Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 49
48 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 49
fttpfgwitÞlitfrifr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EINKAREKSTUR
í HEILBRIGÐISKERFIN U
TÖLUVERÐAR umræður hafa
orðið síðustu daga um einka:
rekstur í heilbrigðiskerfínu. í
Morgunblaðinu í fyrradag birtist
frétt, sem byggð var á fréttatilkynn-
ingu frá forsvarsmönnum allmargra
læknastofa og -stöðva. í fréttinni
sagði m.a.: „Læknastöðvar í Reykja-
vík hafa ákveðið að stofna félag til að
kanna hagkvæmni þess að lækna-
stöðvarnar sameinist um nýja mið-
stöð fyrir sérhæfða heilbrigðisþjón-
ustu. Stefnt er að því að veita þá
þjónustu, sem nú er veitt á stofum en
einnig sjúkrahúsþjónustu vegna að-
gerða, rannsókna eða meðferðar,
sem krefst styttri innlagna á sjúkra-
deild.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
svarsmönnum nýja félagsins hafa
sérfræðingar sinnt umfangsmikilli
læknisþjónustu utan spítala og er sú
starfsemi stunduð á allmörgum
læknastöðvum í Reykjavík, sem sér-
fræðingarnir reka sjálfir. Sú þjón-
usta, sem krefst innlagnar á sjúkra-
hús, hefur verið rekin alfarið af hinu
opinbera.“
Á fundi, sem Félag íslenzkra
hjúkrunarfræðinga efndi til á mið-
vikudagskvöld var einkarekstur í
heilbrigðisþjónustu til umræðu. Á
þeim fundi skýrði Ásta Möller al-
þingismaður frá því, að Trygginga-
stofnun ríkisins hefði á síðasta ári
greitt 3,3 milljarða króna vegna sjálf-
stætt starfandi aðila í heilbrigðis-
þjónustu en heildarupphæðin væri
4,5 milljarðar, ef hlutur sjúklinga
væri einnig meðtalinn. Til saman-
burðar benti þingmaðurinn á, að
kostnaður við Landspítala - háskóla-
sjúkrahús væri um 20 milljarðar á
ári.
Af þessum tölum má sjá, að kostn-
aður við heilbrigðisþjónustu, sem er í
raun einkarekin, nemur nú um fjórð-
ungi þess, sem kostar að reka Land-
spítalann. Þess vegna fer því víðs
fjarri, að einkarekin heilbrigðisþjón-
usta sé óþekkt fyrirbæri á íslandi.
í umræðum á Alþingi í fyrradag
lýsti Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra því yfír - og endur-
tók þá yfirlýsingu í samtali við Morg-
unblaðið - að hún mundi ekki í
ráðherratíð sinni heimila byggingu
einkarekins sjúkrahúss hér á landi.
