Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Reykjavíkur samþykkt í borgarstjdrn í fyrrinótt Borgarstjóri segir fj árhagsstöðuna sterka Minnihlutinn segir enga til- burði til að hamla gegn eyðslu FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavík- urborgar fyrir næsta ár var sam- þykkt á borgarstjómarfundi í fyrri- nótt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði fjárhagsstöðuna sterka og kvað borgina hafa alla burði til að bjóða uppá þau lífsgæði sem væru forsenda þess að borgin stæðist öðrum vaxtarsvæðum Evrópu snún- ing í samkeppni um fólk og fyrirtæki. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjóm, sagði ekki staðið á bremsunum varðandi rekstur eða fjárfestingar og sagði hreinar skuldir borgarinnar hafa aukist mjög. Fundinum lauk á fimmta tímanum aðfaranótt föstudags og hafði þá stað- ið í hátt í 15 tíma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í upphafi ræðu sinnar að óvenju fáar breytingar hefðu verið gerðar á frumvarpinu í meðföram borgarráðs. Meirihluti þess lagði til að rekstrar- gjöld hækkuðu um rúmlega 101 millj- ón en á móti kæmu 20 milljóna króna hærri tekjur vegna breytinga á sorp- hirðugjaldi sem hækkar bæði hjá fyr- irtækjum og heimilum. Hæstu við- bótarfjárveitinguna sagði borgarstjóri vera vegna fomleifa- rannsókna við Aðalstræti og Túngötu að upphæð 32 milljónir. Þá hækka framlög til borgarendurskoðunar um tvær milljónir þar sem tekjur af end- urskoðun fyrirtækja lækkar um 2,5 milljónir. Sagði borgarstjóri það einkum vera vegna minni tekna frá Húsnæðisnefnd, Vatnsveitu og slökkviliði. Einnig er því lýst yfir að Borgarendurskoðun muni á næsta ári krefja fyrirtækin um gjald fyrir þjónustu sína sem væri umfram end- urskoðun. Framlag til LR hækkað um 10 milljónir Leggja á 6 milljónir í hugmynda- samkeppni í tengslum við undirbún- ing tónlistar- og ráðstefnuhúss á Faxaskálasvæðinu og rekstrarstyrk- ur til Leikfélags Reykjavíkur hækkar um 10 milljónir króna en hann hefur síðustu þrjú árin verið 170 miiljónir. Menningarmálanefnd fær 10 milljón- ir til viðbótar vegna verkefna sem hún telur ekki rúmast innan fjárhags- ramma menningarstofnana og rekstrarstyrkir Leikskóla Reykja- Morgunblaðið/Kristinn Sjálfstæðismennirnir Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson huga að stöðu mála á fundinum á fimmtudag. Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Helgi Pétursson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans og varaforseti borgarstjórnar. víkm’ til einkarek- inna leikskóla hækka um 10 millj- ónir. Heildartekjur borgarsjóðs eru um 30,3 milljarðar króna og rekstrar- gjöld um 18,4 millj- arðar. Borgarstjóri sagði að þess mis- skilnmgs hefði gætt í máli oddvita sjálf- stæðismanna í borg- arstjóm við íyrri umræðu um fjár- hagsáætlunina að tekjuauki borgar- innar vegna hækk- aðs útsvars væri um 2,2 milljarðar króna. Sagði borgarstjóri hið rétta vera að 1,2 milljarðar króna væra vegna hækk- unar álagningar- hlutfalls úr 11,99% í 12,7% en um einn milljarður væri vegna magnaukning- ar. Hún bar saman áætlun næsta árs við árin 1993 og 1994 en Reykjavíkur- listinn tók við eftir kosningar á miðju ári 1994. Borgarstjóri sagði árið 1994 hefði þurft að fara í lántökur fyrir 3,3 milljarða til að standa undir rekstri málafiokka og fjárfestingum. Skatt- tekjm’ hefðu ekki