Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ésm mm wm »a—afc □PELe Zafira fyrir alla mögulega hluti og ... skemmtilegt fólk Opel Zafira hefur hlotið hæstu einkunn fyrir öryggi 7 manna ferðabíll breytist í rúmgóðan flutn- ingabíl - engin fyrir höfn - ekkert mál Bílheimar Sævarhöfða 2a -112 Reykjavík sími 525 9000 - www.bilheimar.is ABS hemlakerfi rafdrifnar rúður rafstýrðir og upphitaðir útispeglar Velti- og aðdráttarstýri loftpúðar Verð kr. 1.790.000,- Framtíðarsýn „MENNT er mátt- ur.“ Eru þessi orð inn- antóm klisja eða hafa þau raunverulega merkingu. Líklega eru menn almennt sam- mála um að menntun hafi gildi og vissulega hvetjum við börnin okkar til náms. Ég hef engan heyrt harma þann túna sem fór í nám eða sjá eftir því að hafa tekið mennta- gráðu. Almenna reglan virðist vera að við verð- um að leggja eitthvað á okkur til þess að upp- skera. Sammerkt með þjóðum sem standa fremst í heiminum nú á dög- um er gott menntakerfi og vel menntaðir þegnar. Þar sem þetta er staðreynd sem fólk er sammála um, hvað er það þá sem hindrar okkur ís- lendinga í að hlúa almennilega að skólunum okkar? Einstaklingar, fyrirtæki og heilar þjóðir sem hafa skýra framtíðarsýn ná árangri. Líklega erum við öll sam- mála um að viija búa við góð kjör í framtíðinni eins og til dæmis eftir 15 eða 20 ár.Við erum líka sammála um að góð menntun er skilyrði fyrir vel- megun. Hlýtur það þá ekki að vera augljóst að það borgar sig að fjár- festa í góðu menntakerfi? Af einhverjum ástæðum nýtur kennarastéttin ekki sérstakrar virð- ingar almennt hjá þjóðinni. Það er eins og fólk hafi töluverðar ranghug- myndir um kjör kennara og ofmeti launin þeirra og mikli fyrir sér löng frí. Fólk á líka erfitt með að átta sig á því hversu krefjandi og erfitt starfið er. Ég skora á menn að setja sig í þeirra spor fyrir framan 28 líflega unglinga og þurfa að bera ábyrgð á ögun og skipulagðri hópvinnu. Starf- ið er í raun og veru vanþakklátt þar sem þeim er sjaldnast þakkað það sem vel er gert en hegnt á staðnum fyrir minnstu mistök. Vinnustaður- inn er algjörlega mis- kunnarlaus. Nýlega hitti ég framhalds- skólakennara sem hætti störfum síðastlið- inn vetur vegna þess að starfið var farið að ganga nærri heilsu hennar. Hún var líka hætt að segja fólki frá því við hvað hún starf- aði vegna þeirra niður- lægjandi athugasemda sem hún fékk iðulega. Hún selur nú fæðubót- arefni og unir sínum hag vel. Því miður eru dæmin um kennara sem eru að hætta mjög mörg og verkfallið er í raun og veru að fæla fólk burt. Það er einnig vandamál hvað nýliðun í stéttinni er lítil. Líklega væri mér ekki svona mikið niðri fyrir út af þessu verkalli nema vegna þess að ég á einn son í Kvenna- skólanum og annan í MR. Báðir eru þetta frábærir skólar hvor á sinn hátt, en hverja framtíð eiga þeir? Ég held að margir kennarar hafi valið starf sitt af hugsjón en hversu lengi geta menn lifað á hugsjóninni einni? Er það rétt að þjarma að stétt manna í þeirri von að þeir haldi áfram að þrauka á hugsjóninni einni saman? Það er kaldhæðið ef það er al- menningsálitið með verkalýðsleið- toga í fararbroddi sem er að trufla myndarlega kjarasamninga