Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUKBLAÐIÐ NEYTENDUR Rannsókn stendur yfir á nautakjötskrafti FRJÁLS innflutningur er á nauta- Þá eru í gildi ákveðnar reglur í kjötskrafti hér á landi og í fram- haldi af umræðu um kúariðu sem dynur yfir í löndum eins og Bret- landi, Frakklandi, Noregi, Dan- mörku, Þýskalandi og víðar er Hollustuvernd ríkisins að kanna innflutning á nautakjötskrafti til Iandsins. „ Við höfum þegar sent bréf til stærstu dreifingaraðila á nauta- kjötskrafti sem er framleiddur víða um heim, aðallega þó í Evrópu og Bandaríkjunum, til að fá upplýsingar um hvaðan nauta- kjötskraftur er fluttur inn, upp- runa hráefnisins og hvernig hann er framleiddur," segir Sjöfn Sig- urgísladóttir, forstöðumaður mat- vælasviðs Hollustuvemdar rfkis- ins. „Þess má þó geta að strangar reglur era gerðar til framleiðslu á nautakjötskrafti og tii dæmis þurfa Bretar að flytja inn hráefni til framleiðslu á nautakjötskrafti. Evrópu um að það megi hvorki nota hrygg, innyfli né heldur heila í matvæli þ ví af þeim getur stafað hætta. Eingöngu eru notaðir beinaskankar í nautakjötskraft en það telst til hættulauss úrgangs. Þá er um þessar mundir verið að vinna að nýjum matvælalögum i Evrópu þar sem mikil áhersla er lögð á matvælaöryggi og neyt- endaverad. Þrátt fyrir þetta sjá- um við ástæðu til þess að skoða þetta vandlega." Aðspurð segir hún að með könnuninni sé verið að gera úttekt á uppruna nautakjötskraftsins og eins hvaða framleiðsluhættir not- aðir séu við vinnslu hans. Niður- stöður eru væntanlegar í næstu viku. „í ljósi gildandi reglna um framleiðslu á slíkum vörum er ekki ástæða til að vara við neyslu á nautakjötskrafti." Þórður Þórisson, framkvæmdastjóri 10-11-verslananna, segir að versl- unin sem verður opnuð í dag á Selfossi verði í 500 fm húsnæði. Ný 10-11-verslun á Selfossi í DAG, laugardag, verður ný 10-11- verslun opnuð á Austurvegi 42 á Selfossi. „Þetta er um 500 fermetra versl- un í nýju húsnæði við aðalgötuna en hafist var handa við bygginguna í sumar,“ segir Þórður Þórisson, framkvæmdastjóri 10-11-verslan- anna. í tilefni opnunarinnar verða ýmis tilboð og farið í leik með viðskipta- vinum. Laugardaginn 16. desember verður opnuð 10-U-verslun í Lyng- ási 16 í Garðabæ. Sú verslun er einnig í um 500 fermetra húsnæði. Sem dæmi um verð má nefna að frosnir kjúklingar verða seldir á 189 krónur kílóið, 2,5 kg af mandarínum kosta 299 krónur og Heimilisbrauð kostar 149 krónur. Pyndingar á börnum hin leynda skömm NÚ stendur yfir al- þjóðleg herferð mannréttindasamtak- anna Amnesty Inter- national gegn pynd- ingum. Samtökin hafa í fjölmörg ár barist gegn pynding- um og nokkuð hefur áunnist í þeirri bar- áttu, þó er enn langt í land að markmiði samtakanna um heim án pyndinga verði náð. Fyrsta herferð samtakanna gegn pyndingum beindi sjónum almennings og yfirvalda að pyndingum á póli- tískum föngum. Sú herferð leiddi m.a. til þess að Sameinuðu þjóðirn- ar samþykktu alþjóðlegan sáttmála gegn pyndingum sem 119 ríki hafa staðfest. Þrátt fyrir það hylma margar ríkisstjórnir yfir pyndingar í stað þess að sækja hina ábyrgu til saka og stöðva refsileysið sem um- lykur og viðheldur pyndingum. I hugum margra tilheyra pynd- ingar fortíðinni en því miður er svo ekki og börn (1) eru ekki undan- skilin slíkri ómannúð. „Ég horfði á þá skjóta föður minn, hann var verslunareigandi. Klukkan var að verða níu að kvöldi. Þeir komu á heimili okkar og sögðu honum að þeir hefðu fyr- irmæli um að drepa hann, vegna þess að hann leyfði mér að ganga í skóla. Mujahideen höfðu þá þegar komið í veg fyrir skólagöngu mína, en það nægði þeim ekki. Þeir komu og drápu föður minn. Ég get ekki lýst því sem þeir gerðu mér eftir að pabbi dó.“ Þetta er frásögn 15 ára gamallar stúlku frá Afghanist- an sem var nauðgað í Kabúl af her- mönnum. Sú staðreynd að börn sæti pynd- ingum er hin leynda skömm okkar allra. Börn eiga rétt á vernd og ættu ekki að þurfa að þola slíkt of- beldi, þó er ofbeldi gegn börnum mjög útbreitt um allan heim. Börn í striðsátökum Börn verða fórnarlömb pyndinga við ólíkar aðstæður. Vopnuð átök og stríð eru sá raunveruleiki sem milljónir barna lifa við. í meira en níu ár hefur borgarastríð geisað í Sierra Leone og þúsundir barna látið lífið í átökunum, mörg þeirra búa við varanlega fötlun. Börnum hefur verið rænt eða þau þurft að flýja, mörg hafa sætt kynferðislegu ofbeldi og verið seld í kynlífs- þrælkun. Víða um heim eru börn þjálfuð sem hermenn. Meira en 300.000 barnahermenn taka þátt í átökum í meira en 30 löndum. Mörgum þessara barna eru gefin eitur- lyf áður en þau eru send til að berjast: „Fætur mínir voru skornir og kókaíni núið í sárin. Seinna leið mér eins og stórum manni. Mér fannst annað fólk vera eins og hænur og rottur, ég vildi bara drepa það.