Rök ráðherrans, eins og þau komu
fram í samtali við Morgunblaðið, eru
m.a. þessi: „Okkur vantar fleiri
lækna og hjúkrunarfræðinga og ef
við ætlum að fara að dreifa þjónust-
unni um bæinn, hver á þá að dekka
neyðarvaktirnar? Hverjir eiga að
dekka kvöld-, nætur- og helgarvakt-
irnar gagnvart mikilvægum aðgerð-
um? í stuttu máli: Hver á að sinna
flóknu og dýru aðgerðunum, sem
verður að vera hægt að gera hvenær
sem er sólarhringsins, allt árið um
kring? Hver á að borga?“
Um þær röksemdir, að einkarekin
heilbrigðisþjónusta gæti átt þátt í að
stytta biðlistana, sagði ráðherrann:
„Ef við ætlum að fara að fjárfesta í
nýju sjúkrahúsi og tækjum, sem
kosta mikið fé, þá erum við ekki að
stytta biðlistana. Við eigum heldur
að nýta þá fjárfestingu, sem fyrir er,
í stað þess að byggja eitthvað nýtt við
hliðina. Af hverju notum við ekki það,
sem við erum þegar búin að byggja
upp? Eg er viss um, að við gætum
hreinsað upp raunverulega biðlista í
dag fyrir þá fjárhæð, sem kostar að
byggja upp einkarekstur, sem mér
skilst að sé verið að tala um.“
Steinn Jónsson læknir, sem er einn
af þeim, sem komið hafa að stofnun
undirbúningsfélags, segir í samtali
við Morgunblaðið í gær: „Að halda
því fram, að við séum að leggja til
grundvallarbreytingu á heilbrigðis-
kerfinu í landinu er ekki rétt, hvorki
hvað snertir tryggingakerfið, að-
gengi sjúklinga að þjónustu eða
nokkuð annað slíkt. Þetta snýst um
það, að læknastöðvarnar og hjúkrun-
arþjónustan hafi áhuga á því að
skoða vandlega hvort ekki megi
steypa starfseminni saman í eina
miðstöð utan spítalaþjónustu, sem
síðan hefði spítalaeiningu við hliðina
á sér. Hún þarf ekki endilega að vera
stór til að auka öryggi sjúklinga, sem
leita að okkar þjónustu.“
Sigríður Snæbjörnsdóttir, fyrrum
hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss
Reykjavíkur, sem einnig hefur komið
að þessum umræðum, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að ekki væri
verið að tala um að byggja upp þjón-
ustu, sem sjúklingar ættu að greiða
fyrir að öllu leyti. Sjúklingar hefðu til
þessa greitt fyrir sína þjónustu í
formi skatta og ættu þar af leiðandi
rétt á heilbrigðisþjónustu. Ekki
stæði til að mismuna sjúklingum.
Síðan sagði Sigríður Snæbjörnsdótt-
ir: „Miðað við þann áhuga, sem þessu
verkefni okkar er sýndur þá trúum
við því að hægt sé að veita þessa
þjónustu á ódýrari og skilvirkari
hátt. Við leggjum mesta áherzlu á að
veita úrvalsþjónustu, hafa litla yfir-
byggingu og hraða ákvarðanatöku.“
Það er skiljanlegt að Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra vilji
fara sér hægt í að auka umfang
einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu.
Við höfum náð miklum árangri í upp-
byggingu á okkar heilbrigðiskerfi og
engum dettur í hug að stofna þeim
árangri í voða. En þessar hugmyndir
eru svo skammt á veg komnar að það
er of snemmt að útiloka einhverja
möguleika.
Rökin fyrir því að auka einkarekst-
ur í heilbrigðisþjónustunni eru þau
að með því aðhaldi, sem ákveðin sam-
keppni skapar, sé hægt að bæta þjón-
ustuna. Allir hafa gott af slíku að-
haldi. Líka heilbrigðiskerfið.
Nú þegar er sá veruleiki til staðar
að það er hægt að fá ákveðna þjón-
ustu ókeypis á sjúkrahúsi eða fá hana
á læknastofu og greiða fyrir hana að
hluta til. Þessi starfsemi hefur orðið
til án þess, að athugasemdir hafi ver-
ið gerðar.
Það er augljós tilhneiging til að
gera þetta mál að pólitísku bitbeini.
Það er ástæðulaust.
Þær tölur, sem Ásta Möller alþing-
ismaður kom fram með á fundi hjúkr-
unarfræðinga, benda til þess, að
einkarekstur nemi nú um 20% af heil-
brigðisþjónustunni. Það er umtals-
vert. Þess hefur ekki orðið vart, að
þessi starfsemi skaði heilbrigðiskerf-
ið. Þvert á móti. Sennilega gæti heil-
brigðisþjónustan ekki án hennar ver-
ið.
Nýstárlegar hufflnyndir um blöndun áls og maffliesíums
Tuttugasta og fyrsta
öldin verður öld álsins
Allt útlit er fyrir að spurn eftir áli á
heimsmarkaði muni aukast á næstu árum.
