Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnarandstæðingar við síðustu umræðu um frumvarp til fjárlaga 2001 „Efnahags- stefnuna hefur rekið upp á sker“ ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar héldu áfram að gagnrýna efnahags- stjóm ríkisstjórnarinnar við þriðju og síðustu umræðu um frumvarp til fjárlaga 2001 sem fram fór á Alþingi í gær. „Spá Þjóðhagsstofnunar fyrir þetta ár og næsta gefur mun dekkri mynd af stöðu efnahagsmála en Samfylkingin hafði spáð,“ sagði Gísli S. Einarsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, m.a. „Þar er í reynd staðfest að efna- hagsstefnu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar hefur rekið upp á sker. Allt hefur þróast með öðrum hætti en forsætisráðherra hefur marg- sinnis spáð. Verðbólgan er á upp- leið, andstætt spám hans, vextir hækka, þrátt fyrir gagnstæðar spár forsætisráðherra og viðskiptahall- inn hefur, þrátt fyrir orð forsætis- ráðherra, náð sögulegri stærð og vex enn,“ sagði hann ennfremur. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær er með tillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis stefnt að þvi að ríkissjóður verði rekinn með u.þ.b. 33,9 milljarða króna tekjuaf- gangi á næsta ári. Aætlað er að tekjur ríkissjóðs verði um 253 millj- arðar kr. eða 12,8 milljörðum kr. hærri en fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir í haust og að útgjöld verði um 219 milljarðar kr. Meginskýr- inguna á auknum tekjum má rekja til fyrirhugaðrar sölu eigna ríkis- sjóðs, en gert er ráð fyrir að sölu- hagnaður af hlut ríkissjóðs í Lands- síma íslands skili um 8,2 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. Einkavæðing Landssímans truflaði fjárlagaumræðu Stjómarandstæðingar gagnrýndu það í upphafi þingfundar í gær að taka ætti fjáriagafrumvarpið til þriðju umræðu án þess að fyrir lægju upplýsingar um hvemig ALÞINGI stjómvöld hygðust standa að einka- væðingu Landssímans. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagði m.a. að allar upp- lýsingar skorti um það hvemig standa ætti að sölu Símans, hve mikinn hluta af fyrirtækinu ætti að selja og hvort selja ætti grunnnetið með. Davíð Oddsson forsætisráðherra benti hins vegar á að umræður hefðu verið um það að stjómar- flokkarnir væra ekki sammála um söluna á Landssímanum. Því hefði verið nauðsynlegt að koma því á framfæri að meirihluti væri fyrir því á þinginu að salan færi fram. Framvarp um sölu Símans yrði lagt fram á Alþingi þegar þing kæmi saman að nýju á næsta ári og ekki fyrr en þá færi fram efnisleg um- ræða um söluna. Blekkingarvefur ráðherra Eins og Gísli S. Einarsson gerði Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnai- - græns framboðs, efnahagsstefnuna einnig að umtals- efni. Sagði hann að fjárlög ríkis- stjórnarinnar væra nú afgreidd við mikla óvissu í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Forsendur í þjóðhagsáætl- un hefðu tekið stöðugum breyting- um og hið sama gilti um ráðstafanir ríkisstjómarinnar. Þannig hefði við- Morgunblaðið/Jim Smart Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, og Kristján Möller. skiptahalli þessa árs verið áætlaður 32 milljarðar kr. í þjóðhagsspá íyrir ári en stefndi nú í að verða 62 millj- arðar kr. Og ekki væri víst að öll kurl væra komin til grafar. Lagði Jón síðan áherslu á að ljóst væri að við núverandi horfur í efnahagsmál- um bæri ríkisvaldinu skylda til að sýna aðhald í rekstri og koma í veg fyrir þenslu. Sverrir Hermannsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gerði ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum undanfama daga um nýja þjóðhagsspá m.a. að umtals- efni. Las hann í því skyni upp um- mæli forsætisráðherra í samtölum við nokkra fjölmiðla þar sem m.a. var haft eftir honum að spá Þjóð- hagsstofnunar kæmi ekki á óvart og sýndi í aðalatriðum óbreytta og trausta stöðu efnahagslífsins. „Það er hryggilegt að þurfa að segja það að hæstvirtur forsætis- ráðherra stundar það jafnt og þétt að mála málin allt öðram litum en staðreyndir og raunveraleikinn segja okkur til um. Þetta er einn endalaus blekkingarvefur," sagði Sverrir. Sverrir gerði einnig, eins og reyndar aðrú- þingmenn stjómar- andstöðunnar kjör aldraðra