Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 60
.60 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Friðrik Jón Frið- riksson var fædd- ur á Sauðárkróki 00. nóvember 1936. Hann lést af slysför- um 8. október síðast- liðinn er bátur hans Ingimundur Gamli fórst í Húnaflóa. For- eldrar hans voru Málfreð Friðrik Frið- riksson og Rósa Pét- ursdóttir sem bæði eru látin. Þau slitu samvistir. Alsystkini hans: Erna, búsett í Ameríku; Ragna Hrafnhildur, sem er látin og Hans Birgir sem einnig er látin. Málfreð Friðrik kvæntist Sesselju Hannes- dóttur og eru börn þeirra: Har- aldur, Ólöf, Hannes, Hans Birgir og Árni Þór. Friðrik ólst upp hjá föður sínum og Sesselju frá sjö ára aldri. Friðrik stundaði sjómennsku alla sina tíð. Hinn 24. desember 1959 kvænt- „Ég sit héma pabbi og hugsa til þín. Svo heitt að ég þrái þú komir til mín.“ Þetta lag með Svanhildi sendi ég þér oft í óskalög sjómanna þegar ég var lítil og fannst textinn passa svo vel við okkur. Elsku pabbi minn, hversu heitt sem ég þrái og vona að þú komir þá segir kaldur raunveruleikinn mér annað. Þú sem hafðir siglt um heimsins höf, nú síðast er þú dreifst þig ásamt Halla til Ghana 1997 á bátnum þín- um og heim aftur, þá var ég nú hrædd um ykkur en þið komust heim heilu og höldnu og mikil var gleðin þegar við sáum ykkur sigla hér inn fjörðinn. Sjórinn heillaði þig alltaf og 10 ára gutti varstu farinn að sækjast eftir að komast á sjóinn og jafnvel fyrr. Þú lentir oft í honum kröppum er mér sagt en alltaf var fyrsta hugsun þín að bjarga öðrum, þú komst alltaf síðastur, eins var þessi örlagaríka ferð, þú hugsaðir um að bjarga Halla dóttursyni þínum sem alla tíð var þér svo mikilvægur og kær enda mikill afastrákur og hann alinn að mestu upp hjá ykkur mömmu. Þið voruð svo nánir alla tíð, þó voru hin barnabömin þér ekki síður gleðigjafar og kær. Pabbi, þú varst oft óútreiknanleg- - ur, stundum hugsaðir þú svo stíft að erfitt var að ná sambandi við þig fyrr en eftir ótal köll, eins gastu setið með vasareikninn þinn og reiknað og reiknað og ef ég innti þig eftir því hvað þú værir að reikna svona mikið brostirðu kíminn og sagðir: „a ekk- ert sérstakt.“ Ég man eftir því þegar að ég var 11 ára gömul leyfðir þú mér að koma með þér á Siglufjörð að sækja bátinn þinn í slipp, Rósuna sem var 12 tonna bátur. Við lentum í hinu versta veðri á heimleiðinni en ég var alls óhrædd enda vissi ég að pabbi mundi vernda mig enda gekk ferðin vel heim en mamma hafði verið ósköp hrædd um okkur. Oft leyfðir ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Magnúsínu Sæ- mundsdóttir, f. 5 ágúst 1934. Þau eiga þijár dætur: 1) Sig- urbjörg, f. 1. júlí 1959, maki Skúli Þórðarson, þeirra dætur eru Fanney og Júlía, fyrir átti hún Harld Friðrik Arason en hann ólst upp hjá móðurafa sínum og móður- ömmu. 2) Rósa Fann- ey, f. 13. janúar 1962, maki Guðmann Jóhannes- son, þeirra börn eru Katrín Ósk, Inga Rut og Sveinn. 3) Erna, f. 29. febrúar 1964, maki Bjarki Har- aldsson, þeirra sonur er Sigurvin Dúi, fyrir átti hún Birgittu Maggý Valsdóttur og Freydís Jónu Guð- jónsdóttur. Útför Friðriks fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þú okkur Árborgu vinkonu að koma með ykkur í dagróðra á rækjunni og var það hin mesta skemmtun fyrir okkur og aldrei vantaði Ómar um borð enda varð hann strax heillaður af sjómennskunni og má orða það þannig að þú hafir verið lærifaðir hans enda alla tíð fram á síðasta dag gott samband á milli ykkar. Pabbi, þið mamma reyndust mér svo vel er ég missti Dúa aðeins 25 ára gömul og ekki kom annað til greina en að ég byggi hjá ykkur til að byrja með, með dætur mínar tvær. Þú tókst utan um mig og reyndir að hugga og sefa mesta sársaukann á þessum tíma enda get ég aldrei fullþakkað ykkur hversu vel þið reyndust okkur. Þú varst dulur maður og flíkaðir ekki með