Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 63

Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 6^ saman. Hjálpsemi, gagnkvæm virð- ing og sönn vinátta kemm- mér í hug þegar ég hugsa um vináttutengsl fjöl- skyldna okkar. Mér eru minnisstæð gamlárskvöldin á heimili okkar Ein- ars á Mánagötunni þegar þið Beggi komuð. Spiiuð var félagsvist fram eft- ir nóttu, sungið og hlegið dátt. Sam- eiginleg ferðalög okkar í faðmi ís- lenskrar náttúru eru líka eftirminnileg og þannig mætti nú lengi telja. Samverustundirnar urðu færri eft- ir að við Einar fluttum til Reykjavík- ur og eftir að við urðum ekkjur en alltaf héldum við þó sambandi, gætt- umjoess að láta þráðinn aldrei slitna. Eg og fjölskylda mín sendum böm- um þínum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sjana mín, að leiðarlokum bið ég þér Guðs blessunar og vemdar á nýni vegferð. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku vinkona. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hver mirming dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Sólveig Guðmundsdóttir. Það er alllangt síðan ég kom fyrst til Keflavíkur með foreldrum mínum og systrum. Við þáðum oft boð ætt- ingjanna frá Flateyri sem sest höfðu að í Keflavík. Þessar heimsóknir em mér ógleymanleg bemskuminning. Þau sem áttu stóran þátt í því að gera heimsóknimar ánægjulegar og eftirminnilegar vora hjónin Kristjana Ólafsdóttir og Bergsteinn Sigurðs- son. Lífsgleði þeirra gerði glaðværðina eins sjálfsagðan hlut og andardrátt- inn. Þau mótuðu bjarta minningu ásamt öðra frændfólki mínu. Lífi þeirra verður helst líkt við vor og sumar. Þau vora aldamótafólk í hugsun og verki, þar sem fómarlund- in og ungmennafélagshugsjónin hafði stóran sess. Það haustaði aldrei í sál þeirra þótt áföll gengju yfír fjölskyld- una. Sjana, eins og hún var jafnan köll- uð, hafði óbilandi dug og kjark til hinstu stundar, þótt hún missti annan fótinn tvítug að aldri. Hún vakti jafn- an hjá mér þá spurningu hverjir væra hinir fótluðu í raun og vera og létt lund Bergsteins lyfti henni mikið upp. Þau giftu sig 1935 sama ár og Berg- steinn lauk trésmíðaprófi. Hjónaband þeirra var byggt á gagnkvæmri um- hyggju og kærleika og mannkostir Bergsteins komu skýrast fram í því hve vel hann reyndist fatlaðri konu sinni. Þar var hann stærstur. Hann fór nærri um það gamli maðurinn sem sagði við Sjönu skömmu eftir trúlofun þeirra: „Þetta er eini maðurinn í Keflavík, sem ég vildi að þú fengir fyrir mann“. Þeirra hjóna verður vart minnst nema í sameiningu svo náið vai- líf þehTa. Þau smíðuðu saman gæfu sína og Sjana missti mikið þegar hún missti mann sinn 1980 eftir 45 ára farsælt hjónaband. Kristjana hafði mikla ánægju af fé- lagsskap. Hún starfaði í kvennaklúbb Kaiiakórs Keflavíkur og var í stjórn Sjálfsbjargar á Suðumesjum í fjölda- mörg ár, þar til fyrir fáum áram. Síð- ustu ár ævinnar dvaldi hún á Garð- vangi í Gai'ði og naut þar góðrar umönnunar og aðhlynningar. Hún var ekki sátt í fyrstu að fara úr Keflavík þar sem hún hafði átt heima frá því að hún flutti frá Flateyri. En hún var fljót að aðlaga sig breyttum aðstæð- um. Eitt sinn sagði hún við mig að hún hefði ekki trúað því að hún yrði síðust systkina sinna til að kveðja þennan heim, en það varð raunin. Undii' það síðasta var heilsan tekin að gefa sig og Kristjana kvaddi sátt við guð og menn. Hún var vel til ferðar búin og við trúum því að hún njóti nú gleði- og endurfunda með þeim ástvinum sem famir era heim á undan. Við eram þakklát fyrir að hafa átt hana að sam- ferðarmanni og blessum minninguna um mæta konu sem lét svo margt gott af sér leiða á lífsleiðinni. Ólafur Oddur Jónsson. STEFANIA ELIN HINRIKSDÓTTIR + Stefanía Elín Hinriksdóttir fæddist á Eskifirði 25. október 1925. