Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ
«74 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
URSLIT
IÞROTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Grótta/KR - Valur 21:17
«Iþróttamiðstöðin Seltjamarnesi, 1. deild
■* karla, Nissandeild, fostud. 8. des. 2000.
Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 6:4, 6:7, 7:8, 10:8,
11:9, 11:10, 11:12, 12:!4, 14:14, 14:15, 16:15,
18:16,18:17,21:17.
Mörk Gróttu/KR: Hilmar Þórlindsson 8/4,
Aleksandr Petersons 4, Kristján Þorsteins-
son 3, Aifreð Finnsson 2, Atli Þór Samúels-
son 2, Davið Ólafsson 1, Magnús Amar
Magnússon 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 14 (þar af
fóm fimm aftur til mótheija).
Utan valiar: 4 mínútur.
Mörk Vals: Valdimar Grímsson 5/4, Freyr
Brynjarsson 4, Daníel S. Ragnarsson 3,
Júlíus Jónasson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Geir
Sveinsson 1, Valgarð Thoroddsen 1.
Varin skot: Roland Eradze 16 (þar af fóra
’ sjö aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 minútur.
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð-
jónsson voru mjög góðir.
Áhorfendur: Um 190.
KA-ÍBV 36:32
KA-heimilið, Akureyri:
Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 6:2, 7:7, 15:15,
19:20,28:27,28:28,30:28,32:29,34:31,36:32.
Mörk KA: Andreas Steimokas 10, Guðjón
Valur Sigurðsson 9/6, Heimir Öm Amason
7, Halldór Sigfússon 5/2, Sævar Amason 4,
Giedrius Csemiauskas 1.
Varin skot: Hörður Fióki Ólafsson 12 (þar
af 4 til mótheija).
Utan vallar: 14 mínútur.
Mörk ÍBV: Jón Andri Finnsson 12/11, Eym-
ar Kruger 6/1, Sigurður Stefánsson 6, Svav-
ar Vignisson 4, Arimas Frovolas 2, Guðfinn-
ur Kristmannsson 1, Eriingur Richardsson
i.
Varin skot: Gísii Guðmundsson 17 (þar af 5
til mótheija), Kristinn Jónatansson 1/1.
Utan vallar: 14 minútur.
Oómarar: Anton G. Pálsson og Hlynur
1. eifsson. Voru ansi skrautlegir.
Ahorfendur: Um 280.
2. deild karla
Víkingur-ÍRb....................24:23
EM kvenna í Rúmeníu
A-riðill:
Rússland - Frakkland............22:21
^Þýskaland - Austurríki..........30:20
Ungveijaiand - Júgóslavía.......33:33
B-riðiU:
Danmörk - Makedónía.............19:20
Rúmenia - Hvíta-Rússland........29:28
Noregur - Úkraína...............24:24
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna
Keflavík - KFÍ............57:63
Theodóra Káradóttir 14, Bima Vaigarðs-
dóttir 12, Erla Þorsteinsdóttir 11, Kristín
Blöndal 9, Marín R. Karlsdóttir 5, Svava Ó.
Stefánsdóttir 3, Sigríður Guðjónsdóttir 2,
Bonnie Lúðvíksdóttir 1. - Jessica Gaspar 30,
Tinna Sigmundsdóttir 9, Fjóla Eiríksdóttir
8, Halga Ingimarsdóttir 6, Sóiveig Gunn-
laugsdóttir 5, Stefanía Ásmundsdóttir 3,
Anna Sigurlaugsdóttir 2.
j Bikarkeppni karla
16-liða úrslit:
Stjaman - Þór Ak..............82:90
l.deild karla
Þór Þ. - Armann/Þróttur.......92:47
NBA-deildin
Orlando - Denver.............103:93
Minnesota - Washington.......105:88
Milwaukee - Phoenix..........96:104
San Antonio - New York........83:86
Utah - Vancouver..............98:87
KNATTSPYRNA
England
Bikarkeppnin:
Gravesend - Notts County..........1:2
Walsall - Bamet...................2:1
Þýskaland
1. deild:
Frankfúrt - Wolfsburg.............1:2
Marco Gebhardt 13. - Andrzej Juskowiak
52., Tomisiav Maric 74.
2. deild:
Duisburg - Saaarbrúcken...........2:1
Reutlingen - Uim..................2:2
■ Helgi Kolviðsson varð að fara útaf á 35.
mfnútu með klemmda taug í baki.
Belgía
Standard Liege - Mouscron.........3:3
Alfreð Finnsson skorar framhjá Geir Sveinssyni, leikmanni og þjálfara Vals.