tilfinningar þínar, kannski varstu þess vegna oft svona þungt hugsi, ég veit líka að þú þjáðist oft innra með þér enda fékkstu að reyna margt á þinni lífsleið, marga hræði- lega atburði sem ekki ætla ég að rekja hér enda hefðirðu ekki kært þig um slíkt. Elsku hjartans pabbi minn, ég elskaði þig svo mikið þótt ekki hafi ég kannski haft há orð um það. Þú leiðbeindir mér og ef ég þurfti á áliti að halda leitaði ég til þín. Reyndar fóru okkar skoðanir kanski ekld allt- af saman en þú áttir þá til að stríða mér til að æsa mig svolítið upp en allt í góðu, þú varst alltaf svolítill stríðnispúki í þér. Elsku mamma mín, missir þinn er mestur þótt öll séum við í sárum en hann var eiginmaður þinn, vinur og félagi í meira en 40 ár. Ég bið góðan guð að vaka yfir þér alla tíð og leyfa okkur að fá að njóta þín sem lengst. Elsku Halli minn, þú hefur upplifað mikla lífreynslu með afa enda ykkar samband mjög tengt. Ég bið þig, drottinn, að vaka yfir okkur öllum og styrkja okkur á þessum dimmu dög- um, á endanum munum við verða að læra að lifa með því að pabbi sé far- inn þó að sátt verðum við aldrei. Elsku hjartans pabbi minn, ég kveð þig að sinni með þessum orðum mínum: Svartar nætur, dimmir dagar ó pabbi ég sakna þín. En ekkert get nú gert sem lagar söknuð er ber ég til þín. Litla stelpan þín verð ég ætíð þófarinnsértmérfrá. Minning þín liiír um alla eilífð þú verður mér alltaf hjá. Þín dóttir, Ema. Elsku pabbi minn. Það er erfitt að koma öllu því í orð sem um huga minn fer nú þegar ég sest niður og skrifa þessar línur til að minnast þín. Eins og alltaf er þá gera slysin ekki boð á undan sér, það fengum við að sannreyna hinn 8. október sl. þegar skipið þitt fórst hér úti á Húnaflóa um hábjartan dag í góðu veðri og hafið tók þig líka frá okkur og maður spyr aftur og aftur af hverju en fær aldrei svar. Sagt er um flóann okkar að hann skili aldrei neinu sem hann tekur. En krafta- verkið, það gerðist. Það skein ljós í myrkrinu hinn 21. nóv. sl. þegar þeir í áhöfn Hörpu-HU fundu þig, yfir því gátum við þó glaðst í sorginni, þótt sú gleði væri blönduð trega. Minningabrotin birtast hvert af öðru. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur þú verið hetjan mín, í mínum augum kunnir þú svo mikið, vissir alltaf allt og þú gast gert allt. Þegar ég var lítil ætlaði ég alltaf að verða vélstjóri því þá vildi ég verða sjó- maður eins og þú því þú áttir að verða skipstjórinn minn. Æskuárin mín einkenndust af því að þú varst alltaf mikið á sjó. Þegar það var kall- að ræs á gluggann á morgnana þeg- ar haldið var í róður og þegar þú komst heim var ég aldrei lengi að hlaupa í fangið á þér og sat í faðmi þínum því þar var alltaf svo gott að vera, svo hlýtt og notalegt. Eg var mikil pabbastelpa og vildi helst alltaf vera á bryggjunni og í bátnum þín- um hjá þér þegar þú varst í landi. Þegar þú fórst í siglingu var alltaf svo erfitt að bíða eftir að þú kæmir heim, það var svo margt spennandi sem þú komst með og svo var það iíka alltaf útlenskt! Það þurfti ýmis- legt að athuga áður en þú fórst af stað, t.d. að teikna upp á blað fæt- urna á okkur systrunum svo þú gæt- ir keypt á okkur skó. Eins er mér svo minnisstætt þegar þú taldir mér trú um að það væri svo hollt að standa á haus fyrir framan kojuna smástund á hverju kvöldi áður en ég færi að sofa og það gerði ég sam- viskusamlega í nokkur skipti og allt- af glottir þú meira og meira, þangað til ég fattaði að þú varst auðvitað bara að grínast með mig, en svona varst þú, alltaf var stutt í húmorinn. Unglingsárin liðu og aldrei tókst þú hlutunum með neinum látum, þú varst bara ekki þannig. Þú sagðir kannski ekki margt en stóðst fastur á því sem þú sagðir. Þegar þú og maðurinn minn kynntust urðuð þið strax mjög góðir vinir og hélst sú vinátta alla tíð, enda vita þeir best sem áttu þig að