dugað fyrir rekstr- arútgjöldum það ár. Árið 1993 hefði verið heldur betra en hallinn að teknu tilliti til langtímaskulda og krafna verið 3,2 milljarðar. Það ár hafi meg- inhluti fjárfestinga einnig verið fjár- magnaður með lántökum. Eiginfjárhlutfall OR 66,3% Ingibjörg Sólrún kvaðst vilja gera málefni Orkuveitu Reykjavíkur að umtalsefni vegna umræðu sjálfstæð- ismanna um fyrirtækið bæði við af- greiðslu fjárhagsáætlunar á síðasta ári og við framlagningu frumvarps til fjárhagsáætlunar á fundi borgar- stjómar 16. nóvember. Sagði borgar- stjóri því hafa verið haldið fram að gengið hafi verið mjög nærri OR og það veikt veralega gagnvart fjárfest- ingarmöguleikum. Borgarstjóri benti á að rekstrartekjur OR væru 10,1 milljarður króna og hagnaður 1.121 milljón. „í sjóðsstreymi kemur fram að handbært fé frá rekstri er 4,3 milljarðar eða 42,5% af tekjum en þessi tala hefur einmitt verið notuð sem einn helsti mælikvarðinn á heil- brigði fyrirtækja og lífsmöguleika þeirra. Ef þessi stærð er neikvæð í fyrirtækjum, þá þykir það slæmt og merki um slæman rekstur, en sé hún jákvæð er ljóst að reksturinn er að skila fjármunum,“ sagði borgarstjóri og sagði eigið fé OR verða í árslok 33,8 milljarða króna og eiginfjárhlut- fallið 66,3%. Ingibjörg Sólrún sagði undir lok ræðu sinnar að umfjöllum sjálfstæð- ismanna um Orkuveituna væri lýs- andi fyrir það hvemig þefr hefðu far- ið offari í málflutningi sínum um fjármál borgarinnar. „Þegar kemur að fjármálum borgaiinnar era þeir bæði ábyrgðarlausir og ótrúverðugir. Ábyrgðarleysi þeirra varð lýðum Ijóst árið 1994, en það versta er að þeir hafa ekkert lært af þeirri lexíu sem þeir fengu þá. Þeir halda áfram að stinga höfðinu í sandinn í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að þegar þeir misstu stjóm borgarinnar úr sínum höndum þá var bilið milli tekna og útgjalda borgarinnar 3 til 3,5 milljarðar króna á ári.“ Skuldir aukist um 20,4 miHjarða frá 1993 Inga Jóna Þórðardóttfr sagði í upphafi ræðu sinnar að engir tilburð- ur væru af hálfu meirihlutans í þá átt að hamla gegn eyðslu og væri hann með fjárhagsáætluninni að ganga freklega í sjóði og fyrirtæki borgar- innar. Hún sagði hreinai- skuldir borgarinnar hafa aukist stórlega og með hreinum skuldum ætti hún við skuldir að frádregnu ráðstöfunarfé. „Það sem kemur í Ijós þegar þessi skuldaþróun er skoðuð er að nettó- skuldir borgarinnar frá 1993 til 2001 hafa hækkað á árslokaverðlagi 2000 um 20 milljarða og 470 milljónir. Aukning nettóskulda hefur verið á hverju einasta ári tveir milljarðar og fimmhundruð og fimmtíu og níu millj- ónir króna, á hverjum degi hefur aukning nettóskulda orðið sjö miilj- ónir króna,“ sagði oddviti sjálfstæðis- manna í ræðu sinni og sagði þetta meira en ellefuföldun skulda. Þá gerði Inga Jóna launakostnað að umtalsefni og sagði hann hafa hækkað þrefalt meira í Ráðhúsinu en til dæmis á leikskólum borgarinnar. Einnig sagði hún starfsmannaveltu Ráðhússins mjög hraða og léti nærri að þrír af hverjum fjóram hefðu hætt störfum hjá borginni síðustu þrjú ár- in. Ekki virtist því hafa dugað til að hækka launin þar meira en annars staðar innan borgarkerfisins. Borgarstjómarflokkur Sjálfstæð- isflokksins kynnti afstöðu sína til fj árhagsáætlunar borgarinnar 2001 á fundi í gær og sagði Inga Jóna þar að áætlunin sýndi að boginn væri spenntur