Enn ein fram-
lengingin hjá KA
KA sigraði í síðasta heimaleik sínum á þessu ári, lagði ÍBV 36:32 í
framlengdum baráttuleik. Á Seltjarnarnesi unnu nýliðar Gróttu/KR
liðVals 21:17 íjöfnum og stórskemmtilegum leik.
Flestir reiknuðu með sigri KA. enda
hefur liðinu gegnið vel að undan-
förnu en Eyjamönnum að sama skapi
gggggmpj illa auk þess sem ár-
B angur þeirra á úti-
Sigtryggsson vöUum hefur ekki
skrifar þótt góður. Leikur-
inn var hnífjafn og
baráttuglaðir Eyjapiltamir hefðu allt
eins getað farið burt með stigin tvö.
Heimamenn byrjuðu mun betur,
léku á als oddi og löbbuðu gegnum
vöm ferðalúinna Eyjapeyja hvað eftir
annað. Sóknarleikur IBV var þung-
lamalegur og leiðinlegur á að horfa.
Þeim tókst þó með einhverjum hætti
að svæfa KA-menn sem koðnuðu nið-
ur og skoruðu ekki mark í átta mínút-
ur. Eyjamenn gerðu fimm mörk í röð
og komust yfir. KA-menn misstu tvo
menn útaf þegar rúmar fjórar mínút-
ur voru eftir af hálfleiknum. Með
brottrekstrunum hófst einn skraut-
legasti kafli handboltasögunnar sem
áhorfendur hafa orðið vitni að á Akur-
eyri. Fjórir gegn sex tókst KA að
skora og Eyjamenn misstu mann út-
af. Tveir Eyjapeyjar til viðbótar
fengu reisupassann ásamt einum
heimamanni. Voru þá Eyjamenn allt í
einu þrír gegn fimm en líkt og KA-
menn skömmu áður tókst þeim að
skora, tveimur færri í næstu sókn.
Seinni hálfleikurinn var mjög ein-
kennilegur. Jafnt var á öllum tölum
og Eyjamenn yfirleitt fyrri til að
skora. Skyttumar höfðu hægt um sig
og homamennirnir vom jafn virkir í
sóknarleiknum og markverðir lið-
anna. KA-menn komust yfir 28:27 er
mínúta var eftir en seigla IBV á sér
engin takmörk og þeir jöfnuðu úr
vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok
og héldu svo út síðustu sókn KA í
framlengingunni voru KA-menn mun
betri og nánast óþekkjanlegir fi-á því
áður í leiknum. Hörður Flóki hrökk
loks í gang og kraftur og snerpa kom í
sóknarleikinn. Eyjamenn áttu ekkert
svar og eftir sex mínútur vora úrslitin
ráðin en þá komust þeir gulklæddu 1
33:29. Skiptust liðin síðan á að skora
og lokatölur urðu 36:32.
KA-strákamir hafa oftast leikið
betur og var sóknarleikur þeirra ein-
hæfur. Andreas Stelmakas var lang-
öflugastur í sókninni en vömin átti
erfitt uppdráttar og markvarslan var
vægast sagt léleg. Eina skotið sem
Hörður Flóki varði í síðari hálfleik
dreif varla á markið en hann bjargaði
andlitinu í framlengingunni.
Hjá Eyjamönnum var Svavar
Vignisson yfirburðamaður og án hans
væri liðið ekki upp á marga fiska. Var
hann ríflega tveggja manna maki inn
á línunni og réðu KA-menn ekkert við
kröftugan leik hans.
Vantaði bara glímubeltið
Atgangurinn þegar Grótta/KR og
Valur mættust á Seltjamamesi
í gærkvöld var slíkur að eina sem
vantaði á leikmenn
Stefán var glímubeltið.
Stefánsson Stórgóðir dómarar
skrifar leiksins, Jónas El-
íasson og Ingvar Guðjónsson, leyfðu
hörku en höfðu ágæt tök á leiknum
svo að áhorfendur og reyndar flestir
leikmenn skemmtu sér hið besta. Eft-
ir jafnan og spennandi leik átti
Grótta/KR mjög góðan endasprett og
með því að skora fimm mörk á móti
einu á síðustu tíu mínútunum tryggði
þeir sér 21:17 sigur.
„Þetta var alvöra baráttuleikur og
tók mikið á taugamar enda mikið í
húfi því það vora aðeins tvö stig á milli
liðanna," sagði Einar Baldvin Áma-
son, fyrirliði Gróttu/KR, eftir leikinn.
„Hver leikur er má segja úrslitaleikur
vegna þess að það er svo lítill munur á
milli liðanna. I kvöld munaði því að-
eins heimavellinum og að örlítið meiri
sigurvilji var hjá okkur auk þess að
vömin stóð fyrir sínu, þar tókum við á,
enda gaman að glíma við þessa gömlu
trukka," bætti Einar Baldvin við. Geir
Sveinsson, leikmaður og þjálfari Vals,
var ekki eins kátur. „Við höfum varla
náð stöðugleika í síðustu leikjum og
þar liggur vandinn auk þess að við
misstum alltof marga bolta í sókninni.
