Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJANA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Kristjana Sigríð- ur Ólafsdóttir var fædd á Lokinhömr- um í Arnarfírði en flutti tveggja ára með foreldrum sínum til Flateyrar og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Jónsson, skip- stjóri, f. 10.9.1875, d. 1.3. 1935, og Ásta Magnfríður Magnús- dóttir, f. 13.7.1885, d. 24.9. 1941. Kristjana var önnur í röð 12 barna þeirra, en þau sem komust á legg fyrir utan Kristjönu voru: Jón, f. 22.3. 1904, d. 11.1. 1944; Sigrún, f. 30.6. 1907, d. 16.5. 1986; Kristín, f. 22.10. 1910, d. 25.5. 1993; Jóna, f. 22.6. 1913, d. 8.12. 1988; Sölvi G. ísfjörð, f. 6.7. 1922, d. 12.8.1987, og Oddur, f. 7.8.1927, d. 8.7.1935. Kristjana flutti til Keflavíkur 1931 og bjó þar sfðan. Maður hennar var Bergsteinn Sigurðs- son, húsasmíðameistari, f. 2.6. 1899, d. 2.6.1980. Þau giftu sig 18. október 1935. Bergsteinn var son- ur Sigurðar Oddgeirssonar í Reykjavík og Málfríðar Jóhanns- dóttur. Fósturforeldrar: Berg- steinn Jóhannsson, bróðir Málfríð- ar, og Guðlaug Tómasdóttir frá Bjargi á Akranesi. Krisljana og Bergsteinn eignuðust sex börn: 1) Drengur, f. andvana 13.3. 1936. 2) 'Bergþóra Guðlaug, f. 28.7. 1937, gift Héðni Skarphéðinssyni, börn þeirra: Kristjana Birna, gift Þor- steini Bjarnasyni og eiga þau tvö börn. Aðalheiður, gift Eiríki Hilm- arssyni og eiga þau þijú börn. Skarphéðinn Sveinn, kvæntur Lynneu May Clark og eiga þau tvö böm. 3) Solveig Guðný, f. 1.5. 1939, d. 14.9.1940.4) Áslaug, f. 11.2. 1941, gift Gylfa Valtýs- syni, börn þeirra: El- ín, á tvö börn. Ágústa, maki Guð- mundur Hreinsson og eiga þau þrjú börn. Valtýr, maki Erla Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. 5) Ásta Málfríður, f. 7.12. 1942, gift Jóni Vestmann, þeirra sonur er Einar Guð- mundur, maki Jess- icka Olsson. Fyrr- verandi maður Ástu, Ólafur R.Sigurðsson, þeirra böm: Ágústa Guðrún, gift Baldri Rafni Sigurðs- syni og eiga þau fjögur börn. Þór- Iaug, á þijú böm. Bergsteinn kvæntur Fríðu Egilsdóttur og eiga þau tvö börn. Sigurður, kvæntur Lottu Lidén. Ólafur Ragnar á eitt barn, maki Linda Faijeson. Örn Bergsteinsson, f. 26.8.1944, kvæntur Þorgerði Aradóttur og þeirra böm; María Júlíana gift Ól- afi Emi Ingibergssyni og eiga þau þijú börn. Bergsteinn Olafur, kvæntur Halldóru Benónýsdóttur og eiga þau tvö börn. Kristjana og Bergsteinn bjuggu allan sinn búskap á Suðurgötu 37 í Keflavík. Kristjana tók þátt í starfsemi Ungmennafélags Kefla- víkur á si'num yngri áram og síðar sat hún í sljórn Sjálfsbjargar, Suð- urnesjum, um árabil og starfaði einnig með Kvennaklúbbi Karia- kórs Keflavíkur. Eftir lát manns síns bjó Krisijana í íbúð fyrir al- draða á Suðurgötu 12, en si'ðustu níu ár var heimili hennar á Dval- arheimili aldraðra, Garðvangi, Garði. Utför Kristjönu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hinlangaþrauterliðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt (V. Briem.) ^ Elsku mamma. Nú, þegar leiðir skilur koma upp í hugann ýmsar myndir af þér í gegn- um árin. Aðeins um tvítugt varðst þú fyrir þeirri lífsreynslu að taka varð af þér hægri fótinn. Ég man að þú sagðir mér að þá hefðir þú helst viljað deyja. En Guð ætlaði þér annað hlutverk í h'finu, þú kynnstist pabba og áttuð þið samleið í hálfan fimmta áratug. Myndarskapur þinn var rómaður og oft var mannmargt á Suðurgöt- unni, þar sem gleðin og söngurinn hjjómaði um húsið. Pabbi var á kafi í leiklist og söng, og þú stóðst eins og klettur við hlið hans. Þegar hann féll frá tókst þú því