Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 52
,52 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mann- réttindi? „Aðrirsegja afogfrá að Svanavatninu verði einhvern tímann skipt útfyrir Flóðhestavatnsbólið, í nafni misskilinn- ar pólitískrar rétthugsunar. “ ISan Francisco-borg á vesturströnd Banda- ríkjanna er bannað að vera vondur við fólk. Til að fylgja eftir þeirri stefnu hef- ur borgin sett skýrar reglur þar sem meðal annars er kveðið á um að ekki megi mismuna fólki eftir kynþætti, trú, litarhætti, uppruna, aldri, kyni, kynhneigð, fötlun eða fæðingarstað. Síðast- liðið vor bætti borgin um betur og nú er líka harðbannað að vera vondur við fólk sem er feitt, horað, hávaxið eða lágvax- ið. Um það leyti sem borgaryf- irvöld voru VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson að bæta lík- amsburða- klausunni við mannrétt- indakafla sinn voru sagðar margar sögur af hremmingum of- eða van- nærðra. Kona nokkur, sem var hátt í 300 kíló, fékk ekki leigða íbúð af því að eigendur íbúðar- innar óttuðust að hún skemmdi parketið. Hún sýndi reyndar fram á síðar, með aðstoð verk- fræðings, að það fengi ekki staðist. Aðrir feitlagnir sóttu um starf, vinnuveitendur voru hinir jákvæðustu en hættu svo við allt saman þegar vaxtarlag viðkomandi kom í ljós. Svo greindu fréttir líka frá því að horaðir hefðu margir átt í mesta basli með að fá vinnu, því atvinnurekendur óttuðust að þeir ættu við átröskun að stríða eða glímdu við banvænan, jafn- vel smitandi, sjúkdóm. Færri sögum fór að vísu af erfiðleik- um hávaxinna og lágvaxinna, en hægt er að ímynda sér að þeir stríði stundum við svipaðan vanda. Það var því Ijóst að borgaryf- irvöldum gekk gott eitt til þeg- ar þau lagfærðu mannréttinda- bálk sinn og færðu feita, horaða, stutta og langa undir verndarvæng sinn. Örfáar und- antekningar eru að vísu frá þessari umfangsreglu, til dæmis þykir enn sjálfsagt að lög- reglumenn séu í meðallagi í holdafari og hæð og sérstaklega er tekið fram að reglurnar nái ekki til fótbolta- eða horna- boltaliða borgarinnar. Nógu gæti nú verið gaman að sjá reglunum beitt þar. Reglurnar ná annars til allra fyrirtækja borgarinnar, sem og þeirra stofnana sem njóta beinna fjár- framlaga frá borginni. Og þar stendur núna hnífurinn í kúnni. I borginni er rekinn virtur ball- ettskóli í tengslum við hinn þekkta San Francisco-ballett, sem er íslendingum að góðu kunnur vegna starfa Helga Tómassonar sem listræns stjórnanda. I maímánuði, um svipað leyti og borgaryfirvöld voru að fjalla um feita og hor- aða, stutta og langa, sóttu rúm- lega 1.400 nemendur um skóla- vist í ballettskólanum. í þessum hópi var 8 ára telpa, sem hefur hið mesta yndi af ballettdansi og vill gjarnan verða ballerína þegar fram líða stundir. Að sögn móður hennar er hún afar hæfileikarík, en samt gekk erf- iðlega að fá skólayfirvöld til þess að horfa á prufudans henn- ar. Móðirin hefur eftir þeim að dóttir hennar hafi einfaldlega ekki þá líkamsbyggingu sem þurfi til að ná árangri sem ball- erína. Þrátt fyrir að telpan hafi með eftirgangsmunum fengið að sýna skólastjórnendum hvað í henni býr fékk hún ekki inn- göngu í skólann fremur en rúm- lega eitt þúsund aðrir umsækj- endur. Móðir hennar ætlar aftur á móti ekki að láta hér við sitja og hefur nú klagað höfnun- ina til mannréttindanefndar borgarinnar, sem hefur meint brot á mannréttindabálkinum á sinni könnu. Skólinn fær árlega tæpra 50 milljóna króna styrk frá borginni og þarf því að sæta reglum hennar. Það fylgir sögunni að telpan litla sé fremur lágvaxin og sterklega vaxin. