Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 34
34 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Páfagarð-
ur verst
gagnrýni
PÁFAGARÐUR brást í gær
til varnar gegn vaxandi gagn-
rýni vegna fyrirhugaðs fund-
ar austur-
ríska
þjóðernis-
öfgamanns-
ins Jörgs
Haiders
með Jó-
hannesi
Páli páfa.
Haider er
væntanleg-
ur til Páfa-
garðs 16. þessa mánaðar, til
að afhenda páfa jólatré frá
Karnten-héraði, þar sem
hann er héraðsstjóri. Tréð
mun standa á Péturstorginu
yfir jólahátíðina. ísraelsstjórn
hefur lýst óánægju með að
páfi taki á móti Haider og íta-
lskir vinstrimenn ráðgera
mótmæli vegna komu hans.
Talsmaður Páfagarðs sagði
þessa gagnrýni ósanngjarna,
kaþólska kirkjan ætti ekkert
með að leggja dóm á Haider.
„Páfagarður er opinn hverj-
um sem er, það ætti ekki að
koma neinum á óvart,“ sagði
talsmaðurinn í gær.
Hækkerup
tekur við af
Kouchner
KOFI Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
tilkynnti í gær að Hans
Hækkerup, varnarmála-
ráðherra
Danmerk-
ur, tæki við
af Bernard
Kouchner
sem yfir-
maður SÞ í
Bosníu um
miðjan jan-
úar. Hækk-
erup var
kjörinn á.
danska þingið árið 1979 og
hefur verið varnarmálaráð-
herra frá 1993.
Mötmælend-
ur liggja
undir grun
HERSKÁIR hópar mótmæl-
enda á Norður-írlandi ei-u
grunaðir um að bera ábyrgð á
tveimur morðum og einni
morðtilraun í Belfast á
þriðjudag og miðvikudag.
Kaþólskur byggingaverka-
maður, Gary Moore, var skot-
inn til bana á miðvikudag, þar
sem hann var við vinnu sína í
hverfi mótmælenda. Skömmu
síðar var skotið á annan kaþ-
ólikka, Paul Scullion, við
leigubílastöð í nálægu hverfi.
Hann særðist lífshættulega.
Lögreglan í Belfast telur
hugsanlegt að tilræðin séu
tengd, og liggja herskáir mót-
mælendur undir grun.
Þá var 35 ára mótmælandi,
Trevor Kell, skotinn til bana í
hverfi sambandssinna á
þriðjudag. Grunur vaknaði
strax um að hann væri fórn-
arlamb deilna milli hópa her-
skárra mótmælenda, en fjöl-
skylda hans þvertekur fyrir
að hann hafi tengst slíkum
hópum.
Forsetanefnd
leggur til að Pope
verði náðaður
Moskvu. Reuters.
RÁÐGJAFARNEFND
Vladímírs Pútíns Rúss-
landsforseta hvatti
hann í gær til að náða
bandaríska kaupsýslu-
manninn Edmond Pope,
sem hefur verið dæmd-
ur í 20 ára hegningar-
vinnu fyrir njósnir.
Pope er fyrsti Vestur-
landabúinn sem hefur
verið dæmdur fyrir
njósnir í Rússlandi frá
lokum kalda stríðsins.
Hann er haldinn sjald-
gæfu beinkrabbameini
og fjölskylda hans ótt-
ast að hann deyi verði
hann að afplána dóm-
inn.
„Nefndin samþykkti einróma að
leggja til að Pope yrði náðaður,"
sagði Anatolí Prístavkín, formaður
náðunamefndarinnar. Annar nefnd-
armaður sagði að Pútín gæti ekki
náðað Pope fyrr en dómurinn tæki
gildi í næstu viku. Forsetinn gaf til
kynna áður en dómurinn var kveðinn
upp að hann kynni að náða Pope
vegna veikinda hans.
„Til marks um
njósnaþráhyggju"
Bandaríkjastjórn mótmælti dómn-
um og Prístavkín sagði að hann hefði
verið of harður. Pope var dæmdur
fyrir að afla sér leynilegra upplýs-
inga um rússnesk tundurskeyti en
hann kvaðst saklaus af ákærunni og
sagði að upplýsingam-
ar hefðu þegar verið
gerðar opinberar.
