Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 09.12.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Undir- skrifta- söfnun gegn ESB TVÖFALT fleiri Austurríkis- menn hafa skrifað undir áskorun um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Austurríkis úr Evrópusambandinu en nauð- synlegt var til að fá málið tekið upp á þingi. 194 þúsund manns skrifuðu undir áskor- unina, eða 3,3% landsmanna. Forsvarsmenn undirskrifta- söfnunarinnar fullyrða að lof- orð, sem gefín voru fyrir inn- gönguna, hafi ekki verið efnd, og nefna sérstaklega að stjórnvöld hafi heitið því að halda austurríska gjaldmiðl- inum, shillingnum. Margir Austurríkismenn snerust gegn ESB fyrr á þessu ári, þegar hin aðildar- löndin slitu stjórnmálatengsl- um við Austurríki eftir valda- töku ríkisstjórnar, sem Frelsisflokkur Jörgs Haiders á aðild að. Norskir ökumenn allsgáðir AÐEINS fimm ökumenn af 37.500 reyndust undir áhrif- um áfengis, þegar norska lög- reglan hóf mikið eftirlitsátak á miðvikudag til að vekja at- hygli á hertum reglum um ölvunarakstur, sem taka gildi um áramótin. t>á verður leyfi- legt magn áfengis í blóði lækkað úr 0,5 prómillum, sem samsvarar einni bjórfiösku, í 0,2 prómill. Nýju reglurnar verða meðal þeirra ströng- ustu í heimi. Ný lög um þjdðsöng, fána og skjaidarmerki Rússlands samþykkt Rússar taka upp þjóð- söng frá stalmstímanum Moskvu. Reuters, AFP. NEÐRI deild rússneska þingsins, Ríkisdúman, samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta í gær, að þjóð- söngur Sovétríkjanna frá stalíns- tímanum skyldi lögfestur sem þjóðsöngur Rússlands, þjóðfáninn skyldi vera hinn þríliti fáni keisara- tímans og skjaldarmerkið sama tví- höfða arnarmerkið og notað var á valdatima Romanov-keisaraættar- innar. Frumvarpið var keyrt í gegn um þingið á þremur tímum, að beiðni Vladimírs Pútíns forseta. Umdeild- asta tillagan, um þjóðsönginn, hlaut 381 atkvæði en 51 þingmaður var henni mótfallinn. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði á móti tilheyra flestir þingflokki frjálslyndra, en þeir hvöttu til þess að baki yrði snúið við ógnum stalínstímans og að Rússlandi yrði valinn nýr þjóðsöng- ur. Yfir 340 af 450 þingmönnum dúm- unnar samþykktu að rauð-hvít-blái fáninn yrði lögfestur sem þjóðfáni og tvíhöfða öminn sem skjaldarmerki. Með samþykkt frumvarpsins er í fyrsta sinn búið að lögfesta þjóð- söng, fána og skjaldarmerki rúss- neska sambandsríkisins frá því Sovétríkin voru leyst upp fyrir níu árum. Hinn stórkarlalegi þjóðsöngur, sem Stalín lét gera að þjóðsöng Sovétríkjanna árið 1943 - þegar her- sveitir Hitlers réðu yfir stórum hluta Rússlands - kemur nú í stað 19,-ald- ar lags, sem Rússar hafa notazt við undanfarin ár samkvæmt tilskipun Borís Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Nýjan texta vantaði þó við þennan bráðabirgðaþjóðsöng. Nú stendur til að semja nýjan texta við stalínstíma- þjóðsönginn. Ein tillagan er sú, að fá Sergei Mikhaílkov, höfund uppruna- lega textans, til að semja nýjan. Hann uppfærði gamla textann tvisv- ar, síðast árið 1977. Þingmenn hins frjálsynda Yabl- oko-flokks sögðust í gær myndu Reuters Rússneskur þingmaður virðir fyrir sér nýtt skjaldarmerki Rússlands, sama tvíhöfða amarmerkið og notað var á valdatíma Romanov-keisaraættarinnar. kæra lögleiðingu stalínstímaþjóð- söngsins til stjómarskrárdómstóls Rússlands. Hún væri óvirðing við þann fjölda milljóna manna, sem al- ræðisstjórn Stalíns hefði á samvizk- unni. Pútín forseti tók af skarið í þjóð- söngsdeilunni í sjónvarpsávarpi í vikunni, þar sem hann sagði að af- farasælast væri að þjóðin sameinað- ist um þau