Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 32

Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 32
32 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Undir- skrifta- söfnun gegn ESB TVÖFALT fleiri Austurríkis- menn hafa skrifað undir áskorun um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Austurríkis úr Evrópusambandinu en nauð- synlegt var til að fá málið tekið upp á þingi. 194 þúsund manns skrifuðu undir áskor- unina, eða 3,3% landsmanna. Forsvarsmenn undirskrifta- söfnunarinnar fullyrða að lof- orð, sem gefín voru fyrir inn- gönguna, hafi ekki verið efnd, og nefna sérstaklega að stjórnvöld hafi heitið því að halda austurríska gjaldmiðl- inum, shillingnum. Margir Austurríkismenn snerust gegn ESB fyrr á þessu ári, þegar hin aðildar- löndin slitu stjórnmálatengsl- um við Austurríki eftir valda- töku ríkisstjórnar, sem Frelsisflokkur Jörgs Haiders á aðild að. Norskir ökumenn allsgáðir AÐEINS fimm ökumenn af 37.500 reyndust undir áhrif- um áfengis, þegar norska lög- reglan hóf mikið eftirlitsátak á miðvikudag til að vekja at- hygli á hertum reglum um ölvunarakstur, sem taka gildi um áramótin. t>á verður leyfi- legt magn áfengis í blóði lækkað úr 0,5 prómillum, sem samsvarar einni bjórfiösku, í 0,2 prómill. Nýju reglurnar verða meðal þeirra ströng- ustu í heimi. Ný lög um þjdðsöng, fána og skjaidarmerki Rússlands samþykkt Rússar taka upp þjóð- söng frá stalmstímanum Moskvu. Reuters, AFP. NEÐRI deild rússneska þingsins, Ríkisdúman, samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta í gær, að þjóð- söngur Sovétríkjanna frá stalíns- tímanum skyldi lögfestur sem þjóðsöngur Rússlands, þjóðfáninn skyldi vera hinn þríliti fáni keisara- tímans og skjaldarmerkið sama tví- höfða arnarmerkið og notað var á valdatima Romanov-keisaraættar- innar. Frumvarpið var keyrt í gegn um þingið á þremur tímum, að beiðni Vladimírs Pútíns forseta. Umdeild- asta tillagan, um þjóðsönginn, hlaut 381 atkvæði en 51 þingmaður var henni mótfallinn. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði á móti tilheyra flestir þingflokki frjálslyndra, en þeir hvöttu til þess að baki yrði snúið við ógnum stalínstímans og að Rússlandi yrði valinn nýr þjóðsöng- ur. Yfir 340 af 450 þingmönnum dúm- unnar samþykktu að rauð-hvít-blái fáninn yrði lögfestur sem þjóðfáni og tvíhöfða öminn sem skjaldarmerki. Með samþykkt frumvarpsins er í fyrsta sinn búið að lögfesta þjóð- söng, fána og skjaldarmerki rúss- neska sambandsríkisins frá því Sovétríkin voru leyst upp fyrir níu árum. Hinn stórkarlalegi þjóðsöngur, sem Stalín lét gera að þjóðsöng Sovétríkjanna árið 1943 - þegar her- sveitir Hitlers réðu yfir stórum hluta Rússlands - kemur nú í stað 19,-ald- ar lags, sem Rússar hafa notazt við undanfarin ár samkvæmt tilskipun Borís Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Nýjan texta vantaði þó við þennan bráðabirgðaþjóðsöng. Nú stendur til að semja nýjan texta við stalínstíma- þjóðsönginn. Ein tillagan er sú, að fá Sergei Mikhaílkov, höfund uppruna- lega textans, til að semja nýjan. Hann uppfærði gamla textann tvisv- ar, síðast árið 1977. Þingmenn hins frjálsynda Yabl- oko-flokks sögðust í gær myndu Reuters Rússneskur þingmaður virðir fyrir sér nýtt skjaldarmerki Rússlands, sama tvíhöfða amarmerkið og notað var á valdatíma Romanov-keisaraættarinnar. kæra lögleiðingu stalínstímaþjóð- söngsins til stjómarskrárdómstóls Rússlands. Hún væri óvirðing við þann fjölda milljóna manna, sem al- ræðisstjórn Stalíns hefði á samvizk- unni. Pútín forseti tók af skarið í þjóð- söngsdeilunni í sjónvarpsávarpi í vikunni, þar sem hann sagði að af- farasælast væri að