Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 284. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hæstiréttur Flórída úrskurðar að vafaatkvæði verði handtalin Málamiðl- anir rædd- ar í Nice Talsmenn Bush vara við stj órnarskrárkreppu Nice. AP, Reuters, AFP. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) samþykktu í gær áform um stofnsetningu sameiginlegra ESB- hersveita og nýjar aðgerðir til vam- ar kúariðu. En erfiðustu úrlausnar- efnin sem fyrir fundi þeirra í Nice liggja voru enn óleyst: Hvernig stokka skuli upp innra skipulag sam- bandsins og tryggja starfshæfni þess eftir að aðildarríkjum fjölgar um allt að helming á næstu árum. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sem nú er að ljúka hálfs árs ESB-formennskutímabili sínu, sagði að hann og Jacques Chii-ac for- seti myndu síðdegis og fram á kvöld halda lokaða tvíhliða fundi með full- trúum allra hinna aðildarríkjanna fjórtán. Eftir að hafa heyrt hvaða mál það væru sem mest brynnu á mönnum myndu samningamenn Frakka nota nóttina til að sjóða sam- an málamiðlunartillögur, sem lagðar yrðu fyrir leiðtogana í dag. Sam- kvæmt dagskrá fundarins er gert ráð fyrir að honum ljúki í dag. um hugmyndum um að þingið taki sér réttinn til að velja kjörmennina en hann var lögfestur fyrir meira en hundrað árum. Fréttaskýrendur bentu á að svo gæti farið að 25 kjörmenn valdir af þinginu fengju umboðið til að mæta fyrir hönd Flórída í Washington 18. desember en samtímis væri enn ver- ið að telja vafaatkvæði. Upp gæti komið stjómarfarsleg ringulreið sem enginn sæi fyrir endann á. „Við erum á leið út fyrir svið aðdráttarafls jarð- ar,“ sagði einn þeirra. Utanlyörstaðaatkvæði ekki ógild Tveir dómarar í Flórída úrskurð- uðu fyrr í gærkvöld að ekki bæri að lýsa ógild um 25.000 utankjörstaða- atkvæði sem greidd voru í tveimur sýslum, Martin og Seminole, í for- setakosningunum í nóvember. Bush fékk meira fylgi en Gore í báðum um- ræddum sýslum en lögmenn demó- krata töldu að gallar hefðu verið á meðhöndlun um 2.600 utankjörstaða- atkvæða af hálfu embættismanna. Demókratar vildu að öll utan- kjörstaðaatkvæðin í Seminole og Martin yrðu gerð ógild. Yfirlýsing dómaranna tveggja, Nikki Clark og Terry Lewis, var sameiginleg. „Enda þótt formgallar hafa verið á beiðnum um utankjörstaðaseðla er ekki hægt að segja að kjörseðlarnir hafi verið gerðir ómerkir eða að grafið hafi ver- ið undan réttum framgangi kosning- anna ... Kosningaúrslitin endur- spegla að fullu leyti og á sanngjaman hátt viUa kjósenda," sögðu þeir. Palestínumenn við brennandi götuvirki í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem í gær. Reuters Tíu manns í valnum Jcrúsalem, Nice. AFP, AP. PALESTÍNUMENN minntust þess í gær að þrettán ár eru liðin frá upphafi fyrri uppreisnar þeirra, int- ifada, gegn ísraelum og lýstu yfir „degi reiði“. Var þetta einn blóðug- asti dagurinn síðan átökin hófust á sjálfstjómarsvæðunum fyrir tíu vik- um. Tíu manns lágu í valnum, sjö Pal- estínumenn og þrír ísraelar. Svör- uðu Israelar með því að banna alla umferð til og frá borgum Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Vonir manna um að átökin á sjálf- stjórnarsvæðunum væru í rénun dofnuðu í kjölfar mannfallsins í gær og yfirlýsingar leiðtoga Fatah- hreyfingar Palestínumanna. „Palestínumenn hafa að yfirlögðu ráði ákveðið að gera uppreisn og hún verður ekki stöðvuð. Átökin munu stigmagnast á næstu dögum,“ sagði leiðtogi Fatah, Marwan Barg- houti, í gær. MORGUNBLAÐIÐ 9. DESEMBER 2000 5 69090 0 090000 HÆSTIRÉTTUR Flórída ákvað í gær með fjóram atkvæðum gegn þremur að verða við kröfu lögmanna forsetaframbjóðanda demókrata, Als Gores, og láta telja 9.000 vafaatkvæði í Miami-Dade sýslu. Gáfu dómaramir skipun um að talningin yrði hafin strax vegna þess hve tíminn væri orðinn