Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 88
<$8 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNPBONP Leikhúsmorð Froskar fyrir snáka (Frogs for Snakes) Spenna/Urama ★ Leikstjórn og handrit Amos Pope. Aðalhlutverk Barbara Hershey, Robbie Coltrane, Ian Hart. (108 mín.) Bandaríkin 1998. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. > ÞETTA er ein af þessum myndum þar sem saman er kominn heill haug- ur af minni spámönnum úr leikara- stéttinni, leikarar á villigötum, fyrrver- andi stórstjörnur, uppgjafa sjón- varpsstjörnur og vinir stjórstjarna. Það er í raun stór- merkilegt hversu margar slíkar myndir rata á leig- umar hér á landi. Myndir sem í raun eru ekki þess verðar að ná svo langt - jafnvel þó þær „skarti“ öllum þessum sæmilega þekktu nöfnum á kápunni. Amos Pope skrifast sem neðan- jarðarkvikmyndagerðarmaður en í þessu tilfelli er það nú ekkert annað en snyrtileg lýsing á listamanni sem enn hefur ekki sýnt fram á að hann geti yfir höfuð kallað sig kvikmynda- gerðarmann - þrátt fyrir að hafa reynt heil ósköp í góða tvö áratugi. Hin tveggja ára gamla Froska fyrir snáka var svo sannalega tækifærið. Fínt leikaralið, þar á meðal tveir af frambærilegustu leikurum Breta, sem allir virðast tilbúnir að leggja sitt af mörkum. En sá skítur fram- hjá, ef svo má að orði komast. Til- gangurinn virðist vera að búa til of- ursvala svarta kómedíu um leikhúsrottur í New York sem í ör- væntingu sinni myrðir kollega sína til þess að fá hlutverk. Utkoman er hins vegar svo yfirgengilega tilgerð- arleg og ruglandi að það er varla hægt að njóta ágætrar frammistöðu leikaranna. Skarphéðinn Guðmundsson Vondur, ríkur eiginmaður Henni til varnar ^ln Her Defence) Spennumynd +'k Leikstjóri: Sidney J. Furie. Handrit: Jeffrey Rosenbaum ogMarkLynn. Aðalhlutverk: Michael Dudikoff, Marlee Matlin, Sophie Lorain. (103 mín.) Bandaríkin, 1999. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. MÖRG noir-kvikmyndin fjallar um söguhetju sem dregst inn í morð- mál eftir að undurfögur en óham- ingjusöm kona fær hann til að myrða vondan og ríkan eiginmann sinn. Þessar kvikmyndir sem flestar voru gerðar á 5. og 6. áratugunum, fjöll- uðu um hina veik- lyndu karlmenn og hættulegu konur í bland við ýmsar stíl- og formtilraun- ir sem gert hafa noir-hefðina sígilda. I sjónvarpsmyndabransa nútímans vaða uppi ódýrar og útjaskaðar eftir- apanir á ýmsum þáttum noir-hefðar- innar og er Henni tii varnar fullkom- ið dæmi um það. Þar er -aj^alpersónan þó lögfræðingur í stað einkaspæjara, en hann kemst í hann krappan eftir að hann fellur fyrir glæsilegri heyrnarlausri listakonu sem á mjög vondan og ríkan eigin- mann. Síðan má segja sér hvað ger- ist eftir það. Formúlan er þó sæmi- lega útfærð, með þokkalegum leikurum. ... .1 ' Heiða Jóhannsdóttir Plötuútgáfa til styrktar Barnaspítala Hringsins s Geirfuglarnir gefa út nýjan geisladisk I börnunum felst framtíðin „ÞESSIR einstaklingar sem standa að útgáfunni áttu þann draum að verða okkur að gagni hér hjá Barnaspítala Hringsins. Þennan draum ber okkur að grípa áður en hann skreppur frá okkur. Rolling Stones sögðu það og við ætlum okk- ur ekki að vefengja orð þeirra." Þannig þakkaði Ágúst Haralds- son læknir barnaspítalans félögum liknarfélagsins