ekki eignarheimild að fasteigninni og því hafi verið full ástæða til að vara kaupandann sér- staklega við áhættu af viðskiptun- um. Fasteignasalinn var dæmdur til að greiða kaupandanum tæpar 2,6 milljónir, með dráttarvöxtum frá ársbyrjun 1988, og 350 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. í hinu málinu var fasteignasali dæmdur fyrir mistök starfsmanns fasteignasölunnar sem hann er ábyrgur fyrir. Þar snerist málið um fólk sem gerði makaskiptasamning við byggingafyrirtæki fyrir milli- göngu starfsmannsins. Við kaupin hvíldu tilteknar veðskuldir á báðum fasteignunum, sem létta skyldi af innan ákveðinna tímamarka. Bygg- ingafyrirtækið, sem nú er gjald- þrota, stóð ekki við sína skuldbind- ingu og fór svo að fólkið neyddist til að greiða áhvílandi skuld sjálft. Hæstiréttur féllst á að tjón fólks- ins yrði rakið til þess að fasteigna- salan hefði bragðist þeirri starfs- skyldu samkvæmt lögum að gæta þess að réttmætir hagsmunir beggja samningsaðila í fasteigna- viðskiptum væra tryggðir. Réttur- inn féllst ekki á þá mótbáru að kaupendurnir hefðu getað dregið úr tjóni sínu með því að vanefna einnig samninginn af sinni hálfu. Fasteignasalinn var dæmdur til að greiða þeim rúma milljón, með dráttarvöxtum frá október 1999, auk þess að greiða hvora um sig 150 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Synjað um bætur vegna meintrar ölvunar við akstur HÆSTIRÉTTUR hefur synjað kröfu manns, sem vildi bætur vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hann velti bifreið. Rétturinn taldi lík- legt að maðurinn hefði ekið ölvaður og þar með fyrirgert rétti sínum til bóta. Einni og hálfri klukkustund eftir að lögregla kom á vettvang var tekið blóðsýni úr ökumanninum vegna grans um ölvun. Áfengismagn í blóði reyndist þá vera 1.26 prómill. Mað- urinn sagðist hafa legið utan vegar drjúga stund eftir að slysið varð og þá neytt bæði verkjalyfja og áfengis. Maðurinn taldi bflinn hafa oltið vegna sprangins hjólbarða og krafði eiganda bílsins og tryggingafélag hans um bætur á grundvelli slysa- tryggingar ökumanns. Tryggingafé- lagið vísaði hins vegar til þess að það væri laust undan ábyrgð vegna ölv- unar mannsins og féllst Hæstiréttur á það sjónarmið. Rétturinn sagði manninn sjálfan vera sönnunarbyrði fyrir því að ölv- un hans yrði rakin til áfengisneyslu eftir slysið, en hann hefði engum stoðum rennt undir þá staðhæfingu sína. Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju Kyrrð og íhugun Hörður Áskelsson > MORGUN verða aðventujólatón- leikar Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola cantorum í Hallgríms- kirkju og hefjast þeir klukkan 17.00. Hörður Áskelsson er stjórnandi kóranna, hann var inntur eftir efnisskrá tónleikanna. „í þetta skipti veljum við að sniðganga svolítið þenn- an háværari jólasöng. Efn- isskráin inniheldur íhug- andi kórtónlist, að stærstum hluta eftir tón- skáld 20. aldar. Segja má að stef efnisskrárinnar sé þríþætt. I fyrsta lagi: Lof- söngur Maríu, í öðra lagi: íhugun aðventunar. í þriðja lagi: Fögnuður jól- anna.“ - Hvaða höfunda hefur þú valið? „Fyrst ber að nefna Arvo Part hinn eistneska sem á tvö helstu verkin á tónleikunum. Síðan má nefna Francis Poulenc með fjórar jólamótettur og aldna tónskáldið Michael Praetorius sem á ýmsar kunnar jólaperlur, eins og Það ald- in út er sprangið, og Psallite sem er yfirskrift tónleikanna. Auk þess mun kórinn flytja tvær útsetning- ar af íslenskum þjóðlögum, Imm- anúel oss í nátt og Hátíð fer að höndum ein, það fyrra í búningi þar sem kórinn syngur af munni fram (spuni).“ -Er einhver sérstakur „gegn- umgangandi" tónn í þessum tón- leikum? „Já, það er kyrrð og íhugun. Við neitum okkur vísvitandi um að nota hljóðfæri, þannig að það er einungis mannsröddin sem hljóm- ar.