Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGAKDAGUR 9. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Aðventu- tónleikar Amnesty International ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- emational heldur hina árlegu að- ventutónleika félagsins í Neskirkju við Hagatorg á morgun, sunnudag, kl. 15. Tónleikarnir eru styrktartónleik- ar íyrir Amnesty International og rennur allur ágóði til alþjóðlegrar herferðar samtakanna gegn pynd- ingum sem nú stendur yfir. Dagskrá tónleikanna er ætluð allri fjölskyldunni. Flytjendur á tónleikunum eru: As- hildur Haraldsdóttir flautuleikari, Karlakórinn Fóstbræður, Stefán Örn og Marion Herrera, selló og harpa, Einar Ktistján Einarsson gít- arleikari, Nora Kombluh ásamt hópi Suzuki-sellóleikara, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Guðbjörn Guðbjörnsson söngvari, Jónas Ingi- mundarson píanóleikari, Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona og Blásara- kvintett Reykjavíkur. Allir þeir sem fram koma á tónleikunum, sem og allir aðstandendur tónleikanna, gefa vinnu sína. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur. Miðar fást á skrifstofu íslands- deildar Amnesty Intemational í Hafnarstræti, einnig er hægt að panta miða í gegnum tölvupóst á netfanginu amnesty@hi.is eða í síma 551 6940. Einnig verður hægt að kaupa miða í Neskirkju við upphaf tónleikanna. -------------- Jazzandi á Múlanum HLJÓMSVEITIN Jazzandi leikur á Múlanum, en Múlinn er djass- klúbbur með aðsetur á efri hæð Kaffi Reykjavíkur annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Tríóið Jazzandi hefur leikið víða frá stofnun þess fyrir u.þ.b. ári, m.a. á listasumri á Akureyri, djasshátíð Reykjavíkur og bæði í útvarpi og sjónvarpi. Meðlimir tríósins eru allir langt komnir nemendur í djassdeild tónlistar- skóla FÍH. Tríóið leikur blöndu af gömlum og nýlegum djassstan- dördum en að þessu sinni ætla þeir einnig að leika fmmsamið efni. Jazzandi skipa Sigurjón Al- exanderson gítarleikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Gestur Pálmason trommuleikari. Aðgangseyrir er 1.200 krónur og 600 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara. -----♦-♦-♦---- Jólatónleikar Reykjalund- arkórsins HINIR árlegu jólatónleikar Reykja- lundarkórsins verða í Laug- ameskirkju, á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru jólalög úr ýms- um áttum, negrasálmar, Ave María eftir Nyborg og Ave María Sigvalda Kaldalóns. Stjórnandi Reykjalund- arkórsins er íris Erlingsdóttir sópr- ansöngkona og söngkennari. Iris mun jafnframt syngja einsöng með kómum. Tvær dætur fyrram stjómanda kórsins, Lárasar Sveinssonar, Hjör- dís Elín og Ingibjörg kom til liðs við kórinn í þessum jólatónleikum. Mun Hjördís Elín syngja með kómum og annast píanóundirleik og báðar syst- urnar munu síðan leika á trompet í nokkram af eftirlætislögum Lárasar í flutningi kórsins. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- ganginn og er miðaverð 1.000 krón- ur, en ókeypis fyrir börn. Jólatónleikar Sinfómuhljómsveitar Norðurlands Um 130 börn koma fram með hljómsveitinni Akureyri. Morpunblaðið. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum, Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar. JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands verða haldnir í kvöld, laugardagskvöld, í Glerárkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Þá verða einnig haldnir tónleikar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík á sunnudag og hefjast þeir kl. 16. Með hljóm- sveitinni koma fram Ólafur Kjartan Sigurðsson barítón, Barnakór Glerárkirkju, Skólakórar Borgarhólsskóla, Stúlknakór Húsavíkur og stúlkur úr Kór Menntaskólans á Akureyri og söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri. Á efnisská tónleikanna era jólakonsertinn eftir Corelli, jólalög fyrir barnakór og hljóm- sveit og jólaævintýrið Heimskauta- hraðlestin eftir Robert Kapilow. Jólakonsertinn eftir Corelli er skrifaður um það leyti sem fiðlan er að taka við af gömbunni sem að- alstrengjahljóðfærið. Concerto Grosso var algengt konsertform á barokktímanum, þar sem hópi ein- leikara var teflt á móti hljómsveit- inni. Corelli samdi fjölda slíkra verka sem á sínum tíma