Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sannleikanum er hver sárreiðastur STANZ - baráttu- hópur gegn umferðar- slysum hefur sannar- lega hrist duglega upp í umræðunni um umferð- aröryggisáaetlim ríkis- stjómarinnar ef marka má þau viðbrögð sem greinarkom mitt „Efndir en ekki nefnd- ir“ sem birtist í Morg- unblaðinu þann 9. nóv- ember, hefur fengið. Þar leyfði ég mér að benda á að nokkur mik- ilvægustu markmið í umferðaröryggisáætl- un ríkisstjómarinnar hafi ekki náð fram að ganga. Gerði ég einkanlega að um- talsefni þær staðreyndir að á sama tíma og skrifaðar em langar skýrslur um háleit markmið í þágu umferðar- öryggis, er umferðarlöggæsla í sögu- legu lágmarki og framkvæmdir við umferðarmannvirki skomar niður á fjárlögum. Greinin virðist hafa komið illa við Sólveigu Pétursdóttur, dómsmála- ráðherra, sem skrifar svargrein í Morgunblaðið þann 16. nóvember s.l. þar sem hún fer mikinn í að drepa málefnalegri gagnrýni á dreif. SkDj- anlega á dómsmálaráðherra, sem er fyrst og fremst stjómmálamaður, erfitt með að afsaka aðgerðarleysi stjómvalda á annan hátt en þann að benda á þau atriði úr umferðarörygg- isáætluninni sem þegar hafa komist í framkvæmd. Eyðir hún því töluverðu rými í að telja upp atriði eins og punktakerfið, ökuferilsskrána, Rann- sóknamefnd umferðarslysa (sem var Ólína Þorvarðardóttir þegar til en var endur- vakin), rauðljósa- myndavélar o. s.frv. Um þessi atriði er eng- inn ágreiningur - enda voru þau ekki til um- ræðu í grein minni. Gagnrýnin fólst í því að benda á skort á fram- kvæmdum á loforðum sem hafa mest vægi í baráttunni við umferð- arslysin og blandast víst engum, nema e.t.v. Sólveigu Pétursdóttur, hugur um að öflug, fyr- irbyggjandi umferðar- löggæsla og örugg um- ferðarmannvirki em þar forgangsmál. Ráðherrann telur að umfang um- ferðareftirlits á þjóðvegum landsins verði best metið með því að skoða töl- ur frá árinu 1999. Það ár hafði lög- reglan í 12.641 tilfellum afskipti af ökumönnum í dreifbýli vegna meintra brota á reglum og þar af vom 8.639 hraðakstursbrot. Ef þess- um tölum er deilt niður á 365 daga ársins kemur í Ijós að öll lögreglulið landsbyggðarinnar höfðu að meðal- tali afskipti af 23 ökumönnum á dag vegna hraðaksturs. Með þessum „af- kösturn" reynir ráðherrann að hrekja þær réttmætu fullyrðingar að um- ferðarlöggæslu þurfi að stórefla. Hver maður hlýtur þó að geta séð að 23 hraðakstursbrot á dag á öllum þjóðvegum landsins og götum innan smærri bæjarfélaga, er fráleitt öflug umferðarlöggæsla. Þá bendir Sólveig að fjárframlög til vegamála hafi aukist á síðustu ámm Mikið urval af tískuefnum! Burberry’s efni, prjónaefni, gervi snáka- og krókódílaskinn og margt margt fleira. VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477 www.virka.is Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18. Lau. kl. 10-16. Æ R1-O.U___:____ Umferðaröryggi Það er til lítils að skrifa skýrslur og skipa nefndir, segir Ólína Þorvarðardóttir, þegar mikilvægustu markmið- in ná ekki fram að ganga. og reynir með þvi að hrekja þá stað- reynd að niðurskurður til fjár- framlaga nýbygginga umferðar- mannvirkja hafi átt sér stað. í því sambandi er vert að minna ráðherr- ann á að fjárframlög til vegamála fela í sér allar framkvæmdir til vegamála (þar á meðal jarðgöng og viðhald vega) en gagnrýni mín beinist ekki síst að niðurskurði til nýframkvæmda umferðarmannvirkja í Reykjavík, skv. fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar. Sá niðurskurður, ásamt hættu- ástandi í umferðarlöggæslumálum landsins, er bláköld staðreynd á sama tfma og hin háleitu markmið umferð- aröryggisáætlunarinnar gera ráð fýr- ir fækkun umferðarslysa. Það getur hver maður séð að skýrsla með innantómum orðum ger- ir lítið gagn. Það er til lítils að skrifa skýrslur á skýrslur ofan og skipa nefndir sem gera áætlanir um fram- kvæmdir sem eiga að leiða til fækk- unar umferðarslysa - þegar mikil- vægustu markmiðin ná ekki fram að ganga. Á nýafstöðnu