til hins ítrasta, skattheimt- an væri í hámarki og aldrei fyrr í sögu Reykjavíkur hefði hámarksálagning vegna útsvars verið notuð, eða 12,7% og væri nú hækkuð í annað sinn á tveimur áram. Hún sagði sjálfstæðis- menn hafa mótmælt þessum hækk- unum og stungið uppá að holræsa- gjald yrði lagt af á tveimur áram en því hefði verið hafnað. Einnig hefði verið lagt til að fjárfestinganitgjöld yrðu lækkuð sem hún sagði ráðgerð 4,5 milljarða króna á næsta ári. „Við teljum að það sé merki um að menn kunni sér ekki hóf á þessum tímum og að Reykjavíkurborg sé með þess- um miklu fjárfestingum að stuðla að aukinni þenslu í þjóðfélaginu og sé í raun með þessum hætti að kynda undir verðbólguáhrifum," sagði borg- arfulltrúinn á blaðamannafundinum. Hækkun fasteignaskatta vegna lóðaskorts Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sögðu fasteignaskatta hafa hækk- að mjög sem skýrðist af hækkun fast- eignamats. Það hefði hækkað um 5% haustið 1998,18% fyrir ári og nú um 14%. Fasteignaskattar hefðu hækkað um 40% og hefði borgin um 1.155 milljónum króna meira á milli hand- anna vegna fasteignaskatta en fýrir tveimur áram. Inga Jóna sagði þessa hækkun fasteignagjalda ekki tilvilj- un, borgin væri að hagnast á eigin lóðaskortsstefnu Reykja\úkurlistans sem birtist í hærra verði lóða og fast- eigna. „Borgin er að fá stórhækkaðar tekjur vegna þess að lóðir eru boðnar upp og miklu hærra verð fæst fyrir þær heldur en gatnagerðargjöldum nam,“ sagði Inga Jóna. Oddviti sjálfstæðismanna sagði skuldastöðuna mesta áhyggjuefnið. Skuldir færu hækkandi á tímum vax- andi tekna vegna góðæris og hækk- andi álagningar útsvars og fasteigna- gjalda. Borgarfulltrúinn sagði meirihlutann hafa lagt áherslu á að verið væri að lækka skuldir og það ætti við um skuldir borgarsjóðs og þær væru lækkaðar með millifærslu frá fyrirtækjum. Langtímaskuldir borgarsjóðs yrðu lækkaðar um 2,3 milljarða en heildarskuldir myndu hækka að raunvirði um 2,4 milljarða og yrðu í lok næsta árs rúmir 34 millj- arðar króna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu fram bókun við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar á borgar- stjómarfundinum og segir svo í lok hennar: „Það er ábyrgðarleysi í fjái-málum að nýta ekki tækifærið til að lækka skuldir meðan góðærið ríkir og tekjur hækka. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna ársins 2001 ber þess merki að ekki hefur verið unnið að þvi með markvissum hætti að hagræða í reksti'i borgar- innar. Á nær öllum sviðum er um rekstrargjaldaaukningu að ræða um- fram það sem eðlilegt má telja. Þess í stað era allir möguleikar til skatta- og gjaldahækkana á íbúa Reykjavíkur nýttir til að fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar 2001 nái endum saman." Spurt um kostnað vegna Línu.Nets Olafur gagnrýndi vinnubrögð við Elliðavatnsmál HERFERÐ Línu.Nets til kynningar á þjónustu íyrirtækisins, auglýsingar og önnur kynning, kom til umræðu á borgarstjómarfundi sl. fimmtudag er Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spurðist íýrir um kostnað við kynningarher- ferðina. