Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 38

Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 38
38 LAUGAKDAGUR 9. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Aðventu- tónleikar Amnesty International ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- emational heldur hina árlegu að- ventutónleika félagsins í Neskirkju við Hagatorg á morgun, sunnudag, kl. 15. Tónleikarnir eru styrktartónleik- ar íyrir Amnesty International og rennur allur ágóði til alþjóðlegrar herferðar samtakanna gegn pynd- ingum sem nú stendur yfir. Dagskrá tónleikanna er ætluð allri fjölskyldunni. Flytjendur á tónleikunum eru: As- hildur Haraldsdóttir flautuleikari, Karlakórinn Fóstbræður, Stefán Örn og Marion Herrera, selló og harpa, Einar Ktistján Einarsson gít- arleikari, Nora Kombluh ásamt hópi Suzuki-sellóleikara, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Guðbjörn Guðbjörnsson söngvari, Jónas Ingi- mundarson píanóleikari, Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona og Blásara- kvintett Reykjavíkur. Allir þeir sem fram koma á tónleikunum, sem og allir aðstandendur tónleikanna, gefa vinnu sína. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur. Miðar fást á skrifstofu íslands- deildar Amnesty Intemational í Hafnarstræti, einnig er hægt að panta miða í gegnum tölvupóst á netfanginu amnesty@hi.is eða í síma 551 6940. Einnig verður hægt að kaupa miða í Neskirkju við upphaf tónleikanna. -------------- Jazzandi á Múlanum HLJÓMSVEITIN Jazzandi leikur á Múlanum, en Múlinn er djass- klúbbur með aðsetur á efri hæð Kaffi Reykjavíkur annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Tríóið Jazzandi hefur leikið víða frá stofnun þess fyrir u.þ.b. ári, m.a. á listasumri á Akureyri, djasshátíð Reykjavíkur og bæði í útvarpi og sjónvarpi. Meðlimir tríósins eru allir langt komnir nemendur í djassdeild tónlistar- skóla FÍH. Tríóið leikur blöndu af gömlum og nýlegum djassstan- dördum en að þessu sinni ætla þeir einnig að leika fmmsamið efni. Jazzandi skipa Sigurjón Al- exanderson gítarleikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Gestur Pálmason trommuleikari. Aðgangseyrir er 1.200 krónur og 600 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara. -----♦-♦-♦---- Jólatónleikar Reykjalund- arkórsins HINIR árlegu jólatónleikar Reykja- lundarkórsins verða í Laug- ameskirkju, á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru jólalög úr ýms- um áttum, negrasálmar, Ave María eftir Nyborg og Ave María Sigvalda Kaldalóns. Stjórnandi Reykjalund- arkórsins er íris Erlingsdóttir sópr- ansöngkona og söngkennari. Iris mun jafnframt syngja einsöng með kómum. Tvær dætur fyrram stjómanda kórsins, Lárasar Sveinssonar, Hjör- dís Elín og Ingibjörg kom til liðs við kórinn í þessum jólatónleikum. Mun Hjördís Elín syngja með kómum og annast píanóundirleik og báðar syst- urnar munu síðan leika á trompet í nokkram af eftirlætislögum Lárasar í flutningi kórsins. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- ganginn og er miðaverð 1.000 krón- ur, en ókeypis fyrir börn. Jólatónleikar Sinfómuhljómsveitar Norðurlands Um 130 börn koma fram með hljómsveitinni Akureyri. Morpunblaðið. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum, Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar. JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands verða haldnir í kvöld, laugardagskvöld, í Glerárkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Þá verða einnig haldnir tónleikar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík á sunnudag og hefjast þeir kl. 16. Með hljóm- sveitinni koma fram Ólafur Kjartan Sigurðsson barítón, Barnakór Glerárkirkju, Skólakórar Borgarhólsskóla, Stúlknakór Húsavíkur og stúlkur úr Kór Menntaskólans á Akureyri og söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri. Á efnisská tónleikanna era jólakonsertinn eftir Corelli, jólalög fyrir barnakór og hljóm- sveit og jólaævintýrið Heimskauta- hraðlestin eftir Robert Kapilow. Jólakonsertinn eftir Corelli er skrifaður um það leyti sem fiðlan er að taka við af gömbunni sem að- alstrengjahljóðfærið. Concerto Grosso var algengt konsertform á barokktímanum, þar sem hópi ein- leikara var teflt á móti hljómsveit- inni. Corelli