Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 7-L Safnaðarstarf Aðventukvöld í Vídalínskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 10. des- ember, verður aðventukvöld í Vída- línskirkju í Garðabæ. Aðventukvöld er fastur liður í starfí Garðasóknar og hefur dagskráin verið í höndum kórs Vídalínskirkju. Að þessu sinni verður tónlistin enn fjölbreyttari en áður. Auk kórs Vídalínskirkju syng- ur nýstofnaður Kvennakór Garða- bæjar tvö lög undir stjórn Ingibjarg- ar Guðjónsdóttur sópransöngkonu. Kórarnir syngja síðan saman tvö lög, annað þeirra er Ó, helga nótt þar sem Ingibjörg syngur einsöng. Und- irleikur verður í höndum strengja- sveitar, orgelleikara og annars af heiðurslistamönnum Garðabæjar ár- ið 2000; Peter Tompkins, sem leikur á óbó. I lok aðventukvöldsins verður ljósahátíð þegar nokkrar stúlkur koma inn syngjandi með kertaljós. Stjórnandi tónlistar á aðventukvöld- inu verður organisti Garðasóknar, Jóhann Baldvinsson. Allir eru vel- komnir á aðventukvöldið, en að því loknu verður boðið upp á súkkulaði og piparkökur í Kirkjuhvoli, safnað- arheimili kirkjunnar. Kór Hrafnistu syng- ur við guðsþjónustu í Hafnarfj ar ðarkirkj u SUNNUDAGINN 10. desember næstkomandi mun Kór Hrafnistu í Hafnarfírði syngja við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju. Kór Hrafn- istu i Hafnarfirði var stofnaður síð- sumars á liðnu sumri. Kórinn skipa 16 heimamenn við Hrafnistu og er um blandaðan kór að ræða. Stjórn- andi kórsins er Böðvar Magnússon en hann er jafnframt stjórnandi fé- lagsstarfs Hrafnistu í Hafnarfirði og leikur hann undir söngnum. Kórinn hefur til þessa sungið á ýmsum öldr- unarheimilum á höfuðborgarsvæð- inu. Það má teljast til afreka hjá öldruðu fólki að læra ný lög og texta á stuttum tíma og flytja þau opinber- lega. En áhuginn „flytur fjöll“ og æft er tvisvar í viku. Mun kórinn að þessu sinni flytja lag eftir Pál Þor- leifsson, heimilismann á Hrafnistu, Hafnarfírði. Páll er fæddur 1910. A unglingsárum söng hann með kór Hérðasskólans að Laugarvatni undir stjórn Þórðar Kristleifssonar. 1934 byrjaði Páll svo að syngja með karla- kórnum Þröstum í Hafnarfirði og hefur kórinn flutt sjö lög eftir hann. Páll var m.a húsvörður í Flensborg- arskóla í ein 20 ár. Ljóðið við lagið sem kórinn flytur við guðsþjónust- una er ort af Eiríki Pálssyni, sem er fæddur 1911, en hann er þekktur Hafnfirðingur, var bæjarstjóri 1945- 1948, síðan skattstjóri og forstjóri Sólvangs. Kór H afn arfj arð arkirkj u leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Natalíu Chow, en prestur er sr. Þór- hallur Heimisson, sem jafnframt er prestur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðsþjónustan hefst kl. 11.00 og eru allii' að sjálfsögðu velkomnir. Samhljómur kirkna MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 11. desem- ber kl. 20.30 verður fjallað um sam- hljóm trúar og kirkna í safnaðar- heimili St. Jósefskirkju í Hafnarfirði á samkirkjulegu fræðslukvöldi á vegum hennar og Hafnarfjarðar- kirkju. Fjallað verður um samein- andi tilbeiðsluhætti fyrr og nú og leitað í þá fjársjóði sem kirkju- og fagurtónlist aldanna hefur að geyma og glæðir guðsvitund, samkennd og lífslotningu. Hlýtt verður á tóndæmi af hljómdiskum sem glöggt draga þau verðmæti fram. Sr. Kristján Val- ur Ingólfsson lektor og sr. Jakob Roland og sr. Gunnþór Ingason munu leiða þessa umfjöllun og stutta helgistund sem á eftir fylgir í kirkjunni. Allir eru velkomnir. Gerðubergskórinn og kaffisala