Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 55 PRIÐJA bindi ævi- sögu Steingríms Her- mannssonar er fróð- leg lesning og minnii' oft á hörku reyfara því atburðarásin er bæði spennandi, hröð og hádramatísk á köflum. Er ástæða til að óska þeim félögum Degi Eggertssyni og Steingrími til ham- ingju með þetta skemmtilega verk, sem örugglega mun verða eitt helzta upp- flettirit fyrir samtíma- sögu tveggja síðustu áratuga þessarar aldar. Þrátt fyrir mjög ítarlegar heimildir fannst mér þó eins og sums staðar gætti mis- ræmis og ónákvæmni í frásögninni, sem nauðsynlegt er að fá leiðrétt, þar sem ævisagan mun áreiðanlega festast í sessi sem eins konar Islandssaga. Auðvitað er erfitt um slíkt að fást, því eins og Steingrím- ur hefur sjálfur komizt að orði, er hætt við, að engir tveir menn muni sömu atburði eins. Mér fannst engu að síður kaflinn um stofnun um- hverfisráðuneytisins frekar íýr, og sums staðar er frásögnin ekki rétt, að minnsta kosti borin saman við hvernig ég upplifði atburðarásina. I febrúar á þessu ári var haldið upp á 10 ára afmæli umhverfisráðuneytis- ins í Iðnó, þar sem núverandi um- hverfisráðherra bauð starfsfólki og fyrri umhverfisráðherrum til smá- fagnaðar. Við þetta tækifæri flutti ég stuttan pistil um stofnun ráðu- neytisins, sem gaman er að rifja upp í þessu sambandi. Ríkisstjórn með þátttöku Borgaraflokksins í september 1989 var mynduð þriðja ríkisstjórnin á kjörtímabil- inu, en þá kom Borgaraflokkurinn til stjórnarþátttöku í þeirri stjórn, sem mynduð hafði verið haustið 1988 undir forystu Steingríms Hermannssonar. Mjög illa hafði gengið að koma þessu stjórnarsam- starfi á eins og kemur fram í ævi- sögunni. Mér þótti til dæmis aldrei sérlega fýsilegt að fara í þetta stjórnarsamstarf vegna þess hversu litlu við fengum framgengt í stjórn- arsáttmálanum. Aðeins var krukkað í matarskattinn til lækkunar, en hann hafði mjög farið fyrir brjóstið á okkur borgaraflokksmönnum. Það er reyndar merkilegt, að fimm ár- um síðar voru tillögur Borgara- flokksins um tveggja þrepa virðis- aukaskatt með matvæli í lægra 14% skattþrepi lagðar til grundvallar f kjarasamningum verkalýðshreyf- ingarinnar. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar féllst á þessa hugmynd og var þetta gert. Þetta fyrirkomu- lag hefur nú verið við lýði í mörg ár og reynzt afar vel, öllum fjölskyld- um landsins til mikilla hagsbóta. Röksemdir Jóns Baldvins og emb- ættismanna fjármálaráðuneytisins, sem óspart var beitt gegn okkur í stjórnarmyndunarviðræðunum, en þeir töldu þessa leið ófæra, hafa því reynzt marklausar eins og við vor- um alltaf sannfærðir um. Aðalatriði samkomulagsins var hins vegar stofnun umhverfisráðuneytisins, sem var alger forsenda fyrir stjórn- arsamstarfinu. Steingrímur segir réttilega frá því í ævisögunni, að allar fyrri til- raunir til þess að koma á sérstöku ráðuneyti umhverfismála hafi runn- ið út í sandinn, og svo hefði örugg- lega orðið áfram ef ekki hefði komið til þessi forsenda stjórnarmyndun- arinnar 1989. Líklegast væri ekki enn búið að koma umhverfisráðu- neyti á laggirnar hér á landi. Islendingar væru þá einir sér á báti með- al allra Evrópuþjóða, eins og álfar út úr