Nokkrii- nefndar-
mannanna gagnrýndu
þátt leyniþjónustu
Rússlands í ákærunni,
en hún hefur hreykt
sér af því að hafa náð
fleiri njósnurum á síð-
ustu árum en í kalda
stríðinu. „Réttarhöldin
í máli Pope sýna að
rannsóknarstofnanir
okkar bera enn ein-
kenni sovétkerfisins,“
sagði Maria Tsjúdak-
ova, ein nefndar-
mannanna. „Ég fylgd-
ist með réttarhöldunum og komst að
þeirri niðurstöðu að þau væra til
marks um rgósnaþráhyggju, sem við
þekkjum ölL“
Pope sendi Pútín bréf í fyrradag
og óskaði eftir náðun vegna veikinda
sinna.
Bandaríkjastjóm hafði hvatt rúss-
nesk yfirvöld til að falla frá ákæranni
og leyfa Pope að gangast undir lækn-
ismeðferð í Bandaríkjunum. Bill
Clinton Bandaríkjaforseti ræddi
málið við Pútín en rússneski forset-
inn kvaðst ekki vilja taka fram fyrii-
hendurnai' á dómstólum.
Bandaríkjastjóm skoraði á Pútín
að náða Pope strax. „Við teljum að
dómurinn sé óréttlætanlegur og
rangur," sagði Sandy Berger, þjóð-
aröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta.
Edmond
Pope
Ekkert spurst til 400 milljóna
sem rænt var í Danmörku
Lögregla
telur ræningj-
ana í hættu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
LEITIN að milljónunum 400, sem
rænt var í siðustu viku og ekkert
hefur spurst til, tekur á sig æ
skuggalegri mynd. Nú hefur ver-
ið lýst eftir fimm mönnum í
tengslum við ránið, 24 ára
manni, sem talinn er hafa verið
vitorðsmaður ræningjans, og
Qórum mönnum, sem hafa beitt
vafasömum aðgerðum til að hafa
uppi á vitorðsmanninum, m.a.
mannránum og ofbeldi. Telur
lögreglan að ræningjarnir séu í
lífshættu vegna áhuga misgóðra
manna á að komast yfir fenginn.
Forsaga málsins er að pen-
ingaflutningabíll var rændur 1
siðustu viku af öðrum bflsfjóran-
um. Hann náðist sólarhring
seinna og er í haldi lögreglu en
peningarnir, um 400 milljónir ís-
lenskra króna, eru horfnir. Lög-
reglan telur að kunningi bflstjór-
ans, Tim Hansen, hafi verið með í
ráðum en hann hefur áður kom-
ist í kast við lögin og hefur ekk-
ert til hans spurst frá því ránið
var framið. Er Hansen eftir-
lýstur í Danmörku og íhugað er
að senda út alþjóðlcga hand-
tökuskipan á hendur honum.
Því fer þó (jarri að lögreglan
sé ein um að leita hans, því vitað
er að fjölmargir glæpamenn eru
á höttunum eftir vitorðsmannin-
um. Þegar bflstjórinn var hand-
tekinn fagnaði faðir hans því
injög þar sem það hefði lfldega
orðið til að bjarga lífi hans að
lögreglan en ekki góðkunningjar
hennar skyldu hafa hendur f hári
hans. Lögregla tekur undir þetta
og telur báða ræningjana í lífs-
hættu.
Mannrán og
skotbardagi
Glæpamenn leita vitorðs-
mannsins ákaft og undanfarna
daga hefur fjögurra manna hóp-
ur, þrír útlendingar og einn
Dani, numið nokkra vini Hansens
á brott, einn í einu, ekið þeim á
afskekktan stað og reynt að
þvinga þá til að gefa upp dvalar-
stað hans.
í einu tilfellinu var skotið á bfl
glæpamannanna er þeir voru
með eitt fórnarlamba sinna og
telur lögregla, að þeir hafi rekist
á Hansen og hann gripið til byss-
unnar til að komast undan.
