Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 61
veit að jólin verða aldrei söm án þín,
við borðuðum alltaf saman hangikjöt
á 25. des. heima hjá þér og ömmu, nú
verður bara auður stóll við hliðina á
mér, þar sem þú alltaf sast. En elsku
afi minn, orðin hér verða ekki mikið
fleiri að sinni en takk fyrir þær ótal
minningar og stundir sem þú hefur
gefið mér, þær eru ómetanlegar. Eg
veit að þú ert í góðum höndum núna
en þær verða aldrei betri en hend-
urnar hennar ömmu.
Bless afi minn, við sjáumst.
Þín
Inga Rut.
Ó afi, ég sakna þín svo mikið og ég
vildi að ég gæti hitt þig aftur en það
er ekki hægt að gera allt sem maður
vill í lífinu. Þegar ég horfi á myndina
af þér hugsa ég alltaf um hvað var
gaman þegar þú komst í heimsókn
til okkar. Alltaf þegai- ég kom heim
til ykkar ömmu og þú varst heima þá
gafstu mér kaffi með mjólk og sykri
sem við kölluðum „afakaffi" því eng-
inn gaf mér svoleiðis nema þú. Eg
fór oft með þér í bátinn en núna er
það ekki lengur hægt því hann er á
hafsbotni í Húnaflóanum og núna
ert þú hjá Guði. Ég veit að þú ert
alltaf hjá mér, en núna ert þú í góðu
himnaríki.
Þinn
Sveinn.
Elsku afi minn.
Mér finnst svo skrítið að þú sért
farinn frá okkur fyiir fullt og allt.
Mér finnst líka svo skrítið að það var
hafið sem tók þig burtu frá okkur því
ég hélt alltaf að hafið vildi þig ekki.
Það virtist vera sama hvernig það
viðraði, alltaf duggaðist þú aftur
heim til okkar á litla bátnum þínum,
þrátt fyrir að það væri stórsjór og
bræla. Ég sakna þín mikið og það
verður ekki fyllt upp í skarðið sem
þú skildir eftir í hjarta mínu. Ég var
alltaf svo montin af þér! Það átti nú
ekki hver sem er afa sem var á sjó í
Afríku. Þú varst svo mikil hetja! Þú
varst líka alltaf svo góður og rólegur
við mig þótt að allir aðrir ættu bágt
með það. Ég man svo vel að þegar ég
var lítil skildi ég hjólið mitt einu
sinni eftir neðst í heimkeyrslunni og
þegar þú varst að fara úr heimsókn
keyrðir þú óvart yfir það og það
eyðilagðist auðvitað. í staðinn fyrir
að vera reiður og skamma mig, þá
fórstu með mig niður í búð og keypt-
ir splunkunýtt og eldrautt hjól
handa mér. Þetta dæmi lýsir þér
mjög vel því þú varst aldrei reiður
við okkur krakkana þótt við létum
illa og það var frekar oft. Ég veit að
þú varst ekki mikið fyrir að flagga
tilfinningum þínum en ég man alltaf
þegar þú sagðir mér hvað þér þótti
vænt um mig. Ég á alltaf eftir að
sakna þín, Bíi afi minn. Sérstaklega
hvemig þú glottir að manni þegar að
ég var lítil og var óþekk, en þú glott-
ir bara í staðinn fyrir að vera með
skammir. Ég á engin orð sem tjá all-
ar mínar tilfinningar og söknuð til
þín. Þótt mér sé það þvert um geð að
kveðja þig þá verð ég að gera það.
Ég veit að þú siglir á öðrum og von-
andi betri miðum núna.
Þín
Katrín Ósk.
Kæri vinur. Það er komið að
kveðjustundinni og sár er söknuður
við missi góðs vinar. Margs er að
minnast á kveðjustund þessari.
Ég kynntist Bía fyrir tíu árum á
Sauðárkrók, prakkarsvipurinn og
grínið var allsráðandi, sem var hans
aðaleinkenni. Það var eins og allt
smylli milli okkar og varð það að hin-
um besta vinskap.
Þegar litið er tilbaka er margs að
minnast, margar ferðir fórum við
saman, sumar mjög erfiðar og lang-
ar yfir vetrartímann og var þá margt
spjallað. Mildð var gaman að hlusta
á þig segja sögur bæði af sjálfum þér
og öðrum sem eru mér enn í fersku
minni og margt skemmtilegt skeði
einnig í ferðum þessum. Á ferðalög-
um þessum var svo mikið um að
ræða okkar á milli að oftast gleymd-
ist að panta dvalarstað og því þurft-
um við að hringja um miðjar nætur
og hrella fólk. Að vera með þér og
góðum félögum við laxveiði var ein
allsherjar skemmtun, mikið var þá
brallað og hlegið. Það má sérstak-
lega minnast þeirra skemmtilegu og
fjörugu tíma sem við hjónin áttum
með þér, Bíi, Maggý og sameiginleg-
um vinum þegar komið var saman til
góðra funda og margt var gert sér til
skemmtunar.
