Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 33 Orlando R. Rebagliati, sendiherra Argentínu á Islandi Ahugi á auknum sam- skiptum milli ríkjanna „ÉG hef mikinn áhuga á að stuðla að auknum samskiptum milli íslands og Argentínu á sem flestum sviðum. I menningar- og ferðamálum og svo ekki sé minnst á viðskiptin milli landanna. Þau eru ekki mikil nú en gætu vaxið mjög ef rétt er á haldið," segir Orlando R. Rebagliati, nýskip- aður sendihen;a Argentínu á Islandi með aðsetur í Ósló. Rebagliati afhenti forseta Islands trúnaðarbréf sín á Bessastöðum í síðustu viku en auk þess átti hann viðræður við utanríkisráðherra og fulltrúa Verslunarráðs. Ætlaði hann einnig að ræða við yflrvöld menning- ar- og ferðamála. „Ég hef mikinn áhuga á að stuðla að meiri samskiptum ríkjanna á sem flestum sviðum enda held ég, að við getum lært margt hvorir af öðrum. Bæði löndin eiga sér merka sögu, búa yfir sérstæðri náttúru og þróuðu atvinnulífi," sagði Rebagliati. Hugsanleg samstarfsverkefni í sjávarútvegi Eins og fyrr segir eru viðskipti milli Islands og Argentínu mjög lítil en Rebagliati sagði, að auðvelt ætti að vera að stórauka þau. Milli ríkj- anna eru raunar engir viðskipta- samningar en sendiherrann sagði, að auðveldast væri að greiða íyrir við- skiptum og góðum viðskiptakjörum með samningum við Mercosur, við- skiptabandalag Argentínu, Brasilíu, Paragvæs og Urúgvæs, en aukaaðild að því eiga Chile og Bólivía. Að mati sendi- herrans eru út- flutningsmögu- leikar Islendinga mestir í sjávar- afurðum og raun- ar flestu því, sem lýtur að sjávarút- vegi, jafnt búnaði sem þekkingu. ís- lendingar byggju yfir mikilli reynslu á þessu sviði og hún gæti orðið grundvöllur fyrir samstarfs- verkefnum milli íslenskra og argent- ínskra fyrirtækja. Innan argent- ínsku efnahagslögsögunnar eru nokkrir stórir fiskstofnar, sem eru að vísu flökkustofnar að því leyti, að þeir veiðast einnig utan landhelginn- ar. Sagði Rebagliati, að íslendingar og Argentínumenn hefðu unnið vel saman í alþjóðahafréttarmálum hvað varðaði að vernda þessa stofna. Arg- entíunumenn hefðu einnig stutt Is- lendinga er þeir færðu efnahagslög- söguna út í 50 mílur og síðar í 200 mílur eins og raunar fleiri ríki í Suð- ur-Ameríku. Ferðamálin óplægðurakur Rebagliati sagði, að í ferðamálun- um væri mikill en óplægður akur. Kvaðst hann vita, að hér á landi væri áhugi á að auka ferðalög til Argent- ínu, enda hefði landið upp á margt að bjóða. Náttúrufar væri þar mjög fjölbreytt, fjöll og firnindi, fossar og suðrænar sólarstrendur. Skíðaað- staða væri víða góð og þeir, sem hefðu áhuga á golfíþróttinni, kæmu þar ekki að tómum kofunum. Sagði hann, að í Argentínu væri líka vax- andi áhugi á íslandi og einkum með- al þeirra, sem þekktu orðið til víða erlendis, til dæmis á meginlandi Evrópu, en vildu reyna eitthvað nýtt. Rebagliati sagði, að á ýmsu hefði gengið í argentínskum efnahagsmál- um í gegnum tíðina og sömu sögu væri að segja af stjórnarfarinu. Her- stjórnir hefðu stundum haldið um valdataumana á síðustu öld en nú væru tímarnir aðrir. Frá 1993 hefðu lýðræðislega kjörnar stjórnir verið við völd og miklar umbætur orðið í efnahagslífinu. Ríkið hefði dregið sig út úr eiginlegri atvinnustarfsemi og beitt sér fyrir mikilli einkavæðingu, opnað landið fyrir auknum viðskipt- um og fjárfestingum. Áhersla hins opinbera væri á mennta-, heilbrigð- is- og öryggismál og á þau mál önn- ur, sem varðaði almannahagsmuni, t.d. eftirlit með hringamyndun. Allt efnahagsumhverfið væri nú líkt því, sem gerðist í Evrópu. Rebagliati sagði, að þetta væri sín fyrsta ferð til íslands og þeirra hjóna beggja. Hefði milt veðrið komið þeim nokkuð á óvart en þó hefði þeim fundist enn meira til um það milda viðmót, þær hlýju móttökur, sem þau hefðu alls staðar fengið. Kvað hann þau hlakka til að koma hér aft- ur til að kynnast enn betur landi og þjóð. Orlando R. Rebagliati Tilvalin 1.895 kr. Moulinex brauðrist 2ja sneiða, 800 W jolagjof **.»... * ** ,♦.. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Rannsdkn á gölluðum hjólbörðum Dauðsföllm komin á þriðja hundrað Washington, Tdkýó. AFP, AP. DAUÐSFÖLL af völdum gallaðra Firestone-hjólbarða voru komin í 148 í Bandaríkjunum um miðjan október en auk þess eru sögð að minnsta kosti sjö í Miðausturlöndum og 46 í Venesúela. Bandaríska umferðaröryggis- stófnunin skýrði frá fjölda dauðsfáll- anna í fyrradag og einnig, að kvart- anir vegna hjólbarðanna væru 4.300 og þar af á sjötta hundrað vegna ein- hverra meiðsla. Bridgestone-fyrirtækið japanska ákvað 9. ágúst sl. að innkalla 6,5 milljónir Firestone-hjólbarða af gerðunum ATX, ATXII og Wildern- ess AT í Bandaríkjunum en flestir voru þeir undir Ford Explorer-jepp- um. Gallinn í þeim lýsir sér þannig, að þeir springa eða ysta lagið losnar frá þegar bílarnir eru komnir á 100 til 120 km hraða. Enn er verið að rannsaka gallann og hvað honum veldur en svo virðist serri hann sé bundinn við verksmiðju fyrirtækisins í Decatur í Illinois. Bridgestone áætlar sjálft, að kostnaður fyrirtækisins vegna þessa máls verði meira en 80 milljarðar ísl. kr. en bandaríska dagblaðið USA Today hélt því fram fyrir nokkrum dögum, að kostnaðurinn vegna allra dauðsfallanna og slysanna gæti farið í 4.350 milljarða kr. áður en yfir lyki. -----"1| Þar sem gæði og gott verð fara saman. Jólagjöfin fæst hjá okkur! . Tíckukiólar a aðeins 'ONýja Munið sértilboðin! * m Opið virka daga 10-18. BfíBFlCðOStOffflO Laugardaga og sunnudaga 11-18. f húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 ARTFORM Skólavörðustíg 20 Sími: 551 2392 Fax 552 6126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.