Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Bókmennta- kynning í MIR-salnum ÁRLEG bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna verður haldin í dag, laugardag, í MIR-salnum, Vatnsstíg 10, bakhúsi, kl. 14. Guðrún Eva Mínervudóttir Ies upp úr skáldsögu sinni Fyrirlest- ur um hamingju, Birna Þórðar- dóttir kynnir bókina um Rósku, Guðrún Helgadóttir les úr Odda- flugi, fyrstu skáldsögu sinni fyrir fullorðna, Vilborg Dagbjartsdótt- ir les úr þýðingum sfnum á smá- sögum Saki, Guðrún Hannesdóttir kynnir Einhyrninginn, sögu og myndir fyrir unga bókaunnendur, Kristín Omarsdóttir kynnir frum- legt samvinnuverkefni sitt og ljósmyndarans Nönnu Bisp- Biichert og les ljóð úr bókinni Sérstakur dagur, lesið verður úr íslensku þýðingunni á Píkutorf- unni og Vilborg Dagbjartsdóttir les úr Mynd af konu - Vilborg Dagbjartsdóttir sem Kristín Maija Baldursdóttir skráði. Andri Leó Lemarquis, nemandi í Tón- skólanum Do-Re-Mí, leikur á alt- flautu. Kaffíveitingar og notaleg aðventustemmning. Föndurhorn fyrir börn. AHir eru velkomnir. ------------- Nýjar bækur • ÚTerkomin bókin Brydding- ar eftir Þorgerði Einarsdóttur, doktor í félags- fræði. Bryddingar er safn 14 greina um margvísleg mál- efni svo sem orð- ræðugreiningar og ástarsambönd, afrakstur menntunar, fæðingarorlof og skattamál svo fátt eitt sé nefnt. Samnefnari greinanna er umræðan um jafnrétti karla og kvenna og samfélagið sem sköpun mannanna. Allar greinarnar eru frá tímabilinu 1993-2000, utan ein sem er skrifuð 1987.1 nokkrum greinanna er orð- um fyrst og fremst beint til annarra fræðimanna, í öðrum er fræðilegu sjónarhorni beitt í samfélags- gagnrýni sem einnig á erindi út fyrir vísindasamfélagið. Þorgerður Einarsdóttir er doktor í félagsfræði frá Háskólanum í Gautaborg. Hún hefur stundað rannsóknir í kynjafræði og félags- fræði bæði hér heima og erlendis. Þorgerður hefur tekið virkan þátt í jafnréttispólitískri umræðu á Islandi um árabil. Hún hefur áður sent frá sér bókina Gegnum súrt og sætt. Um íslenska karla í fæðingarorlofi (1998). Utgefandi er Háskólaútgáfan og Félagsvísindastofnun HI. Verð: 1.980 krónur. Þorgerður Einarsdóttir Ofnæmi eða óþoli gagnvart hreinsiefnum í heimilishaldi og iðnaði. Tíðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, oliu, kltti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vlnnuumhverfís. LYFJA K. Pétursson e www.kpoturs8on.net Spennan magnast BÆKUR Sakamálasuga FÓTSPOR HINS ILLA Eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. 184 bls. Bókaútg. Skjaldborg. Reykjavík, 2000. EDGAR Allan Poe var með hin- um fyrstu til að skrifa sakamála- sögur. Hann taldist til höfuðskálda Norður-Ameríku á fyrri hluta 19. aldar. Arthur Conan Doyle varð hins vegar upp- hafsmaður spennusög- unnar sem slíkrar. Sög- ur hans gerast í Englandi. Margir hafa síðan fetað í spor hans, þeirra á meðal Agatha Christie og Georges Simenon. Áður en út- varp kom til sögunnar var reyfaralestur helsta afþreying þorra fólks. Reyfararnir nutu þá lít- illar virðingar og voru naumast taldir til bók- mennta. Unglingar lágu í reyfurunum, uppalendum til lítillar gleði. Al- mennt var fólk sólgið í spennuna. Gömlu reyfararnir voru þó sjaldn- ast nein hrollvekja. Hryllingurinn kom ekki fyrr en síðar