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 30. nóvember siðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hinrik Ólafsson, f. 10.11. 1891, sjómaður frá Eskifirði, _ og Lára Sigurlín Ólafsdóttir, f. 28.5 1898, hús- freyja, þau eru bæði Iátin. Systkini Stef- aníu eru: Ólína, f. 6.6. 1927, húsmóðir í Reykjavík; Sæbjörg, f. 1.6. 1929, húsmóðir f Reykjavík; Karl Ólafur, f. 19.12. 1935, d. 11.12. 1982; Sigurlín, f. 2.2. 1937, húsmóðir í Bandaríkj- unuin. Hálfsystir sammæðra er Guðrún Friðriksdóttir, f. 12.9. 1937, húsmóðir á Eskifirði. Stefanía fæddist á Eskifirði og ólst þar upp en flutti með foreldr- um sínum til Reykjavíkur 1950. Eiginmaður Stefamu er Albert Guðlaugsson, f. 9.3. 1931, sjómað- ur frá Hellissandi. Foreldrar hans voru Guðlaugur Alexandersson, f. 9.11. 1894, verkamaður og sjó- maður frá Sólbakka á Hellissandi, og Súsanna Ketilsdóttir, f. 30.5. 1900, þau eru bæði látin. Börn Stefaníu og Alberts eru: 1) Guðlaugur Jakob, f. 22.12. 1960, sjómað- ur, eiginkona Jó- hanna Hallbergs- dóttir, f. 19.2. 1962, börn þeirra eru Mar- grét Dagbjört, Al- bert Þórir og Bjarki Snær, búsett í Grundarfirði. 2) Lára Karólína, f. 21.9. 1963, húsmóð- ir, eiginmaður Þröstur Heiðar, f. 23.2. 1960, synir þeirra eru Guð- laugur Stefán, Garðar Örn og Steinar Þór, búsett á Akureyri. 3) Þröstur, f. 27.7. 1967, sjómaður, sambýliskona Sóley Jónsdóttir, f. 14.9. 1971, börn þeirra eru Tinna Rut og Leó Öm, búsett í Ólafsvík. Sonur Stefaníu fyrir hjónaband er Hinrik Karlsson, f. 21.2.1951, eig- inkona Ingunn K. Aradóttir, böm þeirra em Ari, Jakob, Gunnlaug og Karl, búsett á Akureyri. Stefanía vann auk húsmóður- starfa í fiskvinnslu, lengst af hjá Hraðfrystihúsi Hellissands. Útfor Stefaníu fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú ert þú farin, elsku Stebba mín, til æðri heima og þrautum þínum lokið það er erfitt að kveðja en svona er tilveran hér í heimi stutt á milli gleði og sorgar. Ég kynntist þér fyr- ir fjórtán áram þegar við Þröstur sonur þinn fórum að vera saman allt- af var tekið vel á móti manni og þú alltaf að rétta eitthvað að okkur. Þegar við eignuðumst bömin okkai' gladdist þú þá fjölgaði nefnilega aug- asteinunum þínu því barnabörnin öll vora þínir sólargeislar og barst þú haf þeirra mjög fyrir bijósti alla tíð. Það var þín gæfa þegar þú kynntist honum Alla þínum sem hefur verið þér stoð og stytta í gegnum tilverana og stóð hann eins og klettur þéi' við hlið í þínum erfiðu veikindum og bömin þín vöra öll hjá þér síðustu vikuna sem var þér mikill styrkur. Margar góðar minningar hafa komið upp í hugann síðustu daga, hvað þér fannst gaman að mála og föndra, berjaferðirnai' okkar saman þegar þið Alli bjugguð hjá okkur í Ólafsvík, ástin og umhyggjan sem þú sýndir okkur og börnunum okkar vildir allt fyrir okkur gera sem í þínu valdi stóð og þótt þú værir orðin fársjúk og ég hringdi í þig á sjúkrahúsið, var ótrú- legt hvað þú barst þig vel og spurðir um börnin og hvemig okkur liði. Ég set þessar línur á blað til að þakka þér fyrir samfylgdina og allt sem þú gafst mér og minni fjölskyldu í þeirri góðu trú að við hittumst seinna á öðra tilverastigi hvíl þú í friði, friður Guðs þig geymi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Alli og fjölskyldur, Guð styrki ykkur öll í þessari miklu sorg. Þín Sóley. Kalliðerkomið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhérað þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. JÓHANN STEFÁNSSON + Jóhann Stefáns- son fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1935. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. nó- vember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Jóhannsson lögregluvarðstjóri og Anna María Jóns- dóttir húsmóðir, bæði látin. Systkini Jóhanns eru Margrét (látin) og Jón, búsett- ur í Reykjavík. Eftirlifandi eigin- kona Jóhanns er Oddný Ásmun- dsdóttir, f. 9. ágúst 1932. Böm Oddnýjar af fyrra hjónabandi eru Ásmundur og Kristinn Jónssynir. títför Jóhanns fór fram í kyrr- þey- Okkur langar í fáum orðum að minnast tengdaföður míns og stjúpföður, Jóhanns Stefánssonar. Þú ert okkur mikill harmdauði og ekki hvarflaði það að okkur að kvöldið sem við keyrðum þig á spítalann og þú snaraðist út úr bílnum snaggaralegur að vanda, yrði þitt síðasta.Þú kvaddir okkur inni- lega, við horfðum á eftir þér inn með tösk- una þína. Svo rann upp aðgerðardagur- inn, við biðum eftir að fá fréttir, en þá kom upphringing. Hann Jóhann er dáinn, hann lifði ekki aðgerðina. Það var eins og tíminn stæði kyrr, Jóhann farinn, hann sem var svo bjartsýnn á að allt færi vel. En vegir Guðs eru svo sannar- lega órannsakanlegir. Guð hefur tekið góðan dreng sem bar hag fjölskyldu sinnar svo mjög fyrir brjósti, gaf mikið af sér en vildi síð- ur þiggja. Við þökkum þér allt sem þú varst okkur, elsku vinur. Minning- in um þig mun gera okkur kleift að halda ótrauð áfram. Þannig hefðir þú viljað hafa það. Vertu sæll, elsku vinur. Guð styrki alla sem hafa sýnt okkur samúð af alhug. Jóhanna, Kristinn, Jó- hanna, Unnur Signín, Sigurður Ragnar. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Stebba mín, með tárvotum augum kveð égþig, en þakka fyrir að eiga allar góðu minningamar sem ég geymi í hjarta mínu. Þín tengdadóttir, Jóhanna. Elsku besta Stebba amma, nú ertu í himnaríki og líður vel. Við kveðjum þig með þessu ljóði: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvfld að hafa hörmunga’ og raun frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklufegriensól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði, ætíðsællifðunú. (H. Pétursson.) Guð geymi þig. Tinna Rut og Leó Öm. Elsku amma. Okkur langar að kveðja þig með þessari bæn. Nú leggégaugunaftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ virtzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson.) Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 1 blómaverkstæði I tllNNAv, I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090. Elsku afi, guð gefi þér styrk í sorginni. Þínir Albert Þórir og Bjarki Snær. Elsku amma mín. Kallið er komið, komin er stundin og núna ertu frjáls. Það er margs að minnast og margs að þakka. Þú hef- ur alltaf verið svo góð við mig, þú varst sú amnia sem öll böm hefðu viljað eiga. Ég mátti alltaf koma til þín í heimsókn í Keflavík. Ég elska þig amma mín og sakna þín sárt en ég veit að núna ertu heil og komin til himna. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku amma mín, þangað til við hittumt á ný. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafhi, hönd þín leiði mig út og inn, svoallrisyndéghafni. (H. Pétursson.) Þín ömmustelpa, Margrét Dagbjört. Minningin lifir Minnisvarðar úr íslensku liergi og granít REIN Steinsmiðjan Rein ekí. Lækjarmel, Kjalamesi Sími : 56 66 081 t Móðir okkar og tengdamóðir, JÓNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 11. desember kl. 13.30. Jón Ingólfur Magnússon, Ellen Larsen, Magnús S. Magnússon, Ágústa Sveinbjörnsdóttir. t Bestu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulega sonar, bróður og mágs, ÁRNA JÓNSSONAR, Viðigrund 14, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til skólasystkina, æskuvina og klúbbfélaga Árna. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Árnadóttir Ásmundur Jónsson, Ragnheiður Kjærnested, Rannveig Jónsdóttir, Alois Raschhofer. st

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.