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún dansað ballett í nokkur ár. Móðirin seg- ir að þarna sé á ferðinni mis- munum af versta tagi, en skól- inn vísar til þess að hann reki engin tómstundanámskeið, held- ur velji hann gaumgæfilega þá dansara sem verði atvinnu- dansarar þegar fram líða stund- ir. Það sé sóun á tíma skólans og nemandans ef engar líkur séu á að námið beri ætlaðan ár- angur. I kjölfar kæru móður- innar hefur hafist hin fjörleg- asta umræða um hvernig ballerínur eigi að vera. Rifjuð eru upp dæmi um ungar stúlk- ur, sem svelta sig og misbjóða líkama sínum í þeirri von að ná árangri í hörðum ball- ettheiminum. Flestir eru sam- mála um að það sé ekki æski- legt. Lögmaður nokkur í San Francisco, sem náði að knýja fram sigur í máli nokkurra kvenna til þess að fá hnekkt stífum reglum slökkviliðs borg- arinnar um lágmarkshæð slökkviliðsmanna, segir að ball- erínumálið sé afar merkilegt. Það gæti nefnilega þvingað al- menning til þess að endurskoða viðhorf sitt til líkamsímyndar og menningar. Fáir aðrir hafa nokkra trú á að það gangi eftir í ballettheim- inum með einu klögumáli átta ára telpukorns. Aðrir segja af og frá að Svanavatninu verði einhvern tímann skipt út fyrir Flóðhestavatnsbólið í nafni mis- skilinnar pólitískrar rétthugs- unar. Kannski verður málið einfald- lega leyst með því að undan- skilja ballettskólann frá reglu- num, rétt eins og fótboltaliðið og hornaboltaliðið. Ef íþróttafé- lög mega fylgja eftir eigin kröf- um um líkamsburði þeirra sem þar starfa hljóta ballettskólar, sem eru að rækta efnivið ball- ettsýninga framtíðarinnar, að mega gera slíkt hið sama. Það þurfa ekki alltaf allir að vera jafnir alls staðar. Steingrímur J., um- hverfismat, vafinn og varúðarreglan í SÍÐUSTU viku hringdi Steingrímur J. Sigfússon í þann sem þetta ritar. Við tókum ýmis samfé- lagsmál til umræðu enda fyrrum sam- starfsmenn og kunn- ingjar. Ekki var síst rætt um Mývatn og nýlegan úrskurð um- hverfisráðherra um áframhaldandi töku kísilgúrs úr Mývatni. Eg skýrði Steingrími m.a. frá ýmsum hug- myndum um hvernig Kísiliðjan hygðist standa að málum, sem verða mjög til bóta með tilliti til umhverfisins. Steingrímur lýsti ánægju með það sem ég skýrði honum frá. Við Steingrímur vorum alger- lega sammála um að þar sem frek- ara kísilgúrnám hefði farið í gegn um allt hið lagalega ferli sem lög um umhverfismat kveða á um, þá væri vandasamt að gagnrýna mál- ið. Við vorum jafn sammála um að umdeild starfsemi sem kæmist hjá að fara í umhverfismat gæti átt erfitt uppdráttar í framtíðinni. I ljósi þess sem að framan er sagt kom mér ákaflega á óvart að heyra í fréttum í kvöld að Stein- grímur hefði verið að skattyrðast út af þessum úrskurði á Alþingi í dag. Lengi skal manninn reyna. Um umhverfismat I gildandi lögum um umhverfis- mat er skýrt tekið fram hvaða framkvæmdir skulu