Björn Ingi Hrafnsson veltir fyrir sér
málminum græna sem bílaframleiðendur
líta til í auknum mæli á tímum hækkandi
olíuverðs og aukinnar umhverfisvitundar.
Álnotkun í hílaiðnaði
1990-2005
7 / j . 107
o ^
Kg í hvern bíl 74
70
136
- Annað
- Varmaskiptir
■ Skreytihlutir
Yfirbygging
----Skipting
Vélarhlutar
1990
1995
2000
Undirvagn
Felgur
2005 Aætlun
Reuters
Franski framleiðandinn Matra kynnti þennan framtíðarbíl nýverið á
bflasýningu í París, en hann er að mestu leyti úr áli.
AÐ hefur stundum verið
haft á orði að þótt íslend-
ingar hafi mjög sótt í sig
veðrið í álframleiðslu á síð-
ustu árum - aukið framleiðsluna úr
88 þúsund tonn í 260 þúsund tonn á
ríflega tíu árum - sé hlálegt hve lítill
hluti framleiðslunnar er ætlaður
beint á innanlandsmarkað.
Lengi var t.d. haft íyrir satt að
framleiðsla álvers íslenska álfélags-
ins í Straumsvík fyrir innanlands-
markað væri sem nemur framleiðslu
frá miðnætti á gamlárskvöld fram að
hádegi á nýjársdag. Aðeins örfá fyr-
irtæki hér á landi kaupa álið frá ís-
lenskum framleiðendum þess, enda
þótt íslendingar séu meðal mestu
álnotenda í heimi miðað við höfða-
tölu.
Stærsta úrvinnslufyrirtæki áls
hér á landi, Alpan, keypti hráefni sitt
tíl skamms tíma frá ISAL, en hvarf
frá því sökum óhagræðis og notast
nú við endurunnið hráefni. Mikill
meirihluti álnotkunar landsmanna
felst hins vegar í mótaðri framleiðslu
þess, t.d. í formi bíla, flugvéla og ým-
issa tækja og tóla.
Heimsframleiðsla eykst
Fram kom í greinaflokknum Is-
land og álið í Morgunblaðinu á dög-
unum, að gert er ráð aukningu
heimsframleiðslu áls á milli 2,5% og
4,5% á ári. Þannig var heimsfram-
leiðslan tæplega 19 miHjónir tonna
1998 og aðeins ári síðar var fram-
leiðslan komin upp í tæplega 21
mifljón tonna. Ef síðari hluti ársins
verður eins og sá fyrri, má gera ráð
fyrir að heildarframleiðsla ársins
2000 nemi tæplega 22 milljón tonn-
um, eða rösklega 13 af hundraði
meira en árið 1996.
Engar vísbendingar eru um að
framleiðslan dragist saman á næstu
árum, þvert á móti er útlit fyrir að
framleiðslugeta álvera í heiminum
verði tæpar 23 milljónir tonna í árs-
lok 2002, eða eftir tvö ár.
Ýmislegt bendir raunar til þess að
framleiðsla áls í heiminum muni auk-
ast enn frekar en ofangreindar spár
gera ráð fyrir. Svo virðist nefnilega
sem stærstu kaupmenn málma á
heimsmarkaði; bílaframleiðendur,
líti í auknum mæli til álsins sem
málms framtíðarinnar í ljósi síhækk-
andi eldsneytisverðs og hertra
krafna um takmörkun s.k. gróður-
húsalofttegunda. Hafa sumir sér-
fræðingar gengið svo langt að segja
stálöldina vera á undanhaldi í bíla-
iðnaðinum og álöldin haldi senn inn-
reið sína.
Gríðarleg þróun í
úrvinnslu og nýtingu
Ailt frá því breska efnafræðing-
num Sir Humphrey Davy lánaðist að
sýna fram á tHvist málmsins a tama
og gefa honum nafnið ál árið 1808,
hefur gríðarleg þróun í úrvinnslu og
nýtingu átt sér stað. Nokkrum árum
síðar uppgötvaði Frakkinn Berthier
rauðleitan en harðan og leirkenndan
jarðveg sem innihélt
um 52% súrál í ná-
grenni við þorpið Les
Baux í Suður-Frakk-
landi. Nefni hann efnið
báxít, én það telst al-
gengasta málmgrýtið sem inniheld-
ur ál.