nutu mik- illa vinsælda um alla Evrópu og er jólakonsertinn einn af hans þekkt- ustu verkum og nýtur enn vin- sælda. Sinfóníuhljómsveitin hefur áður fengið til liðs við sig barnakóra þegar kemur að jólatónleikum. Kórarnir sem nú era kallaðir til munu flytja sex jólalög, allt þekkt lög sem verið hafa til í kórútsetn- ingum, en hljómsveitarútsetningu gerði Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri. Jólaævintýrið Heimskautahraðlestin Á tónleikunum í Glerárkirkju syngja Barnakór Glerárkirkju og Stúlknakór Húsavíkur með hljóm- sveitinni og á tónleikunum á Húsa- vík skólakórar Borgarhólsskóla og Stúlknakór Húsavíkur. í allt munu um 130 börn koma fram með hljómsveitinni á þessum tónleikum. Jólaævintýrið Heimskautahrað- lestin segir frá dreng sem ferðast með lest til norðurpólsins á Þor- láksmessu og tekur þar við gjöf úr hendi jólasveinsins. Hann glatar gjöfinni, en hún kemst til skila á aðfangadagskvöld. Ævintýrið samdi Chris van Alls- burg en Hjörleifur Hjartarson þýddi. Ólafur Kjartan Sigurðsson barítón syngur söguna en með honum syngja stúlkur úr Kór Menntaskólans á Akureyri og söngdeild Tónlistarskólans á Akur- eyri. Ólafur Kjartan Sigurðsson Polarfonia með fimm plötur ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Polarfon- ia Classics ehf. kynnir nú fimm út- gáfur. Nýlega var gengið frá samn- ingum milli félagsins og Danacord í Danmörku um dreifingu geisladiska Polarfonia þar í landi. Samningar um dreifingu víðar á Norðurlöndunum era í deiglunni. Polarfonia Classics sérhæfir sig í útgáfu á sígildri tónlist og djassi en fyrstu útgáfur félasins komu út fyrir síðustu jól. Þær plötur sem fyrirtækið kynnir nú era: Halldór Haraldsson leikur tvær af stærstu píanósónötum tónbókmenn- tanna eftir Franz Schubert og Johannes Brahms. Halldór er einn okkar þekktasti píanóleikari og hef- ur hróður hans borist víða. Þetta er fyrsti geisladiskur Halldórs en hann hefur áður leikið inn á hljómplötur. Hinn heimsþekkti píanóleikari Al- berto Portugheis fjallaði um diskinn í fagtímaritinu Piano Joumal í Lond- on og talar hann um „meistaralegan flutning!“ verkanna. Sigríður Björnsdóttir frá Kleppu- stöðum ákvað á níræðisaldri að láta draum sinn rætast og syngja inn á geisladisk. íslensk einsöngslög eru henni hugleikin og hafa fylgt Sigríði alla tíð. Hér syngur hún nokkur upp- áhaldslaga sinna. Úlrik Ólason leik- urmeðápíanó. Uppeldisstöð íslenskra tónlistar- manna, Tónlistarskólinn í Reykja- vík, hélt upp á 70 ára afmæli sitt á árinu. Af því tilefni var gefinn út þessi tvöfaldi diskur þar sem nem- endur skólans leika og syngja. Sin- fóníuhljómsveit Islands leikur með einleikararprófsnemum. Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands era vinsælustu tón- leikar hljómsveitarinnar. Uppselt er á tónleikana ár fram í tímann og komast færri að en vilja þrátt fyrir endurtekningu og tónleikastað á borð við Laugardalshöll. Nú er í fyrsta skipti hægtaðnálgast vinsæl- ustu Vínarlögin af efnisskrám þess- ara tónleika á geisladiski. Garðar Cortes er sennilega þekkt- ari fyrir annars konar söng en hér gefur að heyra. Á geisladiskinum Daydreams syngur hann við undir- leik Roberts Sunds rómantísk dæg- urlög úr ýmsum áttum. Garðar sjálf- ur kallar þetta rauðvínstónlist. Snemma á næsta ári era svo vænt- anlegir geisladiskar þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands flytur Sifnóníu nr. 9 eftir Beethoven, hljóðritun tónleika Sólrúnar Braga- dóttur og Einars Steen-Neklebergs frá í maí og Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari leikur einleik á fiðlu. Kór Atthaga- félags Stranda- manna AÐVENTUHÁTÍÐ Kórs Átt- hagafélags Strandamanna verður haldin á morgun, sunnu- dag, kl. 16.30 í Seljakirkju. Kórinn mun, ásamt barna- kór, flytja jólalög undir stjórn Þóra V. Guðmundsdóttur. Píanóleikari er Jón Sigurðsson. Einsöngvari að j)essu sinni er Anna Pálína Árnadóttir, en undirleikari hennar er Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson. Að loknum tónlistarflutningi og jólahugvekju, sem Matthildur Sverrisdóttir flytur, býður kór- inn upp á kaffihlaðborð í safn- aðarsal kirkjunnar. Jólatónleikar Selkórsins SELKÓRINN heldur jólatðnleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og