hól í alþj óðasamfélaginu. Það má einnig segja, að án þátttöku Borgara- flokksins í stjórninni hefði þjóðarsáttin í febrúar 1990 aldrei orðið að veruleika. I staðinn hefðu orðið kosningar með venju- legri útþenslu ríkisút- gjalda samfara aukinni verðbólgu. Við eigum svo sannarlega okkar hlut í þjóðarsáttinni, en þar var lagður grundvöllur að hinu verð- bólgulausa þjóðfélagi, sem við bú- um við enn þann dag í dag. Baráttan um umhverfísfrumvörpin Umhverfisfrumvörpin tvö voru lögð fyrir þingið haustið 1989. Var gert ráð fyrir því, að þau yrðu að lögum fyrir jól eins og um hafði ver- ið rætt í stjórnarmyndunarviðræð- unum. Það fór þó á annan veg, en Steingrímur lýsir átökunum vel í bók sinni. Mér þótti hins vegar ein- kennilegt hversu linkulega var haldið á málum af hálfu stjórnar- liðsins. Ekki kom til mála að halda næturfundi eins og hafði tíðkast þegar fiskveiðistjórnunarfrum- varpið var barið gegnum þingið tveimur árum áður. Þannig gekk hvorki né rak í umhverfismálunum, en sjálfstæðismenn gerðu sér fljótt grein fyrir, að þetta var veikasti hlekkurinn í ríkisstjórnarsamstarf- inu og notuðu sér það óspart í þing- inu. í ævisögunni segir Steingrímur, að fimm þingmenn Framsóknar- flokksins hafi viljað fresta umhverf- ismálafrumvarpinu, líklega verkefn- um ráðuneytisins, jafnvel þótt Borgarflokkurinn hefði sett þetta sem skilyrði fyrir stjómarþátttöku sinni. Ég skil því betur núna af hverju ég hafði á tilfinningunni all- an veturinn 1989/90, að hinum stjórnarflokkunum væri í raun sama um það hver yrðu afdrif um- hverfisráðuneytisins. Að vísu efað- ist ég aldrei um einlægan vilja for- sætisráðherra til að koma málinu í gegn, en þessi hálfvelgja, sem ein- kenndi afstöðu stjórnarinnar til málsins og meðferðar þess í þing- inu, var samt undarleg. Þannig fékk t.d. Ingi Björn Albertsson að fresta maraþonræðu sinni (lengsta ræða þingsögunnar) gegn umhverfis- málafrumvörpunum til þess að skreppa í leikfimi. Líklega mátu hinir stjórnarflokkarnir stöðuna þannig, að ég myndi lyppast niður og halda áfram í stjórninni sem „Hagstofuráðherra þótt ekkert um- hverfisráðuneyti hefði orðið til. Fyrri hótun mín Steingrímur minnist á það í ævi- sögunni, að ég hafi komið til hans undir lok þings vorið 1990 og hótað að fella kvótaframsalsfrumvarpið ef ráðuneyti umhverfismála yrði ekki stofnað. Segir hann, að hann hafi lítið mark tekið á slíkum hótunum, sem kemur heim og saman við skoðun mína að framan um mat hinna flokkanna á afstöðu minni. Hann ruglar hér málum saman því fyrh’ löngu var búið að stofna ráðu- neytið. Það voru verkefni ráðuneyt- isins, sem rifist var út af þá um vor- ið. í byrjun voru þessi tvö frumvörp, þ.e. stofnun ráðu- neytisins og hins vegar verkefni þess, spyrt saman og ætlunin að af- greiða þau samtímis. Norðurlandaráðsþing átti að halda í Reykjavík í lok febrúar 1990. Ég var þar í lykilhlutverki sem formaður samstarfsráðherra Norðurlanda og átti að halda opn- unarræðu þingsins í Háskólabíó. Hvorki gekk né rak með afgreiðslu frumvarpanna, og fannst mér óskaplegur doði yfir allri málsmeð- ferðinni. Mér tók að leiðast þófið og tilkynnti í ríkisstjórninni, að ef ráð- uneytishlutinn, þ.e. stofnun