og ör- yrkja að umtalsefni. Kom m.a. fram í máli hans að hann teldi að meira fjármagni ætti að verja til þeirra hópa. Vísaði hann í því sambandi m.a. til Ólafs Ólafssonar, fyrrver- andi landlæknis, i Morgunblaðinu í vikunni þar sem fram kemur að tæpur þriðjungur ellilífeyrisþega nái ekki lágmarksframfærslumörk- um. „Það era engir peningar til þeg- ar láglaunafólk á í hlut,“ sagði hann og vísaði til ákvarðana stjórnar- meirihlutans. „En það era til nógir peningar þegar á að hygla sérhags- munum,“ sagði hann m.a. Þá lagði Sverrir fram breytingai'- tillögu við fjárlagafrumvarpið þess efnis að Jóni Þórarinssyni tónskáldi yrði .bætt í þann flokk listamanna sem hlytu heiðurslaun listamanna. Þannig yrðu 22 listamenn í hópnum í stað 21 eins og tillögur mennta- málanefndar Aiþingis gera ráð fyrir. Vildu upplýsingar um niður- skurð vegaframkvæmda I umræðunum í gær gagnrýndu stjómarandstæðingar það einnig að með tillögum meirihluta fjárlaga- nefndar skyldu ekki fylgja nánari tillögur um það hvaða framkvæmd- um í vegamálum ætti að fresta á næsta ári, um 800 milljónir króna. Bentu þeir m.a. á að þeim upplýs- ingum hefði verið lofað í fyrri um- ræðum um fjárlagaframvarpið. Ámi M. Mathiesen, starfandi samgöngu- ráðherra, tók hins vegar fram að ekki væri nóg að kóngurinn vildi sigla. Seglin þyrftu einnig byr. Benti hann á að ekki væri hægt að leggja fram þessar upplýsingar nú þar sem Vegagerðin hefði ekki gengið endanlega frá tillögum sín- um. Umræður um þessi mál þyrftu því að bíða fram yfir jól. Davíð Oddsson forsætisráðherra við fjárlagaumræðu Staða efnahagsmála traust DAVlÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja að meginatriði nýrrar skýrslu Þjóðhagsstofnunar sé það að staða efnahagsmála sé í öllum grundvallaratriðum sterk og traust um þessar mundir. Hann svaraði gagnrýni á ríkisstjórnina við þriðju umræðu fjárlaga í gærkvöld. „Meira að segja kemur fram að hagvöxtur á þessu ári er meiri en Þjóðhagsstofnun hafði áður gert ráð fyrir,“ sagði Davíð. „Ennfrem- ur kemur fram að útflutningur er talinn verða meira en áður var spáð, bæði á þessu ári og hinu næsta. Þar kemur fram að þessa þróun má ekki síst rekja til áfram- haldandi mikils vaxtar hjá þeim greinum sem hafa verið taldar til hins nýja hagkerfís sem við höfum bundið vonir við. Þetta kemur allt fram í skýrslunni en menn hafa ekki minnst á þessi meginatriði, sem skipta höfuðmáli fyrir land og lýð,“ sagði Davíð. Eftirspurn fer minnkandi Síðar sagði forsætisráðherra að fram að þessu hefðu menn haft áhyggjur af þenslunni í þjóðfélag- inu. „En nú er varla hægt um það að deila að flestar nýlegar vísbend- ingar um efnahagsþróun era í átt til þess að eftirspurn í hagkerflnu fari mjög minnkandi, ekki síst í þvi sem varðar neyslu og að verðbólg- an fari af þeim sökum meðal annars fremur minnkandi." Davíð sagði að Þjóðhagsstofnun hefði ekki gert ráð fyrir því að olíu- verð færi nú loks lækkandi og held- ur ekki gert ráð fyrir lækkandi fasteignaverði. Síðan lagði forsætisráðherra áherslu á að aðgerðir ríkisstjórnar- innar varðandi einkavæðingu væru til þess fallnar að treysta gjaldeyr- isstöðu þjóðarinnar. „Það er ekki vafi á því að slíkar aðgerðir hafa já- kvæð áhrif á þróun efnahagslífsins sem heildar.“ Alþíngi Iftan dagskrár Evrópuumræðan læðist inn á þing EFTIR ÖRNU SCHRAM BLAÐAMANN Einn af mörgum fyrirboðum jólanna hér á landi era lokaumræður um fjárlög á Alþingi. Sú umræða hófst einmitt á Alþingi í vikunni, þó mun fyrr en venjulega, og má segja að hún ásamt umræðunni um fjárauka- lög hafí hvað helst einkennt störf þingsins í vikunni. Stjómarandstæð- ingar vora fyriiferðarmeiri í þeirri umræðu en stjórnarliðar. Kynntu þeir m.a. fjöldann allan af breyting- artillögum við framvarpið til fjár- laga næsta árs. Ailar verða þær þó felldar með meirihluta atkvæða í þinginu eftir helgi. Nema kannski ein því meirihlutinn hefur stundum samþykkt eina breytingartillögu frá þingmönnum stjómarandstöðunnar í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlaga- frumvarpið. í umræðum um önnur þingmál var varla tekist á, jú ef vera skyldi í umræðum um framvarp ríkisstjórn- arinnar sem miðar að því lækka skatthlutfall tekjuskatts einstakl- inga um 0,33%. Er