Einn daginn erum við að spila fínan
vamarleik en þá vill sóknarleikurinn
bresta og svo snýst þetta við í næsta
leik,“ sagði Geir og var engu að síður
sáttur við leikinn og sérstaklega dó-
marana. „Mér finnst líka dómgæsla
hjá þessum dómurum öðruvísi en hjá
öðrum og þeir stóðu sig mjög vel. Auð-
vitað segir maður sitthvað í hita leiks-
ins og einstaka atvik koma upp en þeir
era mjög góðir. Þetta er því að verða
eins og gamli handboltinn var,“ bætti
Geir við með blik í augum.
Morgunblaðið/Þorkell
■ BORISLAV Stankovic, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðakörfuknatt-
leikssambandsins, FIBA, hefur
þekkst boð KKÍ um að vera við-
staddur 40 ára afmælishóf KKÍ þann
29. janúar. Stankovic hefur verið
æðsti maður FIBA frá árinu 1976 og
hefur aldrei komið til íslands.
■ GEIR Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, var eftirlitsmað-
ur UEFA á leik Liverpool og 01-
ympiakos í Evrópukeppni félagsliða
á Anfíeld í fyrrakvöld. Geir hefur
nokkram sinnum verið við eftirlit
fyrir UEFA en hljóp í skarðið fyrir
Eggert Magnússon, formann KSÍ,
að þessu sinni.
■ LILLESTRÖM hefur eytt öllum
peningunum og rúmlega það sem fé-
lagið fékk fyrir söluna á Heiðari
Helgusyni í fyrra. Þegar Heiðar fór
til Watford komu tæplega 150 millj-
ónir króna í hlut Lilleström. Tap fé-
lagsins á síðustu leiktíð var um 11
milljónir króna og alls mun það hafa
eytt 45 milljónum króna meira en
áætlanir gerðu ráð fyrir. „Það var
alls ekki ætlun okkar að eyða þess-
um peningum í einum hvelli, en því
miður þá höfum við orðið að gera
það til þess að viðhalda styrk liðs-
ins,“ segir Bjarne Sognnæs, einn
forsvarsmaður Lilleström.
■ HERTHA Berlín hefur keypt 18
ára gamlan sóknarmann, Sead Zelic
frá Bosníu. Pijtur var á mála hjá
Fiorentina á Ítalíu en samningur
hans við félagið rann út fyrir mánuði
þannig að þýska liðið þarf ekki að
greiða ítalska félaginu neitt fyrir
hann.
KFÍ í annað sætið
Guðjón í þriggja leikja bann
Guðjón Þórðarson, knatt-
spyrnustjóri Stoke City, var í
gær úrskurðaður í þriggja leikja
bann af aganefnd enska knatt-
spyrnusambandsins og gert að
^'greiða sem nemur um 125.000
króna sekt.
Guðjón lenti í orðræðu við fjórða
dómarann í leik Stoke og Bourne-
mouth 28. október en forráðamenn
Stoke höfðu vonast eftir að knatt-
spyrnusambandið tæki vægt á því,
þar sem þetta hefði verið í fyrsta
sinn sem mál tengt Guðjóni kæmi
fyrir aganefndina, en nefndin var á
öðru máli.
Guðjón hefur hálfan mánuð til
að áfrýja niðurstöðu nefndarinnar
en geri hann það ekki hefst leik-
bann hans á Þorláksmessu en þá
leikur Stoke við Wigan.
KFÍ-STÚLKUR standa vel að vígi
í efstu deild kvenna eftir 63:57 sig-
ur í Keflavík í gærkvöld. Liðið
skaust í annað sætið, tveimur stig-
um á eftir KR og á leik til góða.
Leikurinn var jafn og spennandi
allan tímann, staðan 17:19 eftir
fyrsta leikhluta, 35:35 í leikhléi og
47:47 eftir þriðja leikhluta. í síð-
asta hlutanum byrjuðu gestirnir
vel og komust í 58:51 og Keflvík-
ingar reyndu eins og þeir gátu að
vinna upp þann mun en tókst ekki.
Jessica Gasper var allt í öllu hjá
gestunum, gerði 30 stig, tók 15
fráköst, gaf 8 stoðsendingar og
stal boltanum fjórum sinnum.
KFÍ er komið á góða siglingu og
hafa stúlkurnar nú sigrað í tveim-
ur erfiðustu útileikjum sínum,
gegn KR á dögunum og Keflavík í
gær.