með jafnaðargeði eins og öllum þeim áföllum sem dundu yfir þjg. Aldrei féll þér verk úr hendi, sáumaðir fötin á okkur, heklaðir, tald- ir út og eru hlutimir sem eftir þig liggja óteljandi. Til dæmis, þá saum- aðir þú stórar myndir og gafst öllum bamabörnum þínum í fermingjargjöf. Handavinnu vannst þú alveg þangað til fyrir einu og háifu ári síðan, er heilsa og kraftar vom á þrotum. Þú hafðir ákaflega gaman af að ferðast, bæði innanlands og utan. Þú varst mikil félagsvera og áttir margar góðar stundir með félögum í Sjálfs- björg á Suðumesjum, sem og í Kvennaklúbbi Karlakórs Keflavíkur, ríj-in fjögur eins og þið kölluðuð ykk- ur. Á Garðvangi sem þú leist alltaf á sem þitt heimili en ekki stofnun, áttir þú margar ánægjustundir. Þar em nú vinkonur þínar Magga, Bubba, Sigga og Ósk og sakna þín sárt. Einnig starfsstúlkumar sem vom þér svo yndislega góðar, að það verður aldrei þfckkað til fulls. Hlýleikinn og virðing- in sem þær báru til þín var einstök. Gylfi, bömin okkar og bamabömin sakna þín sárt og þakka þér fyrir allt. Elsku mamma, hvll þú í friði. Margseraðminnasf margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Þar sem ég sit og rita þessi minn- ingarorð um hana Kristjönu ömmu mína, sem lést 28. nóvember sl., hvarfla augun að listaverki gerðu af henni úr mannshári, en það hefur nú öðlast sérstakan sess á mínu heimili. Á blómakörfuna er bróderað ártalið 1930, en þremur áram áður hafði amma orðið fyrir lífsreynslu sem átti eftir að hafa áhrif á h'f hennar upp frá því. Aðeins 22 ára gömul verður hún fyrir því að missa hægri fótinn; hann var teldnn af langt ofan hnés. Má nærri geta hvflíkt áfall það hefur ver- ið ungri konu í blóma lífsins. En með hvatningu góðra manna og bjartsýni, sem ekki alltaf er sjálfgefin, fékk amma lífslöngunina aftur. Mér verður hugsað til þess að í raun megi líkja ævi hennar við gerð þessarar blóma- körfu úr hári, þar sem fléttast saman sársauki og þjáningar, en jafnframt bjartsýni og trú á lífið og það sem það getur gefið manni. „Skuggamir gera ljósið skærara“, vom orð hennar. Blómakörfuna óf amma úr sínu hári og systkina sinna, körfuna sem hefur þurft mörg handtökin við að Ijúka við, hvert laufblað bryddað með hárlokk- um sem era beygðir, þar til þeir enda á sínum stað og hafa fengið sitt hlut- verk í að skapa eina heild. Þrátt fyrir að hún hafi átt við fotlun að stríða 73 ár ævi sinnar, var Sjana amma gæfukona í sínu lífi. Hún eign- aðist besta eiginmann sem hægt var að hugsa sér, hann Begga afa, sem bókstaflega bar hana á höndum sér og óskaði þess eins að geta gert henni lífið léttbærara. Þau vora ólík um margt, en léttlynd bæði og félagslynd, og samrýnd mjög, þau áttu saman 45 ár. Þau eignuðust sex böm, en af þeim komust fjögur til manns, og þau vora foreldram sínum allt. Amma var húsmóðir með stóru H-i, hennar metnaður lá í að fegra heimil- ið og búa afa og systkinunum góðan samastað. Henni féll eiginlega aldrei verk úr hendi. Eftir að hún fór að reskjast þótti henni gott að fá okkur bamabörnin lánuð til að létta undir með heimilisstöi'fin. Þá var gott að vera „fætur“ ömmu og snúast fyrir hana. Öll slík hjálp var mikils metin og launuð ríkulega. Auk þess að leggja alúð við heimilisstörf, var handavinna hennar líf og yndi. Svo samofið er þetta áhugamál nafni ömmu að ekki verður sundur skilið. Hún notaði svo sannarlega þessar tvær hendur sem henni vora gefnar, því „hvað er það að missa fót hjá því að missa hægri höndina?" varð ömmu að orði í blaðaviðtali í tilefni sjötugs- aftnælis hennar. Engu skipti hvort