um- hverfisráðuneytis, yrði ekki af- greiddur fyrir Norðurlanda- ráðsþingið, myndi ég ekki láta sjá mig þar, og gætu einhveijir aðrir séð um ræðuhöld og fundarhöld með samstarfsráðherrunum. Þetta hreif þótt Steingrímur segist ekki taka mark á hótunum. Stjórnar- Að hann hafí náfölnað og rokið af stað til að tala við einhverja sjálf- stæðismenn, segir Júlíus Sólnes, sem áttu að hafa bjargað málum eins og segir í ævi- sögunni, er hreint rugl. ráðsbreytingin var keyrð í gegn um þingið á nokkrum kvöldfundum og nýtt ráðuneyti umhverfismála stofnað með lögum frá Alþingi hinn 23. febrúar. Þar með var ég orðinn umhverfisráðherra, en án verkefna, sem ég fékk að heyra mikið um á næstu mánuðum þingsins. Hagstof- unni var hins vegar skilað til föður- húsanna, þ.e. til forsætisráðuneytis- ins. Kvdtaframsalið Líklega hefur ekki orðið eins mikill ágreiningur um nokkurt mál í þingsögunni eins og kvótalögin og kvótaframsalið, sem vai' samþykkt á vorþinginu 1990. Ég met það svo, að í raun hafi ekki verið djúpstæður málefnalegur ágreiningur um um- hverfismálin, heldur hafi menn ein- faldlega notað þau til að klekkja á ríkisstjórninni. Það var Ijóst, að þrír stjórnarflokkanna, þ.e. við borgarflokksmenn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalagið, áttum mjög erfitt með að samþykkja fiskveiði- stjórnunarfrumvarpið eins og það lá fyrir, enda flestir okkar með allt aðrar hugmyndir um fiskveiðstjórn- un heldur en framsóknarmenn. Það er reyndar sérkennilegt, að Stein- grímur segir í ævisögu sinni, að hann hafi alltaf verið ósáttur við kvótalögin, en hann stjórnaði þó bæði flokknum og var forsætisráð- herra á þeim árum, sem kvótalögin voru sett. Stofnuð var ráðherranefnd allra stjórnarflokkanna til að ná sam- komulagi um málið. í nefndinni voru Halldór sjávarútvegsráðherra, Jón Sigurðsson, fyrir Alþýðuflokk- inn, Ólafur Ragnar fyrir Alþýðu- bandalagið og ég fyrir Borgara- ílokk. Við hittumst reglulega niður í sjávarútvegsráðuneyti hjá Halldóri til að þinga um málið. Til að koma okkur í gott skap sá Halldór til þess, að við fengjum gott að borða, en úr tilraunaeldhúsi Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins voru born- ir dýrindis fiskréttir á borð fyrir okkur. Smám saman náðist sam- komulag, sem byggðist á Hagræð- ingasjóði sjávarútvegsins. Þar var samið um 12 þúsund tonnin, sem m.a. átti að auðvelda nýliðun í greininni. Lögðum Jón Sigurðsson og ég mikla áherzlu á þetta atriði. Reyndar var um það rætt, að auk- inn kvóti færi allur í Hagræðinga- sjóðinn, og sáum við fyrir, að hann gæti þannig haft um 40-60 þúsund tonn til sölu eða úthlutunar þegar fram liðu stundir. Jón Sigurðsson orðaði það svo, að þetta væri fyrsti vísirinn að veiðileyfagjaldi, og var Halldóri ekki skemmt. Olafur Ragnar lagði hins vegar áherzlu á bágstöddu byggðarlögin. Man ég ekki betur, en hann hafi átt hug- myndina að því, að sveitarfélög fengju forkaupsrétt að fiskiskipum með kvóta, sem til stæði að selja úr byggðarlaginu. Ég man, að mér þótti þessi hugmynd illa ígrunduð, en hún var látin standa. I ævisögunni minnist Steingrím- ur lauslega á þessa fundi ráðherra- nefndarinnar, en segir svo, að hann hafi kallað þá Ólaf Ragnar, Jón