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans og for- maður stjómar Línu.Nets, sagði kostnað við gerð og útsendingu myndbanda vera á bilinu 500 til 700 þúsund krónur eða 19 krónur á hverja spólu. Guðlaugur spurði ítrekað á fundin- um og óskaði eftir upplýsingum um heildarkostnað vegna kynningarher- ferðarinnar. Sagði Alfreð Þorsteins- son fyrst að betur væri að borgai-- fulltrúinn hefði haft samband við sig fyrir fundinn svo hann hefði getað afl- að umræddra upplýsinga. Hann kvaðst þreyttur á sífelldum íýrfr- spumum sjálfstæðismanna í borgar- ráði og borgarstjóm um hlutafélög sem borgin ætti aðild að, íýrirtæki sem væru í samkeppnisrekstri og varla væri hægt að ætlast til að upp- lýst væri nákvæmlega um einstaka þætti í starfinu í borgarstjórn. Hann kvaðst ætla að óska eftir því við borg- arlögmann hvort nauðsynlegt væri að svara slíkum fyrirspurnum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, sagði vissu- lega erfitt að greina í smæstu atriðum frá starfsemi fyrirtækja í samkeppn- isrekstri. Hann sagði borgarstjóm hins vegar ekki geta verið eins konar skjól fyrir slíkt fyrirtæki og lagði til að borgin seldi eignarhlut sinn í Línu.Neti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, sagði ekki heppilegt að kjömir fulltrúar borgarinnar tækju þátt í stjóm hlutafélaga. VINNUBRÖGÐ vegna samnings um samstarf Reykjavíkur og Kópa- vogs um umhverfismál og skipulag stofn- og tengibrauta í nágrenni Elliðavatns voru gagnrýnd á borg- arstjórnarfundi á fimmtudag þegar Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, átaldi að samstarfið skyldi.hafa verið sam- þykkt í borgarráði án þess að það hafi verið kynnt í umhverfis- og heilbrigðisnefnd eða samgöngu- nefnd borgarinnar. í samningnum eru sveitarfélögin sammála um að hefja sameiginlega endurskoðun á skipulagi stofn- og tengibrauta við Vatnsendahvarf óháð sveitarfélagamörkum. Á með- al annars að kanna möguleika á tengingu milli Vatnsendahverfis og Norðlingaholts til hliðar við Breið- holtsbraut. Einnig verði Salahverfi og Seljahverfi tengd um leið og samfelldur nýr þjóðvegur verði lagður frá Linda- og Salahverfi að Breiðholtsbraut. Samhliða endur- skoðun á stofn- og tengibrautum munu aðilar ræða við Vegagerðina og stefna að þríhliða samkomulagi um kerfi þjóðvega við Vatnsenda- hvarf. Þá er í samningnum gert ráð fyr- ir að rotþrær verði lagðar af í Vatnsendahverfi og Norðlingaholti þegar þau byggjast og húsin tengd fráveitukerfi. Einnig hyggjast aðil- ar standa saman að umhverfisvök- un Elliðavatns, Bugðu og Hólmsár til að tryggja vöxt og viðgang líf- ríkis vatnsvæðisins og til að fyrir- huguð byggð í nágrenni Elliða- vatns stofni ekki lífríkinu í hættu. í bókun Ólafs F. Magnússonar segir einnig: „Ég lýsi áhyggjum mínum af því að samkomulagið tekur ekki á því hvort fjölbýlishús rísi milli Vatnsendavegar og Ell- iðavatns en slík byggð myndi rýra mjög gildi útivistarsvæðis fyrir al- menning við Elliðavatn." Timamótasamkomulag I umfjöllun um málið sagði Ólaf- ur ekki nægilega skýrt kveðið á um útivistarmál á svæðinu og kvaðst myndu halda áfram baráttu sinni og að málið verði rætt á næsta fundi umhverfis- og heilbrigðis- nefndar. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sagði með sam- komulaginu ekki tekna afstöðu til skipulags á svæðinu enda hefði Kópavogur allt forræði um það. Ól- afur sagði málið sýna að nauðsyn- legt væri að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Hrannar B. Ai-narsson sagði samkomulagið marka tímamót í samstarfi sveitar- félaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.