skilyrðislaust fara í umhverfismat. Á sínum tíma voru Eyjabakkar undanþegnir um- hverfismati. Hávær hópur fólks beitti sér fyrir undirskriftum til að krefjast umhverfismats. Hópurinn náði nokkrum árangri en sýnu minni en stefnt var að í upphafi. Allir vita hverjar lyktir málsins urðu. Mér segir hins vegar hugur, að hefði umhverfismat farið fram vegna Eyjabakka og niðurstöðurn- ar orðið andstæðar sjónarmiðum hinna háværu safnara undirskrift- anna, hefðu þeir ekki látið staðar numið. Þetta á við um kísilgúrnám úr Mývatni. Allt ferlið var gengið á enda og kostnaður um fimmtíu milljónir króna. Nokkrir aðilar sendu inn umsagnir í tvígang við meðferð málsins og kærðu svo loks úrskurð skipulagsstjóra, alltaf með sömu röksemdum og samhljóða textum. Ekki verður betur séð en margir textanna séu ættaðir úr sömu smiðju og enn er smíðað. Meðal annars höfðu nokkrir and- stæðingar kísilgúrnámsins á orði, að þar sem svo margar kæranna væru samhljóða, væri ekki annað fært en taka tillit til kæranna. Jafna mætti til að ef margir ásök- uðu einhvern um þjófnað væri sá hinn sami þjófur burtséð frá málsatvikum. Varúðarreglan og að njóta vafans Það er orðið gífurlega vinsælt að klifa á að rétt sé að náttúran njóti vafans. Þá er gjarna talað um var- úðarregluna og hefur Morgunblað- ið m.a. klifað þar á. Þetta þykir fagurlega mælt og bera vott um víðsýni. Vissulega má að nokkru til sanns vegar færa. Þegar kemur hins vegar að úrskurði umhverfis- ráðherra og skipulagsstjóra um kísilgúrnám þá eru nokkrir fyrir- varar settir um vöktun þannig að tryggt skuli að náttúran beri ekki af skaða. (Það er aldrei hægt að vera alveg viss.) Annað það sem er miklu mikil- vægara varðandi kísil- gúrnám úr Mývatni er, að af töku kísil- gúrs úr Mývatni er þrjátíu ára reynsla. Þá reynslu telja flestir heimamanna góða og vísindamenn hafa sagt að ekki sé hægt að tengja sveiflur í lífríki vatnsins við töku kísil- gúrs. Umhverfisráð- herra og skipulags- stjóri byggðu úrskurð sinn á þekkingu og reynslu. Úrskurðurinn gat því ekki orðið á annan veg en raunin varð. Skynsamt fólk sem kynnir sér mál- in ofan í kjölinn með opnum huga hefði komist að sömu niðurstöðum. Til fróðleiks vil ég benda lesendum á að allar kísilgúrnámur í veröld- inni nema Mývatn eru uppþornuð stöðuvötn. Ég bið Morgunblaðið og lesend- ur að hafa í huga gríðarlegt hags- munamál okkar Islendinga sem ef til vill er ekki til lykta leitt. Ég á við útflutning fiskimjöls og lýsis til skepnufóðurs. Helstu rök ýmissa Mývatn * Eg hvet alla til að tala varlega um varúðar- reglu, segír Sigbjörn Gunnarsson, og það að einhver/eitthvað skuli njóta vafans. þjóða og umhverfissamtaka fyrir að banna notkun á mjöli til dýra- fóðurs eru þau að neytendur skuli njóta vafans og varúðar skuli gætt. Ef vafinn og varúðin hafa vinning- inn umfram þekkinguna í því máli, er hætt við verulegum búsifjum í hinum dreifðu byggðum og miklu áfalli fyrir þjóðarbúið. Ég hvet alla til að tala varlega um varúðarreglu og það að einhver/eitthvað skuli njóta vafans. Þannig mun fara, ef varúðarreglan og vafinn verða að h'tt athuguðu máli lögð til grund- vallar í öllum málum, að engar framfarir eða breytingar verða. Við mun blasa stöðnun. Höfundur er