Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sæplast í örum vexti Veltan losar tvo milljarða STJÓRNENDUR Sæplasts kynntu níu mánaða uppgjör og framtíð- aráform félagsins í vikunni. Velta Sæplasts fyrstu níu mánuði ársins jókst um 135% miðað við sama tímabil í fyrra og nam liðlega 1,6 milljörðum króna. Veltufé frá rekstri var 150 milljónir og jókst um 41% milli tímabila. Aukin velta skýrist af því að nú gætir áhrifa dótturfélaganna í fyrsta sinn allt árið. Steinþór Ólafsson, forstjóri Sæplasts, segir að allt stefni í að velta félagsins á árinu öllu verði nálægt 2,1 milljarði króna en veltan allt árið í fyrra var um einn millj- arður króna. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði á tímabil- inu nam 209 milljónum en var 146 milljónir eftir fyrstu sex mánuðina. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins var fimm milljónir króna á móti 26 milljónum á sama tíma í fyrra. Steinþór nefndi þrjár ástæður fyrir minni hagnaði félagsins. í fyrsta lagi hafi gengistap á þriðja árs- fjórðungi numið 25 milljónum króna. Þá hafi verið tap á rekstri Nordic Supply Containers AS sem Sæplast keypti í vor en þeirri verksmiðju hefur nú verið lokað. í þriðja lagi hafi fallið til töluverður kostnaður vegna sameiningar og hagræðingar í Noregi. Greiningardeild Kaupþings mæl- ir með kaupum í Sæplasti og segir m.a. að búast megi við að afkoma félagsins muni batna á næstu árum í kjölfar hagræðinga sem félagið eigi að geta náð vegna sameiningar dótturfélaga og rekstrar þeirra. Starfsemi í þremur heimsálfum Umsvif Sæplasts, sem stofnað var á Dalvík árið 1984, hafa vaxið mjög á síðustu árum. Móðurfélagið rekur nú fjögur fyrirtæki í þremur heimsálfum: Sæplast Dalvík, Sæ- plast India, Sæplast Canada og Sæplast Norge. Velta Sæplast Dal- vík er áætluð um 450 til 500 mil- ljónir króna í ár en fyrirtækið framleiðir einkum ker, vatnstanka, rotþrær og flotkúlur. Velta Sæplast Canada sem keypt var árið 1999, er áætluð um 650 milljónir króna. Fyrirtækið framleiðir ker og ýmsar hverfisteyptar afurðir til nota í matvælaframleiðslu. Sæplast India hóf starfsemi árið 1998 og veltan í ár verður um 20 milljónir króna. Aðspurður um veltu Sæplast India segir Steinþór að menn hafi fram til þessa einbeitt sér að því að koma framleiðslu og gæðamálum í lag en að framundan sé að auka markaðsstarf og sölu hjá Sæplast India. í Noregi rekur Sæplast tvær verksmiðjur. Velta Sæplasts í Sal- angen í Troms-fylki er áætluð um 160 milljónir króna en höfuðáhersl- Morgunblaðið/Ásdís Steinþór Ólafsson framkvæmdastjóri og Rúnar Sigurpálsson fjármálastjóri Sæplasts. STJÓRN I Forstjóri Steinþór Ólafsson Skipurit Fjármál Rúnar Sigurpálsson Markaðsmál Sigurður Jóhannsson Framleiðsla Steinþór Ólafsson Vöruþróun Steinþór Ólatsson Sæplast Dalvík Sæplast India Sæplast Canada Dalvík Almadabad Saint John Torfi Guðmundsson Swetang Dave Guðm. Þ. Gunnarsson x Sæplast Norge Álesund/Salangen A. Rotevatn/ T. Vedal an hefur verið á framleiðslu ýmiss konar kera í Salangen. Velta Sæ- plasts í Álasundi er áætluð um 620 milljónir króna í ár en þar eru m.a. framleidd flot, belgir, og fríholt. Sæplast keypti Nordic Supply Containers AS í mars í vor. Stein- þór segir að ástæða kaupanna hafi fyrst og fremst verið sú að kaupa burt samkeppnisaðila. Aðspurður um möguleg kaup Sæplasts á Borg- arplasti segir Steinþór það ekki hafa verið inni í myndinni. Sæplast sjái sér ekki hag í því að komast í einokunaraðstöðu á Islandi, sam- keppnin sé af hinu góða fyrir félag- ið. Enn sóknarfæri fyrir hendi Einungis 9% af heildartekjum Sæplasts falla til vegna sölu á ís- landi. Steinþór segir að íslenski markaðurinn sé engu að síður mik- ilvægur þar sem hér séu þróaðar vörur í samstarfi við innlend fyrir- tæki. Salan í Noregi er um 13% heild, 29% sölunnar er i Norður- Ameríku sem er svipað og í Evrópu utan Noregs og íslands. Steinþór segir ljóst að enn sé