Barnið okkarþegar þeir kynntu útgáfu geisladisksins Velkominjól í gær. Að þakkarræðu lokinni dró hann upp einn fjólublá- an og annan rauðan og verslaði sér fyrsta eintak geisladisksins. Á disk- inum er að finna að mestu ný jóla- lög í flutningi landsþekktra flytj- enda og rennur allur ágóði til styrktar tækjakaupum fyrir barna- spítalann. Diskurinn verður seldur í Bónus, Hagkaupum og á bensínstöðvum Olís. „Þetta eru svosem engin tónlist- arleg stórvirki," segir Þorgeir Ást- valdsson, framleiðslustjóri geislad- isksins, hógvær um lögin á plötunni. „Listamennirnir voru allir á svonefndum barnataxta við gerð disksins. Ég nefni Sigríði Beinteins- dóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Helgu Möller, Magnús Kjartansson, Eyjólf Kristjánsson, André Bach- man, litla söngsveit, sem heitir Englabörnin, og svo mætti áfram telja. Lögin eru héðan og þaðan, ég er sjálfur höfundurinn að nokkrum þeirra. Sfðan lögðu m.a. Gunnar Þórðarson og Davíð Oddsson til lagið „Jólaljós", það er lag sem hefur ekki áður komið út á geisladisk. Þessi lög eru léttmeti til þess að stytta mönnum stundir og ýta undir jólaskapið.“ Besta meðferð sem völ er á Bamaspítalinn er vissulega tækjaþurfi, enda er þróunin hröð í tæknimálum á okkar tímum. Allur ágóði plötusölunnar fer í það að fjármagna kaup á sérstöku rann- sóknartæki sem notað er til mæl- ingar á lungnastarfsemi baraa. „Þetta er tiltölulega nýleg hönnun þetta tæki,“ út- skýrir Hákon Hákon- arson lungnasérfræð- ingur. „Með tækinu má mæla lungna- starfsemi barna allt frá fyrir- buraskeiði fram ffij undir 4-5 ára al- dur. Það hefur ekki verið til neitt tæki til þess fyrir þennan ald- urshóp. Það sem tækið rnælir er þroski og Morgunblaðið/Golli Ágúst Haraldsson við eintakið sem hann keypti. Þá erum við að gefa barninu bestu meðferð sem völ er á.“ Barnið okkar Svo skemmtilega vill til að einn meðlimur í millistjórn líknarfélags- ins Bamið okkar heitir líka Hákon Hákonarson. „Barnið okkar hefur það eitt að markmiði að afla fjár til tækja- kaupa fyrir Barnaspítala Hrings- ins. Við erum þrír í millistjórninni. Ég, André Bachman og Þorgeir Ástvaldsson. André er svona miðju- maðurinn íþessu öllu saman.“ „Maður er eins og jarðýta í þessu,“ segir André stoltur. „Að gleðja mann og annan er það sem við viljum allir þrír gera og þá aðal- lega börain. Það er viss Iífsreynsla í lífinu að hafa verið veikur, að hafa fæðst öðruvísi en aðrir. Það skilur eftir far í huga hvers manns að hafa fengið bata og þá þarf maður að skilja eitthvað eftir og þakka fyrir sig.“ „Barnaspítali Hringsins er sam- eign okkar allra. Oll höfum við ver- ið börn, flest okkar eigum við börn og í börnunum felst framtíðin," bendir Hákon á að lokum. vöxtur lungans og hvemig sjúkdómar hafa áhrif á þessa þætti. Það mælir stærð, stífleika, þcnslugetu lungans og flæði í öndunar- vegi. Markmiðið er að koma í veg fyrir að eðlilegur þroski á lunga hjá barni raskist. Með þessu móti sjáum hveraig staðan er, hvaða teg- und af sjúkdómi er á ferð og getum við beitt meðferð í samræmi við það. Trúðar, Geirfuglar og aðrar hetjur STÖKKBREYTTIR Geirfuglar spila undir hjá evrópskum trúðum með sálir og ofsalega stórar tilfinningar? Ruglandi í það minnsta, ætli það sé ekki bara best að lesa áfram. Hljómsveitin