með harðn- andi heimi. Birgitta H. Halldórsdóttir skrifar sakamálasögur. Eins og aðrir slíkir fetar hún í spor þessara frumherja. Þó er minni dul en meiri harka í sögum hennar. Gamla uppskriftin var þessi: Morð er framið, lög- reglan kemur á vettvang og leit hefst að morðingjanum sem finnst ekki fyrr en undir sögulok. Þá fyrst er líka upplýst hver tilgangurinn var með ódæðinu. Birgitta fer eins af stað en byrjar þegar í miðri sögu að rekja sundur þræðina og upp- lýsa leyndarmálið. Hún spinnur líka söguefnið úr fleiri þráðum. Ástin er t.d. fyrirferðarmikil í sögu hennar. Jafnvel flökrar henni ekki við að skreyta texta sinn með blautlegum lýsingum. í því efni getur hún reyndar haft fyrir sér ýmsa síðari tíma höfunda. Söguefn- ið byggir hún að hluta til á fræðilegum grunni líkt og t.d. Arthur Hailey. All- nokkuð á hún samt í land að setja saman skáldverk eins og Hótel og Flugstöðina. Þessi saga hennar hefst á eftirfarandi einkunnarorðum: »í hverri sál búa tvö öfl, gott og illt. Það er val mannanna hvort þessara afla þeir kjósa og hvaða leið þeir ganga.« Aðal- söguhetjan er ung stúlka. Geðsveiflum hennar er lýst í þaula frá degi til dags. Þrír karlmenn keppa um hylli hennar. Einn er ágjarn, annar lostafenginn, þriðji vinnusamur. Tilfinningar hennar til þessara þriggja manna hafa áhrif á gang mála í sögunni. Einum er hún reyndar að stjaka frá sér við upp- haf sögunnar. Þá kynnist hún hin- um tveim. Eftir það sveiflast ding- ull ástarinnar á milli þeirra tveggja. Annar telst reyndar til glæpalýðsins. Það takmarkar spennuna að lesandinn fer að gruna hann alltof snemma. Glæpagengi eins og það, sem Birgitta lýsir, hafa aldrei fest ræt- ur á landi hér. Hins vegar fara sög- ur af athöfnum slíkra í Norður- Ameríku. Þangað hlýtur Birgitta því að sækja hugmyndina. Allt er það nokkuð framandi hér um slóðir. Þeim mun meira reynir á innlifun lesandans. Sums staðar - en þó ekki alltaf - fer Birgitta of fljótt yfir sögu. Til- tekin atriði eru afgreidd of hratt. Bókin hefði þess vegna mátt vera fimmtíu til hundrað síðum lengri. Yfir heildina litið tekst þó höfundi að magna upp þá spennu sem hún stefnir að. Birgitta býr yfir góðum hæfileikum til að skrifa sögu af þessu tagi. Enn sem komið er hafa henni þó tæpast nýst þeir hæfileik- ar til fulls. Hvorki skortir hana sögugleði né andríki. Það sem á vantar er fremur tæknilegs eðlis. Enginn ætlast til að spennu- sagnahöfundur skapi fíóknar mann- gerðir, kafi djúpt í sálarlífið né upphefji stíl sinn með málskrúði. Texti Birgittu er einfaldur og næsta fábrotinn. Með góðri aðstoð hefði mátt slétta úr fjölmörgum smávægilegum misfellum sem mað- ur hnýtur um í bók hennar. Prentvillur, margvíslegar og hvimleiðar, óprýða bókina mjög. Útgefandinn hefði átt að sýna þess- um aðalhöfundi sínum þann sóma að láta að minnsta kosti renna aug- um yfir prófarkirnar og fækka þar með villunum. Það er fásinna að ætla að lesendur Birgittu séu upp til hópa illa læsir einfeldningar. Lesendur sakamálasagna eru af öll- um stéttum og á öllum aldri og gera kröfur til vandaðs frágangs til jafns við aðrar bækur. Erlendur Jónsson Birgitta H. Halldórsdóttir Þjóðsöguverur og nútímagott BÆKUR B a r n a b « k GRÍMUR OG SÆKÝRNAR Eftir Álfheiði Ólafsdóttur. 