um var að ræða útsaum, hekl og prjónaskap, eða seinna meir leirgerð; afköstin voru gífurleg og handbragðið eftir því. Era ófá handavinnustykkin sem hún hefur glatt okkur afkomend- ur sína og aðra með og prýða þessir dýrgripir nú hýbýli okkar, gerðir af smekkvísi og vandvirkni sem ömmu var í blóð borin. En amma var ein- staklega gjafmild og gaf gjafir af rausnogmeðgleði. Amma fylgdist ótrúlega vel með öllu sem fram fór í kringum hana, þó sökum fötlunar sinnar, gæti hún ekki farið um að vild. Minnið var gott og hugsunin skýr og klár, og var hún svo vel með á nótunum er menn og mál- efni bar á góma, að undrun sætti. Hún fylgdist t.d. glöggt með gengi körfu- knattleiksliða okkar Suðumesja- manna og hafði gaman af að horfa á liðin etja kappi í sjónvarpi og ræða úr- slitin daginn eftir. Hún var einstak- lega næm á tilfinningar annarra og fann augljóslega til með öðram og minntist oft í verki þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Við bamabömin erum 15 (en hún taldi alltaf með Bergstein Einarsson, bamabam vinahjóna þeirra og nafna afa), og langömmubömin eru 29. Hún fylgdist grannt með því sem við tók- um okkur fyrir hendur, hvort sem var í námi eða starfi; við voram stolt hennar og gleði. Hún var glöðust af öllum ef okkur gekk vel og hún sýndi okkur einatt einstaka alúð og rausn- arskap. Minnumst við bamabömin gleðistunda á heimili ömmu og afa á Suðurgötunni, s.s. um jól og í afrnæl- um þar sem stórijölskyldan var sam- an komin og oft glatt á hjalla. Amma leið oft kvalir sökum afleið- inga fötlunar sinnar og var langdvöl- um á sjúkrahúsi eða lá rúmföst heima, en alltaf reis hún aftur upp og átti góð tímabil á milli. En aldrei var það neitt aðalatriði að hún væri þjáð, hún hafði fyrst og fremst áhuga á því sem við voram að fást við. Og hún lét fötlunina ekki aftra sér, meðan heilsan leyfði var hún dugleg að fara út á meðal fólks. Hún fór í ferðalög hér heima og erlendis, og í tjaldútilegu fór hún þótt hún væri orðin sjötug, með afa og vinafólki. Hún gekk við gervifót öll sín fullorðinsár, en síðustu tvo áratugina fór hún um í hjólastól. Amma var fal- leg kona og elli kerling fór um hana mildum höndum og hún hélt reisn sinni og eðlislægri yfirvegun til hinstu stundar. Eins og hárvefnaðurinn krefst aga og þolgæðis, þannig var líf ömmu. Þegar við lítum yfir æviskeiðið sem spannar hartnær heila öld, þá finnum við einungis fyrir þakklæti að hafa átt hana að. Hún verður börnum sínum, okkur bai'nabömunum og langömmu- bömunum ævarandi hvatning þess að láta ekki hugfallast, þótt á móti blási. Þannig hefur líf hennar verið og verð- ur okkur sönn fyrirmynd. Amma átti níu síðustu æviár sín á Garðvangi í Garði, það vora góð ár og þar leið henni vel, umvafin góðu fag- fólki og öðra starfsliði sem annaðist hana af alúð. Gott er að geta minnst hennar, þegar maður kom um helgar í heimsókn, sem var þó alltof sjaldan, sitjandi, uppáklædd og fín, með ný- lagt silfrað, þykkt hárið, bíðandi þess að einhver liti inn. En virku dagarnir vora uppteknir, þá helgaði hún handavinnu; perluverki og málun í góðum félagsskap. Ég vil að lokum þakka Kristjönu ömmu samfylgdina í þessi 43 ár. Amma var trúrækin mjög og treysti Drottni sínum og eins og hún minntist okkar í bænum sínum á hveiju kvöldi, þá biðjum við henni Guðs blessunar og góðrar heimkomu. Vitum til, afi mun taka flautandi á móti henni hin- um megin með opinn faðminn. Guð blessi minningu ömmu minnar, Kiist- jönu Olafsdóttur. Kristjana B. Héðinsdóttir. Elskuleg amma mín, Kristjana Ól- afsdóttir, alltaf köliuð