Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jónanna Sigríður Jónsdóttir fædd- ist á Nýlendi í Deild- ardal 25. september 1907. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra, Sauðárkróki, sunnudaginn 3. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Rögnvaldur Jónsson, útvegsbóndi á Hofsósi og Guðrún Sveinsdóttir, hús- móðir. Systkini henn- ar voru Sigurlaug, gift Narfa Þórðar- syni, þau eru látin. Ingibjörg Sól- veig, látin og Vilhelm, látinn. Jónanna giftist Jósafat Sigfús- syni frá Gröf á Höfðaströnd. Börn þeirra eru: 1) Bragi Þór, f. 1930, maki María Guðmunds- dóttir og eiga þau Qögur börn. 2) Guð- rún Jónfna, maki Björn Arason og eiga þau fjögur börn. 3) Jón Rögn- valdur, f. 1936, d. 1999, maki Sigríður Ingimarsdóttir og eiga þau tvo syni. 4) Ingibjörg Gunnhild- ur, f. 1940, maki Sveinn Friðvinsson og eiga þau þijá syni. Barnabarnabörnin eru 26. títfor Jónönnu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkanl3. alltaf og ástarpungarnir sviku eng- an. Garður ömmu var glæsilegur og forréttindi voru að fá að leika sér þar eftir veisluhöldin í eldhúsinu. Garðurinn var enginn venjulegur garður því þar vai- „peningatré“. Undir því tré lágu peningar sem höfðu „dottið“ af því. Þessa pen- inga týndum við með ömmu. Vitanlega vorum við ekki alltaf að gera það sem ömmu fannst sniðugt en hún var alltaf fljót að fyrirgefa okkur skammarstrikin. Amma kunni fleira en að gera góð- an mat, hún hafði gaman af því að bjóða okkur í krumlu en afi tapaði alltaf fyrir okkur í krók. Afa fylgdum við hvert fótmál þegar hann var heima. Fórum á loftið með honum og fengum kók í gleri og lékum okkur í gamla dót- inu, tauvindunni og gömlu tréskíð- unum og við tölum nú ekki um alla smáhlutina sem hægt var að skoða. Herbergið sem afi hafði fyrir sig var ekki minna ævintýri. Skúffur með allskonar dóti sem mátti fikta í. Toppurinn var að handleika „sýslumanninn" en svo kallaði afi vasahnífinn. Ömmu fannst við stundum glannalegir með „sýsla“. Aldrei urðum við leiðir á að skoða jólapappírinn sem hann braut sam- an eftir jólin og geymdi í sófanum sínum því honum fannst synd að henda svo fallegum pappír. í stofunni átti amma ígulker, krossfiska og steina sem hún hafði safnað, um þetta fræddi hún okkur og sagði sögur, en hún hafði yndi af því að segja sögur. Það var alltaf tími fyrir okkur hjá þeim. Ef ekki, þá var hann bara búinn til. Afi hafði alltaf tíma til að sitja með okkur og kenna okkur að lesa. Við sögðumst vera í „afaskóla". Á kvöldin fórum við í sjónvarps- sokkana og lögðumst á gólfið í sjónvarpsholið með ömmu og afa og horfðum á sjónvarpið. Að vera lítill gutti liggjandi milli ömmu og afa í sjónvarpsholinu og halda í höndina á ömmu, var einstakt. Við gætum talið margt fleira upp, Hereules hjólið sem var stærra en öll önnur hjól, jólin á Hólaveginum, gamli bærinn í garð- inum, púkkið sem spilað var á jól- um, gamla saumavélin, hattarnir ömmu og rauðu bússurnar hans afa. Allt voru þetta hlutir sem gerðu heimili þeirra að ævintýri fyrir litla gaura sem stundum létu hafa fyrir sér. Nú er amma farin til afa og þau saman á ný. Þeim leið alltaf best saman og því líður þeim vel núna. Þó börnin okkar eigi yndislegar ömmur og afa vildum við að þau hefðu fengið að kynnast lífinu á Hólavegi 14. Við