Geirfugl- amir hefur verið að geta sér nafn síðustu ár fyrir fjölbreytilega tónlist og líflega framkomu. Þeir hafa gefið út tvo geisla- diska sem hafa mallast vel ofan í unnendur ís- lenskrar tónlistar og oft- ar en sjaldan hafa lög þeirra ómað í gegnum út- varpsbylgjur þær sem berast frá húsi Ríkisút- varpsins. Nú hins vegar reyna Geirfuglamir fyrir sér á öðmm miðum. Nú er að koma út nýr geisla- diskur sem inniheldur nokkur verk sem sveitin hefur unnið fyrir leiksýn- ingar. Átta lög sem sveit- in gerði fyrir sýninguna Trúðleikur og tvö sem eru að finna í Shakespeare eins og hann leggur sig. „Við vorum beðnir um að gera tónlist við þetta leikrit, Trúðleikur, og það vill svo skemmtilega til að ég leik í því líka,“ segir Halldór Gylfa- son, leikari og söngvari Geirfugl- anna. „Það er því kannski skiljanlegt að þetta lenti þá meira á öðmm í hljómsveitinni en mér.“ Óvæntar útgáfur og önnur áhugamál Leikritið Trúðleikur er sýnt í Iðnó en ásamt Halldóri er það Friðrik Friðriksson sem setur þar upp rauða nebbann. Þrátt fyrir að aðalpersón- umar séu trúðar með öllu tilheyr- andi segja Geirfuglarnir verkið ekk- ert endilega vera bamalegt. „Mér fannst þetta mjög skemmti- legt og ég er nú ekki mjög þroskað- ur,“ segir Þorkell Heiðarsson, har- monikku- og píanóleikari Geir- fuglanna. „Nei, nei ég held að þetta verk sé nú alveg fyrir fullorðna líka.“ „Þetta em evrópskir trúðar,“ út- skýrir Halldór. „Þetta em ekki kóka-kóla trúðar eða Kringlu trúðar heldur trúðar með sál og ofsalega stórar tilfinningar. Þeir teygja sig yfir allan tilfinningaskalann. Ef þeir em leiðir em þeir ofsalega mikið leiðir, efþeir em glaðir em þeir ofsa- lega mikið glaðir. Ástæðan fýrir því að við gemm tónlistina er sú við er- um með harmonikkur, mandólín og önnur öðmvísi hljóðfæri en tíðkast hjá hljómsveitum.“ Nokkrir Geirfuglanna hafa það að áhugamáli að trítla inn á Miðnes til þess að losa aðeins um rokkaraólina. „Ut af því að hljómsveitin Miðnes [sem 4 Geirfuglanna em meðlimir í] er að gefa út vom Geirfuglarnir bún- ir að setja sér það að gefa ekki út,“ segir Þorkell. „Svo óvænt í september bauðst okkur þetta leikhúsverkefni og þá gerðist þetta bara að sjálfum sér. Við þurftum að fara í hljóðver og nú til dags. er orðið svo lítið mál að gefa út í leiðinni. Víst maður var búinn að eyða tíma sínum í það að taka þetta upp var eðli- legast að gefa þetta út.“ Það má því eiginlega segja að hljómsveitin Geirfuglamir séu að stökkbreytast í að verða eitthvað meira en „bara“ hljómsveit. Hetjan Halldór Þegar kemur að því að hljómsveitum finnist lög- in sín vanta eitthvað nýtt krydd er ekki slæmt að eiga stóran greiða inni hjá fæmm blástursleik- umm. Geirfuglarnir hringja alltaf í Birki Frey Matthíasson trompetleikara. „Það er mjög auðvelt að véla hann til þess að spila með okkur af þvi að ég bjargaði lífi hans einu sinni,“ seg- ir Halldór stoltur á svip. „Hann bjó á hæðinni fyrir neðan mig og það kviknaði í hjá honum. Hann hafði sofnað, með heyrnartól á höfðinu, við það að hlusta á djass og hann vakn- aði við reykskynjarann. Svo var bara allt í reyk og ég náði að vekja hann og hringdi á slökkviliðið." Vill einhver drífa sig og færa þess- um manni fálkaorðuna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.