Sjana, er látin. Þegai' ég horfi yfir farinn veg koma margar minningar fram í huga mér. Nafnið Kristjana merkir sú sem fylg- ir Kristi, og sú sem einsetur sér eitt- hvað, tekst það alltaf. Þetta era orð að sönnu því að hún var mjög trúuð og viljasterk kona. Bænimar bað hún alltaf á hveiju kvöldi fyrir ástvinum sínum og las upp nokkra sálma Á 22. ári missir hún fótinn, en hún hafði fengið krabbamein í hné. Hún dvaldist hjá indælum hjónum, Áslaugu Guðmundsdóttur og Daníel Kristinssyni, Reykjavík, sem hjálp- uðu henni mikið þegar hún gekk í gegnum þessa erfiðleika. Amma sagði að Daníel hefði oft barið í borðið og sagt: „Þú verður að láta þig langa til að lifa.“ Já, þetta hafði sín áhrif og styrkti hana. Staðfesta hennar í trúnni á Jesúm Krist hjálpaði henni og hún missti aldrei sjónar á því já- kvæða í lífínu. Hennar mesta gæfu- spor í lífinu var þegar hún kynntist afa, Bergsteini Ólafi Sigurðssyni. Hann var henni ætíð stoð og stytta í öllu þeirra lífi. Allt sem afi gerði mið- aði að hennar þörfum og sagði einn vinur ömmu í Keflavík: „Þetta er eini maðm'inn í Keflavík, sem ég hefði vilj- að að þú hefðir fengið." Allt líf ömmu og afa mótaðist af gagnkvæmri virð- ingu, ást og hlýju. Amma sat í stjóm Sjálfsbjargar og var í kvennaklúbbi Karlakórs Kefla- víkur og vann mikið starf fyrir félög- in. Þegar ég var ung fór ég oft að selja happdrættismiða Sjálfsbjargar og merki fyrir ömmu. Sjana amma var sérstaklega lagin í höndunum. Lærði hún hárvefnað á Isafirði og vann mynd úr háram, sem hefur verið á sýningum bæði hér heima og erlendis. Saumaði hún ógrynni af myndum og heklaði mikið. Þegar ég var að byija í handavinnu í skóla kenndi hún mér að hekla. Heim- ili hennar var alltaf mjög snyrtilegt en heimilishjálp var af skomum skammti hennar fyrstu búskaparár en þegar afi kom úr vinnu á kvöldin hjálpaði hann til. Örorkubætur fékk hún fyrst 1964 þegar hún hafði verið fötluð í 37 ár, því hún þótti ekki vera nógu mikill öryrki. Ég hjálpaði henni oft að þrífa og kenndi hún mér margt í sambandi við húsverk, heimilishald og matargerð. Eftir að ég stofnaði mitt heimili var alltaf sterkt samband okkar á milli. Ég heimsótti ömmu oft. Þegar ég var ófrísk að fyrsta barninu mínu bjó ég í Reykjavík og var ég ekki með neinn síma. Einn dag fékk ég skilaboð úr næstu íbúð, að ég ætti að koma strax til Keflavíkur. Eg dreif mig og rétt náði rútunni og þegar ég kom til ömmu sat hún við eldhúsborðið og beið. Hún var búin að leggja á borðið og bauð mér sæti á móti sér. Ég hafði haft miklar áhyggjur og á leiðinni var ég að velta því fyrir mér að hvað væri að. En móðir mín bjó þá í Svíþjóð. Hún sat róleg í stólnum sínum og ég spurði hvort eitthvað væri að. Þá sagði hún: „Nei, það er ekkert að, en líður þér eitthvað illa?“ Svona var sterkt sambandið á milli okkar, hún fann ef eitthvað var að og alltaf gat ég leitað til hennar. Og þegar ég eignað- ist framburðinn kom ekkert annað til greina en að nefna hann Kristján í höfuðið á ömmu. Öll böm löðuðust að henni og þótti vænt um hana. Þegar Einar bróðir minn fermdist úti í Svíþjóð fóram ég og Gullý dóttir hennar þangað. Ferðin gekk mjög vel og áttum við yndislega daga þar. Tóku allir þátt í undirbúningi veisl- unnar og amma fægði og pússaði allt sem pússa þurfti. Fóram við með ömmu í nokkra verslunarleiðangra og þótti henni gaman að sjá allt sem var á boðstólum. Svo var verslað og hún mátaði svo allt þegar heim var komið og hélt fyrir okkur tískusýningu, síð- an var prófað hvaða hálsfesti eða eymalokkar pössuðu bestvið dressin. Það var mikið hlegið og hún lék á als oddi. Jú, amma var alltaf svo fin ogvel til höfð. Eftir að við komun heim til í s- lands talaði hún oft um ferðina og hvað hefði verið gaman að hitta afla þar. Sjana amma gafst valdi hins upp- risna frelsara okkar Jesú Krists frá fyrstu tíð, en það er vald kærleikans og lífsins, hins eilífa gróanda og tók ávallt stefnu á lífið, þótt oft hafi hún „titrað líkt og stormi slegin rós“.