rifjum stundum upp þessa hluti þegar við ræðum við börnin okkar og segjum þeim frá því hvernig hlutirnir voru þar. Segjum þeim hversu heppinn maður er að eiga ömmu og afa til að leita til, ömmu og afa sem kenna manni bænir og vaka yfir manni. Kannski segir það mest um þau og heimili þeirra að þegar við setjum þessi fáu orð á blað er okk- ur sorgin ekki efst í huga heldur þakklæti og gleði fyrir það sem þau gáfu okkur og hamingja yfir því að þau skuli nú vera saman á ný. Amma og afi, við þökkum fyrir allt. Gunnar, Björgvin og Atli. Nú er hún elsku langamma farin til Guðs. Það verður skrítið að geta ekki heimsótt hana á spítalann og fengið að kíkja í kommóðuna og fá sér nokkra mola, setið hjá henni og gætt sér á góðgæti, sem amma átti alltaf nóg af. En við vitum að amma er búin að hitta afa, og okk- ur líður vel að vita að þau eru sam- an á ný. Elsku langamma, takk fyrir all- ar ljúfu stundirnar sem við áttum saman, Guð geymi þig. Nú er sál þín rós í rósagarði guðs, kysst af englum, döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir. Aldrei mun þessi rós blikna að hausti. (R.Ó.) Þín langömmubörn, Arnar Magnús, Anna Sif og Berglind Ýr. Þegar ég var lítil var ég svo heppin að eiga aukapar af ömmu og afa. Það var Jonna amma og Jósi afi. Jonna var ömmusystir mín og Jósi maðurinn hennar. Þau eiga mjög sérstakan stað í minningum mínum þar sem stöðug gleði og glaumur og einhver ævintýraljómi er. Skemmtilegast fannst mér að hitta þau á Hólaveginum þar sem þau bjuggu á Sauðárkróki. Mér fannst húsið svo spennandi; hægt að labba í gegnum það, og garður- inn með litla húsinu ekki síðri. Jonna amma var svipuð á hæð og amma mín systir hennar en tölu- vert breiðari og það var svo gott að faðma hana, hún var svo mjúk. Jósi afi var svo sterkur þegar hann heilsaði manni, fannst mér þá. Þau voru alltaf svo glöð þegar við kom- um enda fannst þeim gaman að fá gesti og var gestrisnin eftir því. Jósi afi var alltaf að leika við okk- ur krakkana, og líka pínuhtið að stríða, og fannst manni hann hálf- göldróttur á stundum. Hann prjón- aði líka mikið og fékk maður stundum senda vettlinga frá þeim sem maður bar með miklu stolti enda einstaklega fallegir. Jonna amma átti yndislega fallegan upp- hlut með gullskyrtu og þetta var sko það flottasta sem ég hafði séð. I fermingarveislum og álíka mannamótum beið ég alltaf eftir að sjá Jonnu ömmu í gullinu sínu. Ég vil þakka ykkur fyrir að gefa mér þessar yndislegu minningar. Erna Björk. Aðeins örfá kveðju- og þakkar- orð til Jónönnu móðursystur minn- ar. Við fráfall hennar rifjast upp hugijúfar minningar frá bernsku- árum mínum og síðar á ævi minni. Ég dvaldi oft norður í Skagafirði hjá Guðrúnu ömmu minni á Stað- arbjörgum, Hofsósi, en í næsta húsi, á Sælandi, bjuggu heiðurs- hjónin Jósafat Sigfússon frá Gröf, Höfðaströnd, og eiginkona hans, Jónanna, ásamt fjórum börnum sínum. Heimilið var sérstaklega aðlaðandi, og skemmtilegt að fá að dvelja þar, einkum fyrir mig sem borgarbarn og einbirni, ég eignaði mér systkinin frá Sælandi sem „systkini“ mín norðan heiða með Jónönnu leyfi. Þetta var bæði þroskandi og sérlega skemmtilegt fyrir mig í starfi og leik. Ég til- einkaði mér margt í fari þeirra, enda var ég t.d. hörð í norðlensk- unni, þegar ég kom heim að hausti. Jónanna