vini að þú varst vin- ur í raun, trúr og traustur. Þegar börnin mín, Katrín, Inga Rut og Sveinn, fæddust eitt af öðru sá ég strax að þau áttu sér hetju og vin sem þau litu mikið upp til og það var hann Bíi afi. Þeim þótti nú ekki leið- inlegt þegar þú komst í heimsókn því oftar en ekki kom afi með eitt- hvað óvænt meðferðis. Alltaf varstu tilbúinn ef á þurfti að halda, hvað sem það var, það var alltaf svo gott að leita til þín. Það er svo skrýtið að koma upp á Garðaveg núna og þú ekki liggjandi í gráa sófanum að horfa á sjónvarpið eða sitjandi við eldhúsborðið að hræra í kaffinu þínu og að fá þér vindil, og skrýtið að finna vindlalyktina ekki koma á móti sér, því einhvern veginn býst maður alltaf við því. Nú breytist svo margt, það er svo margt sem minnir á þig og vekur minningar og söknuð. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem Guð gaf okkur saman og þau spor sem við gengum saman á lífsins vegi. Ég á allar minn- ingarnar um þig og þær munu alltaf fylgja mér og veita mér gleði. Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðj- ustund og hjarta mitt grætur, engin orð fá því lýst hvað ég sakna þín mikið. Nú ert þú kominn í annan heim þar sem er alltaf birta og ylur, ég veit að þú htur alltaf eftir okkur þar til við hittumst á ný. Ég bið göðan Guð að styrkja mömmu og okkur öll í þessari miklu sorg. Hvíl þú í friði, minning þín lifir með okkur alla tíð. Þín dóttir, Rósa Fanney. Elsku pabbi og afi. Minning um þig mun alltaf verða Ijós í lífi okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem.) Sigurbjörg og Haraldur Friðrik. Elsku afi, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Vertu yfír og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthó)um.) Fanney og Júlia. Elsku afi! Ég sakna þín svo mikið og trúi því varla að þú sért dáinn. Hjá mér rifj- ast upp margar skemmtilegar minn- ingar eins og oft þegar ég var í pöss- un hjá ykkur ömmu og það var fiskur í matinn sem ég vildi ekki borða, þá gaf amma mér eitthvað annað, eins og pulsu eða hamborg- ara. Þá stríddir þú mér og spurðir hvort mér þætti betra að borða svona hunda- og kattamat, svo hlóg- um við. Þú lagðir oft kapal, fyrst horfði ég á en síðan kendir þú mér kapalinn og var ég fljót að læra hann. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku afi minn og allar minningarnar um þig verða alltaf í huga mér. Góði Guð, nú er afi kominn til þín en ég bið þig að vaka vel yfir ömmu og okkur öllum því við söknum afa svo mikið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri trega tárin stríð. (V. Briem.) Ég veit að þú og pabbi minn vakið alltaf yfir mér og gætið mín vel. Kveð þig með söknuði, afi minn. Þín Freydís Jóna. Elsku Bíi afi. Ég get ekki almennilega skilið að þú sért dáinn og komir aldrei aftur. Ég spyr mömmu á hvaða bát getur afi verið núna þegar hans bátur er í sjónum og margar spurningar koma upp. En elsku afi minn, nú ertu hjá Guði, ég hef mynd af þér og horfi á þig og finnst bara að þú lifnir við og komir til mín. En ég er bara fimm ára strákur sem á eftir að skilja brottför þína betur síðar meir. Ég sakna þín, afi minn, og amma ennþá meira. Guð veri með ömmu alla tíð og sefi mesta sársaukan. í hjarta hennar. Ég ætla að hjálpa henni við það. Elsku Bíi afi, Guð geymi þig og vemdi. Saknaðarkveðjur, Sigurvin Dúi. Elsku afi. Það er svo skrýtið að þú sért far- inn frá okkur og komir aldrei aftur. t Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT BJARNASON, Hraunbæ 194, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 7. desember. Soffía Sigurgeirsdóttir, Margrét Benediktsdóttir, Jóhanna G. Benediktsdóttir, Prem Margoiese, Álfhildur Benediktsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Guðbjörg Benediktsdóttir, Vilborg Benediktsdóttir, Hrefna Benediktsdóttir, Sigurvin Jónsson, Jóhann