naumur en samkvæmt lögum skal vera búið að velja kjörmenn 12. desember. Frétta- skýrendur sögðu að með ákvörðun réttarins væri komin upp sú staða að óger- legt væri að fullyrða nokkuð um líkurnar á því hvor yrði næsti húsbóndi í Hvíta húsinu, Gore eða repúblikaninn George W. Bush. Að sögn CNN-sjónvarpsstöðvarinn- ar lögðu repúblikanar seint í gær- kvöld að íslenskum tíma fram ósk hjá áfrýjunardómstóli um að handtaln- ingin kæmi ekki til framkvæmda meðan beðið væri eftir því að alríkis- hæstiréttur í Washington tæki fyrir kröfnr repúblikana um að ákvörðun hæstaréttar Flórída yrði hnekkt. Ekki var jjóst hver viðbrögð dóm- stólsins yrðu en augljóst er að allar tafir á handtalningunni treysta stöðu repúblikana. „Með niðurstöðu sinni hefur hæstiréttur Flórída því miður aukið enn á óvissuna og úrskurðurinn gæti haft kosningaréttinn af kjósendum í Flórída," sagði James Baker, aðal- fulltrúi repúblikanans Georges W. Bush í Flórída, í gærkvöld. Baker sagði að úrskurðinum yrði áfrýjað til hæstarréttar í Washington. Hann sagðist ekki vilja segja að hæstirétt- ur Flórída hefði tekið flokkspólitíska afstöðu með Gore en hins vegar væri niðurstaðan byggð á mjög veikum, lagalegum granni. Baker vitnaði í sérálit hæstaréttardómara um að niðurstaðan gæti valdið stjómar- skrárkreppu og grafið undan áliti réttarins. Auk umræddra atkvæða í Miami- Dade vill hæstiréttur láta endurtelja og fara yfir öll vafaatkvæði í öllum 67 sýslum ríkisins og gekk því mun lengra en Gore hafði krafist. Munurinn 154 atkvæði Hæstiréttur ákvað ennfremur að alls 383 atkvæði, sem Gore hreppti í endurtalningu í Miami-Dade og Palm Beach, er ekki tókst að Ijúka fyrir tilsettan frest, skyldu reiknuð honum. Er munurinn á honum og Bush í ríkinu því orðinn 154 atkvæði. Ljóst er að tíminn til að handtelja í AP Forseti öldungadeildar Flórída- þings, John McKay, ávarpar full- trúana á fundi þingsins í gær. Flórída er orðinn naumur þar sem samkvæmt lögum alríkisins um kjör- mannasamkunduna á að vera búið að velja fulltrúana 25 frá Flórída í síð- asta lagi 12. desember. Samkundan kemur síðan saman 18. desember í Washington og velur forseta. Þing Flórída, þar sem repúblikanar era í meirihluta, kom saman í gær og sam- þykkti tilnefningar á kjörmönnum og era þeir allir stuðningsmenn Bush. Tekið var fram í yfirlýsingu sem þingið sendi hæstarétti Flórída að það myndi sjálft staðfesta valið á miðvikudag ef ekki yrði búið að ná fram endanlegri niðurstöðu í kosn- ingunum í tæka tíð. Afar ólíklegt er að takast muni að ljúka handtalning- unni fyrir miðvikudag. Talsmenn Gores hafa andmælt kröftuglega öll- Steinn Steinarr tCIT ÆV» SKAUJS B D t> A l Metsölulisti DV JjjO JPV FORLAG Estoniu-siysið Höfða mál gegn Sahlin Potsdam. AFP. ÞÝSKUR blaðamaður, sem rannsakað hefur Estonia-slysið 1994 og eftirmál þess, hyggst höfða mál gegn Monu Sahlin, aðstoðarráðherra í Svíþjóð, og einnig sænskri rannsóknar- nefnd er fjallaði um slysið. Seg- ir blaðamaðurinn, Jutta Rabe, að sænsk stjómvöld hafi tekið þátt í að leyna niðurstöðum rannsókna er gefi til kynna að sprenging hafi orðið í ferjunni áður en hún sökk. Með Estoniu fórast 852. Hún var á leið frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms en sökk á nokkr- um mínútum skammt undan suð-vesturströnd Finnlands. Opinber rannsóknamefnd full- yrti árið 1997 að skipið hefði sokkið er galli í stafndyram hefði komið í veg fyrir að þær lokuðust og sjór flætt inn. Rabe hefur átt samstarf við Bandaríkjamanninn Gregg Bemis, sem kafaði niður að flaki Estoniu í ágúst og tók myndir af því. Segja þau að á myndinni komi íram vísbend- ingar um gat eftir sprengingu. Sérfræðingar í siglingamálum gagnrýndu í nóvember opin- bera skýrsluna og hvöttu til þess að gerð yrði ný rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.