við framhaldsskólakennara. Er það skynsamlegt að svelta skólakerfið í nafni þjóðarsáttar og láta skamm- tímasjónarmiðin ráða ríkjum? íslendingar eyða minna í mennt- un, að ég tali nú ekki um rannsóknir, en þær þjóðir sem við viljum stand- ast jöfnuð við. Við höfum dálítið vilj- að treysta á gamla góða viðkvæðið „þetta reddast allt saman“. Verðum við nú ekki að fara að vaxa úr grasi og móta markvisst okkar eigin framtíð? Sem skattgreiðandi og kjósandi vil ég rnælast til þess að menntakerfinu á íslandi verði gefið meira vægi. Ingólfur Eyfells Kennarar * Eg skora á kennara að sýna sveigjanleika og hugmyndaauðgi, segir Ingólfur Eyfells, til þess að gera samninga mögulega sem fyrst. Auðvitað verðum við að sýna aðhald í ríkisfjármálum en það er arðbær fjárfesting til lengri tíma litið að þróa gott skólakerfi sem við getum verið stolt af. Sumir hafa áhyggjur af því að unglingamir sofi frá sér ráð og rænu eða týni sál sinni í tölvuleikjum í þessu langa verkfalli. Vissulega er ástandið skrýtið og um daginn varð sonur minn andvaka í tvo klukkutíma upp úr hádeginu. Þetta eru þó ekki mínar mestu áhyggjur og ég held að þeir jafni sig á missvefninu. Mínar mestu áhyggjur eru framtíð skóla- kerfis allra stiga á I slandi og þar með framtíð landsins. Hverjar eru líklegar afleiðingar þess að láta hið opinbera skólakerfi drabbast niður? Við gætum setið uppi með lélega ríkisskóla fyrir al- menning og dýra og góða einkaskóla með hátt launuðum kennurum fyrir þá sem hafa efni á því. Það væri kald- hæðið ef þeir sem telja sig berjast fyrir jafnrétti í dag væru að stuðla að þeirri þróun. Ég held að íslenska þjóðin sé sammála um að viðhalda jöfnum rétti allra landsmanna til góðrar menntunar. Ég vil skora á almenning á íslandi að styðja myndarlegar kjarabætur kennara og á ríkisvaldið að leggja fram fjármuni sem duga tii þess að snúa við þeirri hættulegu öfugþróun sem vofir yfir menntakerfinu. Ég skora einnig á kennara að sýna sveigjanleika og hugmyndaauðgi til þess að gera samninga mögulega sem fyrst. Höfundur er verkfræðingur. „Flugleiðir og þjóðin“ UNGUR maður fylgdist ég af miklum áhuga með uppbygg- ingu Flugfélags Islands og Loftleiða. Þá voru hetjur okkar strákanna Öm Johnson, Alfreð El- íasson, Kristinn Olsen, Jóhannes Snorrason og fleiri og fleiri. - Síðar kynntist ég flestum þessara manna og vegna starfs míns blaðafulltrú- um félaganna, einkum þeim Sigurði Magnús- syni og Sveini Sæ- mundssyni. - Síðar urðu Flugleiðir tíl. - Og alltaf var ég stoltur af þessum fyrirtækjum og hinum mikilvæga þætti þeirra í samgöngumálum þjóðarinnar. Ég minnist margra atvika og stunda, þegar ég hefi komið frá ná- lægum og fjarlægum löndum og stig- ið um borð í íslenska flugvél í erlendri flughöfn á leiðinni heim. Vonandi er sú tilfinning ekki sprottin af þjóð- rembu, en mér hefur alltaf fundist ég kominn í öruggari hendur, hreinni og betri flugvélar, fengið betri þjónustu og betri mat. Satt að segja hefi ég ver- ið býsna montinn fyrir hönd litlu þjóð- arinnar minnar að eiga svona gott flugfélag. Ekki síður þegar erlendir menn hafa frægt félagið í mín eyru. Ég hefi einnig talið það mikiis virði, að