Áhugi vísindamanna á málminum
var vakinn. Það var enda ekki að
undra; álið er þriðja algengasta
frumefni jarðskorpunnar, á eftir súr-
efni og kísil og nemur alls um 8 af
hundraði þyngdar hennar. Hins veg-
ar finnst hreint ál hvergi á jörðinni,
heldur er það jafnan bundið í efna-
sambönd, svo sem oxíð eða síliköt á
borð við glimmer og leir. Vegna þess
hversu efnasambönd þessi eru lítt
hvarfgjöm, tók langan tíma að finna
aðferðina til að einangra málminn.
Danski vísindamaðurinn Hans
Christian 0rsted varð fyrstur til að
framleiða ál með því að leysa álklóríð
upp í blöndu kvikasilfurs og kalíums,
Þjóðveijinn Wohler náði að mynda
það í duftformi og benda á hversu
eðlislétt það er og tæpum þrjátíu ár-
um síðar tókst Frakkanum Deville
að gera ál að verslunarvöru. Það var
þó enn feikn dýrt; kostaði tO að
mynda meira en góðmálmamir gull
og platína.
Alið hafði nú náð mikilli athygli
sem nýtanlegur málmur, en enn var
eftir að þróa þægilegri og einfaldari
leið til úrvinnslu þess. Til þess urðu
tveir ungir og óþekktir vísindamenn,
Frakkinn Héroult og Bandaríkja-
maðurinn Martin Hall, en sitt í hvom
lagi uppgötvuðu þeir rafgreiningar-
aðferðina sem kölluð
er, en við hana er erm
stuðst að mestu leyti
við úrvinnslu áls úr
súráli.
Teningunum var
kastað; fyrstu álfyrirtækin vom sett
á stofh í Bandaríkjunum og Evrópu
seint á níunda áratug nítjándu aldar
og ekki spillti fyrir að Austurríkis-
maðurinn Bayer (af samnefndri fjöl-
skyldu lyfjaframleiðenda) hafði á
svipuðum tíma þróað aðferð til að
stórauka framleiðslu súráls úr báxíti.
Strax um síðustu aldamót var
heimsframleiðsla áls um 9 þúsund
tonn, um miðja öldina var hún tæp-
lega 700 þúsund tonn, en eins og fyrr
greinir er útlit fyrir að framleiðslan í
ár nemi tæpulega 22 milljón tonnum.
Það hefiir því orðið sannkölluð
sprenging í framleiðslu áls á öldinni
sem nú er að líða. Af þeim sökum
væri líkast til réttast að nefna hana
öld álsins. Engum vafa er undirorpið
að álið hefur sótt langmest í sig veðr-
ið og allt útlit er fyrir að sú sókn
haldi áfram á næstu árum og ára-
tugum.
Málmur framtíðarínnar
Enda þótt færð hafi verið rök fyrir
því að álið hafi verið málmur tuttug-
ustu aldarinnar sakir markaðssókn-
ar sinnar, eru þó fleiri sem benda á
álið sem málm framtíðarinnar -
málm 21. aldarinnar. Ástæðan er sú
að ýmsar framleiðslugreinar, sér-
staklega þó bílaframleiðendur, hafa
tekið málminn í auknum mæli í þjón-
ustu sína og nýta hann til framleiðslu
, ekki aðeins í tæknibúnað á borð við
vél og loftkælingu, heldur einnig
sjálfa grind bílsins þar sem stálið
hefur hingað til verið nær allsráð-
andi.
