Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Garðar Jakobsson, sem er 87 ára gamall, átti hugmyndina að því að hrinda af stað söfnun vegna byggingar þjálfunarlaugarinnar, en hann fór fyrstur ofan í laugina með Sonju Middelink sjúkraþjálfara. Ingibjörg Pálma- dóttir heilsaði Garðari. Ný þjálfunarlaug við Kristnesspítala Islensk verðbréf hf. Tilboð í meirihluta hlutafjár F JÁRFE STIN GARFÉ L AG Norðlendinga ehf. hefur gert tilboð í 51% eignarhlut í ís- lenskum verðbréfum hf. á Ak- ureyri. Stjóm íslenskra verð- bréfa hf. fjallaði um tilboðið á fundi sínum í gær, fostudag, og vísaði því til hluthafa félagsins. Fjárfestingarfélag Norður- lands er að fullu í eigu Lífeyr- issjóðs Norðurlands. Sjóðurinn hefur að undanförnu leitað leiða til að efla eigin eignastýr- ingu og er niðurstaða sú að far- sælast sé að byggja á samstarfí við heimaaðila. Að sögn Kára Arnórs Kárasonar, fram- kvæmdastjóra Lífeyiissjóðs Norðurlands, er mai-kmiðið með þessu samstarfi m.a. að auka sérhæfingu við eignastýr- ingu sjóðsins og skjóta um leið styrkari stoðum undir fjár- málaþjónustu á Norðurlandi með eflingu Islenskra verð- bréfa. Kári Arnór sagði að nið- urstaða varðandi tilboðið ætti að liggja íyrir þann 15. desem- ber nk. Sparisjóður Norðlendinga er stærsti einstaki hluthafinn í Is- lenskum verðbréfum hf. og sagðist Jón Björnsson spari- sjóðsstjóri fagna þessu tilboði sérstaklega. Hluthafar munu á næstu dögum taka formlega afstöðu til tilboðsins. Hann sagði þetta samstarf heima- manna mjög ánægjulegt, með því breikki og styrkist starf- semi Islenskra verðbréfa til muna og almennt mun þetta hafa jákvæð áhrif til uppbygg- ingar fjármálastarfsemi á svæðinu. NY þjálfunarlaug fyrir endurhæf- ingar- og öldrunarlækningadeildir FSA á Ki-istnesspítala var tekin í notkun í gær en með tilkomu hennar gjörbreytist aðstaða til endurhæf- ingar og möguleikar Fjórðung- ssjúkrahúsiins á Akureyri á aukinni þjónustu batna til muna. Fjöldi gesta var viðstaddur vígslu laugarinnar, en bygging hennar hef- ur verið eitt af brýnustu fram- kvæmdaverkefnum FSA frá árinu 1993, en rýmið var þá þegar til stað- ar. Framkvæmdir hófust árið 1996 en þá höfðu safnast nokkrir fjármun- ir í söfnun ssem lionsklúbbarnir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hófu. Fjöldi manns flutti ávörp við vígslu laugarinnar og kom fram mik- ill fögnuður yfir því að laugin væri tilbúin og nefnt að þar væri lang- þráðu markmiði náð. Þá var lofsorði lokið á lionsklúbbana sem stóðu að söfnun vegna byggingarinnar. Kostnaður við framkvæmdir nem- ur í heild 56 milljónum króna, þar af söfnuðu Lionsklúbbar rúmum 7 milljónum, einstaklingar gáfu 5 milljónir, félagasamtök 4 en alls nemur söfnunarframlag 22,5 milljón- um króna. Stærsta framlagið er frá Akureyrarbæ, 15,5 milljónir króna. Enn vantar nokkuð upp á að endar nái saman, eða um 14 milljónir króna. Meðal þeirra fremstu Auk þess sem laugin verður nýtt af endurhæfingar- og öldrunarlækn- ingadeildum Kristnesspítala mun Akureyrarbær einnig fá afnot af lauginni fyrir skjólstæðinga sína. Tilkoma laugarinnar skipar endur- hæfingardeild FSA á bekk með fremstu stofnunum landsins á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að laugin mun draga úr álagi á endurhæfingar- stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. y Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Laugardag 11-18 Sunnudag 13-16 ALLT ER FERTUGUM FÆRT VALHUSGOGN 40 ARA Stofnað l.des 1960 Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Hlaðborð í Safnað- arheimili eftir messu þar sem hver leggur sitt tíl. Fundur í Æskulýðsfé- laginu kl. 17 í kapellu. Biblíulestur færist yfir á þriðjudagskvöld. Morg- unsöngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmu- morgun kl. 10 til 12 á miðvikudag. Síðasti tíminn fyrir jól. Jólastund. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili á eftir. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl. 11 á morgun, sunnudag. Foreldr- ar hvattir til að mæta með börnum sínum. Aðventukvöld kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Mikill söngur, báð- ir kórar kirkjunnar taka þátt. Hjört- ur Pálsson flytur aðventuhugleið- ingu. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. „Bráðum koma blessuð jólin“. Aðventusam- vera eldri borgara verður kl. 15 á fimmtudag. GLÆSIBÆJARKIRKJA: Aðventu- kvöld verður í Glæsibæjarkirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20.30. Helgileikur fermingarbama og kirkjukórs í samstarfi við Leikfélag Hörgdæla undir stjórn Aðalsteins Bergdal. Kórsöngur kirkjukórs Möðru- vallaklaustursprestakalls. Lúsíu- söngur nemenda Þelamerkurskóla undir stjórn Guðmundar Engilberts- sonar og mikill almennur söngur. Ræðumaður verður sr. Gylfi Jóns- son. Mætum öll og njótum sannrar jólastemmningar í húsi Guðs. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund kl. 20 í kvöld, laugardags- kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunn- ar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Yngvi Rafn Yngvason predikar. Vakningarsamkoma kl. 16.30 á morgun. G. Theodór Birgisson predikar. A sama tíma verður sam- koma fyrir krakka 7 til 12 ára og einnig barnapössun fyrir eins til sex ára. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþj ónusta. HRÍ SEYJARSÓKN: Helgistund verður í Kirkjugarði Hríseyjar og kveikt á leiðalýsingunni í dag, laug- ardaginn 9. des. kl. 18. Sunnudaga- skóli verður í kfrkjunni á sunnudags- morgun kl. 11. Aðventukvöld í Stærri-Árskógskirkju kl. 20 annað kvöld. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2. LAUGALANDSPRESTAKALL: Aðventukvöld verður í Grundar- kirkju sunnudaginn 10. desember og hefst kl. 21. Kirkjukórinn undir stjóm Dórótheu Tómasdóttur syng- ur og kennarar og nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika og syngja. Ræðumaður er sr. Öm Frið- riksson, fyrrum prófastur í Þingeyj- arprófastsdæmi. ------♦_4_4----- Aglow-fundur AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda sinn árlega jólafund á mánu- dagskvöld, 11. desember, kl. 20. Fundurinn verður haldinn í félags- miðstöðinni í Víðilundi 22 á Akur- eyri. Katrín Þorsteinsdóttir flytur ræðu kvöldsins. Á dagskrá er m.a. söngur, lofgjörð og fyrirbænaþjón- usta og þá verður veglegt kaffihlað- borð í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.