mánudaginn 11. desember kl. 20.30. Flutt verða, auk íslenskra og erlendra jólalaga, tvö tdnverk, Lobet den Herrn, alle Heidcn (Lofið Herrann lýðir allir), mót- etta eftir J.S. Bach og Gloria í D- dúr eftir A. Vivaldi. Texti mót- ettu J.S. Bach er lofgerðarsöng- ur, 117. Davíðssálmur, sem á þýsku hljóðar svo: Lobet den Herrn alle Heiden und preiset ihn alle Völker. Denn seine Gnade und Wahrheit waltet iiber uns in Ewigkeit. Alleluja. Eða eins og það útleggst á íslensku: Lofið Drottin allar þjóðir. Veg- samið hann allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss - og trúfesti drottins varir að ei- lífu. Halelúja. Mótettan, fjögurra radda, með bassafylgirödd var fyrst gefin út 1821. Gloria í D-dúr sjálfstætt verk og fjölbreytt í tólf tengdum köflum sem hafa ólíkan blæ. Verkið þykir flétta haganlega saman gamla og nýja tíma í tón- smiðum og er í raun jafntengt sviðsverkum Vivaldis og konsert- um hans. Verkið er ríkt af tilfinningu og tjáir lotningu, guðsótta og tæra gleði í tónlist sem er grípandi, en þó rík af andstæðum og fjöl- breytni. Þessir eiginleikar hafa vafalaust stuðlað að vinsældum verksins. Einsöngvarar eru Hulda Guð- rún Geirsdóttir sópran, Þuríður G. Sigurðardóttir sópran og Sig- rún Jónsdóttir mezzosópran. Strengjasveit leikur með kórnum og er Szymon Kuran konsert- meistari. Jón Karl Einarsson stjórnar. Jólavaka Stefnis KARLAKÓRINN Stefnir verður með jólavöku í Hlégarði annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Karlakórinn Stefnir heldur upp á 60 ára afmæli sitt á þessu ári og því hefur verið mikið um að vera hjá þeim. Afmælistónleikar voru haldnir sl. vor þar sem Kristinn Sigmundsson söng með kómum. Sjálf aímælishátíðin verður haldin í Hlégarði 13. janúar nk. og verður sú veisla endapunkturinn á viðburðaríku aftnælisári. Einnig verður stór stund hjá Stefni í febrúar á næsta ári. Þá mun Gunnar Guðbjömsson óperusöngvari syngja með kómum í Grafarvogskirkju. Hin nýja Grafarvogskirkja hefur vakið athygli fyrir góðan hljómburð, enda var það Gunnar sjálfur sem ósk- aði eftir að syngja í því húsi. -------♦+-♦------ Kertaljósa- tónleikar í Hveragerði HINIR árlegu kertaljósatónleikar kammerhópsins Camerarctica verða að venju haldnir nú í desember. Fyrstu tónleikarnir verða nú á sunnudag í Hveragerðiskirkju kl. 17. Eins og áður verður leikin tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Camerarctica skipa þau Armann Helgason klarinettuleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari og gestur þeirra í ár er víóluleikar- inn Þórann Marinósdóttir. Verkin sem hópurinn hefur valið að þessu sinni eru Kvartett fyrir klarinettu og strengi og Kvintett fyr- ir strengi eftir W.A. Mozart. í lokin verður leikinn jólasálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum" sem einn- ig er eftir Mozart. Tónleikarnir verða um klukku- stundarlangir og verður kirkjan ein- ungis lýst með kertaljósum við þetta tækifæri. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, eldri borgarar og nem- endur fá helmingsafslátt og ókeypis aðgangur er fyrir börn. -------♦-♦-♦----- Jólatónleikar Samkórs Rangæinga SAMKÓR Rangæinga heldur jóla- tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 16. Á efnisskrá era jólalög frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Einsöngv- arar á þessum tónleikum eru þau Eyrún Jónasdóttir messósópran og Gísli Stefánsson baritón. Píanóleik annast Hédi Maróti og á orgelið leik- ur Hilmar Örn Agnarsson. Stjórn- andi kórsins er Guðjón Halldór Ósk- arsson. Um þessar mundir er Samkórinn að gefa út geislaplötu með jólalög- um. Á þeirri plötu eru þessir sömu einsöngvarar auk sópransöngkon- unnar ungu Sigurlaugar Jónu Hann- esdóttur. Hljóðfæraleikarar era ein- ig þeir sömu auk Hauks Guðlaugssonar á orgel og Lazló Czenek á horn.Þetta er í fyrsta sinn sem rangæskur kór ræðst í útgáfu á jólageislaplötu. -------♦-♦-♦----- Fleiri jólasöngvar FJÓRÐU tónleikum Kórs Lang- holtskirkju, Jólasöngvar, hefur verið bætt við og verða þeir haldnir laug- ardaginn 16. desember kl. 19. Miðar era til sölu í Langholts- kirkju og kosta 1.500 krónur og er innifalið heitt jólasúkkulaði ogpipar- kökur. i * I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.