Bíi var alla tíð sjómaður, góður
skipstjóri og meirihluta ævi sinnar
með eigin útgerð. Margar fór hann
sjóferðirnar og var alla tíð farsæll.
Hann var einn af þessum mönnum
sem ekki þurfti mikið af veraldar-
gæðum og lét margt smátt verða sér
fremur til gleði.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Við hjónin sendum þér Maggý,
börnum og barnabömum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Friðriks Frið-
rikssonar.
Ómar, Guðný og fjölskylda.
Okkar langar í þessari stuttu
grein, að minnast vinar okkar, Frið-
riks Friðrikssonar eða Bía eins og
hann var ætíð kallaður. Við kynnt-
umst Bía fyrst þegar við vorum hlut-
hafar í Dögun á Sauðárkróki og
snemma fóru að myndast vinasam-
bönd sem styrktust og jukust með
árunum.
Bíi var tryggur og traustur vinur
sem sárt verður saknað. Margar
góðar stundir áttum við saman,
hvort sem var í laxveiði, í útgerð og
eða í sumarbústað okkar en þangað
komu þau hjónin nokkrum sinnum.
Þá var oft skroppið í heiðarferð eða í
heimsóknir til vinafólks okkar í
sveitinni. Einmitt þessar stundir
rísa hvað hæst í minningum liðinna
ára.
Sjórinn var Bía allt, en frá ungl-
ingsaldri hefur hann verið viðriðinn
útgerð og reksturs báta. Árið 1997
keypti hann af okkur bátinn Ingi-
mund gamla sem hann sigldi alla leið
suður til Gana á haustmánuðum
sama ár en kom þaðan á vormánuð-
um 1999 og fór að leggja upp hjá
okkur í Særúnu og gerði allt til enda.
Þennan afdrifaríka sunnudag í
október síðastliðnum, ræddum við
saman í síma og fór vel á milli okkar,
var hann kátur að vanda og ræddi
um að þetta væri síðasti túrinn að
sinni og lauk samtalinu á þá leið að
hann tæki að sér að líta eftir skipi
okkar sem við hugðumst geyma í
höfninni á Hvammstanga yfir vetur-
inn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Við viljum koma sérstökum þökk-
um til Halla barnabarns hans fyrir
áræðni hans og ákveðni.
Elsku Maggý og fjölskylda, við
sendum þér og fjölskyldu þinni okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur með
von um að tíminn gi'æði ykkar sorg.
Kári og Kolbrún.
Fátt reynist erfiðara mínum
gömlu gráu sellum, en að festa á blað
einhver orð til að minnast látins vin-
ar, en hálfnað er verk þá hafið er
hvar svo sem það endar.
Áhyggjur af endinum þekktust
heldur ekki þegar við Bíi vorum að
bralla eitt og annað í gamla daga í
Eyjum og víðar. Til er kínverskt
spakmæli sem segir að sá sem skoð-
ar alla möguleika af yfirvegun áður
en hann stígur fyrsta skrefið stend-
ur alla ævi á öðrum fæti, en þetta
virta spakmæli held ég að við höfum
ekki þekkt í þá daga, okkur fannst
þetta ætti bara að vera svona.
Leiðir okkai' Bía lágu fyrst saman
í Vestmannaeyjum á vordögum árið
1964. Þá voru Eyjarnar sannkallað-
ur ævintýraheimur, líf og fjör hvert
sem litið var, fullt af fiski og faran-
dverkamönnum, Surtsey spúandi
eldi og eimyrju úti við sjón-
deildarhring og svo Bíi sem var
punkturinn yfii' öllu saman, þessi
ljóshærði lífsglaði æringi, gæddm'
svo ótrúlegum persónutöfrum að
jafnvel heilsulausir fýlupokar tókust
allir á loft, ef þeir heyrðu minnst á
hann.
Vík varð svo milli vina eftir
Heimaeyjargosið 73, en þá fluttu
þau Bíi og Maggý með dætur sínar
þrjár norður á Hvammstanga og hóf
hann þar rækjuveiðar á báti sem
hann hafði látið smíða í Eyjum í fé-
lagi við Harald, frænda Maggýar, og
segja má að Húnaflóinn hafi verið
hans starfsvettvangm' upp frá því.
Ég hef ekki í hyggju að rekja ævi-
eða ættarsögu þessa vinar míns,
enda stend ég þar nánast á gati þar
sem tengslin rofnuðu að mestu eftir
að leiðir skildi. En þau ár sem leiðir
okkar lágu saman verð ég alltaf
þakklátur fyrir og sá kafli gleymist
aldrei.
Þau voru ansi mörg skiptin, þegar
leiðin lá norður í land og maður sá
Heggstaðanesið nálgast, að ég sagði
við sjálfan mig „nú læt ég verða af
því í bakaleiðinni að stoppa á
Hvammstanga og heilsa upp á Bía
og Maggý“, en endaði svo alltaf í ein-
hverju ímynduðu tímahraki svo að
bakaleiðin var tekin í einum rykk,
augunum kannski aðeins gjóað út
flóann þegar komið var yfir Mið-
fjarðarána og hugsað með sér:
„Jæja, maður verður nú að gefa sér
tíma næsta sumar.“ Og svo, allt í
einu, hrekkur maður í kút því það er
orðið of seint að segja fyrirgefðu. En
svona er lífið, góður ásetningur sem
ekki vannst tími til að framkvæma
er eins og slóð á eftir okkur.
