Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 37

Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 37 Jólasýning í Borgar- skjalasafni NÚ Á aðventunni stendur Borg- arskjalasafn Reykjavíkur fyrir sérstakri jólasýningu í húsakynn- um Borgarskjalasafns Reykjavík- ur á 3. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 15. í dag, laugar- dag, verður opið kl. 13-16. Á henni eru sýnd jóla- og ný- árskort, sum hver handgerð, frá lokum 19. aldar og fram eftir 20. öld. Þar má sjá hvemig myndefni kortanna breyttist og fylgdi tískusveiflum, eins og annað. Einnig em sýndir aðgöngumiðar og auglýsingar um jólatré- skemmtanir, skondið skeyti frá borgarstjóra um að jólasveinninn sé á leiðinni frá Reykjavík til Englands að hitta böm, hand- skrifaðar jólasögur skólabarna, glansmyndir, jólaservíettur, kerti og spil og ýmislegt fleira frá jól- um Reykvfldnga á öndverðri öld þeirri sem nú er að liða. Hluti af því sem sést á sýning- unni er úr fómm einstaklinga sem afhentu Borgarskjalasafninu skjöl sín til varðveislu og færir 9íeáikg jól' Jólakort sem sjá má á sýning- unni í Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Borgarskjalasafnið þeim kærar þakkir fyrir. Sem fyrr Ieitast safnið við að fá til varðveislu bréf, dagbækur, kort, minningar- bækur og fleira frá einstakling- um í Reykjavík. Sýningin er opin mánudaga- fóstudaga kl. 10-16 og er að- gangur ókeypis. Sýningin stendur til 6. janúar. Opin vinnustofa DRÖFN Guðmundsdóttir mynd- höggvari hefur opnað vinnustofu á Fálkagötu 30b undir nafninu „Is- lensk list“. Dröfn hefur starfað sem mynd- höggvari frá því hún útskrifaðist úr MHI 1993. Undanfarin ár hefur hún að mestu unnið með gler. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Reykjavík og úti á landi. Fiskar úr gleri ásamt stjörnum, fuglum og hvölum, einnig úr gleri, hafa verið unnir á vinnustofunni og eru til sýnis og sölu þar. Einnig er þar að finna aðra hluti eins og skál- ar, skúlptúra, veggmyndh og diska. Hún hefur sérhæft sig í fjalladisk- um sem hægt er að nota sem nytja- hluti eða hengja á vegg. Hún hefur unnið diska með myndum af fjöllum eins og Snæfellsjökli, Keili, Heklu, Súlunum og ýmsum öðrum fjöllum. Einnig getur fólk komið með óskir sínar um ákveðið fjall á diski til Drafnar. Dröfn rak Gallerí Listakot á Laugaveginum ásamt 14 öðrum listakonum frá árinu 1994 til 2000, en þegar Listakot hætti fór hún að vinna sjálfstætt að íslenskri list, sem er nú staðsett í vinnustofu listamannsins. Vinnustofan á Fálkagötu 30b er opin frá kl. 14 til 18 alla virka daga. Auk þess getur fólk haft samband við listamanninn varðandi aðra tíma. „Holdtekja“ í Islenskri grafík SIGURÐUR Hrafn Þorkelsson og Þórarinn Svavarsson opna sýningu í sýningarsal félagsins Islensk grafik, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), á morgun, laugar- dag, kl. 14. Sigurður Hrafn og Þórarinn eru báðir menntaðir grafík-listamenn frá Myndlista- og handíðaskólanum og Listaháskóla Islands. Sýninguna nefna þeir „Holdtekja" („Embodiment") Sigurður Hrafn og Þórarinn nota mannslíkamann í grafísku samhengi í verkunum og útfæra þau með blandaðri tækni. Meginhugmynd verkanna á sýn- ingunni er ferli í að kanna hugtakið „Þrykk“ í sem víðustum skilningi og fara út fyrir hefðbundna ramma grafíklistarinnar. Sýningin stendur til 17. desember Opið kl. 12-18 laugardaga og sunnu- daga. Skartgripir og smámyndir SAMSÝNING á verkum Helga S. Friðjónssonar og Sifjar Ægisdóttur verður opnuð í Gullsmiðju- og List- munahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, laugardag, kl. 15. Helgi útskrifaðist úr nýlistardeild MHÍ árið 1983 og Jan van Eyck Akademíunni í Maastricht, Hollandi árið 1986. Hann hefur sýnt bæði gjörninga og innstillingar og tekið þátt í samsýningum, bæði heima og erlendis. Á þessari sýningu sýnir Helgi á sér hlið sem lítið hefur farið fyrir hingað til, í formi smámynda, af vörðum sem unnar eru með vatnslit- um og tússi. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári. Sif Ægisdóttir útskrifaðist úr skúlptúrdeild MHÍ árið 1991 og gullsmíðadeild Lahti’s Institute of Design, Finnlandi áiið 1996. Hún hefur sýnt skartgripi heima og er- lendis. Sif sýnir nú silfurskartgripi, þar sem hún leikur sér með nýjar út- færslur á hinu klassíska víravirki. Sýningin stendur til 24. desember og er opin á versiunartíma. Hekla Dögg sýnir í gallerí- @hlemmur.is HEKLA Dögg Jónsdóttir opnar einkasýningu í gallerí@hlemmur.is í Þverholti 5 í Reykjavík í dag, laugar- dag, kl. 17. Hekla Dögg útskrifaðist með MFA-gráðu frá California Institute of the Arts árið 1999 og er þetta hennar fyrsta einkasýning hér á landi. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og er- lendis. Sýningunni lýkur 7. janúar. ------*-H------ Yinnu- stofusýning HELGI Gíslason myndhöggvari opnar vinnustofusýningu á Lindar- götu 46 í dag, laugardag, kl. 16. Á sýningunni eru bronsverk og teikningar. Upplestur við opnun Einar Már Guðmundsson. Sýningin er opin daglega kl. 12 - 18 fram til 17. desember. Myndlistar- sýning Sigurð- ar Atla SIGURÐUR Atli Atlason opnar fyrstu einkasýningu sína á olíumál- verkum í Galleríi Reykjavík, Skóla- vörðustíg 16, í dag, laugardag, kl. 15. Sigurður Atli útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987. Sýningin samanstendur af ol- íumálverkum unnum á striga, er spanna um 10 ára tímabil. Aðalþema myndanna er íslenskt landslag í abstrakt formi, ásamt fíg- úratífum túlkunum óháðum tíma og rúmi. Sýningunni lýkur 31. desember. Opið mánudaga til föstudaga kl. 13-18, laugardaga kl. 13-17 og sunnudaga kl. 14-17. ------*-H------- Málverka- sýning á Café Mflanó NU stendur yfir sýning Ingvars Þor- valdssonar í Café Mflanó í Faxafeni. Á sýningunni eru olíu og vatnslita- myndir. Sýningin stendur til áramóta og eru allar myndirnar til sölu. Opið hús á Korpúlfs- stöðum OPIÐ hús verður hjá myndlistar- mönnum á Korpúlfsstöðum á morg- un, sunnudag, kl. 15-18. Korpúlfsstaðir fyrrum stórbýli, hýsir nú meðal annars vinnustofur og sýningarsal starfandi listamanna í málun, lehlist, grafík, myndvefnaði og skúlptúr. ---------------- Sýningu lýkur SÝNINGU Garðars Péturssonar á vatnslitamyndum í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, lýkur á morgun, sunnudag. Sýning- una nefnir listamaðurinn Kardem- ommur og kaffibaunir. Opið í dag kl. 10-22 og á morgun, sunnudag, kl. 14-17. Tilfínninga- næmir töffarar KVIKMYNDIR Sambíóin GUNSHY★★ Leikstjóri og handrit shöfundur: Er- ic Blakeley. Aðallcikarar: Liam Neeson, Sandra Bullock, Oliver Platt, José Zúniga, Andrew Lauer og Frank Vincent. Fort is Films 2000. GUN SHY er sambland af glæpa- mynd og rómantískri gamanmynd, sem hristist furðulega saman. Lflct og í sjónvarpsþáttunum The Sopranos og kvikmyndinni AnaJyse This segir hér frá harðjaxli, löggunni Charlie (Liam Neeson) í þessu tilviki, sem leitar hjálpar sálfræðings, þegar hann þarf að takast á við sitt seinasta verk- efni áður en hann sest í helgan stein. En vegna mikils ótta tekst honum ekki að hafa stjóm á þarmastarfsemi sinni, og í gegnum þann kvilia kynnist hann þessari líka ljúfu hjúkku, Judy „stólpípudrottningu" einsog hún kynnir sig, og er leikin af framleið- anda myndarinnar, hinnar viðkunn- anlegu Söndru Bullock. Áhugaverða hlið myndarinar er sú að hún fjallar um menn, af ýmsum stærðum og gerðum, sem eru allir á vitlausum stað í lífinu. Menn sem eru að gera það sem þeir vilja ekki gera, vegna þrýstings frá fjölskyldu og samfélagi sem krefjast vissra hluta frá sönnum karlmönnum. Tilfinning- anæmar týpur í töffaraleik og vilja út Það hefði hins vegar mátt vera skýr- ari og stærri þáttur í myndinni, auk þeirra áhrifa sem Judy hefur á líf Charlies, annað en það að ást er fín íýrir sjálfstraustið og allt það. Mynd- in hefði orðið áhugaverðari með þessa dýpri hlið málanna á yfirborðinu, því fí-amvinda glæpasögunnai- sjálfrar er ekki sérlega áhugaverð, eiginlega alls ekki. Og í þessari gamanmynd, eða þannig, er húmorinn bæði einkar lé- legur og þungmeltur. Auk þess verð- ur Liam Neeson seint talinn góður gamanleikari. Meira að segja Oliver Platt, sem leikur hér Fulvio tengda- son alræmds mafíósa, og oft á góðar kómískar hliðar, kemur kímninni ekki til skiia. Gun Shy er ekki alvond mynd. Hún á sínar ljósu hliðar án þess að vera hvorld nógu skemmtileg né spennandi. Hildur Loftsdóttir Bók er best vina Skoðið Bókatíðindin . Félag íslenskra bókaútgefenda I Afar og ömmur, mömmur og pabbar, synir og dætur! Vinsælu gjafakortin okkar eiga vel við núna. Barnamyndir Fermingarmyndir Stúdentamyndir Fjölskyldumyndir Ömmu- og afamyndir LJOSMYNDIR Grensásvegi 11, sími 568 0150.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.