“ Koma, sem nú er 15 ára gamall, var rænt af uppreisnarher í Sierra Lepne árið 1997. I júní s.l. sagði hann Amnesty International sögu sína. Fjöldi barna sætir pyndingum vegna þjóðernis eða uppruna. Á síðustu mánuðum hefur fjöldi pal- estínskra barna verið drepinn af ísraelskum öryggissveitum. í ísr- ael hafa hundruð barna verið hand- tekin, sérstaklega í Jerúsalem. Amnesty International hefur áreið- anlegar heimildir fyrir því að mörg þeirra hafi sætt harðræði og pynd- ingum. (2) Lögreglan handtók Bakr Sáid, sem er 15 ára, klukkan tvö að nóttu hinn 24. október s.l. Frændi hans Muhammad Jamil Sáid, 17 ára, hafði verið handtek- inn nokkru áður. Hópur vopnaðra lögreglumanna umkringdi heimili Bakr Sa fd, hann var í fasta svefni þegar vopnaðir lögreglumenn réð- ust inn á heimilið og handtóku hann. Foreldrum hans var sagt að réttað yrði yfir honum næsta dag. Hann var yfirheyrður strax um nóttina og honum ógnað og öskrað á hann. Foreldar hans fengu ekki að tala við drenginn og faðirinn horfði á hvernig lögi-eglumaður sló piltinn í andlitið í réttarsalnum. Götubörn eru í hættu Börn sem tilheyra jaðar- og minnihlutahópum eru oft handtek- in og ásökuð um smáglæpi eins og þjófnað. Lögreglumenn eru þeir sem oftast bera ábyrgð á pynding- um á börnum í varðhaldi. Algeng- asta pyndingaaðferðin eru bar- smíðar. Skýrslur Amnesty International greina frá þvi hvernig börn eru barin af lögreglu með berum hnef- um, kylfum, stólfótum, svipum, járnstöngum, rafmagnssnúrum og svipum. Börn hafa verið brennd með sígarettuglóð, þeim neitað um mat og drykk, svo og svefn. Bæði stúlkur og drengir hafa sætt kyn- ferðislegri misnotkun af hálfu lög- reglu víða um heim. Götubön eru sá hópur barna sem mest hætta er á að sæti pyndingum af hálfu lög- reglu. En talið er að í heiminum í Amnesty í hugum margra tilheyra pyndingar fortíðinni, segir Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, en því miður er ekki svo. dag lifi um 100 milljónir barna við slíkar aðstæður. Skýrslur Amnesty International greina frá pyndingum og illri með- ferð á götubörnum m.a. í Bangla- desh, Brasilíu, Gvatemala, Ind- landi, Kenía, Nepal og Úganda. Rannsóknir Amnesty Inter- national á pyndingum sem börn víða um heim þurfa að þola, sýna fram á að yfirvöld tryggja ekki börnum þá vernd sem þeim ber. Lögregla, her og öryggissveitir beita börn pyndingum, svo og vopnaðir andspyrnuhópar. Skýrsl- ur Amnesty Ínternational greina frá þessum brotum. Aftur á móti er staðreynd að fjöldi barna er ekki öruggur á eig- in heimili. Slík brot er erfitt að rannsaka, þar sem þau eru „falin“ innan veggja heimilisins og sjaldnast eru lagðar fram kærur. Yfirvöldum um allan heim ber skylda til að vernda börn gegn öllu ofbeldi og draga þá sem ábyrgð bera fyrir dómstóla. Islandsdeild Ámnesty Inter- national efnir hinn 10. desember, á alþjóðlegum mannréttindadegi, til tónleika í Neskirkju sem hefjast kl.15. Tónleikarnir eru liður í átaki samtakanna gegn pyndingum og eru þeir sérstaklega helgaðir börn- um. Hvað getur þú gert? 1. Skráð þátttöku þína í herferð- inni á www.stoptorture.org. 2. Stutt baráttu Amnesty Inter- national með fjárframlagi á reikn- ing 96991 í Aðalbanka Landsbank- ans 3. Gengið til liðs við íslandsdeild Amnesty International með því að gerast félagi í deildinni. 1) I alþjóðalögum eru allir sem ekki hafa náð 18 ára aldri skil- greindir sem börn. 2) Israel and the Occupied Territories, Mass arrest and Police Brutality, Amnesty International, nóv. 2000 Höfundur er framkvæmdastjóri fs- landsdeildar Amnesty International. Jóhanna K. Eyjdlfsdóttir Rauðarárstíg 14 - 16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com, www.myndlist.is ÁgfiAnmy G U C C I Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi og salt kvarnir, mikið úrval Klapparstíg 44, sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.