taldi það sína mestu gæfu í lífinu er hún gekk að eiga Jósafat, hann vann ýmis störf til lands og sjávar, og meðal annars sótti hann vertíð suður með sjó, þá kom í hlut Jónönnu að sjá um börn og bú. Jónanna var sérlega góð og dugleg húsmóðir, og margt til lista lagt til að sjá heimilinu farboða sem best. Tíminn leið og fjölskyld- an á Sælandi flutti á Sauðárkrók. Byggðu þau sér fljótlega mjög fal- legt hús, að Hólavegi 14, sem þau hjálpuðust að við að gera sem best úr garði fyrir sig og börnin. Garð- urinn var sérlega lystilega hannað- ur með ýmsum fallegum trjám og blómum ásamt sérstökum skraut- munum. Var hann með fallegustu görðum í bænum. Að koma á Hólaveg 14 og hitta fjölskylduna var alltaf jafn gaman og gott. íslenska gestrisnin í fyrir- rúmi sem húsmóðirinn stóð fyrir, en húsbóndinn var oftast tilbúinn að sinna yngri kynslóðinni með spilamennsku, sögufrásögnum og þrautum. Jósafat var mjög músík- alskur, spilaði á hljóðfæri og hélt mikið upp á að dansa, kenndi meira að segja mér að dansa mas- úrka af mikilli snilld. Móðir mín og Jonna reyndu að hittast eins oft og kostur var. Móð- ir mín kom oftast norður á sumrin og Jonna suður á vetrum ef að- Amma mín og afi voru frá upp- hafi stór þáttur í lífi mínu á Krókn- um þar sem ég fæddist og ólst upp til 10 ára aldurs og bjó á Hólaveg- inum með fjölskyldu minni. Ófáar ferðir fór ég á hjólinu mínu út Hólaveginn í heimsókn til þeirra. Það er svo margt sem ég get rifjað upp, t.d. kleinurnar hennar ömmu sem voru bestu kleinur sem ég hef fengið, hangikjötið og púkk- ið sem við spiluðum á jóladag. Fal- legi garðurinn hennar ömmu með trénu sem hún sagði okkur krökk- unum að væri peningatré. Þá höfðu amma eða afi laumast til að setja smápening undir tréð áður en við krakkarnir fengum að fara út í garð. Amma að spila á munnhörp- una, amma að bera handáburð á bræður mína þegar þeir gistu hjá íginni, amma að skúra útitröppurn- ar, margar margar minningar. Amma var líka mjög heppin að kynnast honum afa. Afi á hjólinu sem okkur fannst rosalega stórt og fengum stundum að hjóla á undir stönginni, afi að koma heim úr fiskinum með nestisboxið sitt, sá besti og ljúfasti maður sem amma gat fundið. Afi kenndi okkur að lesa, prjónaði á okkur sokka og vettlinga fór með okkur að veiða niður í fjöru, kenndi okkur að drekka kaffi og margt fleira. Ég vil þakka ömmu minni og afa fyrir hvað þau gerðu margt gott fyrir mig og voru mér mikils virði. Samskiptin við þau hafa mótað sýn mína á margt í lífinu. ' Guð geymi ykkur. Siguriaug Bragadóttir. „Þú umlykur mig á bak og brjóst, og hönd þína hefir þú lagt á mig“. Þessi orð úr 139. Davíðs- sálmi komu í huga minn er ég fékk vitneskju um andlát ömmu minnar og nöfnu Jónönnu Sigríðar Jóns- dóttur frá Staðarbjörgum. Amma hefur lifað langa ævi og viðburðarríka. Síðustu árin voru henni erfið og var hún búin að segja mér að nú vildi hún fara að hverfa í faðm Drottins, til hins ei- lífa lífs „óskalandsins, þar sem sól- in gengur aldrei undir" eins og hún sjálf orðaði svo fallega í greininni „Vakað á Jónsmessunótt 1961“ sem hún skrifaði í blaðið Tindastól á Sauðárkróki. í þeirri grein lýsir hún því, er hún gengur upp á Naf- irnar fyrir ofan Sauðárkrók á mið- nætti, ákveðin í því að vaka á Jóns- messunótt, horfa yfir bæinn