Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Laugavesi 63. Vitaitís&niegln. Stmi 551 2040 Ljósbrigði náttúrunnar í svartasta skammdeginu Flateyri - Núna er sá tfmi ársins í Onundarfiði og víðar á Vestfjörð- um þar sem byggðin er undir bröttum Qöllum, þegar ekki sér til sðlar neðan úr byggð svo vikum skiptir. Sólhvörfin vara í tæpa tvo mánuði og skal því engan undra að sólinni sé fagnað með hátíðahöld- um þegar glókollur gægist loks aftur upp fyrir fjallstoppana í lok janúar. Myrkrið er þó ekki allsráðandi þar um slóðir því kynngimögnuð ljósbrigði náttúrunnar eru oft óvið- jafnanleg á þessum árstíma svona eins og til að bæta upp fyrir sólar- missinn, eins og dæmi sést hér um. Á myndinni er horft frá Flateyri út með Onundarfirði. Skálardalur er uppljómaður í Sporhamarsfjalli. Utar liggja Mosdalur og Hrafna- skálarnúpur. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Nýr prestur settur í embætti Morgunblaðið/B FH Horft yfir athafnasvæði Kísiliðjunnar í Helgavogi. Á land eru komin tæki og búnaður viðkomandi sumarstarfseminni. Vertíðarlok hjá kísil- mönnum í Helgavogi Mývatnssveit - Á laugardaginn voru starfsmenn Kísiliðjunnar að Ijúka löndun á búnaði þeim sem notaður er sumarlangt við að dæla kísilgúr af botni Mývatns, þar til heyrir dæluprammi, dráttarbátur, millidælustöð og plaströralagnir um 2.750 metrar. Þessum búnaði er öllum komið á land í vetrarbyrjun á athafnasvæði verksmiðjunnar við dælustöðina í Helgavogi. Efnið geymt í Kringlu Dæling hófst 11. maí sl. og var þá fyrst tekið efni af Vogaflóa þar sem hráefni er einstaklega gott, síðsum- ars var dælt framundan Grímsstöð- um en þar er efnið meira sand- blandað. Dælingu lauk 23. október. Við dælustöðina er vaktavinna á sumrin og 12 starfsmenn, þeir sjá um að dæla kísilgúr af botni Mý- vatns til lands eftir flotlögn og það- an áfram eftir stálrörum upp í verksmiðju þar sem sandskiljur hreinsa efnið áður en þvf er komið fyrir í dæluþrónni Kringlu til geymslu. Úr Kringlu er síðan miðl- að efni til verksmiðjunnar allt árið. Yfir veturinn eru starfsmenn 3 í Helgavogi og sinna viðhaldi á dæl- um og búnaði. Heitt innstreymi Heitt náttúrulegt innstreymi neðanjarðar sér til þess að í Helga- vogi og víðar meðfram austurland- inu leggur vatnið ekki. Þetta auð- veldar þeim haustverkin, sem eiga báta og annan búnað við vatnið. TölvuMyndir kaupa 25% hlut í Tölvun Skagaströnd - Séra Guðni Þór Ólafsson prófastur í Húna- vatnsprófastdæmi setti séra Magnús Magnússon inn í embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli við messu að kvöldi fyrsta sunnu- dags í aðventu. Magnús var vígður til prests af herra Karli Sigurbjörnssyni biskup síðustu helgina í nóvember en nokkru áður hafði Magnús fengið veitingu fyrir emb- ættinu á Skagaströnd. í innsetningarmessunni var séra Magnús boðinn velkom- inn til starfa á nýjum vett- vangi og í sinni fyrstu predik- un á Skagaströnd lýsti hann yfir gleði og tilhlökkun til að takast á við hið nýja starf. Fjölmennt var í kirkjunni við þetta tækifæri enda margir spenntir að fá að heyra í nýja prestinum sínum. Séra Magn- ús mun í byrjun þjóna þremur sóknum en samkvæmt nýsam- þykktum reglum á kirkjuþingi verðá sóknirnar 6 frá og með 1. janúar næstkomandi. Séra Magnús er 29 ára gamall Vestur-Húnvetningur og starfaði áður að safnaðar- starfi í Hjallasókn í Kópavogi ásamt kennslu. Hann er giftur Berglindi Guðmundsdóttur og eiga þau hjónin tvö ung börn. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Séra Magnús Magnússon (t.v.) og séra Guðni Þór framan við altarið í Hólaneskirkju. Vestmannaeyjum - TölvuMyndir hafa keypt fjórðungshlut í íyrirtæk- inu Tölvun í Vestmannaeyjum. Tölv- un er verkfræði- og tölvuþjónusta, sem var stofnuð 1993 í Vestmanna- eyjum af Davíð Guðmundssyni raf- magnsverkfræðingi og eiginkonu hans, Aðalheiði Jensdóttur. Frá stofnun hefur Tölvun vaxið fiskur um hrygg, starfsmenn eru 11 og nýverið opnaði fyrirtækið verslun. Þar eru einnig til húsa verkstæði, skrifstofur og hugbúnaðardeild. Tölvun yfirtók á sínum tíma Sam- frost sem sá um rekstur tölvukerfis frystihúsanna og umboð Tæknivals. Undir forystu Tölvunar hefur framþróun tölvufjarskipta í Eyjum verið mikil. f samvinijp við Vest- mannaeyjabæ var ráðist í lagningu ljósleiðara frá tölvusamskiptastöð Tölvunar og í húsnæði Bæjarveitna, þar sem tæknideild bæjarsjóðs er til húsa ásamt Hafnarsjóði. Samtímis var örbylgjusambandi komið á frá Tölvun til Ráðhússins og áhaldahúss bæjarins. Með þessu tryggði bæjarfé- lagið sér öflugt samband milli stærstu stofnana sinna og við netþjónustu Tölvunar. Á þessu ári hefur örbylgju- væðingin haldið áfram, kyndistöð Starfsfólk og eigendur Tölvunar. Bæjarveitna hefur verið tengd og sett upp loftnet sem gerir stofnunum kleift að tengjast inn á Eyjanetið. Að sögn Davíðs hefur Tölvun, í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Digital River, opnað hugbúnaðar- verslun á vef Tölvunar og geta ís- lendingar verslað óhræddir í íslensk- um krónum á Netinu og í boði eru 200.000 hugbúnaðartitlar. Davíð seg- ir frá þvi að góð samvinna hafi skap- ast mílli Tölvunar og Tölvu- og raf- eindaþjónustu Suðurlands á Selfossi um netáskriftir og á vefþjóni Tölvun- ar sé vistaður fjöldi léna sem eigi ræt- ur að rekja til Suðurlands og Eyja. Þá má ekki gleyma því að Tölvun hefur starfrækt Tölvuskóla Vest- mannaeyja í samvinnu við Hallgrím Njálsson og frá árinu 1993 hafa verið útskrifaðir 300 nemendur. Tölvun fæst við flest það sem við- kemur tölvunotkun einstaklinga og fyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.