Kjartansson, Lárus Guðjónsson, Tom De Vries, Þorvaldur Þorvaldsson, Jóhanna Breiðdai, barnabörn og barnabarnabörn. FRIÐRIK JON FRIÐRIKSSON Mér finnst rosalega erfitt að hugsa um að þú sért farinn og allt það sem búið er að gerast. Allt gerð- ist svo hratt og ég trúi varla að það hafi gerst og að þetta hafi verið þú. Meðan ég vissi ekki neitt nema að báturinn þinn væri sokkinn og þú týndur þá lifði ég alltaf í voninni um að þú mundir finnast og þegar mér var sagt að þú værir talinn af þá trúði ég því varla að þetta gæti verið satt. Mér finnst að þetta sé eins og einn stór draumur og hugsa af- hverju þú, afhverju ekki bara annar afi. En í dag finnst mér bara eins og þú sért úti á sjó og komir heim þegar þú er búinn að veiða, svo hugsa ég alltaf um góðu kjötsúpuna hennar ömmu sem við fengum svo oft þegar þú komst í land. Þegar ég hugsa til jólanna finst mér varla að verði jól, enginn afi verður þegar við förum í jólakaffið til ömmu á aðfangadagskvöld. Og svo koma áramótin og við alltaf vön að sprengja upp rakettur með þér og Halla i garðinum hjá ykkur, þú sást alltaf um að koma með flottu neyðar- blysin og rakettur úr bátnum þínum, nú vantar þig elsku afi. Oft þegar ég kom til ykkar ömmu og þú varst í landi, varst þú svo oft liggjandi á gamla gráa afa-sófanum, sem afa-brakið er í, og með svarta og hvíta teppið yfir þér, með alla afa- púðana og sykursætt kaffi, horfandi á sjónvarpið eða þú sast inni í eld- húsi leggjandi kapal og með afa- kaffið og teskeiðina. Og þegar ég var yngri var ég að hjálpa þér oft með kapalinn og var stolt þegar ég gat eitthvað. Stundum þegar ég kom heim til ömmu og gisti hjá henni fékk ég að kúra í afa-holu með sængina þína og koddann þinn og var þá svona afa-lykt af rúmfót- unum en ef þú varst heima svaf ég bara í litla beddanum við hliðina á þér. Við mamma bjuggum hjá ykkur ömmu þar til ég varð tveggja ára og þá var nú oft gott að hafa afa og ömmu til að kúra hjá. Eins þegar ég var sex ára og Dúi pabbi dó vorum við hjá ykkur í eitt ár. Ailtaf áttum við athvarf hjá ykkur. Ég á alveg rosalega góðar minn- ingar um þig, elsku afi, þó þú hafir verið mikið á sjó og ég hitti þig þá sjaldnar. í bljúgri bæn og þokk til þin, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Jæja, elsku afi minn, megi góður Guð vera hjá þér og vernda þig þarna uppi. Skilaðu kveðju til Dúa pabba. Élsku amma, Halli og við öll, megi guð gefa okkur styrk til að tak- ast á við þessa hræðilegu lífsreynslu. Þín Birgitta Maggý. Kæri afi minn! Mig langar að minnast þín hér í nokkrum orðum því nú ert þú dáinn, farinn að eilífu og ég sakna þín svo sárt. Ég vildi að ég gæti horft í aug- un þín og sagt þér svo margt, það er svo margt sem ég á eftir að upplifa og það er svo sárt að vita til þess að þú eigir ekki eftir að taka þátt í því. Þegar mér var sagt frá þessu hörmulega sjóslysi rifjuðust ósjálf- rátt upp svo margar stundir sem eru mér svo minnistæðar. Til dæmis þegar við systurnar vorum litlar og þegar þið amma komuð í heimsókn varst þú afar iðinn við að lauma að okkur nammi eða smá klinki sem þú dróst upp úr vasanum, svo við vorum fljótar að komast upp á lagið með að vaða í jakkavasann þinn í hvert skipti sem þú komst í leit að ein- hverju spennandi. Ég minnist þess einnig svo vel þegar þið pabbi voruð á Rósunni og siglduð út úr höfninni á leið á sjó þá stóðum við með tárin í augunum og horfðum á eftir ykkur en þið komuð auðvitað alltaf aftur. Kæri afi, ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera litla afastelpan þín. Það var nú stundum gert grín að mér 16 ára stelpunni og svona lík afa sínum í útliti, vinir mínir báðu mig oft um að setja upp Bía-svipinn þvi þeim fannst það svo fyndið. Þú ert eins og Goð með þína djúpu rödd, alltaf svo hress og til í djammið. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.