Sig- urðsson og Halldór á sinn fund til að komast að samkomulagi. Ég er ekki nefndur á nafn, hef líklega ekki verið boðaður á fundinn. Hann lætur síðan í það skína, að þar hafi samkomulagið um Hagræðingasjóð- inn orðið til og segir hreinlega, að hann hafi lagt til forkaupsrétt sveit- arfélaga á fískiskipum með kvóta. Þetta er furðuleg frásögn, enda minnist ég þess, þegar við stóðum upp frá síðasta fundi okkar ráðherr- anna í sjávarútvegsráðuneytinu, að við tókumst í hendur og lýstum yfir ánægju okkar með að hafa náð góðri lendingu í þessum málum. Það kemur ekki nógu vel fram í ævisögunni, að Þorsteinn Pálsson lét það vera eitt sitt fyrsta verk sem sjávarútvegsráðherra í stjórn Dav- íðs Oddssonar að eyðileggja þessa málamiðlun. Hann tók sig til og út- hlutaði 12 þúsund tonnum Hagræð- ingasjóðsins til þeirra skipa, sem höfðu kvóta fyrir, og lagði sjóðinn niður. Ég er hins vegar sannfærður um það, að þarna var ágætt tæki- færi til að sníða af verstu agnúa kvótakerfisins. Einkum hefði það orðið til góðs að hafa umtalsverðan kvóta til ráðstöfunar fyrir unga at- hafnamenn, sem vildu hasla sér völl í sjávarútvegi. Nú verða menn nán- ast að vera fæddir inn í þessa grein. Seinni hótun mín Verkefnafrumvarpið þvældist fyrir þinginu allt vorið. Oft var reynt að fá mig til að gefa eftir hin og þessi verkefni til þess að ná sam- komulagi. Hefði umhverfisráðu- neytið þannig orðið næsta marklítil stofnun. Ég var t.d. staddur á fundi með umhverfisráðherrum EFTA landa í Genf þegar Óli Guðbjartsson hringdi í mig að beiðni Steingríms með þau skilaboð, að ef ég gæfi eft- ir Veðurstofuna væri hægt að ná samkomulagi. Þessu neitaði ég strax og fékk litlar þakkir fyrir. Þannig voru mólin því stödd þetta örlagaríka kvöld í þinginu, miðviku- daginn 2. maí, er ég fór til Stein- gríms og sagðist myndi fella fisk- veiðistjórnunarfrumvarpið í efri deild. Þannig var málum háttað, að Skúli Alexandersson, einn stjórnar- þingmanna í efri deild, var ákveðinn í að greiða atkvæði gegn frumvarp- inu, enda stóð hann í miklum deil- um við sjávarútvegsráðuneytið út af málum útgerðarfyrirtækis síns, þ.e. Jökuls á Hellissandi Ég og Skúli vorum orðnir góðir kunningjar af samverunni í efri deild, enda Skúli með afbrigðum skemmtilegur og þægilegur maður. Töluðum við því oft saman þetta vor. Skúli tjáði mér, að það væri hið bezta mál ef frumvarpið yrði fellt. Þá yrðu kosn- ingar um vorið og alls konar mögu- leikar á framboðsmálum því hann og ef til vill fleiri myndu hugsanlega kljúfa sig út úr Alþýðubandalaginu. Ég fór hins vegar til Halldórs og sagði honum hvað hefði farið fram milli okkar Steingríms. Halldór tók þessu afar rólega og sagði, að við % skyldum snúa bökum saman og hjálpast að við að koma þessum tveimur erfiðu málum í höfn. Að hann hafi náfölnað og rokið af stað til að tala við einhverja sjálfstæðis- menn, sem áttu að hafa bjargað málum eins og segir í ævisögunni, er hreint rugl. Þvert á móti fékk Halldór þingfundi frestað í efri deild og beitti sér fyrir því, að við Halldór og nokkrir forystumenn stjómarliðsins (þeir sem náðist í), með Steingrím í broddi fylkingar, hittumst á fundi niðri í þingflokks- . herbergi