Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 76
v76 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORC-UNBLAÐIÐ Allt til jólanna ♦*% í Hólagarði VV Gefið ástinni hlýja gjöf Ekta pelsar verð frá kr. 50.000 Sigurstjama Fákafeni (Bláu húsin), I S. 588 4545| Einn sem tekið er eftir Verslum þar sem stemmningin er FRÉTTIR Kveikt á Óslóartrénu á Austurvelli SAMKVÆMT venju verða ljósin á stærsta jólatré borgarinnar, Óslóar- trénu, tendruð með viðhöfn sunnu- daginn 10. desember kl. 15 til 17 í boði Reykjavíkur - menningarborg- ar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur, sendiherra Noregs og borgarstjór- inn í Reykjavík flytja ávörp og Dóm- kórinn syngur. Að auki verður ýmislegt annað um að vera á Austurvelli í boði menning- arborgarinnar. Má þar nefna söng hinna íslensku þátttakenda í Rödd- um Evrópu undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Ólafur Darri Ólafsson leikari les Jólasögu. Lítill strákur verður með jólasveinahúfu og maður með allt of mikið af pökkum flýtir sér heim. Djasssveinarnir í tríóinu Flís flytja djassskotnar útsetningar á jólalögunum og óháða götuleikhúsið gerir sér mat úr jólaösinni. Trúðarn- ir Spæli og Skúli laumast utan úr Iðnó og velta jólunum fyrir sér. Götuleikhópur og tónlistarfólk verð- ur á ferðinni og tendruð verða ljós á tröllauknum aðventukransi. Dómkirkjan býður alla velkomna í hús og á Lækjartorgi móta verðandi myndhöggvarar myndir í ísdrang- ana úr uppfærslunni á Baldri. Is- lensku jólasveinarnir og hyski þeirra verða auðvitað á ferðinni með pok- ana sína og leiða fjöldasöng. Að endingu stígur hljómsveitin múm á svið og flytur nokkrar jóla- perlur. Thorvaldsensfélagið sér um að veita kakó og kökur í boði Reykja- víkurhafnar og menningarborgar- innar. Skemmtunin fer fram á risa- stóru sviði við hliðina á Alþingis- húsinu. Kynnir er Ragnheiður Asta Pétursdóttir þula. BSRB lýsir stuðningi við kennara STJÓRN BSRB samþykkti á fundi 7. desember eftirfarandi ályktun: „Stjórn BSRB hvetur ríkisstjórn- ina til að ganga þegar í stað til samn- inga við framhaldsskólakennara. Ljóst er að viðbótarfjármagn þarf að veita til skólastarfs svo unnt verði að greiða fólki sem þar starfar hæiri laun. Augljóst er að þetta er for- senda þess að kjaradeilan leysist á farsælan hátt. Fjársvelti mennta- kerfisins og annarrar velferðar- og almannaþjónustu veikir félagslega innviði samfélagsins og grefur und- an því í hvívetna. BSRB gagnrýnir harðlega þá óbilgirni sem ríkisvaldið sýnir fram- haldsskólakennurum í verkfalli og hvetur til tafarlausrar stefnubreyt- ingar. BSRB sendir kennunim baráttu- kveðjur." LEIÐRETT Námskeið við streitu og reykingum í HEILSUSTOFNUN NLFÍ er nú í fyrsta sinn boðið upp á sérstök viku- námskeið þar sem tekist er á við ein- kenni álags og streitu. Fyrsta nám- skeiðið verður haldið 7. janúar 2001 og er þegar fullbókað á það námskeið. Innritun er hafin á námskeið sem hefst 21. janúar nk, F-yrstu námskéið- in eru á sérstöku kynningarverði. Undanfarin ár hafa verið haldin vikunámskeið við reykingum í Heilsu- stofnun NLFÍ þar sem áhersla er lögð á það að fólk breyti um lífsstfl tfl að sigrast á tóbaksfíkninni. Næsta námskeið verður haldið 15. janúar 2001. ------*-H------ Aðventuhátíð LAUF LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, halda aðventuhátíð sunnudaginn 10. desember í sal Ör- yrkjabandalags íslands í Hátúni lOb, jarðhæð. Samkoman hefst kl. 15. Sr. Vigfús Þór Árnason sóknar- prestur mun fara með hugvekju og Guðni Þórðarson flytur erindi um jólahald í Landinu helga. --------------- Bifreið stolið BIFREIÐINNI UL-876 sem er svört af gerðinni Subaru Forester árgerð 2000 var stolið aðfaranótt sunnudagsins frá Bflasölunni Nýju bflahöllinni, Funahöfða 1, Reykjavík. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um hvarf bifreiðarinnar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Grafar- vogi. Múlaborg Þessi teikning átti að fylgja grein Guðjóns Jónssonar, Múlaborg, sem birtist í Morgunblaðinu 22. nóvem- ber sl. Hún sýnir hringbraut milli bæja í fjörðum Austurlands og Egilsstaða stystu leið, ekki undir Oddsskarð og til Mjóafjarðar gegnum Neskaup- stað, eins og eldri hugmyndir og vissulega eru aðeins styttri göng. En þannig verður leiðin allt of löng t.a.m. milli Eskifjarðar og Seyðis- fjarðar og áfram upp Hérað. Styttri hringbraut verður alveg nauðsynleg til að tengja sem bezt alla þessa bæi í eina borg, að Egilsstöðum meðtöld- um. Og ekki í rneiri hæð en Breiðholt - 100 m y.s. Fagridalur er of hár til að vera aðaltengibraut til Héraðs - en auðvitað verður þar sem breið- vegur, sem og „þverun" innst í Reyð- arfirði. Rangur myndatexti Á landssíðunni í blaðinu á þriðju- dag var frétt frá Lýsuhólsskóla og var myndatexti annarrar myndar- innar rangur. Var sagt að þar væru nemendur 9. og 10. bekkjar ásamt myndlistarkennara sínum en átti að vera: „Bryndís á Ölkeldu hjálpar þeim yngstu að baka.“ Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Bókartitill íf^n FASTEIGNA <1= m MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. II tæki og áhold Bón- og bílaþvottastöðvarinnar Hönnu eru til sölu. Stöðin hefur verið í fullum rekstri frá árinu 1994 og selst til flutnings með öllum tækjum og búnaði. Góð viðskiptavild. Stöðin er til sýnis í fullum rekstri á Þórðarhöfða 1 í dag og næstu daga. y^Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu. Rangt var farið með titil bókar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Mói hrekkusvín, í blaðinu á fimmtudag. Er beðist velvirðingar á þessu. Rangur myndatexti Við greinina I leit að betri tilveru á listasíðum í blaðinu á fimmtudag var rangur myndatexti undir höfundar- mynd, þar átti að standa Auður Jónsdóttir. Beðist er velvirðingai- á þessu. Meinleg villa Meinleg villa varð í grein Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu í gær, þar sem vitnað var til orða Gunnars Lambasonar í Njálu. Þar átti að standa: „Um allar sagnir hall- aði hann mjög til, en ló frá víða.“ Flugvöllur vestan við Straumsvík Flugvöllur sem hugsanlega yrði byggður sunnan Hafnarfjarðar var ranglega staðsettur á korti sem birt- ist í blaðinu sl. miðvikudag. Rétt staðsetning vallarins er vestan við Straumsvík en ekki austan við og er beðist er velvirðingar á því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.