Við hönnun nýrra bíla er leitast
við að gera þá léttari og þar með
spameytnari. Hið síðaraervitanlega
lykilatriði á þessum síðustu og
verstu tímum þegar verð á eldsneyti
fer síhækkandi og er álíka stöðugt og
hver önnur hlutabréfavísitala. Léttir
bílar spara vitaskuld eldsneyti og
mynda þar með minna af koltvísýr-
ingi. Nokkrir bílaframleiðendur hafa
gengið fram fyrir skjöldu í þessum
efnum og kynnt réttnefnda álbíla,
t.a.m. Audi og BMW, og af þeim sök-
um lýsti viðskiptablaðið Finaneial
Times því yfir á dögunum að bílaiðn-
aðurinn væri vaxtarbroddur áliðnað-
arins.
Nú þegar er hlutfaOs áls í hefð-
+
bundinni bifreið umtalsvert, einkum
þó í tæknibúnaði ýmiskonar. Mesta
aukningin felst hins vegar í aukinni
notkun bílaframleiðenda á áli í undir-
vögnum og burðarverki bifreiða. Því
hefur verið slegið fram, að fyrir hver
100 kg. sem bíll léttist sparist um 0,6
til 1 1 af bensíni á hverja 100 ekna
km. í gagnagrunninum WorldAlum-
inium er að finna tölur þessa efnis,
og þar kemur einnig fram að hvert
kíló af áli sem notað er í stað eðlis-
þyngri málma minnkar kol-
tvísýringinn frá bifreiðinni um 20 kg.
á endingartíma hennar.
Álið hefur einnig fleiri kosti sem
bílaframleiðendur líta til; það ryðgar
ekki, hefur allt að fjórum sinnum
lengri endingartíma en t.d. stál og er
þrælsterkt þrátt fyrir litla eðlis-
þyngd. Af þessum sökum er ál til að
mynda talsverður hluti burðarverks
stórra og mikilla bíla á borð við
Hummer og Land Rover, enda þótt
það sé ekki beint það efni sem mönn-
um dettur fyrst í hug í sambandi við
slík tryllitæki.
Að sama skapi hafa framleiðendur
stórra vöruflutningabifreiða tekið ál-
ið í sína þjónustu og í Bandaríkjun-
um hefur tekist að létta meðalstóran
flutningabíl með tengivagni um 1.800
kg. með hærra hlutfalli áls á kostnað
þyngri málma. Þetta hefur vakið
mikla lukku meðal vörufiutningafyr-
irtækja sem hafa átt á brattann að
sækja vegna hertra reglna um há-
marksþyngd farms til að draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Hvert kíló sem dregst frá heildar-
þyngd vegna áls nýtist þannig til
aukinna flutninga og með því eykst
verðmæti hverrar flutningaferðar.
Alls er talið að notkun áls í bílaiðn-
aði hafi tvöfaldast frá árinu 1991 og
muni aftur tvöfaldast á næstu fimm
árum.
En það er ekki aðeins í bílafram-
leiðslu sem ál skipar æ stærri sess
sem hráefni. Á1 hefur yfirburðastöðu
þegar kemur að framleiðslu flugvéla
og er einnig mikið notað við gerð
lestarvagna, hraðskreiðari fleyta og
svo vitaskuld umbúða og verkfæra.
Þannig má fullyrða að farþegaflug
eins og við þekkjum það, væri öðru-
vísi í dag ef ekki hefði komið til álið.
Fyrsta flugvél þeirra Wright bræðra
var með 15 kg. blokk í vélinni til að
draga úr þyngd. Smám saman leysti
álið af hólmi við og stál sem notað
hafði verið í ýmsa flugvélaparta og
fyrsta flugvélin sem nær algjörlega
var úr áli var byggð svo snemma sem
á þriðja áratugnum. Síðan þá hafa
flestar gerðir loftfara að mestu verð-
ið smíðaðar úr málminum græna.