35 blaðsíður. Nýja bókafélagið 2000. GRÍ MUR býr í húsi sem stendur á kletti við hafið. Veröld hans markast óhjákvæmilega af nábýlinu við sjó- inn, glugginn í herberginu hans vísar út á haf og þegar hann liggur vak- andi ímyndar hann sér allskyns kynjaverur koma upp úr sjónum. Eina nóttina flýgur raunveruleg sækýr upp úr sjónum og á land, í leit að hjálp. Grímur og tíkin hans, Týra, fá þar með tækifæri til þess að heim- sækja undirdjúpin, sem honum eru svo hugleikin, bjarga veikri sækú og lenda svo í örmum illskeytts risakol- krabba. Sækýr, að vísu ekki fljúgandi, og marbendlar eru þekkt fyrirbæri úr þjóðsögunum og sögusviðið er í aðra röndina tímalaust, nema hvað ver- urnar borða súkkulaðimola og pitsu. Sagan skiptist í 16 stutta kafla með 22 málverkum og myndskreytir Álf- heiður bæði bókina og semur text- ann. Litrík málverkin gæða frásögn- ina enn frekara lífi og athygli vekur hvað sumar sögupersónurnar skipta oft um lit. Sækýmar eru til að mynda bláar, brúnar, grænar, gular og gráar og risakolkrabbinn úr Svartadal ýmist rauðbleikur eða blár. Kýrnar eru margar og sumar sérlega fallegar, sérstaklega sækýr- in Grána á næturhimni á blaðsíðu 13, og saknaði þessi lesandi þess að fá ekki frekari mynd af Grími og Týru á baki Gránu í undirdjúpunum. Pabbi Gríms er vitavörður og bóndi og spurt er hvað mamma hans geri annað en að minna á háttatíma og hjálpa til með kvöldbænirnar. Ekki kemur fram hvað Grímur er gamall eða hvað foreldrar hans heita en dýi-in eru öll nefnd, utan mar- bendill, sem heitir Marbendill. Eins og fyrr er getið skiptist bókin í marga stutta kafla og hefði textinn að ósekju mátt vera talsvert ítarlegri þar sem farið er býsna hratt yfir sögu. Tækifæri til þess að veita barninu á heimilinu innsýn í sjávarveröld Gríms hefur ekki gefist enn, þar sem bækur eru í augum þess ennþá bara eitthvað til þess að bíta í og rífa. Hins vegar er það tilhlökkunarefni að geta einhvern tímann dregið fram bók með íslenskum myndum og blæ, til mótvægis við allt mynd- og skemmti- efnið frá Disney. Helga K. Einarsdóttir Bókmennta- stund í Húsinu BÓKMENNTASTUND Byggða- safns Árnesinga og Endur- reisnarfélags Eyrarbakka verður á morgun, sunnudag, kl. 15. Þrír skáldsagnahöfundar koma í heimsókn, þau Vigdís Grímsdóttir, Iðunn Steinsdóttir og Friðrik Erl- ingsson. Vigdfs mun lesa úr bókinni „Þögnin". Iðunn les úr „Haust- grímu" og Friðrik úr bókinni „Bróðir Lúsífer“. Tekið verður á móti gestum með ljúfu tónaspili nemenda Tónlistarskóla Ár- nesinga. Sama dag verða tendruð Ijós á jólatrénu við Álfsstétt á Eyrar- bakka. Jólasveinarnir mæta. -----*->-»---- Skáld- kvennakvöld Næstu tvö sunnudagskvöld, 10. og 17. desember, verður efnt til skáld- kvennakvölda á Næsta bar í Ingólfs- stræti. Umsjón með upplestrinum hefur Hjalti Rögnvaldsson leikari. Sunnudagskvöldið 10. desember lesa úr verkum sínum Guðrún Helgadóttir, Guðrún Eva Mínervu- dóttir, Fríða Á. Sigurðardóttir, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Gerður Kristný, Ragna Sigurðardóttir og Þórey Friðbjömsdóttir. Gítarleikur fyrir og eftir upplesturinn er í hönd- um Edda Lár og Hjalti Rögnvalds- son kynnir og flytur brot úr skáld- skaparfræðum Aristótelesar. Sunnudagskvöldið 17. desember koma fram skáldkonurnar Vigdís Grímsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Vilborg Dav- íðsdóttir, Iðunn Steinsdóttir og Auð- ur Jónsdóttir. Gítarleikari er Krist- ján Eldjárn og kynnir er Hjalti Rögnvaldsson. Skáldkvennakvöldin hefjast kl. 21 og aðgangur er ókeyp- is. Nýjar bækur • ÚT er komin út bókin Þegar orð fá vængi eftir Torfa Jóns- son. Torfi hóf að safna og þýða spakmæli og snjallyrði af ýmsu tagi fyrir meira en fjörutíu ár- um. Heimildir hans hafa verið allt frá fjölda erlendra spak- mælabóka, auk annarra bóka og tímarita, til dagblaða, sjón- varps og fleira. Áður hafa kom- ið út nokkur spakmælakver sem hann setti saman (Nokkur orð um...) og árið 1986 kom út Spakmælabókin. Bókin sem nú er komin út er mun stærri og veglegri en sú fyrri, eða 524 blaðsíður, og spakmælin og til- vitnanirnar yfir átta þúsund, allt frá heimspekilegum vanga- veltum um tilgang lífsins til spaugilegra athugasemda um menn og málefni líðandi stund- ar. Hundruð manna og kvenna eiga spakmæli í bókinni, þeirra á meðal Sókrates, Shake- speare, Sara Bernhardt, Oskar Wilde, Elísabet drottingarmóð- ir, Winston Churchill, Bob Hope og Brigitte Bardot. Spakmælin eru efnisflokkuð. Utgefandi er Torfi Jónsson. Dreifingu annast Kasima sími: 8625038, netfang: panta- bok@maiI.com Leiðbeinandi verð er 4.290 krónur. • ÚT er komin sagan Blýnótt eftir Hans Henny Jahnn. I fréttatilkynningu segir: „Þetta er eitt dularfyllsta verk evrópskra bókmennta. Magn- þrungin lýsing á undarlegri borg þai' sem eilíft myrkur virðist ríkja. Hans Henny Jahnn var einn helsti rithöfundur Þjóðverja á tuttugustu öld. Hann var trúaður maður sem fordæmdi kristnina, athafnamaður sem leitaði að lífselexír í þvagi drengja og hrossa, fram- úrstefnumaður sem vakti hneykslun almennings, friðar- sinni sem barðist fyrir vemdun umhverfis og dýra, baráttu- maður fyrir frelsi í lífi og listum - rithöfundur sem markaði djúp spor í evrópskar bók- menntir. Blýnótt er þýdd af tveimur meðlimum í hópnum Tekknól- amb, Geir Sigurðssyni og Birni Þorsteinssyni. Geir Sigurðs- son ritar eftirmála." Útgefandi er Bókaútgáfan Forlagið í félagi við hópinn Tekknólamb. Kápu hannaði Börkur Arnarson. Bókin er prentuð hjá AITíFalun, Sví- þjóð. Hún er 137 bls. og leið- beinandi verð er2.990 krónur. • ÚT er komin sakamálasag- an Réttarkrufning e ftir banda- rísku skáldkonuna Patriciu Cornwell, en hún er einn allra þekktasti og vinsælasti saka- málasagnahöfundur samtím- ans. Hér er á ferð fyrsta skáldsaga hennar, en hún kom fyrst út árið 1990 og nefnist á frummálinu Postmortem. Þýð- andi er Atli Magnússon. Aðalsöguhetja Patriciu Cornwell, svo í þessari bók sem í þeim mörgu bókum hennar er á eftir hafa fylgt og njóta feiknavinsælda, er yfir- réttarlæknirinn Kay Scarpetta, sem starfar í borginni Rich- mond í Virginíu. I Réttarkrufningu snýst sag- an um fjöldamorðingja sem fer hamförum í Richmond, og er sagan hefst hafa þrjár konur þegar látið lífið, eftir að hafa verið misþyrmt og loks kyrktar í sínu eigin svefnherbergi. Engar vísbendingar um morð- ingjann hafa fundist. Hann virðist láta til skarar skríða af handahófi - en jafnan aðfaran- ótt laugardags. Útgefandi er Muninn bóka- útgáfa. Bókin er282 bls. Leið- beinandi verð: 3.480 krónur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.