umferðarþingi voru kynnt til sögunnar drög að um- ferðaröryggisáætlun til næstu tólf ára þar sem markmiðið er 40% fækk- un umferðarslysa á tímabilinu og að minna en 120 manns látist. Athygli vakti að Umferðarþing 2000 sam- þykkti einnig tiliögu þar sem skorað er á stjómvöld að tryggja nægfiegt fjármagn úr opinberum sjóðum til að koma framkvæmdum Umferðarör- yggisáætlunar 2001 - 2012 í verk. Þingið skoraði jafnframt á stjómvöld, og þar með Sólveigu Pétursdóttur, að lýsa nú þegar yfir að væntanleg áætl- un muni uppfylla framangreind skil- yrði. I þættinum Deiglunni, sem sendur var út í Ríkissjónvarpinu sunnudaginn 3. desember sl. lýsti Þórhallur Ólafsson, formaður um- ferðaröryggisnefndarinnar, því yfir að hann væri hættur nefndarstörfum - enda sagðist hann langþreyttur á að bíða eftir áhuga hjá ríkisstjórninni að koma tfilögum nefndarinnal• í verk. Þar með tekur sjálft Umferðarþing og formaður Umferðarráðs, Þórhall- ur Ólafsson, að miklu leyti undir gagnrýni okkar félaga Stanz-hópsins (auk mín má þar nefna greinar Ragn- heiðar Davíðsdóttur, Önnu Ringsted og fleiri) sem bent hafa á aðgerðar- leysi stjómvalda í umferðaröryggis- málum. í grein dómsmálaráðherra koma fyrir undarlegar aðdróttanir í garð Stanz-hópsins þar sem hún lýsir bar- áttu hópsins „sem sérstakri baráttu gegn dómsmálaráðherra" fremur en bættri umferðarmenningu. Óhætt er að fullyrða að meðlimir Stanz-hóps- ins hafa engan áhuga á persónustríði við dómsmálaráðherra, því hér á bæ gera menn glöggan greinarmun á mönnum og málefnum. Ummæli ráð- herrans em því fráleitt viðeigandi í þessu samhengi. I annarri grein í Morgunblaðinu þann 28. nóvember sl. sjá þeir Óli H. Þórðarson og Sigurður Helgason, sem starfa hjá Umferðarráði, ástæðu tfi að rengja fullyrðingar Stanz-hóps- ins um skerta löggæslu og leggja talsmanni hópsins reyndar orð í munn í þeim efnum. Það hlýtur að vekja furðu okkar, sem vinnum hug- sjónastarf í þágu umferðaröryggis- mála í frítíma okkar, að talsmenn þeirra stofnana, sem eiga lögum sam- kvæmt að fara með umferðarmálefni í landinu, sjái fremur ástæðu til að gera starf okkar tortryggilegt en að fagna sjálfboðnum liðsauka. Maður hefði fremur búist við því að umferð- aryfirvöld landsins tækju undir þau sjálfsögðu baráttumál sem þessi hóp- ur almennra borgara vill beita sér fyrir fremur en að stilla honum upp sem „andstæðingi" formlegra vald- hafa. Þegar svo er komið er stutt í meinsemi og ótta - en hvorugt á heima í umræðu þar sem líf og hefisa vegfarenda er í húfi. Höfundur er háskdlakennari og meðlimur ( Stanz - baráttuhópi gegn umferðarslysum. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1086. þáttur SVEITUNGI minn, Rögnvaldur Þorleifsson frá Hofsá, skrifar mér mjög fróðlegt og greinargott bréf um urlast, urlaður og url og birti ég þetta bréf með ánægju og þökk- um: „Ágæti Gísli. Eg les jafnan frábæra þætti þína um íslenskt mál í Morgunblaðinu. í þætti þínum sl. laugardag óskaðir þú eftir upplýsingum um sögnina að urlast, lýsingarorðið urlaður og nafnorðið url. Þá minntist ég þess, að ég hefi oft heyrt son minn Berg Þór nota sögnina að urlast. Ég veitti þessu málfari hans þó ekki athygli fyrr en allrasíðustu árin. Hann notar sögnina jafnan í þeirri merkingu að verða uppnæmur, æstur eða brjálast. Dæmi: Hann urlaðist alveg, þegar ég sagði hon- um fréttina. Ég er alveg að urlast út af þessum veikindum - (verða brjálaður út af þessum veikindum). Ég hefi ekki heyrt hann nota lýs- ingarorðið eða nafnorðið. Bergur, sem er 36 ára gamall, bjó á Hornafirði nokkur ár og dvaldi um skemmri tíma í öðrum landshlutum, þó ekki á Norður- landi eystra eða vestra. Ég spurði Berg um þetta orðafar í fyrradag. Hann sagðist hafa lært sögnina af vini sínum Úlfari Finnbjömssyni (Þorvaldssonar), eða tekið hana upp eftir honum, líklega um 10-12 ára aldur. Úlfar dvaldi á þessum árum á sumrum í Öxarfírði. Ég og fjölskylda mín bjó á þessum árum í Amarnesi í Garðabæ og fjölskylda Finnbjöms líka. Þama vom þá