Talið er að ál sé að meðaltali um
80% efnis í flugvél nútímans og sem
dæmi má nefna að venjuleg Boeing
747 júmbó-þota inniheldur 75 tonn af
áli. Talið er að 5.300 stórar farþega-
flugvélar séu til í heiminum um þess-
ar mundir og þúsundir til viðbótar af
litlum flugvélum og þyrlum. Spá-
menn á álmarkaði gera ráð fyrir að
spum eftir áli til flugvélaframleiðslu
muni aukast um allt að
60 af hundraði á næstu
tíu árum, ekki síst
vegna krafna um létt-
ari flugvélaskrokka í
því skyni að ná fram
betri nýtingu í flutningi fólks og far-
angurs.
Endumýting
færist í aukana
Áður hefur verið bent á að fram-
leiðsla þessa árs verði um 22 milljón-
ir tonna. Það gefur þó ekki heildar-
mynd af álframleiðslu í heiminum,
því til viðbótar koma um 12 milljónir
tonna af endurunni áli, eða sem svar-
ar til um 40 af hundraði spumar
heimsmarkaðs eftir áli á ári.
Einn helsti kostur álsins er nefni-
lega hversu umhverfisvænt það er,
en nær allt ál má endurvinna með til-
tölulega litlum tilkostnaði. Áldósir
undir drykkjarfong em líklega
þekktasta dæmið um endurvinnslu
áls, en álfilmur, plattar og bakkar,
form, áhöld og tæki má vel endur-
vinna auk stórra hluta úr bifreiðum
og öðrum farartækjum, svo sem
flugvélum. Það er af þessum sökum
sem gjaman er talað um málminn
græna, en liturinn sá er einmitt tákn
umhverfisins og umhverfisvemdar.
í áliðnaðinum er í vaxandi mæli
stuðst við s.k. hringrásarmat (e. life
cycle assessments) við að ákvarða
heildaráhrif á umhverfið, af fram-
leiðslu jafnt sem notkun og svo end-
umýtingu áls. Til að endumýta ál
þarf nefnilega aðeins um 5 af hundr-
aði þeirrar orku sem þurfti til
vinnslu þess í upphafi. Af þessum
sökum svarar vel kostnaði að safna
saman brotaáli til endurvinnslu og
hefui' á síðustu árum náðst góður ár-
angur í þeim efnum.
Má í því sambandi nefna að 95%
áls úr samgöngugeiranum (bílar,
flugvélar) er endumýtt og hvað um-
búðir áhrærir er meðaltalið 42% og
hefur aukist úr tæpum 10% árið
1987. Á Norðurlöndunum er árang-
urinn enn betri, að því er fram kem-
ur á kynningarsíðu Reyðaráls, eða
um 90% á Islandi og í Svíþjóð og um
80% í Noregi.
„Á1 er ótrúlegur málmur“
Þorsteinn Sigfússon, prófessor í
eðlisfræði við Háskóla Islands, hefur
kynnt sér ál vel í fræðastörfum sín-
um og hann segir að engum vafa sé
undirorpið að það sé málmur fram-
tíðar.
,Álið er óti’úlegur málmur,“ segir
hann. „Gífurlega orku þarf til að losa
það úr súrálinu, eða áloxíðinu. Við
venjulega hitun þolir súrálið mjög
háan hita og flestir veryulegir hlutir
hafa bmnnið eða bráðnað áður en
súrál gefur sig. í kerunum er fremur
lág rafspenna, kannski ekki meiri en
í rafhlöðu, en gífurlegur rafstraum-
ur. Þannig þarf jafn mikla orku til að
sundra einu kflói af áli eins og þarf í
fimm eldhúskatla í klukkutíma. Jafn-
vel meira, ef hitatöp era tekin inn í
myndina."
Þorsteinn segir að menn hafi gert
sér grein fyrir að ef unnt væri að
snúa ferlinu við mætti geyma orku í
áloxíði og flytja úr því meðummynd-
un í rafstraum.
Að sögn Þorsteins er álið mjög
meðfærilegt og auðmeltanlegt þegar
það er á formi málms. Þá er unnt að
móta það, steypa í mótum og jafnvel
sprautusteypa, sem kallað er.