því ætlað að milda áhrif heimildar sveitarfélaga til að hækka útsvarsálagningu. Ekki er meiningin að staðnæmast við þá umræðu hér en geta þess þó að stjómarandstæðingar töldu ekki nóg að gert til að mæta væntanleg- um útsvarshækkunum sveitarfélag- anna. Tillaga þeirra um að skatthlut- fall tekjuskatts verði lækkað jafnmikið og heimildir til hækkunar útsvars gera ráð fyrir eða um sam- tals 0,99 prósentustig vora þó felldar í atkvæðagreiðslu á þinginu í vik- unni, eins og við mátti búast þegar tilllögur stjómarandstæðinga era annars vegar. Ráðherrar mæltu fyrir nokkram stjómarframvörpum í vikunni, sem sum hver mæltust ágætlega fyrir, og hlutu umræðu án gífuryrða og upp- hrópana. Og þá fóra önnur stjórnar- framvörp í gegnum aðra umræðu án þess að nokkur tæki til máls. ...Það gerist nefnilega stundum! í vikunni tókst semsé að koma þó nokkram fjölda mála í gegnum fyrstu og aðra umræðu. Ekkert bendir því til ann- ars en að þingið haldi starfsáætlun og að hlé verði gert á þingstörfum í lok næstu viku. Forsætisnefnd Al- þingis mun á mánudag leggja drög að því hvaða mál verði lögð áhersla á að afgreiða fyrir jól en þá mun jafn- framt liggja fyrir hvort takist að leggja fram á Alþingi fyiár áramót framvarp til laga sem miðar að sam- einingu og sölu Landsbanka Islands og Búnaðarbanka íslands. Með öðrum orðum urðu engin pólitísk straumhvörf á Alþingi þessa vikuna enda ekki við því að búast. Þó vöktu athygli ummæli einstakra þingmanna Samfylkingarinnar og formanns Framsóknarflokksins um Evrópumál í utandagskráramræðu um fiskimjölsmálið svokallaða. Til- efni umræðunnar yar niðurstaða landbúnaðarráðherra Evrópusam- bandsins um að leyfa skyldi áfram notkun fistómjöls í fóður svína og kjúklinga. í umræðunni veltu þing- menn, m.a. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfyltóngarinnar, því fyrir sér hvort málið hefði verið auð- sóttara hefðu íslendingar setið sjálf- ir við samningaborð landbúnaðar- ráðherranna. Halldór Ásgrímsson benti á að góða niðurstöðu málsins fyrir íslendinga mætti m.a. þakka aðgangi okkar að ákveðnum fasta- nefndum framkvæmdastjórnar ESB á grandvelli samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði. í máli hans kom þó jafnframt fram að aðild okkar að EES væri ekki nægjanleg. „I þessu tilfelli skipti miklu að full- trúar íslands áttu aðgang að fasta- nefnd framkvæmdastjórnar ESB um dýraheilbrigði og gátu þar með komið á framfæri sjónarmiðum ís- lands,“ sagði hann. „Þennan aðgang eigum við á grandvelli EES- samningsins en eftir að málið fór til meðferðar í ráðherraráðinu vora fulltrúar íslands útilokaðir frá frek- ari umræðu. I reynd eigum við ekki aðgang að þeirri byggingu sem fundurinn fór fram í nema vegna þess að við höfum gert svokallað Schengen-samkomulag... en ekki í krafti þess að við eram aðilar að innri markaðnum." Síðar í umræðunni áréttaði Hall- dór hins vegar að niðurstaða físki- mjölsmálsins hefði verið farsæl að þessu sinni. Ektó væri þó víst að svo yrði aftur þegar svipað mál kemur til kasta ESB í framtíðinni. „Við eig- um ákveðin áhrif upp að ákveðnu stigi en þegar mál era komin inn í ráðherraráðið eigum við ektó að- gang að því borði... Það eina sem við getum gert er að tala við aðildar- þjóðirnar og það er það sem við gerðum í þessu máli.“ Þingmenn tóku þátt í árlegu jóla- boði með öðrum starfsmönnum þingsins í hádeginu í vikunni. Ekki var laust við að stemmningin hefði verið góð á Alþingi þann daginn. Reyndar var stemmningin svo góð að forseti Alþingis sá ástæðu til þess, einu sinni sem oftar, að biðja nokkra þingmenn sem þá vora staddir í þingsalnum um að tala lægra svo heyra mætti í þeim sem stóð í pontu. Sökudólgarnir létu ekki segja sér þetta tvisvar. Fóra úr þingsalnum allir sem einn og héldu umræðunni áfram í hliðarsölum. En eftir stóð ræðumaðurinn einn í pontu og þramaði yfir tómum saln- um! í ljósi þessa era kannski skiljan- legþau orð sem Össur Skarphéðins- son þingmaður viðhefur gjarnan þegar þingmenn era beðnir um að lækka róminn meðan hann er í ræð- ustól. Segir hann að sér vaxi ásmeg- in við kliðinn enda finnist sér þægi- legra að vita af einhverjum í salnum meðan hann talar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.