“ - Er starfsemi þessara tveggja kóra umfangsmikil um þessar mundir? „Já, svo sannarlega. Báðir kór- amir hafa metnaðarfulla dagskrá, þannig er Mótettukór Hallgríms- kirkju, sem telur um 60 söngvara, að undirbúa framflutning á nýrri, stórri óratoríu, Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson, í febrúar nk. og ferð til Kanada er á dagskrá í júní á næsta ári. Schola cantoram er kammerkór tuttugu söngvara sem flestir hafa atvinnu af tónlist. Fram undan hjá þeim kór era þrennir tónleikai-, í janúar, apríl og í maí, allt á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju sem á sunnudag- inn var að helja sitt nítjánda starfsár. Einnig er síðamefndi kórinn að undirbúa útgáfu geisla- disks með íslenskri kirkjutónlist." - Hvernig er fjárhagsgrundvöll- ur að þessu starfi öUu? „Kóramir verða að treysta á að- sókn til þess að geta staðið undir rekstri sínum. Þannig era jólatón- leikamir mjög mikilvægur hlekkur í fjármögnun þessa starfs. Margt hefur breyst í þessum vettvangi síðan ég hóf störf við þetta fyrir 18 áram. Þá vora varla haldnir að- ventutónleikar í kirkjunum en nú er framboðið og sam- keppnin gríðarleg. Það að ánægjulegt hve áhugi fólks á svona tón- leikum er mikill." - Eru jólatónleikar þýðingarmikill þáttur í tónlistíirlifi íslendinga? „Tvímælalaust eru þeir það í dag. Aðventan var þar til fyrir fá- um áram frekar dauður tími í kirkjunni. Það hefm- gjörbreyst, ekki aðeins hvað tónleikana snertir heldur líka hvað snertir messu- sókn, miklu fleiri fara í kirkju á að- ventunni núna en áður var. Ég gæti trúað að tónleikamir eigi þar ► Hörður Áskelsson fæddist á Akureyri 22. nóvember 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973 og burtfararprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1976 í orgelleik og A-prófi í kirkju- tónlist frá DUsseldorf 1981. Hann hefur starfað sem organisti í átján ár við Hallgrímskirkju, eða frá 1982. Hann hefur einnig ver- ið lektor við guðfræðideild HI og kennt við Tónskólaþjóðkirkj- unnar. Hörður er kvæntur Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands. Þau eiga þijú böm. hlut að máli.“ -Finnst þér ekki einkennUegt sem organista að nota ekki hljóð- færi á þessum aðventutónleikum á morgun? „Nei, ekki vegna þess að inntak tónleikanna kallar ekki á notkun orgelsins. Þetta era einungis kór- verk. Auk þess má geta þess að orgelið nýtur sín svo margfaldlega í öllu helgihaldinu um jólin, bæði kraftur þess og glæsileiki.“ - M nefndir áðan spuna, hvað þýðirþaðíraun? ,Á jólatónleikum fyrir ári síðan áttum við samstarf við Sigurð Flosason saxófónleikara sem lék af fingram fram við undirleik kórsins nokkur jólalög. Kórinn var dreifð- ur um kirkjuna og hafði fijálsar hendur um útfærslu einstakra hendinga laganna þannig að út- koman varð mjög áhrifamiklir hljóðskúlptúrar. Þessu ætlum við að halda áfram núna, þó án saxó- fóns. Kórinn myndar hring í kring- um áheyrendur, ég stend í miðri kirkjunni og spila á kórinn eins og hann væri hljóðfæri. Þetta getur orðið mjög áhrifamikið.“ -Hefur þú séð þetta gert eða sjálfur stjómað svona flutningi áð- ur? „Við höfum smám saman verið að fá kjark til að nýta hljómrými Hallgrímskirkju á óhefðbundinn hátt. Fyrirmyndir era til þótt ég hafi ekki sjálfur upplifað það hjá öðram. Möguleikarnir virðast vera óþrjót- andi.“ - Er mikUl tónlistar- flutningur fyrirhugaður í Hallgrímskirkju nú um hátíðarnar? „Jú, að sjálfsögðu. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir femum tónleikum en auk þess er fjöldi annarra aðila með jólatón- leika. Helgihaldið um jól og áramót býður upp á mikinn tónlistarflutn- ing, bæði kórsöng og orgelleik. Á gamlárskvöld fyllist kirkjan til að hlusta á hátíðarhljóma trompeta og orgels á ári hverju.“ Hljóðrými kirkjunnar nýtt á óhefð- bundinn hátt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.