Elsku Maggý, ég votta þér, dætr-
unum og þeirra fjölskyldum mína
dýpstu samúð, þið hafið mikils að
sakna. Trúað gæti ég að þegar Bíi
fer að láta til sín taka í nýjum heim-
kynnum gæti orðið hálfstrembið fyr-
ir Drottin að halda virðuleikanum
við hvað sem á dynur.
Síðast en ekki síst vil ég þakka
Bía fyrir allt það sem við áttum sam-
an að sælda. Það óð oft á súðum, en
alltaf slysalaus lending.
Hvíl í friði gamli vin.
Stefán Sigurðsson,
Hafnarfirði.
Elsku Bíi, ég þakka fyrir ómetan-
legar samverustundir sem við áttum
saman. Það var svo gaman að geta
farið til þín um helgar um borð í
Ingimund gamla þegar þið Halli vor-
uð að vinna við upptekningu á vél-
inni sl. vetur og vor. Öll símtölin við
ykkur Halla fyrir svefninn þegar þið
voruð á úthafsrækjunni eru mér
ógleymanleg.
Þú komst alltaf fram við mig eins
og jafningja. Það var einstaklega
gaman þegar þú varst að koma heim
til okkar í kaffi. Við höfðum sömu
áhugamál, sama húmorinn og töluð-
um saman okkai' mál á okkar kjarn-
góðu íslensku. Aldur í þínum huga
var afstætt hugtak. Allar samveru-
stundirnar með þér eru mér dýr-
mætt veganesti út í lífið.
Það hugaiTÖ veitir í harmanna tíð,
ef horfum við fram á veginn,
að hláturinn glaði og brosin þín blíð
bíða okkar hinum megin.
Elsku Maggý, Halli og aðrir ást-
vinir, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
Fannar Karl Ómarsson.
Elsku Bíi okkar, við heiðrum
minningu þína með virðingu og
þökk. Þú varst ljósið í lífi okkar. Við
kveðjum þig að sinni með þessu
ljóði:
Sártervinaraðsakna,
sorgin erdjúpoghljóð.
Minningar djúpar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og þjarta,
húmskuggi féll á brá.
Lifir þó Ijósið bjarta,
lýsiruppmyrkriðsvarta
vinur þó falli frá.
Góðar minningar geyma,
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma,
sofðu í sælli ró.
Elsku Maggý, Halli Friðrik og
aðrir aðstandendur, við vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð.
Ómar og Harpa.
t
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og
vináttu vegna andláts og útfarar
HALLGRÍMS EÐVARÐSSONAR
frá Helgavatni
í Vatnsdal.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heil-
brigðisstofnunarinnar á Blönduósi.
Þorbjörg Jónasdóttir Bergmann,
Kristín Hallgrímsdóttir, Gert Grassl,
Eðvarð Hallgrímsson, Helga Guðmundsdóttir,
Guðmundur Hallgrímsson, Oddný Sólveig Jónsdóttir,
Sigurlaug Helga Maronsdóttir,
afabörn og langafabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Laugarvatni,
andaðist á Ljósheimum, Selfossi, miðviku-
daginn 6. desember.
Sigríður Bergsteinsdóttir,
Hörður Bergsteinsson, Elín Bachmann Haraldsdóttir,
Kristín Bergsteinsdóttir,
Áslaug Bergsteinsdóttir,
Ari Bergsteinsson, Sigrún Skúladóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVEINN SIGURSTEINSSON,
Njálsgötu 86,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 7. desember.
Katrín Pálsdóttir,
Kristinn Ómar Sveinsson, Lára G. Sighvatsdóttir,
Eyjólfur H. Sveinsson, Aldís Kristinsdóttir,
Bergdís Sveinsdóttir, Þorbjörn Sveinsson,
afabörn og langafabörn.
t
Ástkær sambýlismaður minn og bróðir okkar,
KRISTINN GUÐSTEINSSON
garðyrkjumaður,
lést fimmtudaginn 7. desember.
Elísabet Magnúsdóttir
og systkini hins látna.
t Móðir okkar,
UNA JÓHANNESDÓTTIR,
Neshaga 7, Reykjavík,
lést föstudaginn 8. desember. Sigurður Björnsson, Jóhannes Björnsson.
t
Systir okkar og mágkona,
ÁSA GUÐMUNDSDÓTTIR DEGROOT,
lést fimmtudaginn 30. nóvember síðastliðinn í
Idleyld Park í Oregon-ríki, USA.
Útför hennar fer fram þar laugardaginn 9. des-
ember.
Hulda H. Guðmundsson,
Þórunn Guðmundsd. Jensen, Vagn Jensen,
Harald Guðmundsson, Björg Einarsdóttir,
Sveinn Guðmundsson, Ingrid Guðmundsson.