Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stór dagur í sögu heilbrigðisþjónustu á Akureyri er ný barnadeild var tekin í notkun Mikil breyting til batnaðar Morgunblaðið/Kristján Ungir tónlistarnemar fluttu nokkur lög fyrir gesti við vígslu nýrrar bamadeildar við FSA. ÞAÐ VAR stór dagur í sögu heil- brigðisþjónustu á Akureyri og Eyjafirði í gær þegar tekin var í notkun ný barnadeild við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, ný þjálfunarlaug við Kristnesspitala og dagþjónusta fyrir fólk með geðraskanir var opnuð í Þingvalla- stræti 32. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra var á ferð fyrir norðan og tók þátt í því athöfnum og vígslum tengdri þessari starf- semi. Barnadeildin hefur nú til umráða um 800 fermetra húsnæði í nýrri viðbyggingu við FSA, en áður var starfsemi hennar í um 320 fer- metra húsnæði á stigapalli í eldri álmu sjúkrahússins. Þrettán rúm eru á barnadeildinni, sjö á legu- deild, fjögur á dagdeild og tvö rúm eru ætluð fyrirburum. Miklar breytingar verða í starfsemi deild- arinnar í hinu nýja húsnæði, en gert er ráð fyrir að svonefndum ferliverkum fjölgi umtalsvert, með- ferð fyrirbura verður betri þar sem á deildinni er fullkominn tækjabún- aður og þá eru á deildinni full- komnar einangrunarstofur, sem minnka hættu á smiti. Þá hefur að- staða fyrir foreldra batnað mikið sem og leikaðstaða fyrir börnin. Stöðugildum hefur fjölgað um nær 4 vegna aukinnar þjónustu á sviði barnalækninga, hjúkrunar og iðjuþjálfunar auk þess sem barna- og unglingageðlæknir FSA starfar í auknum mæli með starfsfólki barnadeildar. Bamadeildin opnar möguleika á að þróa nýja þjónustu- þætti og er þegar hafin undirbún- ingur að sérfræði- þjónustu við sveitarfélög á Norður- landi og jafnvel Aust- urlandi. Kostnaður um 112 milljónir Kostnaður við inn- réttingu barnadeild- ar, lyftu, stigagangs og sameiginlegs rýmis nemur um 112 mil- Ijónum króna, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 114,5 milljónir. Kaup á tækjabúnaði nam um 20 milljónum króna. Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri FSA, sagði að langþráðum áfanga væri nú náð sem menn fögnuðu af heilum hug. Valtýr Sig- urbjarnarson fór yfir bygginga- sögu barnadeildar, en hann er for- maður bygginganefndar. „Það er vissulega ástæða til að fagna þess- um merku tímamótum," sagði Ingi- björg Páfmadóttir heilbrigðis- ráðherra, en hún færði barnadeildinni að gjöf styttu eftir Nínu Sæmundssen, Móðirin, og kvað um táknræna og heimislega gjöf að ræða. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði í ávarpi að þótt lengi hefði verið beðið eftir því að barnadeild- in hefði verið opnuð, þá væri sú bið ekki svo ýkja löng eftir á séð, því fögnuður manna yfir því að deildin væri tekin til starfa væri svo mikill. Halldór sagði að fyrstu hugmyndir hefðu gengið út frá því að byggja yfir barnadeildina út á þak milli- byggingar á sjúkrahúsinu, en til allrar hamingju hefði viðbyggingin risið og bæri það vitni um stórhug og metnað. Halldór nefndi að heil- brigðisþjónusta stæði sterkum fót- um á Akureyri m.a. í samvinnu við Háskólann á Akureyri og ætti sinn þátt í að bærinn gæti vaxið og dafnað og fólk vildi setjast þar að. Bolli Gústavsson vigslubiskup flutti blessunarorð og þá barst fjöldi gjafa til deildarinnar af þessu tilefni. Af tilefni opnun Litaríkis í Metro bjóðum við 30% afslátt af allri málningu og málningaráhöldum í dag og á morgun. METRO Kimim Skeifan 7 • Simi 525 0800 OPH) ÖLL KVÖLD TIL KL. 21 Boðið er upp á Júmbósamlokur og Pepsí af nýjustu gerð Litaríki hefur opnað glæsilega málningardeild í Metro Við höfum opið meðan aðrir hafa lokað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.