sveitarstjóri. Helgi Hálfdanarson Og fall þess var mikið VÍÐAST hvar um heim hefur það talizt til stórtíðinda í menningar- lífi, ef eitthvert af meistaraverk- um Shakespeares hefur verið sett á svið. Og margur er þeirrar skoð- unar, að leikrit hans um Lé kon- ung sé eitt hið ágætasta snilldar- verk sem samið hefur verið. En hér hafa þau dapurlegu tíð- indi gerzt, að leikritið Lér kon- ungur eftir William Shakespeare var sýnt í sjálfu borgarleikhúsi höfuðstaðarins aðeins í fá skipti fyrir þunnskipuðum sal. Hvað var að gerast? Ef allt hefði verið með felldu mátti búast við þéttri aðsókn um langt skeið. Eru slík ótíðindi vitnisburður um hraklegan bókmennta- og leiklist- ar-smekk Islendinga? Reynslan hefúr margsannað að svo er ekki. Hér er við engan að sakast annan en leikstjórann, sem hefur haft lag á því að gera þessa gersemi heimsbókmenntanna að þeim um- skiptingi sem leikhúsgestir láta ekki bjóða sér. Oft hefúr það verið sagt um leikrit Shakespeares, að þau séu þeirrar náttúru, að ósvífnir leik- stjórar geti ekki misþyrmt þeim svo grimmilega, að ekki standi eitthvað eftir, sem hægt sé að hafa gagn eða gaman af, einkum ef kynnin af skáldi þessu eru í rýrara lagi. Slíkt hefur nokkrum sinnum sannazt á íslandi. En þessa umburðarlyndu kenningu virðist leikhússtjóri Borgarleik- hússins hafa hrakið eftirminni- lega með þeirri útreið sem Lér konungur hefur hlotið á hans veg- um. Fall þessa verks í öðru forustu- leikhúsi þjóðarinnar er eitthvert hið hrapallegasta slys sem orðið hefur í sögu íslenzkrar leikmennt- ar. Og þar á leikstjórinn sér enga afsökun. Hann hefur til umráða fullkomnasta leiksvið landsins, og afbragðsgóðan flokk leikara. Og í þetta sinn getur hann ekki einu sinni skýlt sér á bak við „óskiljan- lega fornaldar-texta“ úr höndum undirritaðs, sem hann hefur áður þurft að bjargast við með harm- kvælum. Stórmerkilegri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar lét hann sér sæma að umturna eftir sínum einka-smekk, og fékk til ágætan rithöfund að koma þar fram vilja sínum. Því miður hefur það of oft gerzt hér á landi, að leikrit Shakespear- es hafa lent í höndunum á helzt til umsvifagjörnum leikstjórum, sem fremur hafa kappkostað að gæða verkin sínu eigin hyggjuviti en að sýna mesta snillingi leikbók- menntanna verðugan trúnað. Leikrit þessi bjóða hugmyndarík- um leikstjórum endalaus tækifæri til að sýna af sér frumleik og samt skylduga hollustu við höfundinn. Þeim mun fyrirlitlegra er það at- hæfi að reka sjálfan höfundinn út úr verki hans til þess að dilla þar í staðinn sinni eigin lágkúru. Ekki fellst ég á annað en að Guðjón Pedersen sé snjall leik- stjóri og sjálfsagt ríkur af hollum hugmyndum, ef hann vill það við hafa. Því er það raunalegt, að hann skuli láta sína góðu hæfi- leika rýma sætið fyrir hégómleg- um duttlungum, sem hann hefði fyrir löngu átt að kveða í kútinn. Það er alvarlegt mál, ef William Shakespeare á að eiga það erindi til Islands að vera sem fyrst rek- inn þaðan í útlegð og skilja aðeins eftir sig afskræmda spémynd í vitund þjóðarinnar. En svo hlýtur að fara, ef fram verður haldið á þeirri braut sem rudd hefur verið að undanförnu. Sigbjörn Gunnarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.