þjóðin sameinað- ist um þau þjóðartákn sem „stæðu fyrir það bezta í sögu hennar“. Vekur reiði í Eystrasaltslöndunum Reuters Nýr þjdðfáni Rússlands (til vinstri), fáni landhersins og fáni sjóhersins. Fyrsta Samsonite verslunin á Islandi hefur opnað í Skeifunni 7 undir sama þaki og Metró. Bjóðum allar gerðir af Samsonite töskum, harðar og mjúkar, stuttar og langar, stórar og smáar. OLLKVOLD TÖSKU * OG SKÖVIÐGEROIR Skelfan 7 • Sfml 525 0800 í Eystrasaltslöndunum, sem vom innlimuð í Sovétríkin á stríðsáranum og endurheimtu sjálfstæði sitt við fall þeirra, vora viðbrögðin við þess- um fréttum frá Rússlandi hörð í gær. fyrrverandi forseti og sjálfstæðis- „Þetta mun vekja upp gamalt hetja Litháens. „Það er mjög ergi- skrímsli, sem engin þörf var á að að Rússar skyldu hafa gert gera,“ sagði Vytautas Landsbergis, þetta." Skýrt frá sölu kommúnista á dýrgripum Rússa Seldu rússneskar gersemar fyrir slikk Moskvu. The Daily Telegraph. SKYRT er frá sölu Lenins, Trotskís og Stalíns á listaverkum Rússa í bókinni „Sala rússnesku dýrgrip- anna“ sem út kom í vikunni sem leið. Þar er lýst af mikilli nákvæmni hvemig þessir leiðtogar bolsévika seldu ýmsar gersemar í því skyni að bæta í ríkiskassann. Það reyndist þó vera lítið sem þeir græddu á sölunni því eftirspum eftir umræddum Iista- verkum og forngripum var lítil á þriðja og Qórða áratugnum. Salan fáránleg að mati ritstjórans Kommúnistar fóm fyrst ráns- hendi um kirkjur landsins, þá seldu þeir dýrgripi keisarafjölskyldunnar. Að lokum tóku þeir til við málverk Hermitage-safnsins í Sankti Péturs- borg, sem þá bar nafnið Leníngrad, og vom málverk eftir Rembrandt, Botticelli, Van Gogh og Degas með- al þeirra sem vom seld úr landi. Heimsins elsta útgáfa af Nýja testa- mentinu, innanstokksmunir úr höll- um, íkonar og snilldarverk impressj- ónistanna vom einnig á meðal þess sem bolsévikar losuðu sig við á þriðja og fjórða áratugnum. Nicolas Iljine, einn ritstjóra verksins, segir sölu dýrgripanna hafa verið fáránlega. „Þeir seldu alla þessa gripi til að kaupa dráttar- vélar en þegar allt kom til alls skiptu þeir engum sköpum fyrir fjárhag ríkisins." Menntamálaráðherra Rússa, Mikhail Shvydkoi, nýtti sér umfjöll- unina um bókina til að ráðast á kommúnista samtímans og saka þá um hræsni. Hann sagði bókina eyði- lcggja þá goðsögn að þeir stæðu vörð um arfleifð þjóðarinnar. Áður hefur verið sagt frá sölu listaverkanna f einstaka fræðiritum en bókin cr sú fyrsta sem segir frá öllu umfangi sölunnar. Leiðtogar kommúnista réttlætu á sínum tíma sölu kirkjulegra muna með því að prestamir ættu að koma til hjálpar í hungursneyðinni sem _ hijáði Rússland eftir byltinguna. í einrúmi krafðist Lenúi þess hins vegar að hungursneyðin yrði nýtt út í ystu æsar til að ganga frá óvinin- um, kirkjunni og valdi hennar yfir fólki. Trotskí lá á að selja muni áður en bylting brytist út í V-Evrópu Asinn var mikill við að selja kirkjumuni úr landi, m.a. var Trotskí mjög í mun að sala þeirra hæfist sem fyrst vegna þess að hann bjóst við því að þeir féllu mjög í verði þegar bylting brytist út um gjörvalla Vestur-Evrópu. Einn skautlegasti kaflinn í sögu sölunnar er um sölu listaverka úr Hermitage-safninu. Meðal öfiugra kaupenda var fjármálaráðherra Bandarílq'anna, Andrew Mellon, sem þrátt fyrir að vera mótfallinn viðskiptum við Sovétríkin á opinber- um vettvangi sá því ekkert til fyrir- stöðu að kaupa 25 meistaraverk af safninu. Þetta kom í Ijós nokkmm ámm síðar, árið 1934, er hann var sakað- ur um skattvik. Flest málverkanna sem hann festi kaup á enduðu að lokum á Listasafninu f Washington- borg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.