margir strákar á líku reki og Berg- ur og umgengust mikið og frömdu strákapör. í þeim hópi var m.a. Úlfar, Hermann Steingrímsson (Hermannssonar), Jóhann Brandsson líffræðingur o.fl. Úlfar býr í Reykjavík. Ég hringdi í hann í gær og spurði hann um þessi orð. Hann sagðist oft nota sögnina að urlast og í þeirri merkingu, sem að ofan getur, en ekki lýsingarorðið eða nafnorðið. Ég spurði hvar hann hefði lært þetta orð. Hann taldi að hann hefði sjálfur búið það til og giskaði á að hann hefði breytt sögninni að sturlast í urlast. Hann sagðist ekki minnast þess að hafa heyrt orðið í Öxarfirðinum, eða annarsstaðar. I þessu tilviki virðist sögnin að urlast hafa orðið til sem slangur- yrði meðal stráka í Amarnesinu. Ég hefi ekki heyrt önnur börn mín nota orðið, og ekki annað fólk, svo ég muni. Bergur er nú bóndi í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og þekkir og umgengst marga í sínum hreppi og í Kolbeinsstaða- hreppi, og vera má að kunningjar hans taki orðið upp eftir honum. Úlfar, sem er matreiðslumeistaii, umgengst enn fleira fólk. Hugsan- legt er að fleiri jiessara fornu fé- laga noti orðið. Eg hefi ekki kann- að það. Þetta vekur ýmsar spurningar um tilurð orða og útbreiðslu þeirra. Með bestu kveðju.“ ★ Vilfríður vestan kvað: Mælti Karítas blíðust á brá við Bósa sinn (það var nú þá) þessum blessunarorðum: „Komdu ber eins og forðum upp í bólið mér einni hjá.“ ★ Guðmundur Kr. Reykdal í Reykjavík sendir mér afar vandað og fróðlegt bréf sem ég birti með þökkum. Fyrri hlutinn kemur hér, en seinni hlutinn í næsta þætti: „Kæri Gísli. Ég þakka þér fyrir fróðlega og skemmtilega þætti um íslenskt mál i Morgunblaðinu. í þætti þín- um nr. 1081 birtist bréf frá Árna R. Árnasyni alþm., sem ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athuga- semdir við. Ég vil taka fram að öll umræða um málfar og staðhætti á norðanverðum Vestfjörðum er fagnaðarefni. Sjálfur á ég ættir að rekja til eyðibyggða Sléttuhrepps og Grunnavíkurhrepps, sem báðir eru löngu aflagðir sem sveitarfé- lög, og átti ég reyndar heima á Látrum í Aðalvík fyrstu ár ævinn- ar þó þá hafi hin eiginlega byggð verið komin í eyði. Á uppvaxtarárum mínum á ísa- firði, nokkru síðar en alþingismað- urinn ólst þar upp, átti ég þess kost vegna einstæðs áhuga for- eldra minna að kynnast Jökul- fjörðum, Aðalvík og Hornströnd- um, bæði staðháttum og sögu, betur en þá tíðkaðist meðal ungl- inga. Ami nefnir í bréfi sínu að í um- fjöllun í Mbl. 3. september sl. hafi verið rætt um Jöioilfjörð, en rétt er að enginn fjörður með því nafni er til á Vestfjörðum. Hins vegar hvarflar að mér að um misskilning hafi verið að ræða, sprottinn af þeirri málvenju að tala um Jökul- fjörður í kvk. ft. Vestfirðingar eiga það til að kvenkenna það sem aðrir landsmenn hafa í karlkyni og næg- ir þar að nefna fjörk og fjarkir í stað fjarka í spilum, skúrin og skúrirnar, hvort sem rætt er um rigningarskúr eða lítið hús. Eins er það með ömina, sem aðrir lands- menn telja konung íslenskra fugla, hún er í kvenkyni fyrir vestan. Gaman er að geta þess hér að vél- báturinn Örn IS 18, sem varðveitt- ur er á safninu í Neðstakaupstað á ísafirði var ævinlega nefndur Örn- in í daglegu tali og skipstjórinn Torfi á Örninni. í þætti þínum hefur áður verið fjallað um Fjörður, landsvæðið á utanverðum skaganum milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda, sem alkunna er að haft sé í kvk. Færri vita að vestur við Djúp er venjulega talað um Fjörðumar þegar rætt er um svæði það sem aðrir landsmenn myndu kalla Jökulfirði. Sjómenn tala um að fara norður 1 Fjörður og að hann liggi út Fjörðurnar þegar norðaustan vind leggur yfir Djúpið beint uppá Bolungarvfk." ★ Hlymrekur handan kvað: Margt henti manngreyið Kol, og misjafnt hans styrkur og þol, en aldrei þó meira og atlotafleira en í leikum með Lucille Ball. ★ Auk þess fær Gísli Marteinn Baldursson stig fyrir Evróvisjón, ekki, júró“-ómyndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.