(SB. 390), það líf sem kærleikur Krists op- inberaði hér á jörðu. Þig verður að langa að láta þig langa til að lifa voru orðin sem svo oft komu fram á varir hennar og hún skynjaði að skuggarn- ir sem urðu á veginum í lífi hennar gerðu ljós Krists bjartara. Hans kær- leikur nær út yfir allt. Því Kristur, sem gaf okkur vonina og sýndi hinn sanna kærleika, elskar okkur líka hér á landi lifenda sem handan þess lands því hann segir við okkur: „Ég vík aldrei frá þér.“ Sjana amma var alltaf bjartsýn á lífið þrátt fyrir allt sem am- aði að, því að hún vissi að við erum Guði falin og hans eilífi gróður visnar aldrei. Ég þakka þér það góða veganesti sem þú gafst mér. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfiJesúsjþínahönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Ágústa Guðrún Ólafsdóttir. Elsku Sjana amma. Við vitum að þér líður vel hjá Begga afa þar sem Guð varðveitir ykkur. Við eigum margai' góðai' minningar um þig, þú varst alltaf svo góð við okkur. Það var gaman þegar við María Rut og Andrés Páll komum og spiluð- um nokkur lög á fiðluna fyrir þig úti á Garðvangi og í sumar þegar María Rut spilaði fyrir þig þegar þú varðst 95 ára. Afltaf gafstu okkur konfekt eða annað góðgæti þegar við komum til þín. Við eigum öll eftir að sakna þín. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og þökkum fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, og bænirnar allar sem þú baðst fyrir okkur. Kristján Ástþór, Magna Magda- lena, María Rut og Andrés Páll. Hjartfólgin vinkona mín, Kristjana Ólafsdóttir, heftu' kvatt þennan heim eftir langa hérvist og er nú á leið til annarsogæðralífs. Mai-gs er að minnast á þessum tímamótum og ljóst að svo sannarlega era góðar minningar mikil gæði því þær geymum við í huga okkar og get- um sótt í þær kraft og yl. Þess vegna langar mig, elsku Sjana mín, að skrifa þér nokkur kveðjuorð. Margir áratugir era liðnir en samt svo undra stutt síðan í endurminning- unni að leiðir okkai' lágu saman í Keflavík. Og þar kynntist ég í þér mikilhæfri konu, Sjana mín, því svo sannarlega stjómaðir þú heimili þínu með miklum höfðings- og myndar- brag og sýndir öllum hlýju og tak- markalausa gestrisni og allt þitt fólk. Og mér þótti þá og alltaf síðan hreint ótrúlegt og aðdáanlegt hversu lítið þú lést stórvægilega fotlun af völdum meins og fótarmissis í kjölfarið baga þig þrátt fyrir hreyfiskerðingu og löngum sárar kvalir. Lífsvilji, bjartsýni og sálarþrek vora þeir þættir sem einkenndu líf þitt. Þú veittir styrk öllum sem áttu í erfið- leikum. Lífshlaup þitt var svo sannar- lega lærdómsríkt. Þú varst gæfu- manneskja. Ung kynntust þið Beggi og áttuð yndisleg ár saman. Börn ykkai', bamabömin og bamabarna- börnin voru augasteinar ykkar og átt- uð þið miklu barnaláni að fagna. Heimilið var helgireitur ykkar og þið sköpuðuð ykkur innihaldsríkt og ánægjulegt heimilislíf. Þú varst mikil handavinnukona, listakona í höndun- um og eftir þig liggja mörg verk, sem margir eiga eftir þig og njóta. Eiginmenn okkai', Beggi og Einar, vora miklii' vinir og unnu í áratugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.