sóknartæki- færi fyrir Sæplast og þá sérstak- lega í Asíu og Suður-Ameríku. Þá megi nefna að Sæplast hafi í ríkari mæli einbeitt sér að framleiðslu fyrir eldisiðnaðinn, t.d. á flot- bryggjum og flotkvíum, og þar sé að finna sóknartækifæri. Steinþór segir að stefnan sé og hafi verið að byggja Sæplast upp til lengri tíma. „Það er mikilvægt fyrir félagið að vaxa enn frekar og því er stefnt að því að fjárfesta í fleiri verksmiðjum í tengdum rekstri á næstu árum. Endurskipulagning markaðsmála er hafin og stefnt að því að ljúka henni í byrjun næsta árs. Meginþunginn á næsta ári verður því við vinnu í sölu- og markaðsmálum með það að mark- miði að ná meira úr rekstrinum." Ferðaskrifstofan 361 hefur starfsemi í janúar Ekki samið við innlend flugfélög UNDIRBÚNINGUR að rekstri ferðaskrifstofunnar Sólar hf. sem hefja mun starfsemi í byrjun næsta árs er langt komin. Fyrir liggur að íslenskt flugfélag mun ekki sjá um leiguflug félagsins. Vel gengur að ráða starfsfólk Að sögn Ómars Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Sólar, hefur fé- lagið fest sér húsnæði fyrir starf- semina á Grensásvegi 22, á horni Grensásvegar og Miklubrautar þar sem Landsbankinn var áður til húsa. Sól hf. tók formlega við hús- næðinu um síðustu mánðamót og er nú verið að vinna að innréttingu og lagfæringum á því. Ómar segir að húsnæði Sólar, sem er tæpir 400 fermetrar að stærð, sé á ákjósanlegum stað; það sé í al- faraleið með góðri aðkomu og nægum bílastæðum. „Það var stefnt að því að hefja starfsemina upp úr áramótum og við það verður staðið. Þrátt fyrir þensluna á vinnumarkaði hefur verið þó nokkur eftirspurn eftir störfum hjá Sól hf. Þegar er búið að ráða verulegan hluta starfs- fólksins og það mun flest koma til starfa í janúar. Aðspurður segir Ómar að hann telji að Sól hafi fengið mjög hæft fólk til starfa, flest með mjög góða reynslu að baki. Samlð við erlent flugfélag „Við erum langt komnir með að ganga frá samningum um sam- skipti við flugfélag um leiguflug fyrir Sól. Það er að vísu ekki hægt að greina nákvæmlega frá því að svo stödddu en það stefnir í að við verðum með mjög trausta og góða erlenda aðila í samstarfi sem bjóða upp á afbragðs þjónustu. Við erum afar sátt við þá niðurstöðu." Aðspurður segir Ómar að leitað hafi verið til innlendu flugfélag- anna um tilboð í leiguflug fyrir fé- lagið. Annað þeirra hafi ekki haft tiltækar vélar en hitt ekki sýnt verkefninu áhuga. Skuiandi jögur x tœkifœrisgjöf \ 'S,l * Til ) styrktar 1—-• y biindum i \ KR&SSII Tákn heilagrar þrenningar Fivst iim land allt. Drei fi nt’amð il i: , ,?eyí 525-0000 Stór við- skipti með TM SÍÐASTLIÐIÐ ár hafa 736 skráð viðskipti átt sér stað með hluta- bréf í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) og er heildarupphæð þeirra 4,1 milljarður króna. 56% þessarar upphæðar, eða 2.326 milljónir króna, hafa skipt um hendur í tvennum viðskiptum í þessum mánuði, 1.326 milljónir króna fjórða desember og 1.000 milljónir króna í fyrradag. Islandsbanki- FBA hf. flaggaði vegna viðskipt- anna í fyrradag og sagði frá því að hlutur hans í TM væri nú 10,36% en hefði fyrir viðskiptin verið 18,61%. Bankinn greindi jafnframt frá því að 4,98% af núverandi eign- arhlut hafi verið seld framvirkt með gjalddaga 29. þessa mánaðar. Af fyrirliggjandi gögnum, þ.m.t. flöggunum á Verðbréfaþingi Is- lands hf. og hluthafaskrá TM, er ekki unnt að sjá hverjir stærstu hluthafar TM eru eftir þessi miklu viðskipti síðustu daga. í samtali við Morgunblaðið sagðist Pétur Björnsson, fyrrver- andi forstjóri Vífilfells, hafa veitt Hreini Loftssyni, lögmanni, heim- ild til að kaupa hlut í TM fyrir sína hönd. Pétur sagðist þó ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það á hvaða stigi þau viðskipti væru nú og vísaði á Hrein um frekari upp- lýsingar. Hreinn er erlendis og ekki náðist í hann í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.