sinn, fjörðinn og æskuslóðir. Ég klökkn- aði við lesturinn. Hvílík ást, tryggð og fegurð í lýsingum hennar á náttúrinni, lífinu og almættinu. „Þórðarhöfðinn er tignarlegur og ber sig vel að vanda" segir hún r, og setur fram þessa vísu: Tignarbragur krýnir kinn koll og hagaborðin. Höfðinn fapr setur sinn svip á Skagafjörðinn. Þessi vísa var ömmu minni af- skaplega hugleikin síðustu árin. Minningar. Töfrar þessa orðs feafa verið mér umhugsunarefni síðustu daga. Hvílíkur fjársjóður að eiga. Að koma á Krókinn þegar ég var stelpa var hápunktur sum- arfrísins fyrir okkur systkinin „að sunnan“. Hólavegur 14 var mið- punkturinn, þar bjuggu amma og afi. Garðurinn þeirra við húsið var engu líkur, enda verðlaunagarður á sinni tíð. Amma eyddi þar löngum stundum, kenndi okkur heiti á blómum og runnum og einhvern veginn finnst mér að það hafi verið hreiður með ungum í garðinum á hverju sumri, meira að segja líka í klemmukörfunni. Og þessi amma var óvenjuleg, hún safnaði steinum, hún var mikil hannyrðakona, bjó til listaverk úr ótrúlegustu hlutum, vakti alein á Jónsmessunótt uppi á Nöfunum, skúraði útitröppurnai’ reglulega og eldaði alitaf kjötsúpu handa mér þegar ég kom í bæinn. En hún var líka lánsöm kona, hún átti afa Jósafat fyrir eiginmann. Hann var líka óvenjulegur afi, hann prjónaði sokka og vettlinga á okkur barna- börnin, gaf okkur barnakaffi með mola og skammaði okkur aldrei, var bara ljúfur og góður afi eins og afar mega vera, blessuð sé minn- ing hans. Amma kenndi mér að biðja bæn- irnar mínar fyrir svefninn, en hún gerði meira en það, hún kenndi mér að biðja til Guðs og þakka fyr- ir hvern liðinn dag. Það var eins og hún væri í beinu sambandi við Guð því hún talaði oft þannig, að það var eins og hann væri nær manni en annars. Og það voru bæði morgunbænir og kvöldbænir sem • farið var með hjá henni og afa. Hún signdi líka útidyrnar á hverju kvöldi, það veitti henni öryggis- kennd, sagði hún mér síðar. Ég vil þakka ömmu sérstaklega fyrir það trúaruppeldi sem hún gaf mér, það hefur verið mér dýi-mæt reynsla í gegnum tíðina. Elsku amma mín og nafna. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum af alhug mætar samveru- stundir og víst er að bjart mun verða yfir minningu þinni. Guð geymi þig. Jónanna Guðrún Björnsdóttir. Okkur langar að minnast ömmu Jónönnu og afa Jósa í fáum orðum. Amma lést sl. sunnudag á Dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki en afi Jósi lést í desember 1990. Þau nutu einstakrar umönnunar og al- úðar hjá starfsfólki Dvalarheimilis- ins þau ár sem þau voru þar, fyrir það verður seint fullþakkað. Minningin um ömmu og afa er minning sem aldrei hverfur. Áhrif þeirra á uppeldi og líf okkar verða okkur ljósari með hverju árinu. Vonin um að minning um mann sjálfan verði í líkingu við þeirra er sterk hvatning til að nýta lífið á já- kvæðan og dugmikinn hátt. Það er svo margt smátt og stórt sem kemur í hugann þegar maður hugsar til baka og rifjar upp allar stundirnar á Hólaveginum. Það var alltaf einhver avintýraljómi yfir því að koma þangað. Við vissum að amma átti alltaf eitthvað gott með mjólkinni, lummustaflinn freistaði JÓNANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR stæður leyfðu, enda mjög nánar og góðar systur. Hún bar mikla virðingu fyrir