hafa öruggar og traustar flugsam- göngur allt árið til fjölmargra borga úti í hinum stóra heimi. Þessar sam- göngur eiga áreiðanlega einn stærsta og mikilvægasta þáttinn í þeirri öru samskiptaþróun, sem orðið hefur á sviði viðskipta, menntunar og ferða aOs almennings um víðáttur jarðar. Þær hafa aukið okkur víðsýni og skilning og gert okkur að meiri heimsborgurum. Af þessum ástæðum, og fleirum, undrast ég stundum þá hörðu, og oft ósann- gjömu gagnrýni, sem beint hefur verið að Flugleiðum á undan- fömum áram. Vissu- lega hefur mér stund- um fundist dýrt að fljúga með Flugleiðum og óskað eftir meiri samkeppni. En sú gagnrýni er ekki réttlát þegar dæmi era tekin um lág fargjöld flugfé- laga, sem aðeins bjóða fargjöld nokkra sumar- mánuði, en hafa svo ná- kvæmlega engar skyld- ur við farþega og þjóð meirihluta ársins. Fargjalda þehra fæ ég ekki notið þegar haustar að og kæmist ekki spönn frá rassi stóran hluta árs- ins, ef ég ætti eingöngu að treysta á áætlanir þeirra. Okkur hlýtur öllum að vera mikill akkur í því, að eiga flugfélag, sem sinnir þörfum okkar allt árið, félag, sem notar nýlegar og góðar flugvélar og er með vandaða viðhaldsþjónustu, heldur áætlun betur en flest önnur flugfélög, er með velþjálfað og gott starfsfólk og telur það væntanlega meginskyldu sína að þjóna íslending- um. Að vísu hefur mér stundum fundist, að Flugleiðir mættu bæta nokkuð ímynd sína gagnvart þjóðinni. Ein- staka talsmenn félagsins virðast hafa tileinkað sér framgöngu í anda hinna hörðu gilda, sem era mikil mistök hjá fyrirtæki, sem þarf á öllum tímum að sækja stuðning til þjóðar sinnar. Þar era hagsmunimfr gagnkvæmir. En vonandi á það eftfr að breytast og það myndi ekki skaða að endurvekja þann þjóðarstuðning og athygli, sem frum- herjamir skópu. Sömu lögmál gilda nú og í upphafi; að lifa af í hörðum Flugsamgöngur Okkur hlýtur öllum að vera mikill akkur í því, segir Árni Gunnarsson, að eiga flugfélag, sem sinnir þörfum okkar allt árið. heimi samkeppninnar. Ég á hlutabréf í Flugleiðum að verðmæti nokkur hundrað krónur. Vildi gjarnan eiga meira. Þessi orð eru því ekki á blað sett af ástæðum, sem rekja má til peningalegra hags- muna. Ég tel hins vegar að það séu hagsmunir þjóðarheildarinnar, að Flugleiðir fái að þróast og dafna. - Að félaginu steðjar margvíslegur vandi. Samkeppni eykst. Við því er ekkert að segja, en slík samkeppni þyrfti helst að tryggja meiri og betri sam- göngu á lægra verði allt árið. En því er ekki að heilsa. Rétt eins og önnur flugfélög stofnar stöðugt hækkandi olíuverð rekstrinum í verulegan vanda. Hlutabréfin hafa lækkað og ýmsar blikur era á lofti í rekstri flug- félaga almennt. Og þar sem ég er ennþá stoltur af flugfélaginu mínu og tel líf þess hluta af lífi þjóðarinnar, viðgangi hennar og framforum, þá er ég þess mjög hvetj- andi að stuðlað verði að meiii gagn- kvæmum skilningi og samstöðu Flug- leiða og þjóðar - þjóðar og Flugleiða. Góðar og traustar flugsamgöngur íslendinga við umheiminn era eitt helsta hreyfiafl allra framfara. Höfundur er framkvæindnstjóri Heilsustofnunar NLFÍ ( Hveragerði. Árni Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.