Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 1

Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 284. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hæstiréttur Flórída úrskurðar að vafaatkvæði verði handtalin Málamiðl- anir rædd- ar í Nice Talsmenn Bush vara við stj órnarskrárkreppu Nice. AP, Reuters, AFP. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) samþykktu í gær áform um stofnsetningu sameiginlegra ESB- hersveita og nýjar aðgerðir til vam- ar kúariðu. En erfiðustu úrlausnar- efnin sem fyrir fundi þeirra í Nice liggja voru enn óleyst: Hvernig stokka skuli upp innra skipulag sam- bandsins og tryggja starfshæfni þess eftir að aðildarríkjum fjölgar um allt að helming á næstu árum. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sem nú er að ljúka hálfs árs ESB-formennskutímabili sínu, sagði að hann og Jacques Chii-ac for- seti myndu síðdegis og fram á kvöld halda lokaða tvíhliða fundi með full- trúum allra hinna aðildarríkjanna fjórtán. Eftir að hafa heyrt hvaða mál það væru sem mest brynnu á mönnum myndu samningamenn Frakka nota nóttina til að sjóða sam- an málamiðlunartillögur, sem lagðar yrðu fyrir leiðtogana í dag. Sam- kvæmt dagskrá fundarins er gert ráð fyrir að honum ljúki í dag. um hugmyndum um að þingið taki sér réttinn til að velja kjörmennina en hann var lögfestur fyrir meira en hundrað árum. Fréttaskýrendur bentu á að svo gæti farið að 25 kjörmenn valdir af þinginu fengju umboðið til að mæta fyrir hönd Flórída í Washington 18. desember en samtímis væri enn ver- ið að telja vafaatkvæði. Upp gæti komið stjómarfarsleg ringulreið sem enginn sæi fyrir endann á. „Við erum á leið út fyrir svið aðdráttarafls jarð- ar,“ sagði einn þeirra. Utanlyörstaðaatkvæði ekki ógild Tveir dómarar í Flórída úrskurð- uðu fyrr í gærkvöld að ekki bæri að lýsa ógild um 25.000 utankjörstaða- atkvæði sem greidd voru í tveimur sýslum, Martin og Seminole, í for- setakosningunum í nóvember. Bush fékk meira fylgi en Gore í báðum um- ræddum sýslum en lögmenn demó- krata töldu að gallar hefðu verið á meðhöndlun um 2.600 utankjörstaða- atkvæða af hálfu embættismanna. Demókratar vildu að öll utan- kjörstaðaatkvæðin í Seminole og Martin yrðu gerð ógild. Yfirlýsing dómaranna tveggja, Nikki Clark og Terry Lewis, var sameiginleg. „Enda þótt formgallar hafa verið á beiðnum um utankjörstaðaseðla er ekki hægt að segja að kjörseðlarnir hafi verið gerðir ómerkir eða að grafið hafi ver- ið undan réttum framgangi kosning- anna ... Kosningaúrslitin endur- spegla að fullu leyti og á sanngjaman hátt viUa kjósenda," sögðu þeir. Palestínumenn við brennandi götuvirki í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem í gær. Reuters Tíu manns í valnum Jcrúsalem, Nice. AFP, AP. PALESTÍNUMENN minntust þess í gær að þrettán ár eru liðin frá upphafi fyrri uppreisnar þeirra, int- ifada, gegn ísraelum og lýstu yfir „degi reiði“. Var þetta einn blóðug- asti dagurinn síðan átökin hófust á sjálfstjómarsvæðunum fyrir tíu vik- um. Tíu manns lágu í valnum, sjö Pal- estínumenn og þrír ísraelar. Svör- uðu Israelar með því að banna alla umferð til og frá borgum Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Vonir manna um að átökin á sjálf- stjórnarsvæðunum væru í rénun dofnuðu í kjölfar mannfallsins í gær og yfirlýsingar leiðtoga Fatah- hreyfingar Palestínumanna. „Palestínumenn hafa að yfirlögðu ráði ákveðið að gera uppreisn og hún verður ekki stöðvuð. Átökin munu stigmagnast á næstu dögum,“ sagði leiðtogi Fatah, Marwan Barg- houti, í gær. MORGUNBLAÐIÐ 9. DESEMBER 2000 5 69090 0 090000 HÆSTIRÉTTUR Flórída ákvað í gær með fjóram atkvæðum gegn þremur að verða við kröfu lögmanna forsetaframbjóðanda demókrata, Als Gores, og láta telja 9.000 vafaatkvæði í Miami-Dade sýslu. Gáfu dómaramir skipun um að talningin yrði hafin strax vegna