samdi fjölda slíkra verka sem á sínum tíma nutu mik- illa vinsælda um alla Evrópu og er jólakonsertinn einn af hans þekkt- ustu verkum og nýtur enn vin- sælda. Sinfóníuhljómsveitin hefur áður fengið til liðs við sig barnakóra þegar kemur að jólatónleikum. Kórarnir sem nú era kallaðir til munu flytja sex jólalög, allt þekkt lög sem verið hafa til í kórútsetn- ingum, en hljómsveitarútsetningu gerði Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri. Jólaævintýrið Heimskautahraðlestin Á tónleikunum í Glerárkirkju syngja Barnakór Glerárkirkju og Stúlknakór Húsavíkur með hljóm- sveitinni og á tónleikunum á Húsa- vík skólakórar Borgarhólsskóla og Stúlknakór Húsavíkur. í allt munu um 130 börn koma fram með hljómsveitinni á þessum tónleikum. Jólaævintýrið Heimskautahrað- lestin segir frá dreng sem ferðast með lest til norðurpólsins á Þor- láksmessu og tekur þar við gjöf úr hendi jólasveinsins. Hann glatar gjöfinni, en hún kemst til skila á aðfangadagskvöld. Ævintýrið samdi Chris van Alls- burg en Hjörleifur Hjartarson þýddi. Ólafur Kjartan Sigurðsson barítón syngur söguna en með honum syngja stúlkur úr Kór Menntaskólans á Akureyri og söngdeild Tónlistarskólans á Akur- eyri. Ólafur Kjartan Sigurðsson Polarfonia með fimm plötur ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Polarfon- ia Classics ehf. kynnir nú fimm út- gáfur. Nýlega var gengið frá samn- ingum milli félagsins og Danacord í Danmörku um dreifingu geisladiska Polarfonia þar í landi. Samningar um dreifingu víðar á Norðurlöndunum era í deiglunni. Polarfonia Classics sérhæfir sig í útgáfu á sígildri tónlist og djassi en fyrstu útgáfur félasins komu út fyrir síðustu jól. Þær plötur sem fyrirtækið kynnir nú era: Halldór Haraldsson leikur tvær af stærstu píanósónötum tónbókmenn- tanna eftir Franz Schubert og Johannes Brahms. Halldór er einn okkar þekktasti píanóleikari og hef- ur hróður hans borist víða. Þetta er fyrsti geisladiskur Halldórs en hann hefur áður leikið inn á hljómplötur. Hinn heimsþekkti píanóleikari Al- berto Portugheis fjallaði um diskinn í fagtímaritinu Piano Joumal í Lond- on og talar hann um „meistaralegan flutning!“ verkanna. Sigríður Björnsdóttir frá Kleppu- stöðum ákvað á níræðisaldri að láta draum sinn rætast og syngja inn á geisladisk. íslensk einsöngslög eru henni hugleikin og hafa fylgt Sigríði alla tíð. Hér syngur hún nokkur upp- áhaldslaga sinna. Úlrik Ólason leik- urmeðápíanó. Uppeldisstöð íslenskra tónlistar- manna, Tónlistarskólinn í Reykja- vík, hélt upp á 70 ára afmæli sitt á árinu. Af því tilefni var gefinn út þessi tvöfaldi diskur þar sem nem- endur skólans leika og syngja. Sin- fóníuhljómsveit Islands leikur með einleikararprófsnemum. Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands era vinsælustu tón- leikar hljómsveitarinnar. Uppselt er á tónleikana ár fram í tímann og komast færri að en vilja þrátt fyrir endurtekningu og tónleikastað á borð við Laugardalshöll. Nú er í fyrsta skipti hægtaðnálgast vinsæl- ustu Vínarlögin af efnisskrám þess- ara tónleika á geisladiski. Garðar Cortes er sennilega þekkt- ari fyrir annars konar söng en hér gefur að heyra. Á geisladiskinum Daydreams syngur hann við undir- leik Roberts Sunds rómantísk dæg- urlög úr ýmsum áttum. Garðar sjálf- ur kallar þetta rauðvínstónlist. Snemma á næsta ári era svo vænt- anlegir geisladiskar þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands flytur Sifnóníu nr. 9 eftir Beethoven, hljóðritun tónleika Sólrúnar Braga- dóttur og Einars Steen-Neklebergs frá í maí og Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari leikur einleik á fiðlu. Kór Atthaga- félags Stranda- manna AÐVENTUHÁTÍÐ Kórs Átt- hagafélags Strandamanna verður haldin á morgun, sunnu- dag, kl. 16.30 í Seljakirkju. Kórinn mun, ásamt barna- kór, flytja jólalög undir stjórn Þóra V. Guðmundsdóttur. Píanóleikari er Jón Sigurðsson. Einsöngvari að j)essu sinni er Anna Pálína Árnadóttir, en undirleikari hennar er Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson. Að loknum tónlistarflutningi og jólahugvekju, sem Matthildur Sverrisdóttir flytur, býður kór- inn upp á kaffihlaðborð í safn- aðarsal kirkjunnar. Jólatónleikar Selkórsins SELKÓRINN heldur jólatðnleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og