Réttarhöldin yfír forseta Filippseyja
AP
Þúsundir andstæðinga Josephs Estrada kreljast afsagnar hans á mótmælafundi nálægt þinghúsinu í Manila.
Vitni sakar Estrada
um mútuþægni
Manila. AFP, AP.
Kohl kær-
ir vegna
hlerunar-
skýrslna
Berlín. Reuters.
HELMUT Kohl hefur lagt fram
kæru gegn ríkisstofnun þeirri sem
sér um umsýslu skjala austur-
þýzku leyniþjón-
ustunnar fyrr-
verandi, í því
skyni að hindra
að hleranar-
skýrslur af sím-
tölum kanzlarans
fyrrverandi frá
kaldastríðsáran-
um verði gerðar
opinberar.
Greindi lögmað-
ur Kohls frá þessu í gær.
„Við erum að fara fram á, að
dómurinn meini stofnuninni að láta
af hendi upplýsingar um Helmut
Kohl, sem aflað var með aðferðum
sem ekkert eiga skylt við reglur
réttarríkis," sagði lögmaðurinn,
Stefan Holthoff-Pförtner, í bréfi til
stjórnsýsluréttar í Berlín, sem
fylgdi kæru Kohls.
Bæði hjá saksóknara í Bonn og
fyrir sérskipaðri rannsóknarnefnd
þýzka þingsins er verið að rann-
saka ásakanir á hendur Kohl, þess
efnis m.a. að hann hafi brugðizt
trausti (í skilningi laganna) með því
að neita að gefa upp hverjir hefðu
látið honum í té fé í leynilega sjóði
Kristilega demókrataflokksins.
Fyrr á þessu ári höfðu forsvars-
menn Stasi-skjala-stofnunarinnar
sagt, að þeir vildu láta afrit af
skjölum sem talin væru hafa sögu-
legt gildi. Rannsóknarnefnd þings-
ins, þar sem pólitískir andstæðing-
ar Kohls era í meirihluta, hefur -
enn sem komið er að minnsta kosti
- ekki óskað eftir því að fá að sjá
þau gögn sem kanzlarinn fyrrver-
andi vill nú hindra að verði gerð op-
inber.
VITNI ákæravaldsins í málshöfðun
til embættismissis á hendur Joseph
Estrada, forseta Filippseyja, bára á
öðram degi réttarhaldanna í gær að
hann hefði tekið við mútufé af hagn-
aði af ólöglegu fjárhættuspili.
Héraðsstjórinn Luis Singson, sem
sjálfur er alræmdur fyrir að standa
fyrir ólöglegum fjárhættuspilum,
sakar forsetann um að hafa þegið
jafnvirði hundraða milljóna króna af
ágóða af fjárhættuspilinu , jueteng".
Aðstoðarmaður héraðsstjórans,
Emma Lim, bar fyrir réttinum í gær
að hún hefði í þrígang sótt eina millj-
ón filippseyskra peseta, jafnvirði 1,7
milljóna króna, af fjárhættuspila-
hagnaðinum á skrifstofu sonar for-
setans, Jinggoy Estrada. Féð var
ætlað föður hans.
Jinggoy er borgarstjóri í San
Juan, smáborg í útjaðri höfuðborg-
arinnar, Manila, og hefur verið sak-
aður um að innheimta „toll“ af hagn-
aði af ólöglegum fjárhættuspilum og
tóbaksskatti. Honum hefur verið
stefnt til að bera vitni fyrir réttinum.
Estrada er ákærður fyrir mútu-
þægni, spillingu, brot á stjórnar-
skránni og trúnaðarbrest, en mútu-
málið er þungamiðja málatilbúnaðar
andstæðinga hans. Öldungadeild fil-
ippseyska þingsins úrskurðar í mál-
inu, en í henni sitja 22 þingmenn. Til
að svipta forsetann embætti þurfa
tveir þriðju hlutar öldungadeildar-
þingmannanna að komast að þeirri
niðurstöðu að hann sé sekur um að
minnsta kosti eitt ákæraatriðanna.
Helmut
Kohl