í Breið- holtskirkju ANNAN sunnudag í aðventu, 10. desember, fáum við ánægjulega heimsókn í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þá kemur Gerðubergskórinn, kór fé- lagsstarfsins í Gerðubergi, og syng- ur við messu kl. 14 undir stjóm Kára Friðrikssonar, en sú hefð hefur skapast að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heimsókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Einnig munu þátttakendur úr félagsstarfinu, þau Heiða Tryggvadóttir, Jakob B. Þorsteins- son, Ragna Hjartar og Þorkell Sig- urðsson, lesa ritningarlestra og bænir. Vakin skal athygli á því að hér er um að ræða breyttan messu- tíma frá því sem venjulegast er í kirkjunni. Að messu lokinni verður síðan kaffisala Kvenfélags Breiðholts, en félagið hefur alla tíð stutt safnaðar- starfið og kirkjubygginguna af mikl- um dugnaði og rausnarskap. Það er von okkar að sem flestir safnaðar- meðlimir og aðrir velunnarar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni og styðja síð- an starf kvenfélagsins með þvi að þiggja veitingar á eftir. Sr. Gísli Jónasson. Aðventusamkoma í Nj ar ð ví kur kir kj u Aðventusamkoma verður haldin sunnudaginn 10. desember kl. 20.00. Guðbjörg Böðvarsdóttir flytur hug- leiðingu. Böm úr Tónlistarskóla Þarftu að hitta F VEÍninn? Hann verbur til vibtals í NESTI 4 dag! iagnvegi, NESTI Ga kl NESTI Stórahjalla, kl. 14-16 (0) Olíufélagið hf www.esso.is Reykjanesbæjar koma fram. Ferm- ingarböm lesa ritningarlestra. Lísa Dóra Sigurðardóttir syngur einsöng. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar org- anista. Sóknarnefnd Innri-Njarðvík- ursafnaðar og Systrafélag Njarðvík- urkirkju bjóða upp á veitingar í safnaðarheimilinu að samkomu í kirkjunni lokinni. Þessi aðventu- stund í gamla helgidómnum er öllum opin og viljum við hvetja unga sem aldna til að mæta og taka þátt í und- irbúningi jólanna á aðventu. Sóknarnefnd Innri-Njarðvíkursafnaðar. Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Hafnarfírði AÐVENTUSAMKOMA Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði verður haldin sunnudagskvöldið 10. desember og hefst dagskráin kl. 20:30. Að venju verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í tali og tónum. Kirkjukórinn flytur séræft efni sem tengist boðskap aðventu og jóla og leiðir almennan safnaðarsöng. Barnakór Fríkirkjunnar kemur fram og syngur jólalög en stjómandi beggja kóra er Þóra Vigdís Guð- mundsdóttir organisti. Undirleik á píanó annast Jón Sigurðsson. Þá mun Örn Amarson koma fram og syngja tvö lög ásamt kirkjukómum og Örn syngur einnig tvísöng ásamt Emu Kirstínu Blöndal söngkonu. Að sjálfsögðu verður lesin jólasaga og jólaljóð og mun Sóley Elíasdóttir sjá um upplestur ásamt fleimm. Sam- verunni lýkur með helgistund í um- sjá prestanna og djáknans. Það er von þeirra sem að dagskránni standa að safnaðarfólk og gestir fjölmenni til kirkjunnar og eigi þar fallega kvöldstund við kertaljós í nánd jól- anna. Hólagarður LANCÖME PARIS | www.lancome.com [jíj Glæsileg LANCÖME jól! Viðskiptavinir athugið, LANCÖME jólavaran fæst hjó okkur. Fallegar gjafaöskjur í miklu úrvali. Chateau d’Ax Borð og 6 stólar á mynd kr. 250.800,- stgr. Borðið er stækkanlegt úr 150x100 sm. í240x100 sm. Veggskápur á mynd kostar kr. 237.400,- stgr., stærð 203 sm. br., 211 sm. h., 56 sm. d. Raðgreiðslur til allt að 36 mán. öndvogl, Siðumúla 20, simi 568 8799, Hnfnartttrcotf 22 Ahuroyri, simi 461 1115.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.