mánudaginn 11. desember kl. 20.30. Flutt verða, auk íslenskra og erlendra jólalaga, tvö tdnverk, Lobet den Herrn, alle Heidcn (Lofið Herrann lýðir allir), mót- etta eftir J.S. Bach og Gloria í D- dúr eftir A. Vivaldi. Texti mót- ettu J.S. Bach er lofgerðarsöng- ur, 117. Davíðssálmur, sem á þýsku hljóðar svo: Lobet den Herrn alle Heiden und preiset ihn alle Völker. Denn seine Gnade und Wahrheit waltet iiber uns in Ewigkeit. Alleluja. Eða eins og það útleggst á íslensku: Lofið Drottin allar þjóðir. Veg- samið hann allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss - og trúfesti drottins varir að ei- lífu. Halelúja. Mótettan, fjögurra radda, með bassafylgirödd var fyrst gefin út 1821. Gloria í D-dúr sjálfstætt verk og fjölbreytt í tólf tengdum köflum sem hafa ólíkan blæ. Verkið þykir flétta haganlega saman gamla og nýja tíma í tón- smiðum og er í raun jafntengt sviðsverkum Vivaldis og konsert- um hans. Verkið er ríkt af tilfinningu og tjáir lotningu, guðsótta og tæra gleði í tónlist sem er grípandi, en þó rík af andstæðum og fjöl- breytni. Þessir eiginleikar hafa vafalaust stuðlað að vinsældum verksins. Einsöngvarar eru Hulda Guð- rún Geirsdóttir sópran, Þuríður G. Sigurðardóttir sópran og Sig- rún Jónsdóttir mezzosópran. Strengjasveit leikur með kórnum og er Szymon Kuran konsert- meistari. Jón Karl Einarsson stjórnar. Jólavaka Stefnis KARLAKÓRINN Stefnir verður með jólavöku í Hlégarði annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Karlakórinn Stefnir heldur upp á 60 ára afmæli sitt á þessu ári og því hefur verið mikið um að vera hjá þeim. Afmælistónleikar voru haldnir sl. vor þar sem Kristinn Sigmundsson söng með kómum. Sjálf aímælishátíðin verður haldin í Hlégarði 13. janúar nk. og verður sú veisla endapunkturinn á viðburðaríku aftnælisári. Einnig verður stór stund hjá Stefni í febrúar á næsta ári. Þá mun Gunnar Guðbjömsson óperusöngvari syngja með kómum í Grafarvogskirkju. Hin nýja Grafarvogskirkja hefur vakið athygli fyrir góðan hljómburð, enda var það Gunnar sjálfur sem ósk- aði eftir að syngja í því húsi. -------♦+-♦------ Kertaljósa- tónleikar í Hveragerði HINIR árlegu kertaljósatónleikar kammerhópsins Camerarctica verða að venju haldnir nú í desember. Fyrstu tónleikarnir verða nú á sunnudag í Hveragerðiskirkju kl. 17. Eins og áður verður leikin tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Camerarctica skipa þau Armann Helgason klarinettuleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari og gestur þeirra í ár er víóluleikar- inn Þórann Marinósdóttir. Verkin sem hópurinn hefur valið að þessu sinni eru Kvartett fyrir klarinettu og strengi og Kvintett fyr- ir strengi eftir W.A. Mozart. í lokin verður leikinn jólasálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum" sem einn- ig er eftir Mozart. Tónleikarnir verða um klukku- stundarlangir og verður kirkjan ein- ungis lýst með kertaljósum við þetta tækifæri. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, eldri borgarar og nem- endur fá helmingsafslátt og ókeypis aðgangur er fyrir börn. -------♦-♦-♦----- Jólatónleikar Samkórs Rangæinga SAMKÓR Rangæinga heldur jóla- tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 16. Á efnisskrá era jólalög frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Einsöngv- arar á þessum tónleikum eru þau Eyrún Jónasdóttir messósópran og Gísli Stefánsson baritón. Píanóleik annast Hédi Maróti og á orgelið leik- ur Hilmar Örn Agnarsson. Stjórn- andi kórsins er Guðjón Halldór Ósk- arsson. Um þessar mundir er Samkórinn að gefa út geislaplötu með jólalög- um. Á þeirri plötu eru þessir sömu einsöngvarar auk sópransöngkon- unnar ungu Sigurlaugar Jónu Hann- esdóttur. Hljóðfæraleikarar era ein- ig þeir sömu auk Hauks Guðlaugssonar á orgel og Lazló Czenek á horn.Þetta er í fyrsta sinn sem rangæskur kór ræðst í útgáfu á jólageislaplötu. -------♦-♦-♦----- Fleiri jólasöngvar FJÓRÐU tónleikum Kórs Lang- holtskirkju, Jólasöngvar, hefur verið bætt við og verða þeir haldnir laug- ardaginn 16. desember kl. 19. Miðar era til sölu í Langholts- kirkju og kosta 1.500 krónur og er innifalið heitt jólasúkkulaði ogpipar- kökur. i * I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.