„Hins vegar er ál mjög meðfæri-
legt í málmblöndum og þá öðlast það
nýja eftirsóknarverða eiginleika. Þá
er magnesíum mjög algengt íblönd-
unarefni. Þess vegna má búast við að
ísland næstu aldar hljóti að fram-
leiða ál-magnesíum blöndur og þar
af leiðandi er talið eðlilegt að frum-
framleiðsla magnesíums verði hér á
landi.
Hann bendir ennfremur á að mjög
áhugaverðar tilraunir séu nú gerðar
af Hitaveitu Suðumesja með magn-
esíumframleiðslu.
Þorsteinn segir jafnframt að gíf-
urleg uppspretta magnesíums sé í
sjó. Þegar hann sé svo rafgreindur
komi mikið af s.k. magnesíum klór-
söltum, en þau séu upplögð upp-
spretta. I jarðsjó á Reykjanesi sé
mikið af magnesíum en ál og ál-
magnesíum-sambönd komin í farar-
tæki séu afar léþt.
„Bifreiðar úr slikum blöndum eru
léttari en stálbflar.
Hver hundrað kfló í
léttari bfl spara um
einn líter á kflómetra í
akstri Menn sjá því í
framtíðinni fyrir sér
álblöndubfla sem knúnir era af efn-
arafölum, annað hvort á kolefnis-
eldsneyti eða vetni. Þegar líftima áls
í farartækjum eða annarri notkun er
lokið, þá er tiltölulega einfalt að end-
urvinna það.“
Að sögn Þorsteins hafa nokkrir
háskólanemar lokið rannsóknamámi
á sviði áls hér á landi og erlendis,
bæði meistaraverkefni og doktors-
verkefni undir handleiðslu hans.
„Þó nokkur grannþekking er til
staðar um efnið og ekki vanþörf því
að ísland stefnir í þá átt að verða
meginframleiðandi áls í heiminum á
komandi áram.“
Stálöldin á undan-
haldi í bíla-
iðnaðinum
Notkun áls til
bílaframleiðslu
margfaldast
í bók sem heitir Hugleiðingar og
viðtöl er vikið að hamförum
Shakespeares og nokkurra ann-
arra rithöfunda sem koma við
heimsbókmenntasöguna undir
fyrirsögninni Tilfinningar og
skáldskapur. Ég leyfi mér að
vitna til þess í tengslum við það
efni sem ég hef fjallað um í þess-
um rispum, þ.e.a.s. mannfórnirn-
ar í Medeu og Títusi, auk barna-
morðanna í hetjukvæðum Eddu.
Ég sé af þessari gömlu tilvitnun í
bókina að mér hefur ungum
blöskrað ýmislegt af því sem
heimsbókmenntimar hafa haft
upp á að bjóða, því að alltaf hefur
einhver Hannibal Lecter verið
þar á ferð og stjórnað þeim
hryðjuverkum sem fylgt hafa
manninum frá örófi alda. I þess-
um XI kafla Hugleiðinganna seg-
ir m.a. svo (líklega bæði skrifað
sem gamanmál og alvara!):
„Egon Friedell hefur varpað
fram þeirri spurningu, hvort
stórskáld eins og Dante, Strind-
berg, Poe, Nietzsche og Dostoj-
evski hafi verið annað að eðli og
upplagi en óbótamenn, sem
skrifuðu frá sér glæpinn. Fleiri
hafa imprað á ekki ósvipuðum
„kenningum“, Hebbel segir t.d.,
að Shakespeare hafi einungis
komizt hjá því að fremja morð
vegna þess hann hafi sjálfur
skapað morðingja, stjórnað orð-
um þeirra og æði í leikritum sín-
um, og þannig hafi morðfýsn
hans fengið útrás í Hamlet og
Ríkharði III. Jafnvel Goethe
segir á einum stað: „Ég hef
aldrei heyrt um nokkurn glæp,
sem ég hefði ekki getað framið."
