Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Útifundur til stuðnings Palestínumönnum í TILEFNI Intifada-dagsins 8. des- ember og mannréttindadagsins 10. desember verður haldinn útifundur hjá Alþingishúsinu við Austurvöll í dag kl. 14. Minnst verður þeirra barna og fullorðinna sem fallið hafa fyrir byssukúlum ísraelshers í Pal- estínu undanfarnar tíu vikur og áhersla lögð á réttmætar kröfur pal- estínsku þjóðarinnar um sjálfstæði og mannréttindi sem leitt geta til friðar, segir í fréttatilkynningu. Ávörp flytja Steingrímur Her- mannsson, fyrrv. forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjamardóttir alþingis- maður, Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður og séra Þorbjöm Hlyn- ur Árnason prófastur, formaður alþjóða- og mannréttindanefndar, Lútherska heimssambandsins. Fundarstjóri verður Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður Félags- ins Ísland-Palestína. Kórfélagar leiða fjöldasöng. Safnað fyrir Palestínu í fréttatilkynningu segir: Ástand- ið í Palestínu er skelfilegt. Mikil sorg og reiði ríkir vegna allra þeirra sem látist hafa og þeim fjölgar stöðugt sem falla fyrir byssukúlum og sprengingum ísraelshers. Þá hefur 10 vikna innilokun þjarmað mjög að íbúum herteknu svæðanna, sem hafa orðið að þola vatnsskort, rafmagns- leysi, skort á lyfjum, matvælum og öðmm nauðsynjavörum. Hafin hefur verið söfnun til að létta undir með Palestínumönnum og sýna þeim stuðning í verki. Söfnunan-eikningur félagsins er 0527-26-699; kennitala 520188-1349. Búið er að afhenda fyrstu framlög frá söfnun FÍP til tveggja sjúkra- húsa í Jerúsalem og Gazaborg og til samtaka sem sjá um heilsugæslu, m.a. í flóttamannabúðum, þúsund Bandaríkjadali á hvem stað, segir í tilkynningunni. Rokktónleikar og málþing Á Kakóbarnum Geysi í Hinu hús- inu verða rokktónleikar og málþing kl. 15:30-22 til þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni Palestínu og ísraels. Fjölmargar hljómsveitir koma þar fram: Stjörnukisi, KK, 200.000 Nagl- bítar, Mínus, Vivid Brain, BlazRoca, Snafu, Andlát, Sesar og Vígspá. (á vegum DORDINGULL.COM og fleiri aðila.) Áramót í Básum með Útivist FERÐAFÉLAGIÐ Útivist mun að venju fagna nýju ári í Básum á Goða- landi (Þórsmörk), en áramótaferð Útivistar stendur í fjóra daga, farið er úr bænum kl. 8 að morgni 30. des- ember og komið til baka síðla dags 2. janúar árið 2001. í fréttatilkynningu segir: „í ára- mótaferð Útivistar kemur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér utan við ys og þys þéttbýlisins og eiga skemmtileg áramót í faðmi nátt- úrunnar. Fararstjórar og annað starfsfólk Útivistar gerir allt til þess að gera gestum dvölina í Básum huggulega og skemmtilega, upphitaðir skálarnir eru skreyttir hátíðarbúningi og þeg- ar dimmir er umhverfið lýst upp með kertaljósum. Á kvöldin eru kvöldvök- ur þar sem fólk safnast saman við söng, glens og gaman. Fjörugt fólk spilar á hljóðfæri, stjómar fjöldasöng og allir leggja eitthvað til málanna til Neftoíuve- t Babinnréttingar að gera kvöldin sem eftirminnilegust. A gamlárskvöld verður kveikt í brennu og mun fólk safnast þar sam- an til að kveðja gamla árið og fagna því nýja við bjarma brennunnar. Nýárskvöld verður farin blysför á einhvem heillandi stað og fá allir af- hent blys fyrir gönguna. Fer fram mikil flugeldasýning og verða gil og klettar lýst upp með blysum svo að stórkostlegt verður um að litast. Á daginn meðan birta leyfir er farið í gönguferðir, bæði léttar og svo aðrar meira krefjandi, má þar nefna gönguferð inn í Tungur, upp á Rétt- arfell og ef til vill upp á Utigöngu- höfða.“ Um fararstjórn í ferðinni sjá þau Vignir Jónsson og Ása Ögmunds- dóttir sem gjörþekkja Goðalandið og Þórsmörkina og um kvöldvökustjóm og gítarleik sér Sigurður Úlfarsson. Pantanir þarf að staðfesta í næstu viku á skrifstofu Útivistar á Hallveig- arstígl. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Vönduð amerísk borð þar sem stitl og notagildi fara saman. Littu við og skoðaðu fleiri gerðir. Bildshöfða 20 • 110 Reykjavik • sími 510 8000 • www.husgagnaholtin.is *i 7 Islenski lýbháskólinn fer til Danmerkur Skólastarfib í vetur fer fram íVallekilde Hojskole á Sjálandi. Innritun er hafin fyrir vorönn (4. janúar til 9. maí 2001). Kostnaöur aöeins kr. 7.900 á viku fyrir fæöi, herbergi og kennslu. Styrkir fást vegna fargjalds. Sækiö um strax því fjöldi nemenda er takmakaöur. Kynningarfundur í Norræna húsínu í dag, 9. desember kl. 14. Upplýsingar veitir Oddur Albertsson í síma 891 9057, netfang oddura@itn.is. Vefsífea skólans: www.vallekildeh.dk P Fréttir á Netinu % mbl.is Vantar þig nýtt og betra baö fyrir jólin? Nú er lag, því vib bjóbum allt ab afslátt af öllum gerbum. i msmm Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Friform IHÁTÚNI6A 0 húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT iUy kaffi Premium gœöi frá itafíu iHt, itly ■«w. l Suðurlandsbraut 6 • s. 568 3333 Þann 16. desember 2000 verða öll hlutabréf í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfa- skráningu íslands hf. i samræmi við ákvörðun stjórnar félagsins. Frá þeim degi ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignar- skráningu verðbréfa. Lokað verður fyrir viðskipti með bréf Sjóvá-Almennra trygginga hf. á Verðbréfaþingi mánudaginn 18. desember 2000. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá félagsins, að staðreyna skráninguna með fyrir- spurn til hlutaskrár Sjóvá-Almennra trygginga hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavik, í sima 569 2500 eða með tölvupósti til edda@sjova.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagn- vart félaginu fyrir skráningardag. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á fram- færi við fullgilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki) fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á því að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða sjálfkrafa ógild og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á því að ferli raf- rænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með bréf sín í félaginu að mánudeginum 18. desember nk. undanskildum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reiknings- stofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöf- um félagsins hafa verið kynntar þessar breytingar bréfleiðis. Upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu félagsins, sjova.is, og á vefsíðu Verðbréfaskráningar íslands hf., vbsi.is. Stjóm Sjóvd-Almennra trygginga hf. SJ0VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.