þess hve tíminn væri orðinn naumur en samkvæmt lögum skal vera búið að velja kjörmenn 12. desember. Frétta- skýrendur sögðu að með ákvörðun réttarins væri komin upp sú staða að óger- legt væri að fullyrða nokkuð um líkurnar á því hvor yrði næsti húsbóndi í Hvíta húsinu, Gore eða repúblikaninn George W. Bush. Að sögn CNN-sjónvarpsstöðvarinn- ar lögðu repúblikanar seint í gær- kvöld að íslenskum tíma fram ósk hjá áfrýjunardómstóli um að handtaln- ingin kæmi ekki til framkvæmda meðan beðið væri eftir því að alríkis- hæstiréttur í Washington tæki fyrir kröfnr repúblikana um að ákvörðun hæstaréttar Flórída yrði hnekkt. Ekki var jjóst hver viðbrögð dóm- stólsins yrðu en augljóst er að allar tafir á handtalningunni treysta stöðu repúblikana. „Með niðurstöðu sinni hefur hæstiréttur Flórída því miður aukið enn á óvissuna og úrskurðurinn gæti haft kosningaréttinn af kjósendum í Flórída," sagði James Baker, aðal- fulltrúi repúblikanans Georges W. Bush í Flórída, í gærkvöld. Baker sagði að úrskurðinum yrði áfrýjað til hæstarréttar í Washington. Hann sagðist ekki vilja segja að hæstirétt- ur Flórída hefði tekið flokkspólitíska afstöðu með Gore en hins vegar væri niðurstaðan byggð á mjög veikum, lagalegum granni. Baker vitnaði í sérálit hæstaréttardómara um að niðurstaðan gæti valdið stjómar- skrárkreppu og grafið undan áliti réttarins. Auk umræddra atkvæða í Miami- Dade vill hæstiréttur láta endurtelja og fara yfir öll vafaatkvæði í öllum 67 sýslum ríkisins og gekk því mun lengra en Gore hafði krafist. Munurinn 154 atkvæði Hæstiréttur ákvað ennfremur að alls 383 atkvæði, sem Gore hreppti í endurtalningu í Miami-Dade og Palm Beach, er ekki tókst að Ijúka fyrir tilsettan frest, skyldu reiknuð honum. Er munurinn á honum og Bush í ríkinu því orðinn 154 atkvæði. Ljóst er að tíminn til að handtelja í AP Forseti öldungadeildar Flórída- þings, John McKay, ávarpar full- trúana á fundi þingsins í gær. Flórída er orðinn naumur þar sem samkvæmt lögum alríkisins um kjör- mannasamkunduna á að vera búið að velja fulltrúana 25 frá Flórída í síð- asta lagi 12. desember. Samkundan kemur síðan saman 18. desember í Washington og velur forseta. Þing Flórída, þar sem repúblikanar era í meirihluta, kom saman í gær og sam- þykkti tilnefningar á kjörmönnum og era þeir allir stuðningsmenn Bush. Tekið var fram í yfirlýsingu sem þingið sendi hæstarétti Flórída að það myndi sjálft staðfesta valið á miðvikudag ef ekki yrði búið að ná fram endanlegri niðurstöðu í kosn- ingunum í tæka tíð. Afar ólíklegt er að takast muni að ljúka handtalning- unni fyrir miðvikudag. Talsmenn Gores hafa andmælt kröftuglega öll- Steinn Steinarr tCIT ÆV» SKAUJS B D t> A l Metsölulisti DV JjjO JPV FORLAG Estoniu-siysið Höfða mál gegn Sahlin Potsdam. AFP. ÞÝSKUR blaðamaður, sem rannsakað hefur Estonia-slysið 1994 og eftirmál þess, hyggst höfða mál gegn Monu Sahlin, aðstoðarráðherra í Svíþjóð, og einnig sænskri rannsóknar- nefnd er fjallaði um slysið. Seg- ir blaðamaðurinn, Jutta Rabe, að sænsk stjómvöld hafi tekið þátt í að leyna niðurstöðum rannsókna er gefi til kynna að sprenging hafi orðið í ferjunni áður en hún sökk. Með Estoniu fórast 852. Hún var á leið frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms en sökk á nokkr- um mínútum skammt undan suð-vesturströnd Finnlands. Opinber rannsóknamefnd full- yrti árið 1997 að skipið hefði sokkið er galli í stafndyram hefði komið í veg fyrir að þær lokuðust og sjór flætt inn. Rabe hefur átt samstarf við Bandaríkjamanninn Gregg Bemis, sem kafaði niður að flaki Estoniu í ágúst og tók myndir af því. Segja þau að á myndinni komi íram vísbend- ingar um gat eftir sprengingu. Sérfræðingar í siglingamálum gagnrýndu í nóvember opin- bera skýrsluna og hvöttu til þess að gerð yrði ný rannsókn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.