ís- lenska þjóðbúningnum, átti afar fallegan upphlut, sem hún skartaði í giftingunni minni. Ég var alltaf svo stolt af henni, hún var svo fal- leg og fín. Ég naut þess að fara með henni víða þegar hún kom til Reykjavíkur. Barnabörnin löðuðust að Jón- önnu og var hún afar stolt amma og var óspör að segja mér frá barnabörnum sínum er fram liðu stundir. Þegar Jónana varð níræð var haldið uppá afmælið með glæsi- brag og var ég svo lánsöm að geta verið þar. Það var yndislegt að sjá hversu vel hún naut sín á þeim fal- lega degi, umkringd fjölskyldu sinni og vinum. Gjafir fékk hún margar og voru þær sem snertu hana mest fluttar af fjölhæfum fjölskyldumeðlimum, t.d. lang- ömmubörnum, síðast en ekki síst komu Álftagerðisbræður og sungu uppáhaldslögin hennar. Nú er ævisól Jónönnu móður- systur minnar hnigin til viðar, hafi hún bestu þakkir fyrir tryggð sína og elskusemi við mig og mína. Guð blessi minningu hennar. Elsku frændsystkin, fjölskyldur og vinir, mínar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Guðrún Erna Narfadóttir. í dag er kvödd amma mín Jón- anna S. Jónsdóttir frá Staðar- björgum á Hofsósi, er hún síðust fjögurra systkina til að yfirgefa jarðvistina. Ég naut þeirra forrétt- inda að fæðast þegar foreldrar mínir bjuggu í sama húsi og amma og afi á Hólavegi 14. Tæpum sjö árum síðar flutti fjölskylda mín, en ekki langt, aðeins sunnar í sömu götu, svo fjarlægðin við afa og ömmu varð ekki mikil. Leiðin í skólann lá eftir Hólaveginum, og flesta ef ekki alla daga var komið við á 14, þar beið manns nóg af kökum og brauði að hætti góðrar ömmu. Oftar en ekki sat amma við sauma eða föndur því hún var sér- lega listræn kona og ekki stóð á að leyfa áhugasamri sonardóttur að taka þátt. Amma mín var náttúru- barn, um það vitnar áhugi hennar á allri garðrækt, steinasöfnun, Jónsmessunæturvökur og margt fleira. Eitt af því sem ömmu líkaði illa var að heyra mann flauta og gerði hún ákveðnar athugasemdir við það. Dag einn stóð ég hana þó að því athæfi, var hún þá að semja lag fyrir Danslagakeppnina og flautið því alveg nauðsynlegt. Amma ól barnabörnin upp við það að iðjusemi væri dyggð og sá til þess að verkefni fyndist ef fólk kom í heimsókn, fólust þau til dæmis í því að þurrka af í stofunni, þvo upp eða glatta, sópa eða annað sem til féll, við misjafnlega mikla hrifningu þátttakenda. Sterkur þáttur í lífi ömmu var tiúin og trú á annað líf. Bókakosturinn á heim- ilinu bar vott um það, mikið lesefni var þar um andalækna og miðla. Þegar veikindi og erfiðleikar steðjuðu að var styrkur sóttur í fyrirbænir og andalækna. „Trúðu á tvennt í heimi“, þetta þykja mér vera nokkurs konar einkunnarorð fyrir ömmu. Þegar gömlu hjónin gátu ekki lengur haldið heimili og afi fór á Dvalarheimilið fór amma til dvalar hjá Imbu dóttur sinni og Svenna. Átti hún skjól hjá þeim þar til hún fór líka á Dvalarheimil- ið. Ég held að ekki sé á neinn hall- að þótt Imbu sérstaklega svo og Svenna sé þökkuð sérstaklega um- hyggjan og natnin við ömmu og afa bæði. Nú er amma farin til fundar við áður farna ættingja, foreldra sína, systkini, Nonna frænda og fleiri. Ég held að hvíldin hafi verið henni kærkomin. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Sólveig Bragadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.