þjóðartákn sem „stæðu fyrir það bezta í sögu hennar“. Vekur reiði í Eystrasaltslöndunum Reuters Nýr þjdðfáni Rússlands (til vinstri), fáni landhersins og fáni sjóhersins. Fyrsta Samsonite verslunin á Islandi hefur opnað í Skeifunni 7 undir sama þaki og Metró. Bjóðum allar gerðir af Samsonite töskum, harðar og mjúkar, stuttar og langar, stórar og smáar. OLLKVOLD TÖSKU * OG SKÖVIÐGEROIR Skelfan 7 • Sfml 525 0800 í Eystrasaltslöndunum, sem vom innlimuð í Sovétríkin á stríðsáranum og endurheimtu sjálfstæði sitt við fall þeirra, vora viðbrögðin við þess- um fréttum frá Rússlandi hörð í gær. fyrrverandi forseti og sjálfstæðis- „Þetta mun vekja upp gamalt hetja Litháens. „Það er mjög ergi- skrímsli, sem engin þörf var á að að Rússar skyldu hafa gert gera,“ sagði Vytautas Landsbergis, þetta." Skýrt frá sölu kommúnista á dýrgripum Rússa Seldu rússneskar gersemar fyrir slikk Moskvu. The Daily Telegraph. SKYRT er frá sölu Lenins, Trotskís og Stalíns á listaverkum Rússa í bókinni „Sala rússnesku dýrgrip- anna“ sem út kom í vikunni sem leið. Þar er lýst af mikilli nákvæmni hvemig þessir leiðtogar bolsévika seldu ýmsar gersemar í því skyni að bæta í ríkiskassann. Það reyndist þó vera lítið sem þeir græddu á sölunni því eftirspum eftir umræddum Iista- verkum og forngripum var lítil á þriðja og Qórða áratugnum. Salan fáránleg að mati ritstjórans Kommúnistar fóm fyrst ráns- hendi um kirkjur landsins, þá seldu þeir dýrgripi keisarafjölskyldunnar. Að lokum tóku þeir til við málverk Hermitage-safnsins í Sankti Péturs- borg, sem þá bar nafnið Leníngrad, og vom málverk eftir Rembrandt, Botticelli, Van Gogh og Degas með- al þeirra sem vom seld úr landi. Heimsins elsta útgáfa af Nýja testa- mentinu, innanstokksmunir úr höll- um, íkonar og snilldarverk impressj- ónistanna vom einnig á meðal þess sem bolsévikar losuðu sig við á þriðja og fjórða áratugnum. Nicolas Iljine, einn ritstjóra verksins, segir sölu dýrgripanna hafa verið fáránlega. „Þeir seldu alla þessa gripi til að kaupa dráttar- vélar en þegar allt kom til alls skiptu þeir engum sköpum fyrir fjárhag ríkisins." Menntamálaráðherra Rússa, Mikhail Shvydkoi, nýtti sér umfjöll- unina um bókina til að ráðast á kommúnista samtímans og saka þá um hræsni. Hann sagði bókina eyði- lcggja þá goðsögn að þeir stæðu vörð um arfleifð þjóðarinnar. Áður hefur verið sagt frá sölu listaverkanna f einstaka fræðiritum en bókin cr sú fyrsta sem segir frá öllu umfangi sölunnar. Leiðtogar kommúnista réttlætu á sínum tíma sölu kirkjulegra muna með því að prestamir ættu að koma til hjálpar í hungursneyðinni sem _ hijáði Rússland eftir byltinguna. í einrúmi krafðist Lenúi þess hins vegar að hungursneyðin yrði nýtt út í ystu æsar til að ganga frá óvinin- um, kirkjunni og valdi hennar yfir fólki. Trotskí lá á að selja muni áður en bylting brytist út í V-Evrópu Asinn var mikill við að selja kirkjumuni úr landi, m.a. var Trotskí mjög í mun að sala þeirra hæfist sem fyrst vegna þess að hann bjóst við því að þeir féllu mjög í verði þegar bylting brytist út um gjörvalla Vestur-Evrópu. Einn skautlegasti kaflinn í sögu sölunnar er um sölu listaverka úr Hermitage-safninu. Meðal öfiugra kaupenda var fjármálaráðherra Bandarílq'anna, Andrew Mellon, sem þrátt fyrir að vera mótfallinn viðskiptum við Sovétríkin á opinber- um vettvangi sá því ekkert til fyrir- stöðu að kaupa 25 meistaraverk af safninu. Þetta kom í Ijós nokkmm ámm síðar, árið 1934, er hann var sakað- ur um skattvik. Flest málverkanna sem hann festi kaup á enduðu að lokum á Listasafninu f Washington- borg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.