Hér er hraustlega til orða tekið
og ekki af nærgætni við skáld-
skapinn. Lfldega eiga þessi orð
rætur að rekja til þess, að mörg
skáld eiga við að stríða um-
brotasamari og sterkari tilfinn-
ingar en annað fólk. Þau þurfa að
glíma við hættulegri hugsanir,
margvíslegri freistingar. Án sí-
felldrar togstreitu milli ólflcustu
afla yrði enginn skáldskapur til.
Eins og eldsumbrot fæða af sér
ný lönd, þannig verða skáldverk
til í eldi og átökum. Listaverk
geta vafalaust vaxið úr nonnal til-
finningu, en slík tilfinning er síð-
ur en svo einhlít forsenda góðrar
listar, eins og margir halda.
Margir glæpir hafa verið
framdir af misgáningi. Öryggis-
ventillinn brást hlutverki sínu á
örlagastundu. Hraunflóð hættu-
legra tilfinninga streymdi upp á
Frá Edinborg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VEGVÍSIR í víking.
yfirborðið á óheppilegum tíma og
afleiðingamar urðu afdrifaríkari
en efni stóðu til. Ef sumir þess-
ara ógæfumanna hefðu, þegar
andinn kom yfir þá, setið við
skrifborðið sitt með sæmilegan
penna og hvítan pappír fyrir
framan sig hefði glæpurinn
kannski ekki orðið alvarlegri en
lítið ljóð um ástina og af-
brýðisemina! Eftir þessu að
dæma hefði Egill Skallagrímsson
líklega ort meira og betur, ef
hann hefði drepið færri af þeim
mönnum, sem vora svo ógæfu-
samir að verða á vegi hans, þegar
eldgígurinn í brjósti skáldsins
gaus og hann komst ekki undan
því að yrkja; þá var stundum
gripið til þeirra stuðla sem
hljómuðu svo fagurlega í eyram,
þegar sverð og skjöldur mættust
og skáldinu þótti allt til vinnandi
„að höggva mann og annan“.
Líklega hefur það verið mikil
ógæfa, ekki síður fyrir íslenzkar
bókmenntir en samtíðarmenn
Egils, hve hann var lítt hneigður
til skrifborðsvinnu. Hvílíkt ljóð
hefði hann ekki ort, ef hraunflóð
þessara tilfinninga hefðu t.d.
beinzt í annan faraeg:
„Gætið þér til Önundar, hús-
bónda yðvars, ok þeira félaga, at
eigi slíti dýr eða fuglar hræ
þeira,“ sagði hann við að-
komusveina, þegar hann með
sverði sínu hafði ort eftirmælin
um Berg-Önund.
Það er kannski ekki smekklegt
frekar en ýmislegt annað í þess-
ari bók, að varpa fram þeirri
hættulegu spurningu, hvað hefði
gerzt í Akrahreppi, ef Bólu-
Hjálmar hefði haldið meira upp á
sverðið en pennann. Mundi það
ekki hafa orðið „félagsbræðrun-
um“ í hreppnum til happs, að
hann lýsti geðshræringum sínum
og tilfinningum í orðum en ekki
athöfnum? Þessi vísa í Hjaðning-
arímum er t.d. ekki árennileg:
Á Gresía og Spanía
upp með gnýinn járna rann,
benja hlýjar blóði spýja,
bragnar flýja óvin þann.“
Mundi ekki fara vel á því að
Ijúka þessu ferðalagi öllu þar
sem upp var lagt, þ.e. í bók sem
öðram þræði á rætur í Morgun-
blaðinu, Hugleiðingum og viðtöl-
um, en hún kom út á forlagi
Ragnars í Smára, Helgafelli,
1963 og var tileinkuð Valtý
Stefánssyni „með þakklæti og
virðingu". M.
Eins og eldsumbrot fœda afsér ný
lönd, þannig verða skáldverk til
í eldi og átökum