framsóknarmanna. Þar var staðan rædd og þrefað um hvernig ætti að koma umhverfis- málafrumvarpinu í gegn. Stein- grímur spurði mig þá hvort það kæmi til greina, að ég tæki við sam- gönguráðuneytinu í ljósi þess, að hugsanlega tækist ekki að ljúka málinu. Eg sagðist vera til í að hafa það með ásamt umhverfisráðuneyt- inu, en það kom ekki til greina. Þá var að lokum talað um, að það yrði einfaldlega að halda þingstörfum áfram svo lengi sem nauðsyn ki-efði til að ljúka málinu. Var það niður- staða fundarins. Ég fór upp í efri deild og sagði Skúla Alexanderssyni frá þessari hugmynd, sem auðvitað átti eftir að fara fyrir ríkisstjórn. Hann sté strax í pontu og krafðist þess, að þingfundi yrði hætt, þar sem augljóslega væri nógur tími til stefnu ef halda ætti þingstörfum áfram, jafnvel út næstu viku. Kallað var á forsætisráðherra, sem kom til svara. Hann flutti mjög sérkenni- lega ræðu, sem ég hef aldrei skilið. Þar kannaðist hann ekki við neitt varðandi hugsanlega framlengingu þingstarfa. Sagði hann, að stefnt væri að því að ljúka þingi næsta laugardag, og ekkert samkomulag væri um umhverfismálin. Eitthvað hafði þó gerzt. Þrátt fyrir allt lá hótunin um að lengja þingið og halda áfram þar til umhverfismála- frumvarpinu væri lokið í loftinu. Virtist þetta duga því smátt o' smátt dró máttinn úr stjórnarand- stöðunni og var frumvarpið sam- þykkt nánast óbreytt síðasta dag þingsins 5. maí. Umhverfisráðu- neyti með fullgildum verkefnum var loksins orðið að veruleika. Þannig má segja, að Halldór Ásgrímsson hafi átt drjúgan þátt í að koma mál- inu í gegn á lokasprettinum. Lokaorð Ég er mjög ánægður með að hafa þannig átt minn þátt í því að koma þessu mikilvæga ráðuneyti á fót. Miðað við umræðuna síðustu mis- serin getur engum dulizt, að um- hverfisráðuneytið er orðið eitt mik- ilvægasta ráðuneyti stjórnar- ráðsins. Menn deila um áhrif loftslagsbreytinga, virkjanafram- kvæmdir og stóriðju með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda, verndun hálendisins, fiskeldi og kís- ilgúrvinnslu í Mývatni svo eitthvað sé nefnt. Hver umhverfisráðherra hefur að sjálfsögðu sinn stíl, en ef- laust hefði ég verið eitthvað tregari í taumi gagnvart stóriðju og áform- um um stórkostlegt sjókvíalaxeldi með norskum laxfiskum. Við eigum enn langt í land með að haga um- hverfismálum okkar þannig, að þau séu til fyrirmyndar, þótt við berjum okkur oft á brjóst íslendingar og þykjumst vera allra þjóða fremstir í þessum málaflokki. Hér er um- hverfisráðuneytið í lykilstöðu, og ég efast ekki um, að þar er mikill áhugi, vilji og geta til þess að leiða umhverfismál til betri vegar hjá ís- lenzkri þjóð. Umhverfísráðuneytinu hefur svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg frá því, að hin örlagaríka ákvörðun um stofnun þess var tekin í einhverri hinni mestu pólitísku^ orrahríð, sem orðið hefur í íslenzk- um stjórnmálum. Steingrímur og ég höfum hins vegar haldið áfram ágætu samstarfi í umhverfismálum innan Umhverfisverndarsamtaka íslands ásamt fleiru góðu fólki. Höfundur er verkfræðingur og fyrr- verandi alþingismaður og ráðherra. UMHVERFISRÁÐUNEYTI VERÐUR TIL Július Sólnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.